Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 OTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Farc Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dvJs - Auglýsingar. auglys- ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins 60 MW gufuaflsvirkjun tilbúin 2006 - frétt bls. 4 Skipulag hálendisins - frétt bls. 8 Þægilegt og frjálst -Tilvera bls. 16-17 Slátrun á 10 mínútum - DV Sport bls. 30-31 Drukkinn ökumaður þóttist vera páfinn Drukkinn ökumaður krafðist á dögunum friðhelgi almættisins og hélt því fram að hann væri sjálfur páfinn eftir að lögreglan hafði stöðvað hann í útjaðri Baarn í Holiandi. ökumaðurinn hélt því statt og stöðugt fram að hann væri hinn 83 ára gamli Jóhannes Páll páfi II og harðneitaði því að fara út úr bifreiðinni en hækkaði þess f stað f útvarpinu. Lögreglumaðurinn, sem stöðv- aði þann drukkna, vissi auðvitað betur enda maðurinn, sem er um fimmtugt, harla ólfkur páfanum. Það var ekki fyrr en sonur öku- mannsins, sem sat í farþegasæt- inu, blandaði sér í málið að faðir- inn viðurkenndi hver hann í raun væri og bíður hans nú jarðnesk réttarmeðferð. Meiri dagvöruneysla Ráða Hjörleif RÁÐNINGAR: Orkuveita Reykjavíkur hefur ráðið Hjör- leif B. Kvaran hæstaréttarlög- mann í starf framkvæmda- stjóra lögfræðisviðs og innri endurskoðunar. Hjörleifur hef- ur starfað hjá Reykjavíkurborg í 27 ár, verið borgarlögmaður frá 1994 og annast öll mál- flutningsstörf fyrir Reykjavík- urborg og stofnanir hennar. NEYSLA: Útgjöld til kaupa á dagvöru voru á föstu verðlagi 5,5% meiri í ágústmánuði en í sama mánuði í fyrra sam- kvæmt nýrri smásöluvísitölu Samtaka verslunar og þjón- ustu. Útgjöld til áfengiskaupa minnkuðu um 6,2% á sama tímabili. Lítilsháttar minnkun varð á smásöluvísitölu lyfja- verslana milli mánaða.Vísi- tölumælingin sýnir að neyt- endur hafa eytt meira til kaupa á dagvöru alla mánuði þessa árs miðað við síðasta ár að mars undanskildum. Draga má þá ályktun að þetta sýni meiri ráðstöfunartekjur heimil- inna en í fyrra. Smásöluvísital- an er reiknuð af IMG sam- kvæmt upplýsingum sem ber- ast frá fyrirtækjunum og ÁTVR. Innbrotstilraun AFBROT:Tilkynnt varum mann sem gerði sig líklegan til innbrots í verslun við Laugaveg í nótt. Styggð kom að manninum þegar lögregla nálgaðist og komst hann burt á hlaupum. Hafði hann spennt upp hurð og eyðilagt dyraumbúnað en óljóst er hvort hann hefur farið inn í verslunina. Lögregla hefur greinargóða lýs- ingu á honum. Interpol sendir lögregluyfirvöldum víða um heim beiðni vegna al- þjóðlegs afbrotamanns: Túnis vill fá íslenskan fíkniefnasala handtekinn Wanted by Interpol mOSON.OIrinrBrxl Present family name: Forenams: S«x: Date of birtíi: Place of birth: Naoonality: BRAGASON OLAFUR BRAGI MALE 4 Septomber 1957 (46 years old) REYKJAVIK, Iceland Icetand Porson may be dongerous. Offencet: DRUGS Arrest Warrant Itsued by: TUNIS / Tumsia YOUR NATIONAL OR LOCAL POUCE GENERAL SECRETARiAT OF INTERPOL ru-jtbvesöirteípol.int Skjámynd þar sem óskað er eftir að lögregluembætti víða um heim handtaki (slendinginn. Interpol lýsir eftir Ólafi Braga Bragasyni, 46 ára íslenskum af- brotamanni, sem yfirvöld íTún- is óska eftir alþjóðlegri aðstoð við að fá handtekinn. Að sögn Þóris Oddssonar vararíkis- lögreglustjóra má gera ráð fyrir að fs- lenskum lögreglustjórum og sýslu- mönnum verði kynntar óskir þessa efn- is frá Interpol. Þannig verði væntanlega gerðar ráðstafanir til að kanna hvort maðurinn gæti hafa verið hér á landi nýlega. í auglýsingu Interpol kemur fram að Ólafur Bragi kunni að vera hættulegur. Þess er krafist að hann verði handtek- inn vegna fikniefnamisferlis. íslending- urinn var árið 1998 grunaður um að hafa flutt tæp tvö tonn af hassi til Tún- is. f júlí það ár var hann svo handtekinn í Karlsruhe í Þýskalandi. Þar var honum haldið í 40 daga í gæsluvarðhaldi áður en honum var sleppt. Yfirvöld í Túnis höfðu þá ekki aflað nægilegra gagna til að frá hann framseldan til Afríkuríkis- ins. Eftir að Ólafi Braga var sleppt sagði Maximilian Endler, lögmaður hans í Þýskalandi, að líklega myndi íslending- urinn reyna að komast til Islands við fyrsta tækifæri. fslensk yfirvöld hafa þó, eftir því sem DV kemst næst, eftir það ekki haft afskipti af Ólaft Braga vegna framsalsbeiðninnar ffá Túnis. Ólafur Bragi afþlánaði síðast dóm í auglýsingu Interpol kemur fram að Ólafur Bragi kunni að vera hættulegur. Þess er krafist að hann verði handtekinn vegna fíkniefnamisferlis. hér á landi fyrir fíkniefnamisferii árið 1989. Hann hefur einnig fengið dóma í Danmörku og Bretlandi. Árið 1976 var hann handtekinn fyrir að selja banda- rískum hermönnum á Keflavíkurflug- velli hass og LSD. Árin á eftir og allt til ársins 1985 var hann handtekinn oftar en 20 sinnum vegna brota á lögum um fíkniefni. DV hefur áður greint frá því að Ólaf- ur Bragi, sem lengi hélt sig á Spáni, hafi komist í samband við aðila frá Marokkó. Hófst þá mang hans með hassolíu sem hann fór með til Bret- lands. Þar var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Árið 1994 var Ólafur Bragi handtekinn í Danmörku fyrir að reyna að smygla 100 kílóum af hassi til lands- ins. Þar afþlánaði hann dóm en eftir hann er þessi umsvifamikli fíkniefna- sali grunaður um að hafa flutt tvö tonn af hassi til Túnis. Það eru þarlend yfir- völd sem lýsa nú eftir Ólafi Braga. ottar@dv.is Björgunarmönnum Guðrúnar Gísladóttur stefnt til Óslóar Bæjarstjórinn í Eyjum finnur reikninga Þróunarfélagsins: Martröð í skrif- borðsskúffum Björgun Guðrúnar Gfsladóttur KE við Leknes í Noregi er í uppnámi. Björgunarfélagið Seioy Und- ervannsservice, sem hefur séð um köfun á staðnum, hefur hætt störf- um í bili eða þar til greiðsla berst. Þá hefur norska strandgæslan kallað fulltrúa útgerðarfélagsins Festi hf., fshúss Njarðvíkur og GGKE15- group til fundar um stöðu mála f Ósló á mánudag. Liggi engar trú- verðugar áætlanir fyrir munu norsk stjómvöld taka björgun skipsins yfir og ná því upp á kostnað íslensku eigendanna. „Björgunin hefur verið stopp í nokkrar vikur vegna þess að kafaramir okkar hjá Seloy Und- ervannsservice fóm í önnur verk. Við erum að leita lausnar á fjármálunum í samstarfi við kafar- ana. Ég er bjartsýnn á að þessi mál leysist, við náum upp skipinu án af- skipta norsku strandgæslunnar," segir Haukur Guðmundsson. gg@dv.is „Ég er eiginlega alveg orðlaus vegna þessa máls sem allt er lyginni líkast. Reikningar vegna Þróunarfélags- ins hafa verið að finnast út um allt að undanfömu," segir Lúðvík Berg- vinsson, alþingismaður og sem jafnframt situr í bæjarráði Vest- mannaeyja, f samtali við DV. Á ótrúlegustu stöðum Frá því er greint á netmiðlinum eyjar.net að reikningar á Þróunar- félag Vestmannaeyja, sem skipta milljónum króna, hafi fundist á ótrúlegustu stöðum undanfarið. Þetta er haft eftir Bergi Elíasi Ágústssyni bæjarstjóra og Lúðvík Bergvinsson staðfestir þetta við DV. Þrír pokar af reikningum, sem ekki vom inni í dæminu, fúndust á skrifstofu félagsins og einnig fúnd- ust nokkrir reikningar í skrifborði bæjarstjóra þegar skrifstofa hans var flutt milli hæða í Ráðhúsinu í Eyjum. „Við erum þessa dagana að vinna í því að loka félaginu, sem hefur reynst miklu meiri vinna en nokkurn óraði fyrir. Alls virðist fé- lagið hafa kostað bæjarsjóð um 170 UPPÁKOMUR: Þróunarfélagið sér bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir nægu umræðuefni þessi misserin. milljónir króna," sagði Lúðvík þeg- ar blaðið ræddi við hann í morgun. Engir skúffureikningar Haft er eftir Inga Sigurðssyni, fv. bæjarstjóra, á eyjafrettir.net að hann geri sér ekki grein fyrir því hvaða reikningar það séu sem nú em að koma fram í dagsljósið. Hann segist við starfslok hafa skilið eftir á skrifstofu sinni reikning frá Vinnslustöðinni upp á 550 þús kr. - og reikni með að hann sé þarna á ferðinni. Að öðm leyti kveðst Ingi ekki kannast við skúffureikninga. sigbogi@dv.is Ævintýraleg saga um fjórar vinkonur, sumarið sem þær fara hver í sína áttina og töfrum gæddar gailabuxur sem flakka á miUi þeirra. Bók sem engin gallabuxnastelpa má láta fram hjá sér faral Metsölubók um allan heim rnar! k'úkhuft^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.