Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Side 4
4 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 Áformum um orkuframleiðslu á Hellisheiði flýtt: 80 MW raforkuver í Ákveðið hefur verið að flýta orkuöflun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. Er nú stefnt að því að taka 80 mega- vatta raforkuver þar í notkun haustið 2006 og 130 megavatta virkjun fyrir heitt vatn sem verði tilbúin haustið 2007. Stækkun Norðuráls í Hvalíirði velt- ur nú á því hvort Orkuveita Reykjavík- ur og Hitaveita Suðumesja geta út- vegað rafmagn sem framleitt yrði með guíúafli fyrir stækkað álver á til- settum tíma. Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að tekin hafi verið ákvörðun um að flýta áformum um orkuöflun á Hellisheiði. Upphaflega var gert ráð fyrir að reisa orkuver sem ffamleiddi 40 megavött en nú hefur verið ákveðið að byggja 80 megavatta raforkuver sem komi í gagnið hausúð 2006. Því til viðbótar verður byggð 130 megavatta virkjun fyrir heitt vatn sem taka á í notkun hausúð 2007. Þess utan er áæúað að stækkun raforkuvers O.R. á Nesjavöllum geú skilað 30 megavött- um. Orkuveita Reykjavíkur gerir ráð fyrir að virkja með gufuafli á Hellis- heiði í heild 120 mega- vött af rafmagni og 400 megavött af heitu vatni fram til ársins 2020. Með þessari raforku, ásamt um 70 til 80 megavatta raforkuframleiðslu sem Hitaveita Suðumesja hyggst framleiða með jarðvarmaorku, á að vera tryggt nægilegt rafmagn fyrir stækkun álvers í Hvalfirði. Guðmund- ur segir samningaviðræður við Norð- urál á góðu róli og enn hafi ekkert komið upp á sem komi í veg fyrir að af þessum áformum verði. Hann segir undirbúning virkjunar á Hellisheiði vera vel á veg kominn og að hún sé hafl verið á teikniborðinu í nokkur ár. Þegar sé búið að gera jarð- GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON: Mikil hitaorka er í Hellisheiði. hitarannsóknir og gera borholur sem taki einna lengstan tíma af slíkri ffam- kvæmd. Gerir hann því ráð fyrir að hægt verði að hefja byggingu orku- versins sjálfs næsta vor. Guðmundur Þóroddsson segir mikla hitaorku vera í Hellisheiði. Þar geri Orkuveita Reykjavíkur ráð fyrir að virkja með gufuafli í heild 120 mega- vött af rafmagni og 400 megavött af heitu vami fram úl ársins 2020. í heild þarf að útvega 150 megavött vegna stækkunar álbræðslu Norður- áls úr 90 þúsund tonna ársframleiðslu í 150 þúsund tonn. ÁæÚað er að stækka álverið í tveimur áföngum, eða um 90 þúsund tonn, sem ráðgert var að gangsetja í árslok 2005, en 60 þúsund tonn til viðbótar þremur úl fjórum ámm síðar. Upphaflega var gert ráð fyrir að Landsvirkjun útvegaði mestan hiuta þessarar orku með aukinni ffam- leiðslu við tilkomu miðlunarlóns Norðlingaölduveim. Það mál er nú í uppnámi vegna andstöðu Skeiða- og Gnúpveijahrepps við þau virkjunará- form. Landsvirkjun tók því af skarið og frestaði þeim áformum og var boltanum þar með varpað til áður- nefndra orkufyrirtækja. hkr@dv.is GUFUAFL Mikil orka er í iðrum jarðar á Hellisheiði og blása tilraunaborholur nú kröftuglega miklum gufubólstrum hátt í loft upp. Þessi mynd var tekin í blíðviðrinu ívikunni. DV-myndGVA gagnið haustið 2006 Söluhæstu bjórtegundirnar í ágúst: Viking á toppnum Viking-bjór í 500 ml dósum er langsöluhæsta bjórtegundin í ÁTVR samkvæmt sölutölum fyr- ir ágúst. Þá seldust 174.719,5 lítrar af þessum vinsælasta bjór á fslandi, hátt í tvöfalt meira en hjá helsta keppinautnum, Thule, sem einnig er framleidd- ur af Viking á Akureyri. Salan á Viking í ágúst jafngildir 58.240 kippum. Salan á Thule nam 105.344,5 lítrum, eða um 35.115 kippum. f þriðja sæti yfir söluhæstu bjórtegundirnar er Faxe Premium frá Danmörku sem 100.931,5 lítrar seldust af. Þrjár söluhæstu bjórteg- undirnar eru þær einu sem seldust f yfir 100 þúsund lítrum þennan mánuð. Nokkuð langt er í fjórðu söluhæstu bjórtegundina, Egils Tíu söluhæstu bjórteg- undirnar í verslunum ÁTVR voru að seljast í samtals 747.106,5 lítr- um eða sem nemur rúmlega 249 þúsund kippum. Gull, sem 87.231 lítrar seldust af, eða sem nemur ríflega 29 þúsund kippum. Sjá má 10 söluhæstu bjór- tegundirnar í ÁTVR í ágúst í meðfylgjandi töflu. Tfu sölu- hæstu bjór- tegundirnar í verslunum ÁTVR seldust í samtals 747.106,5 lítr- um, eða sem nemur rúm- Freistar margra. lega 249 þús- und kippum. Til samanburðar má þess geta að íslendingar eru um 290 þúsund. Helmingur tíu sölu- hæstu tegundanna er íslenskur. Þá SÖLUHÆSTU BJÓRTEGUNDIRNAR í ÁGÚST 2003 Tegund 1. Viking, 500 ml dós 2. Thule, 500 ml dós Magn í lítrum Kippur 174.719,5 58.240 105.344,5 35.115 3. Faxe Premium, 500 ml dós 100.931,5 33.644 4. Egils Gull, 500 ml dós 87.231,0 29.077 5. Tuborg Grön, 500 ml dós 64.608,0 21.536 6. Carlsberg, 500 ml dós 60.417,0 20.139 7. Heineken, 500 ml dós 55.897,5 18.633 8.Thule, 500 ml flöskur 40.270,5 13.424 9. Beck's, 500 ml dós 32.046,5 10.682 10. Viking Lite, 500 ml dós 25.640,5 8.547 Heimild: ÁTVR er meirihluti þess bjórs sem keypt- ur er í Ríkinu íslenskur, eða tæp- lega 6 af hverjum 10 bjórum. Dósir hafa greinilega vinninginn yfir glerflöskur en 7 söluhæstu teg- undimar eru í dósum. DV birti í gær samanburð á verði bjórs ÍÁTVR. Verðið eitt og sér virð- ist ekki hafa áhrif á innkaupin. Egils Pilsner reyndist ódýrasú bjórinn í ríkinu en er ekki á blaði yfir tíu söluhæstu tegundirnar. Verður í því sambandi að geta þess að Egils Pilsner kom á markað í sumar en töluverðan ú'ma getur tekið að ná fótfesm á markaðnum. Viking, mest seldi bjórinn, var í 28. sæti á verðlistanum svo að greinilegt er að verðið eitt ræður ekki ákvörðun þeirra sem kaupa Viking. Ódýmstu bjórarnir á topp tíu listanum eru Faxe Premium, sem er í þriðja sæti verðlistans, og Viking Lite, sem er fjórði ódýrasti bjórinn í Ríkinu. Mh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.