Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Side 12
H 12 MENNING FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003
Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Rússneskir tónl TÓNLIST: Annað kvöld kl. 20 heldur tríó Gorki Park - Freyja Gunnlaugsdóttir klarínettuleik- ari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Birna Helgadótt- ir píanóleikari - rússneska tón- leika í Iðnó.Tríóið flytur m.a. klarínettutríó rússnesku tón- skáldkonunnarGalinu Ustvol- skayu og Sögu hermannsins eftir Stravinskí. eikar í Iðnó • VjH' •'TÍaí -T Fyrirlestur um byggingarlist ARKTTEKTÚR: Annað kvöld kl. versity ÍNewYork. 1991 stofn- 20 heldur hinn heimskunni arki- aði hann eigin stofu, CZDS, og tekt Carlos Zapata fyrirlestur hefur í samvinnu við Benjamin um eigin verk í Hafnarhúsinu i Wood í Boston unnið að fjölda tengslum við sýninguna „Úr stórverkefna víða um heim, byggingarlistarsafni" sem opn- m.a. að nýjum borgarhluta í uð verður á laugardaginn. Shanghai í Kína. Hann tekur nú Zapata er fæddur árið 1961 í ásamt sex öðrum arkitektum Venesúela en stundaði nám í þátt í forkeppni um tillögu að arkitektúr við Pratt University endurreisn World Trade Center og síðan við Columbia Uni- í New York.
Geðveiki veitir ekki innblástur
segir José Carlos Somoza, geðlæknirinn sem skrifar um dularfulla og hræðilega glæpi.
Einn afgestum Bókmenntahátíðar í liðinni viku
var José Carlos Somoza frá Spáni sem hlaut
Gullna rýtinginn, eftirsóttustu glæpasagna-
verðlaun Evrópu, fyrir bók sína Skuggaleiki (La
caverna de las ideas). Sú bók er nýkomln út á
íslensku hjá JPV útgáfu og er alveg eins óvænt
og spennandi og sagt er.
Við José Carlos hittumst í hátíðlegu, leður-
bólstruðu konjaksstofunni á Hótel Holti sem
reyndist hárrétt umgjörð um þennan suð-
ræna unga mann með tignarlega yfirbragð-
ið. Hann virkar svolítið nítjándualdarlegur
með sitt síða, dökka, afturkembda hár, og
efniviður bóka hans gæti alveg bent til þess
að hann væri spenntur fyrir rómantísku
stefnunni - einkum hinni myrku og óhugn-
anlegu hlið hennar.
Geðlæknir með ritlöngun
„Ég hef skrifað sjö skáldsögur en aðeins
tvær þeirra falla að skilgreiningu glæpa-
sagna," segir hann. „Hinar eru fremur sögur
um dularfull mál en glæpasögur. í þeim eru
ráðgátur sem þarf að leysa, jafnvel morð, en
þær fara samt ekki að reglum venjulegra
glæpasagna. Nýjasta skáldsagan mín er eig-
inlega hryllingssaga. Hún kom út í maí og
fjallar um nornir."
- Þekkirðu einhverjar nornir? spyr blaða-
maður forvitinn.
„Nei,“ segir hann og skellir upp úr, „ég hef
aldrei kynnst nornum. Ég hef heldur aldrei
séð morð og þó skrifa ég um morð."
José Carlos Somoza er geðlæknir að
mennt og starfaði við það í mörg ár áður en
ritlöngunin varð svo sterk að hann neyddist
til að horfast í augu við hana. Hann var þá
kvæntur maður og tveggja barna faðir, en í
samráði við konu sína ákvað hann að hætta
starfi sínu og fara að skrifa. Þetta gerði hann
fyrir átta árum.
„Auðvitað var þetta talsverð áhætta," segir
hann. „Ég vissi ekkert hvort þetta gengi hjá
mér því ég hafði ekkert gefið út á þeim tíma.
En mér var ómetanlegur styrkur að því að
Skáld mánaðarins
í kvöld kl. 20.30 verður opnuð sýning á ljóð-
um Hjartar Pálssonar á Café Borg, Hamraborg
10 í Kópavogi. Hjörtur verður skáld mánaðar-
ins og stendur sýningin til októberloka. Við
opnunina les skáldið nokkur ljóð og boðið
verður upp á veitingar.
Ljóðunum á sýningunni er komið svo fyrir
að bæði geta gestir kaffihússins notið þeirra
og þeir sem eiga leið hjá. Einnig eru ljóðin í
möppu sem liggur frammi fyrir gesti.
Hjörtur Pálsson (f. 1941) er íslenskufræð-
ingur og hefúr starfað sem blaðamaður, þýð-
andi og útvarpsmaður, var til dæmis um tíma
dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Hann kvaddi
sér hljóðs sem ljóðskáld 1972 með bókinni
Dynfaravísum. Síðan hefur hann gefið út fjór-
ar ljóðabækur en sú sfðasta ber heitið Úr þegj-
andadal (1998). Hann hefur líka samið sagn-
fræðiritið Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874 og
þýtt á fjórða tug bóka. Hann hefur hlotið ýms-
ar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, síðast
verðlaun í ljóðaþýðingasamkeppni Þýðinga-
seturs Háskólans og Lesbókar Morgunblaðs-
ins 2002 og Ljóðstaf Jóns úr Vör sama ár.
Ljóðasýningarnar „Skáld mánaðarins" eru
samstarfsverkefni Ritlistarhóps Kópavogs og
Café Borgar.
Hjörtur Pálsson.
JOSÉ CARLOS SOMOZA: Trúir ekki á raunveruleika
bókmenntanna en vill að bókin haldi lesandanum í
blekkingu sinni.
konan mín skyldi hafa trú á mér og verð
henni ævinlega þakkJátur fyrir það.“
Hissa á velgengninni
José Carlos Somoza þurfti ekki að bíða
lengi eftir viðurkenningu. Fyrsta verkið sem
hann sendi frá sér var útvarpsleikrit sem
hlaut fyrstu verðlaun í handritasamkeppni.
Það hjálpaði mikið - bæði upp á sjálfstraust-
ið og fjárhaginn. Svo fékk hann Spænsku
bókmenntaverðlaunin fyrir fyrstu löngu
skáldsöguna sfna 1995 og þar með var hann
á grænni grein.
„Þegar ég lft til baka yfir feril minn verð ég
alveg hissa á þessari velgengni," segir hann í
einlægni. „Margir bíða árum saman eftir að
fá bók gefna út en ég sanka að mér verðlaun-
um fyrir fyrstu verkin mín.“
Þó var José Carlos Somoza aðeins spænsk-
ur höfundur nokkurra vinsælla bóka þegar
Skuggaleikir kpmu út á ensku og fengu
Gullna rýtinginn. Við það gerbreyttist allt.
Síðan er sú saga komin út á 25 tungumálum,
þar á meðal íslensku, rússnesku, japönsku
og kóresku. Og ekki nóg með að hún hafi
fengið glæpasagnaverðlaun, hún var líka til-
nefnd til verðlauna sem besta þýdda
skáldsagan á ensku í fyrra. Þau fékk hún
raunar ekki, laut í lægra haldi fyrir Líflækn-
inum eftir Per Olov Enquist, annan Bók-
menntahátíðargest.
„En ég var afar stoltur af tilnefningunni,
því hún sýnir að skáldsagan mín var metin
fyrir fleira en spennuna og glæpinn."
Skáldaðar persónur þurfa að lifna
- Er þér stoð í geðlæknisfræðinni við að
skrifa glæpasögur?
Somoza er skemmt við þessa spurningu.
Kannski hefur hann heyrt hana áður.
„Allar góðar glæpasögur eru skrifaðar af
fólki sem hefur enga menntun í geðlækning-
um,“ segir hann og glottir. „Fyrir geðlækna
eru glæpir ekki dularfullir og spennandi
heldur spurning um læknisfræðileg atriði.
Geðveiki veitir manni ekki innblástur, hún
vekur bara samúð og mann langar til að
lækna manninn, ekki skrifa um hann.“
Það dásamlega og makalausa
við að skrífa skáldverk er að
persónur þess geta gagntekið
mann þó að þær séu „ekki til".
- Nú gerast Skuggaleikir í Aþenu til forna.
Lagðistu í miklar rannsóknir áður en þú
skrifaðir söguna?
„Ég les alltaf mikið og kynni mér málin
áður en ég skrifa - um hvaða efni sem er.
Líka samtímann. Ekki það að ég trúi á raun-
veruleika bókmenntanna heldur vil ég að
bókin haldi lesandanum í blekkingu sinni.
Persónur í sögum þurfa að wrðastvera raun-
verulegar, og ég lifi mig inn í þær til að kom-
ast að fleiru um þær og til að geta búið til lif-
andi manneskju þó að hún sé ekki raunveru-
leg.
Ég las líka mikið um Grikkland meðan ég
var að endurskapa Aþenu fyrir Skuggaleiki,"
heldur hann áfram. „Þó er fullt af tíma-
skekkjum í henni, en þær eru meðvitaðar og
eiga að skemmta lesendum."
Alla vega frumleg
- Skuggaleikir eru einkennileg saga að
sumu leyti - sett upp eins og þýðing með
sérkennilegum athugasemdum þýðandans
neðanmáls. Hvemig varð hún til?
„Fyrst skrifaði ég bara meginmálið og
fannst sú saga í góðu lagi," svarar hann. „En
við manneskjurnar þráum að frelsa það sem
er innra með okkur, og hið innra fór ég að
finna fyrir undarlegri tilfinningu: Þessi saga
þóttist vera grísk, og þess vegna hlaut ég að
þurfa þýðanda að henni! Þar með fæddist
þessi „ghost-þýðandi“.“
José Carlos dregur djúpt andann og segir
svo: „Það dásamlega og makalausa við að
skrifa skáldverk er að persónur þess geta
gagntekið mann þó að þær séu „ekki til“.
Þegar þessi „þýðandi" fór að vaxa innra með
mér spurði ég konuna mína: Hvað á ég að
gera við hann? Það sem þú þarft að gera,
sagði hún. Og ég reyndi að drepa hann, en
hann var sterkari en ég! Annaðhvort er ég
með eða það verður engin saga, sagði hann,
eða þannig, og svo fór að ég endurskrifaði
söguna til að rýma til fyrir honum. Þetta seg-
ir mér að skáldskapurinn sé raunveruleikan-
um fremri. Án nafns og andlits varð þessi
persóna raunvemlegri en raunveruleikinn.
Hann ásótti mig í draumi jafnt sem vöku,
frekar fjandi en maður. En við þetta tók sag-
an mín hliðarbeygju frá Nafni rósarinnar eft-
ir Eco, hún var ekki lengur söguleg glæpa-
saga heldur eitthvað annað.
Það er reyndar það sem mér finnst
skemmtilegast við þessa bók,“ lýkur hann
máli sínu: „að fólki finnst það aldrei hafa les-
ið sögu líka henni. Lesendur em kannski
ekki sammála um hvort hún sé góð eða vond
- en hún er alla vega frumleg."