Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2003, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2003, Side 7
20 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR IO.JÚNÍ2003 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ2003 DVSPORT 21 •% Berger til Portsmouth Jörundur Aki rekinn KNATTSPYRNA: Patrick Berger, fyrrum leikmaður Liverpool, skrifaði í dag undir samning við nýliða Portsmouth í úrvals- deildinni. Berger, sem var með lausan samning við Liverpool, fékk ekkert að spreyta sig hjá félaginu á síðustu leiktið og ákvað því að ganga til liðs við Portsmouth. Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóri Portsmouth,sagði í sam- tali við breska fjölmiðla um helgina að hann væri hæst- ánægður með að Berger, sem átti einnig í viðræðum við Leeds, hefði ákveðið að ganga í raðir Portsmouth. „Hann tók á sig mikla launa- lækkun en löngunin til að spila var peningum yfirsterkari." oskar@dv.is -3^ Patrick Berger,fyrrum leikmaður Liverpool. KNATTSPYRNA: Stjórn knatt- spyrnudeildar Breiðabliks leysti Jörund Áka Sveinsson frá störf- um sem þjálfara karlaliðs félags- ins á laugardaginn.Stjórnin harmaði að þurfa að grípa til þessara aðgerða en taldi þær óhjákvæmilegar í Ijósi núverandi stöðu liðsins. Miklar væntingar voru í herbúðum félagsins fyrir þessa leiktíð og stefnan var tek- in beina leið upp í úrvalsdeild enda gengu margir sterkir leik- menn til liðs við félagið. Gengi liðsins hefur ekki verið f takt við væntingarnar enda situr liðið á botni l.deildar meðaðeins 1 stig eftir 4 leiki. Svo féll það einnig úr VISA-bikarnum fyrir ungmennaliði Keflavíkur. Jón Þórir Jónsson hefur tekið við þjálfun liðsins. henry&dv.is Jörundur Áki Sveinsson.fyrrum þjálfari Breiðabliks. U-18 ára liðið í úrslit á EM HANDBOLTI: fslenska u-18 ára lið karla íhandknattleik vann sér um helgina þátt- tökurétt í úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóvakíu í ágúst. íslenska liðið vann báða leikina í sínum riðli. Fyrst sigraði það lið Litháens, 28-21, og skoraði Haukamað- urinn Ásgeir örn Hallgríms- son 7 mörk í leiknum og KA- maðurinn Arnór Atlason 5. Síðan sigruðu íslendingar Dani,27-26, (mögnuðum leik. Ásgeir Örn fór á kostum í leiknum og skoraði 15 mörk og Arnór var einnig sterkur með 7 mörk. Þetta er glæsi- legur árangur hjá þessu efni- lega liði sem mikils verður vænst af í úrslitakeppninni í ágúst. henry@dv.is Ásgeir Örn Hallgrímsson, leik- maður Hauka og landsliðsins. Óvænt tap Spánverja KNATTSPYRNA: Spánverjar urðu fyrir miklu reiðarslagi í undankeppni EM um helgina þegar þeir töpuðu mjög óvænt fyrir Grikkjum, 1 -0, á heimavelli. Þetta var fyrsta tap liðsins í undankeppni EM síð- an (október 1991 og fyrsta tapið síðan Inaki Saez tók við eftir heimsmeistarakeppnina í fyrra. Saez sagði eftir leikinn að sig- ur Grikkja hefði verið hreinasti þjófnaður. „Við vorum mun betri allan leikinn en gerðum þau mistök að láta þá skora úr eina færi sínu í fyrri hálfleik." Spánn hefur nú eins stigs for- ystu á Úkraínu og Grikkland á toppi riðilsins. oskar@dv.is Blikasigur fyrir norðan Unnu sinn fyrsta sigur í deildinni undir stjórn nýs þjáifara 0-1 Olgeir Sigurgeirsson (16.) 0-2 Hreifiar Bjarnason (35.) 1- 2 Zeid Yasin (49.) 2- 2 Kolbeinn Arnbjörnsson (61.) 2-3 Hreiðar Bjarnason (82.) Breiðablik gerði góða ferð norður til Ólafsfjarðar í gær og vann heimamenn í Leiftri/Dalvík, 2-3, í opnum og skemmtilegum leik. Vallaraðstæður til knattspyrnu- iðkunar voru frábærar, iðjagrænn völlur, sólskin og Kári lét lítið á sér bera. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og voru sterkari aðilinn í byrjun leiks. Kópavogspiltar komu fljótt inn í leikinn og á 16. mínútu náðu þeir forystu. Þorsteinn Sveins- son framlengdi langt innkast að marki og Olgeir Sigurgeirsson skor- aði af stuttu færi. Skömmu síðar áttu heimamenn aukaspyrnu en markvörður Breiðabliks varði frá- bærlega í horn. Gestirnir í Breiða- bliki náðu síðan tveggja marka for- ystu á 35. mínútu og aftur var það eftir skalla fyrir markið frá Þorsteini en nú fékk hann boltann eftir langa hornspyrnu, skallaði hann fyrir markið þar sem Hreiðar Bjarnason var mættur og skallaði í markið. Engu mátti muna að Leiftur/Dalvík næði að minnka muninn á 40. mín- útu en þá rétt náðu gestirnir að bjarga skoti frá Kolbirni Arnbjörns- syni á línu. Það var nýtt lið heimamanna sem mætti inn á völlinn í seinni hálfleik - Nói Björnsson þjálfari hefur ef- laust lesið vel yfir mönnum í hálf- leik. Á 49. mínútu braust Helgi Jón- asson upp hægri vænginn, gaf fast- an bolta fyrir þar sem hinn sænsk- íraski leikmaður Zeid Yasin var mættur og hamraði boltann örugg- lega inn í netið. Heimamenn náðu síðan að jafna leikinn á 61. mínútu. Zeid tók skot að marki fyrir utan markteig sem endaði í þverslá og Kolbjörn Arnbjörnsson fýlgdi vel á eftir og skallaði í markið, 2-2. Eftir jöfnunarmarkið slökuðu heima- menn á og freistuðu þess að halda fengnum hlut_ÖÖ en svo fór ekki því á 82. mín. náði Hreiðar að skora sitt annað mark í leiknum og sigur- mark leiksins þegar hann fylgdi eft- ir langskoti utan við teig sem lenti í markstönginni. Breiðablik var vel að sigrinum komið, var betri aðilinn í leiknum lengstum og verðskuldaði 3 stigin. Jón Þórir Jónsson, nýráðinn þjálf- ari Breiðabliks, var að vonum ánægður með stigin þrjú. „Það var kominn tími til," sagði Jón Þórir og viðurkenndi að honum hefði ekki liðið neitt sérstaklega vel þegar heimamenn náðu að jafna f 2-2. „Verð að viðurkenna að mér leið „Verð að viðurkenna að mér leið ekki eins vel og þegar staðan var 0-2, en ég hafði enn þá fulla trú á strákunum." ekki eins vel og þegar staðan var 0-2, en ég hafði enn þá fulla trú á strákunum og þá var enn nóg eftir af leiknum. Þeir sýndu karakter og kláruðu þetta," sagði Jón Þórir. Maður leiksins: Hreiðar Bjarnason. æd Þrír ieikir fóru fram í 1. deildinni á föstudagskvöldið: Loks stig hjá Breiðabliki Haukar sóttu stig í Kópavog- inn á föstudagskvöldið þeg- ar þeir mættu Breiðabliks- mönnum í fjórðu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Niðurstaðan varð marka- laust jafntefli í kaflaskiptum leik þar sem leikmenn sýndu oft á tíðum mikla baráttu en duttu síðan niður í meðal- mennsku þess á milli. Haukar byrjuðu leikinn mun betur og var Jón Gunnar Gunnars- son erfiður vöm Breiðabliks. Hann fékk nokkur ágæt færi í upphafl leiks en skot hans rötuðu ekki fram hjá Páli Gísla Jónssyni mark- verði Blika. Um miðbik hálfleiks- ins datt allur botn úr leik beggja liða og við tók miðjuþóf sem hvor- ugu liðinu tókst að vinna sig út úr. Það lifnaði þó yfir leilcnum á loka- sekúndunum þegar Birgir Rafn Birgisson fékk gott færi en skot hans rataði í varnarmann og það- an í hliðarnetið. í síðari hálfleik lifnaði heldur betur yfir leiknum og þegar tíu mínútur vom liðnar fengu Breiðabliksmenn auka- spyrnu sem Sævar Pétursson tók en Jömndur Kristinsson mark- vörður Hauka varði skot hans meistaralega. Næstu tíu mínút- urnar áttu Breiðabliksmenn hvert færið á fætur öðm en líkt og í und- anförnum leikjum vildi boltinn ekki inn fyrir marklínuna. Hauk- arnir vörðust aftur á móti ágætlega og með þá Magnús Ólafsson og Jón Gunnar í framlfnunni beittu þeir skyndisóknum sem þeir náðu þó ekki að nýta sér. Þeir komust þó næst því á 72. mfn. þegar Birgir Rafn átti hörkuskot úr aukaspyrnu en boltinn hafnaði í innanverðri stönginni og þaðan út. Breiða- bliksmenn gátu stolið stigunum á síðustu augnablikum leiksins þeg- ar Hreiðar Bjarnason fékk upplagt færi en Jömndur varði vel og tryggði Haukamönnum mikilvægt stig. „Staða okkar í deildinni er slík að við urðum að fá þrjú stig hér í kvöld. Engu að síður er ég sáttur með leik minna manna, menn börðust og mér fannst við eiga meira í leiknum en Haukar. Það virðist ætla að ganga erfiðlega fyrir okkur að skora mörk en við höld- um hreinu og það er eitthvað sem „Staða okkar í deildinni er slík að við urðum að fá þrjú stig." við munum byggja á. Það er virki- lega góð stemning í hópnum og menn em ósáttir með þessa byrj- un en em staðráðnir í að snúa við blaðinu og koma sér ofar á töfl- una,“ sagði Jömndur Áld Sveins- son, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Maður leiksins: Jörundur Kristinsson,Haukuni. þaþ Fyrsti siqurinn hjá Leiftri/Dalvík 1-0, Brynjar Sverrisson (32.) 1-1,Zeid Yasin (55.) 1-2,Villiam Þorsteinss. (82.) Leiftur/Dalvík landaði sínum fyrsta sigri í 1. deildinni á föstudagskvöld í Garðabæ gegn Stjörnunni. Leikurinn var opinn og talsvert mikið um færi á báða bóga. Brynj- ar Sverrisson kom heimamönnum yfir með ágætum skalla en þeim tókst ekki að láta kné fylgja kviði. Talsverð harka var í gangi allan leikinn og gestirnir voru nokkrum sinnum alveg á landamærunum. Stjarnan var yfir eftir fyrri hálfleik- inn en getur nagað sig í handar- bökin yfir að forystan skyldi ekki vera marki meiri. Fátt markvert gerðist framan af seinni hálfleik en á 10. mínútu hans skoraði Zeid Yasin með glæsilegu skoti, nánast upp úr þurm. Gestirnir áttu í kjölfarið nokkrar góðar rispur en smám saman náðu Stjörnumenn undirtökun- um og þeir fengu ágæt færi án ár- angurs. Gestirnir komust sfðan í laglega skyndisókn og skomðu markið sem skipti sköpum. f blá- lokin vom Stjörnumenn ótrúlega nálægt því að jafna en lukkan var ekki með þeim. Nói Björnsson, þjálfari norðan- manna, var glaðbeittur eftir fyrsta sigur sinna manna f sumar: „Þetta er mikill léttir - mikill „Þessi sigur er gríðar- lega mikilvægur og nú er bara að byggja of- anáþetta." léttir,“ endurtekur Nói og greini- lega er þungu fargi af honum létt. „Við spiluðum á köflum ágætlega og baráttan var ffn. Þessi sigur er gríðarlega mikilvægur og nú er bara að byggja ofan á þetta,“ sagði Nói. Maður leiksins: Sævar Þ. Ey- steinsson, Leiftri/Dalvík SMS SKILINN EFTIR: Ásbjörn Jónsson, fyrirliði Aftureldingar, fer hérfram hjá Þórsaranum Frey Guðlaugssyni í leik liðanna í Mosfellsbæ í gær. DV-mynd SigurðurJökull Baráttusigur Þórs 3AKO Lögðu Aftureldingu í Mosfellsbænum í gær og komust í annað sæti deildarinnar 0-1, Jóhann Þórhallsson (24.) 0-2,Jóhann Þórhallsson (37.) 1 -2, Þorvaldur M. Guðmundss. (47.) 1- 3,Jóhann Þórhallsson (58.) 2- 3, Þorvaldur M. Guðmundss. (62.) 2-4, Alexandre Santos (89.) Þórsarar voru ekki lengi að jafna sig á slæmu og óvæntu tapi gegn Njarðvíkingum á föstudagskvöld því að í gærdag lögðu þeir Mosfellinga að velli í sex marka leik,4-2 Það var ausandi rigning í Mosó í gær þegar heimamenn tóku á móti Þórsumm frá Akureyri. Það byrjaði ekki gæfulega fyrir norðanmenn því hinn skæði framherji, Orri Freyr Hjaltalín, var studdur af leikvelli á 6. mínútu. Þórsarar vom hálfvankaðir eftir þetta áfall og heimamenn vom mun hættulegri og þeir fengu þrjú al- gjör dauðafæri á þriggja mínútna kafla en í öll skiptin sá Atli Rúnarsson, markvörður gestanna, við þeim. Eftir þessa rispu Atla vöknuðu Þórs- arar til lífsins og Jóhann Þórhallsson gerði tvö lagleg mörk áður en fyrri hálfleikur var allur. Fyrstu sautján mínútur seinni hálfleiks vom með fjömgra móti en þá skomðu heima- menn tvö mörk en gestirnir eitt. „Mér fannst við vera sterkari og sigurinn sanngjarn." Heimamenn sóttu meira á síðasta kortérinu en varð ekkert ágengt. Gest- irnir gulltryggðu sigurinn með laglegu marki í blálokin. Páll Viðar Gíslason, leikmaður Þórs- ara, var ánægður með sigurinn en sagði varnarleik liðsins enn ekki nægi- lega taktfastan - sóknin væri hins veg- ar öflug: „Þetta var baráttusigur þar sem við vomm lengi í gang og þeir fengu góð færi sem Atli tók sem betur fer. Eftir þennan skrekk í byrjun fannst mér við vera sterkari og sigurinn sanngjarn. Það var óþarfi að fá þetta annað mark á okkur - það hleypti spennu í leikinn og var svona fyrir áhorfendur í rign- ingunni," sagði Páll og hló. Maður leiksins: Jóhann Þór- halisson, Þór Ak. SMS Óvænt hjá Njarðvík á Akureyri unnu Þór, 4-2, í skemmtilegum leik á föstudagskvöldið 1-0 Þórður Halldórsson (8.) 1-1 Snorri M.Jónsson (29.) 1-2 Högni Þórðarson (38.) 1-3 Óskar Hauksson (65.) 2-3 Jóhann Þórhallsson (76.) 2-4 Eyþór Guðnason (77.) Þór og Njarðvík mættust á Ak- ureyrarvelli á föstudagskvöld- ið og fóru Njarðvíkingar með siguraf hólmi,4-2. Þórsarar byrjuðu leikinn af fullum krafti og þurftu áhorfendur ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu en það skoraði Þórður Halldórsson með góðu skoti úr vítateignum. Á næstu mínútum fengu Þórsarar mörg góð færi til að bæta við forystuna en þeim tókst það ekki. En um miðjan fyrri hálfleik fóm Njarðvíkingar að komast æ meir inn í leikinn og fengu þeir þrjú dauðafæri sem Adi Már Rúnarsson varði mjög vel áður en þeir jöfnuðu leikinn á 29. mfn. og var Snorri M. Jónsson þar að verki. Njarðvíkingar komust síðan yfir á 38. mfn. þegar Högni Þórðarsson skoraði með þmmuskoti. í síðari hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Njarðvíkingar komust svo í 3-1 á 65. mín þegar Óskar Hauksson skoraði fallegasta mark leiksins þegar hann átti bylmingsskot rétt fyrir utan teig og átti Atli aldrei möguleika á því að verja. Jóhann Þór- hallsson minnkaði muninn aftur þegar hann skoraði laglegt mark af markteig. f næstu sókn Njarðvíkur skoraði hins vegar Eyþór Guðnason mark með skalla og gerði út um leik- inn. Eftir þetta fjaraði leikurinn út en Þórsarar sóttu að marki Njarvíkur án Leikurinn var skemmtilegur á að horfa og nóg affærum. þess að skapa sér færi. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa og fengu leikmenn beggja liða mörg færi sem þeir hefðu átt að nýta sér en það vom markmenn liðana sem komu í veg fyrir það. Maður leiksins: Atli Már Rií narsson, Þór, Ak. EE KNATTSPYRNA 1.DEILD KARLA F* 4 Staðan: Vfkingur 4 3 1 0 7-2 10 ÞórAk. 5 3 1 1 12-9 10 Keflavík 4 3 0 1 11-6 9 Njarðvfk 4 2 0 2 9-8 6 HK 4 1 2 1 4-3 5 Haukar 4 1 2 1 4-6 5 Aftureld. 5 1 2 2 4-8 5 § Leift./Dal. 5 ■ 1 3 5-8 4 Breiöablik 5 1 1 3 4-7 4 Stjarnan 4 0 2 2 5-8 2 Markahæstu menn: Jóhann Þórhallsson, Þór Ak. 6 Högni Þórðarson, Njarðvlk 3 Magnús Þorsteinsson, Keflavík 3 Óskar Hauksson, Njarövfk 3 Brynjar Sverrisson, Stjörnunni 2 Daníel Hjaltason.Vlkingi 2 Hólmar Örn Rónarsson, Keflavík 2 Hreiðar Bjarnason, Breiðabliki 2 IngiHrannarHeimisson.ÞórAk. 2 Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki 2 Stefán Örn Arnarson,Víkingi 2 Stefán Gíslason, Keflavik 2 VilhjálmurVilhjálmss.,Stjörnunni 2 ÞorvaldurM.Guðmundss.,Aftur. 2 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 2 Zeid Yasin, Leiftri/Dalvik 2 Jafnt hjá Skotum og Þjóðverjum Fjölmargir leikir í undankeppni EM á laugardaginn Nítján leikir fóru fram í riðl- unum tíu í undankeppni EM 2004 á laugardaginn. Skotar tóku á móti í Þjóðverjum í Glasgow, í riðli okkar fslendinga, fimmta riðli. Fredi Bobic kom Þjóðverjum yfir þegar fyrri hálf- leikur var hálfnaður en Kenny Miller, sem skoraði fyrra mark Skota gegn íslendingum á Hamp- „Þetta er stór dagur fyrir skoska knattspyrnu. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum og frammistöðu þeirra." fyrir leikinn," sagði Vogts eftir leikinn en hann hefur ekki átt upp á pallborðið hjá skoskum fjöl- miðlum síðan hann tók við og fengið afar harða gagnrýni. Danir unnu Norðmenn Danir báru sigurorð, 1-0, af grönnum sínum Norðmönnum á Parken í öðrum riðli undankeppni EM og skutust í efsta sæti riðils- ins. Það var Jesper Gronkjær sem skoraði sigurmarkið strax á fjórðu mínútu leiksins. Morten Olsen, þjálfari Dana, var í sjöunda himni eftir leikinn og hrósaði sfnum mönnum í há- stert. „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Allir héldu að mínir menn yrðu hræddir við Norð- den Park f mars, jafnaði metin fyr- ir Skota undir lok leiksins. Berti Vogts, sem eitt sinn stýrði Þjóðverjum en er nú við stjórnvöl- inn hjá Skotum, var himinlifandi með sína menn eftir leikinn. „Þetta er stór dagur fyrir skoska knattspyrnu. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum og frammistöðu þeirra gegn sterku liði Þjóðverja. Undirbúningurinn að þessum leik hófst fyrir tveimur mánuðum og nú erum við uppskera fyrir alla þá vinnu sem við lögðum á okkur „Ég er ánægður með að liðið skuli hafa náð að hrista afsér drauginn frá Bosníuleiknum." mennina en það var sem þeir væru hræddir við okkur. Ég er ánægður með að liðið skuli hafa náð að hrista af sér drauginn frá Bosníuleiknum." oskar@dv.is JÖFNUNARMARKI FAGNAÐ: Kenny Millerfagnar hér marki sfnu gegn Þjóðverjum á laugardaginn ásamt félögum sínum Maurice Ross og Colin Cameron. Reuters PORTÚGAL '04 UNDANKEPPNI EM m l.riðill Malta-Kýpur 1-2 Luke Dimech - Michalis Constantinou 2 (1v). fsrael-Slóvenfa 0-0 Frakkland 5 5 0 0 19-2 15 Slóvenla 5 3 1 1 10-7 10 (srael 5 2 2 6-3 8 Kýpur 6 2 1 3 7-11 7 Malta 7 0 0 2 3-22 0 2. riðill Danmörk-Noregur 1-0 Jesper Grönkjær. Rúmenfa-Bosnfa 2-0 Adrian Mutu, loan Viorel Ganea. Danmörk 5 3 1 1 10-6 10 Noregur 5 3 1 1 7-3 10 Rúmenía 5 3 0 2 14-6 9 Bosnía 5 2 0 3 4-7 6 Lúxemburg4 0 0 4 0-13 0 3. riðill Moldovfa-Austurrfki 1-0 Viorel Frunza. Hvfta Rússland-Holland 0-2 - Marc Overmars, Patrick Kluivert. Holland 5 4 1 0 11-2 13 H Tékkland 4 3 1 0 9-1 10 | Austurrlki 5 2 0 3 4-8 6 Moldavía 5 1 0 4 •3-8 3 jj Hv. Rússl. 5 1 0 4 2-10 3 4. riðill Ungverjaland-Lettland 3-1 Imre Szabics 2, Zoltan Gera - Maris Verpakovskis San Marino-Svíþjóð 1-6 Lorenzo Moretti - Mattias Jonsson 3, Marcus Allback 2, Freddie Ljungberg. Lettland 5 3 1 1 6-3 10 Sviþjóð 4 2 2 0 9-2 8 Ungverjal. 5 2 2 1 8-4 8 Pólland 4 2 1 1 7-1 7 S.Marínó 6 0 0 6 0-20 0 5. riðill Island-Færeyjar 2-1 Helgi Sigurðsson.Tryggvi Guðmundsson - Rógvi Jacobsen. Skotland-Þýskaland 1-1 Kenny Miller - Fredi Bobic. Þýskaland 4 2 2 0 6-3 8 Skotland 5 2 2 1 7-5 8 Litháen 5 2 1 2 4-6 7 (sland 4 2 0 2 6-5 6 Færeyjar 4 0 1 6. riöill 3 4-8 1 Spánn-Grikkland - Stelios Giannakopoulos Úkraína-Armenía 0-1 4-3 Andriy Shevchenko 2 (1 v), Olexander Gorshkov, Sergei Fedorov - Albert Sargsian 2 (1v), Artur Petrosian. Spánn 5 3 1 1 10-3 10 Úkraina 5 2 3 0 10-7 9 Grikkland 5 3 0 2 5-4 9 Armenla 5 1 1 3 6-11 4 M N-(rland 4 0 7. riðill í 3 0-6 1 Slóvakfa-Tyrkland 0-1 - Nihat Kahveci Makedónía-Liechtenstein Goce Sedloski, MileKrstev, Ace 3-1 Stojkov - Roger Beck Tyrkland 5 4 0 1 11-3 12 England 4 3 1 0 8-3 10 31 Slóvakia 5 2 0 3 7-6 6 Maked. 5 1 2 2 7-8 5 j| Liechtenst.5 0 8. riöill Búlgarfa-Belgfa 1 4 2-15 1 2-2 Dimitar Berbatov, Svetoslav Todorov (v) - Rossen Kirilov (sm.), Philippe Clement. Eistland-Andorra 2-0 Teet Allas, Kristen Viikmae. Búlgaría 5 3 2 0 8-3 11 Eistland 5 2 2 1 4-1 8 Króatla 4 2 1 1 6-2 7 mmm 5 2 1 2 4-8 7 Andorra 5 0 0 5 1-9 0 9. riðill Finnland-Serbfa/Svartfjallal. 3-0 Sami Hyypia, Jonas Kolkka, Mikael Forssell. Wales 4 4 0 0 10-1 12 ftalía 4 2 1 1 6-3 7 Finnland 5 2 0 x 6-6 6 Serbfa 4 1 2 1 5-6 5 Aserbaíd. 5 0 1 4 2-13 1 10. riðill Sviss-Rússland 2-2 Alexander Frei 2 - Sergei Ignashevitch 2 (1v). Irland-Albanfa 2-1 Robbie Keane, Adrian Aliaj (sm.) - Ervin Skela. Sviss 5 2 3 0 9-5 9 Rússland 5 2 1 2 11-9 7 (rland 5 2 1 2 7-8 7 Albanla 5 1 2 2 6-8 5 Georgía 4 1 1 2 3-6 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.