Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Qupperneq 14
14 SKOÐUN FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 Að fá sínu framgengt Af umræðu urn Norðlingaölduveitu undan- farna daga að dæma virðist alveg hafa farið fram hjá þjóðinni stórmerkileg löggjöf um svæðisskipulag miðhálendisins, sem samþykkt var mótatkvæðalaust á Alþingi í mars 1999. Með lögunum var rækilega búið svo um hnút- ana að æðsta skipulagsvald á miðhálendinu væri ekki í höndum einstakra sveitarfélaga heldur sérstakrar samvinnunefndar, sem skip- uð er fulltrúum af öllu landinu auk fulltrúa fé- lagasamtaka um útivist. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfíngarinnar - græns framboðs, hélt því fram í grein hér í blaðinu síðastliðinn föstudag að Landsvirkjun, iðnaðarráðherra og bæjar- stjórn Akranesskaupstaðar legðu hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps í einelti vegna andstöðu hennar við Norðlingaölduveitu. í greininni sagði Kolbrún meðal annars: „Hyggjast Landsvirkjun og iðnaðarráðherra sem sagt beita Skeiðamenn og Gnúpverja valdi, með því að sannfæra samvinnunefndina um að virða vilja sveitarfélagsins að vettugi?" Kolbrún spurði enn fremur „hvort fulltrúar sveitarfélag- anna í landinu, sem eiga sæti í nefndinni, ætli að þvinga skipulag yfir sveitarfélag sem lögum samkvæmt hefur sjálfsákvörðunarrétt í skipu- lagsmálum sínurn?" Vegna þessara orða þingmannsins er tilefni til að riQa upp að þeir sem mesta áherslu lögðu á friðun og verndun hálendisins vildu einmitt tryggja að æðsta skipulagsvald væri hvorki í Vegna þessara orða þingmannsins er tilefni til að rifja upp að þeir sem mesta áherslu lögðu á friðun og verndun hálendisins vildu einmitt tryggja að æðsta skipulagsvald væri hvorki í höndum Skeiða- og Gnúp- verjahrepps né annarra sveitarstjórna í landinu. höndum Skeiða- og Gnúpverjahrepps né ann- arra sveitarstjórna í landinu! Þeir töldu það nefnilega náttúruverndarsjónarmiðum til framdráttar að skipulagsvaldið væri í höndum nefndar þar sem höfuðborgarsvæðið og útivist- arsamtök ættu fulltrúa. Einn þingmaður rakti ástæður þess að um- hverfisverndarfólki þætti „óhyggilegt að fela sveitarstjórnum sjálfræði í skipulagsmálum há- lendisins" og sagði að það væri vegna þess að „þær gætu ráðist í framkvæmdir sem stríða gegn umhverfisverndarsjónarmiðum og kynnu auk þess að setja útvistarsamtökum stólinn fyr- ir dyrnar". Hver skyldi það hafa verið sem þannig vildi geta „þvingað" skipulag yfir sveit- arstjórnir sem ekki kæmust að „réttri" niður- stöðu? Það var Ögmundur Jónasson, en hann leiddi, sem kunnugt er, framboðslista Vinstri- grænna í Reykjavík nokkrum vikum síðar þar sem Kolbrún Halldórsdóttur skipaði annað sæti. Annar umhverfisverndarsinni á Alþingi benti á að samkvæmt lögunum yrðu verkefni ein- stakra sveitarfélaga varðandi skipulag miðhá- lendisins „tiltölulega takmörkuð svo ég segi ekki mjög takmörkuð". Þingmaðurinn taldi þetta „verulegan kost“ þar sem það stuðlaði að því að „heildstæðra sjónarmiða" yrði gætt við skipulag hálendisins. Hver skyldi hafa viljað taka „heildstæð sjónarmið" fram yfir sjónarmið einstakra sveitarfélaga? Það var Hjörleifur Gutt- ormsson, sem skipaði þriðja sæti á fyrrnefnd- um framboðslista, á eftir þeim Ögmundi og Kolbrúnu. Það er því löngu ljóst að skipulagsvald við Þjórsárver er ekki í höndum Skeiða- og Gnúp- verjahrepps. Umhverfisverndarsinnar fengu nefnilega sínu framgengt. Svikin kosn- inqaloforð KJALLARI Agnar Hallgrímsson sagnfræöingur Það er eftirtektarvert hve margir stjórnmálamenn setja fram alls kyns gylliboð fyrir hverjar alþingiskosningar, en lítið virðist verða úr efndum að þeim loknum. Mig langar til að fara nokkrum orðum um sum loforð núverandi ráðherra fyrir kosningarnar 10. maí sl. og hverjar efndirnar hafa orðið. Yfirlýsingar tveggja formanna Davíð Oddsson forsætisráðherra hélt því fram fyrir kosningar að staða ríkssjóðs væri það góð að lækka mætti skatta á þjóðinni um 30 milljarða. Engar skattalækkanir hafa þó séð dagsins ljós enn sem komið er. Raunar er ég stórefins um að hægt sé að lækka skatta rík- isins svona mikið þannig að ganga má nokkurn veginn út frá því sem vísu að forsætisráðherrann hafi þarna lofað upp í ermina á sér. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra lét margsinnis hafa það eftir sér í sjónvarpi að þeir fram- sóknarmenn vildu gera vel við unga fólkið í landinu og hækka húsnæð- iskaupalánin upp í 90 prósent af kaupverði. En hvað gerðist? Aðeins örfáum dögum eftir kosningar lýsti félagsmálaráðherra því yfir að hætta yrði við þessi áform. Ástæð- an var sögð sú að einhver stofnun úti í Evrópu teldi það óráðlegt. Við erum því nauðbeygðir til þess að fara eftir því sem einhver Evrópustofnun segir enda þótt við séum ekki í Evrópusambandinu. Hvers vegna var umrædd Evrópu- stofnun þá ekki spurð álits á þessu fyrir kosningar svo að ekki þyríti að svíkja gefin loforð? Þáttur heilbrigðisráðherra Þeir sem fylgdust með sjónvarps- fréttum síðustu 1-2 vikurnar fýrir kosningar hafa e.t.v. tekið eftir því að heilbrigðisráðherrann, Jón Kristjánsson, kom þar fram kvöld eftir kvöld með pennann á lofti við að undirrita einhverja gjörninga viðvíkjandi heilbrigðismálum þjóð- arinnar. Væri nánar að gætt reynd- ist þetta skipta heldur Iitlu máli. Ég man enn, að ein tilskipunin hljóð- aði upp á að hækka laun ungra ör- yrkja. - En hvað um þá fullorðnu? Síðan liðu kosningarnar. Þá voru ekki nema svo sem 2-3 vikur þar til í Sjónvarpinu birtist forstjóri Land- spítalans. Hann skýrði frá því að halli spítalans væri þegar orðinn 500 milljónir króna og stefndi í milljarð á árinu (sú tala hefur nú heldur betur hækkað!). Til að mæta þessum mikla halla hefði hann átt fund með heilbrigð- isráðherra og hefðu þeir orðið sam- mála um verulegan niðurskurð f heilbrigðiskerfinu - með því að loka deildum, draga úr lyfjakaup- „Það eru einmitt lof- orðalistar sem margir kjósendur taka trúan- lega og beina atkvæð- um sínum þá tilþess flokks sem þeir telja að muni hafa það í hendi sér að uppfylla loforðin sem oftar en ekki höfða til kjósenda á landsvísu." um, hætta alveg að kaupa ný lækn- ingatæki og síðast en ekki sfst að segja upp starfsfólki. - Þetta var þá það sem bjó að baki öllum undirritunum sem verða víst ekki fleiri í bráðina. - Væri nú ekki nær að nota eitthvað af hinum mikla fjárlagaafgangi til að rétta við stöðu ÞRENN JARÐGÖNG: Múlagöng, Héðinsfjarðargöng og Strákagöng á um 50 km kafla, fyrir tvo litla þéttbýlisstaði, Ólafsfjörð og Siglufjörð? Landspítalans? Á það heyrist ekki minnst. Skynsamur samgönguráðherra Svo skrýtið sem það er þá virðast þessar loforðavanefndir stundum snúast upp í andhverfu sína og verða jákvæðar. Ég tel það t.d. vera skynsamlegt af samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni, að fresta eða hætta alveg við gerð svonefndra Héðinsfjarðarganga á milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar - en það var eitt af kosningaloforðunum. Það er augljóst mál að lítil skyn- semi er í því að gera þrenn jarð- göng á um það bil 50 km kafla, þ.e. Múlagöng, Héðinsfjarðargöng og Strákagöng fyrir tvo litla þéttbýlis- staði, Ólafsfjörð og Siglufjörð. Hvaða tilgangi þjóna svo þessi Héðinsfjarðargöng? Aðeins þeim að Siglfirðingar geti komist til Ákur- eyrar allt árið um kring. Til þess skal varið 7 þúsund milljónum sem eru sennilega nokkrar milljónir á hvern íbúa á Siglufirði. Hvaða erindi skyldu svo Siglfirð- ingar eiga til Akureyrar yfir hávet- urinn? Þeir eiga greiða leið til Skagafjarðar og þaðan til Reykja- víkur um Strákagöng. Á þeirri ieið eru engir fjallvegir og hægt að halda opnu árið um kring. Vilji þeir endilega komast til Akureyrar má benda á að vegurinn yfir Lágheiði úr Fljótum til Ólafsfjarðar er ekki hár fjallvegur og hægt að byggja hann upp þannig að hann verði fær árið um kring með snjómokstri. Það myndi ekki kosta nema brot af því sem þessi gangavitleysa hefur í för með sér. Slíkir og þvílíkir loforðalistar sem sumir stjórnmálamenn láta birta fyrir kosningar standast sjaldan. Það eru einmitt loforðalistar sem margir kjósendur taka trúanlega og beina atkvæðum sínum þá til þess flokks sem þeir telja að muni hafa það í hendi sér að uppfylla loforðin sem oftar en ekki höfða til kjósenda á landsvísu. Það er svo kunnara en frá þurfi að segja að sjaldnast er staðið við loforðin. « £ E Z> Fyrirheit „Stjórnarflokkarnir báðir settu inn í stefnuyfirlýsingar sinar ákvæði um svo kallaða línuiviln- un. Þetta var hluti af kosningafyr- irheltum beggja flokkanna og áréttað af okkur frambjóðendum. Þess vegna er nú unnið að því að koma þessum málum í fram- kvæmd. Þau orð standa, eins og annað það sem við stefnum að Einar K. Guðfinnsson. með ríkisstjórnarsamstarfinu. Al- gjörlega er ástæðulaust að gera öðru skóna." EinarK. Guöfinnsson alþingis- maöurá vefslnum. Sauðvegahátíð „Um næstu helgi og í byrjun næstu viku verða göngur og rétt- ir (Landnámi Ingólfs Arnarsonar. Útivistarfólk er beðið að taka tillit til þess og sérstaklega er fólk á háværum torfærumótorhjólum beðið að vera ekki á ferðinni í af- réttum og öðrum beitilöndum á svæðinu frá og með föstudegi. Þá eru ökumenn beðnir að gæta sérstakrar varúðar og sýna þolin- mæði þegar vérið er að reka fé yfir vegi." AfvefBændasamtakanna. Línuívilnun fest áfilmu „Ljósmyndari Baggalúts náði í dag einstökum myndum sem sanna án vafa tilvist línuívilnunar. Margir hafa efast um að linuiviln- un sé í raun til en með myndum Ijósmyndara Baggalúts er hul- unni svipt af þessu merkilega og umdeilda fyrirbæri." Frétt á hinum gáskafulla vef Baggalúti.is. Fréttinni fylgir mynd afllnuívilnun. Ráðherra móður og másandi „Fór heim um kl. 16.00 svo ég næði að hjóla frá Seltjarnarnesi fram hjá Nauthólsvík að göngu- brúnni f Fossvogi þar sem Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar, ætlaði að afhjúpa upp- Iýsingakort fyrir hjólreiðafólk I til- efni samgönguviku borgarinnar kl. 16.30. Ekki vildi betur til en að keðjan á hjólinu losnaði á plan-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.