Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Side 24
24 TILVERA FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 % „ íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Hundrað ára Tryggvi Jóhannesson fyrrv. bóndiaö Fremri-Fitjum %> Jóhannes Tryggvi Jóhannesson, fyrrv. bóndi á Fremri-Fitjum íVest- ur-Húnavatnssýslu, er hundrað ára í dag. Starfsferill Tryggvi fæddist á Fremri-Fitjum og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hann vann á búi foreldra sinna á Fremri-Fitjum uns hann tók þar við búi, ásamt systkinum sínum, Láru og Guð- mundi, 1952. Seinna stofnaði Tryggvi nýbýlið Ásland og bjó þar um skeið. Hann hætti búskap um 1980 og seldi þá búið frænku sinni, Jónínu Skúla- dóttur, og manni hennar, Níelsi V ívarssyni. Hjá þeim dvaldi Tryggvi í góðu yfirlæti þar til fyrir tíu árum er hann fór að Sjúkrahúsið á Hvammstanga en þar hefur hann dvalið síðan. Fjölskylda Systkini Tryggva: Kristófer, f. 30.11. 1893, bóndi Finnmörk, hans kona var Jónína Árnadóttir en þau eignuðust fimm börn, Jóhönnu, Erlu, Jóhannes, Ámýju og Gunnar; Lára, f. 18.8. 1896, bústýra á Fremri-Fitjum; Guðmundur, f. 10.2. 1899, bóndi á Fremri-Fitjum og síðarÁslandi; Anna, f. 24.3.1902, húsfreyja í Syðra-Langholti, hennar maður var Sigmundur Sigurðsson, þau eignuðust fimm börn, Jóhann- es, Kristjönu, Sigurgeir, Sigurð og Sverri; Lúðvfk, f. 8.3. 1905, bóndi á Ytri-Völlum, hans kona var Ingi- björg Benediktsdóttir, þau eignuð- ust tvö börn, Guðrúnu og Steinar. Hálfbræður Tryggva: Jakob Skarphéðinsson en hans kona var Ástríður Pálsdóttir og þau eignuð- ust fimm börn, Jóhönnu, Láru, Pál, Sigríði og Sigurborgu; Skarphéðinn Skarphéðinsson en hans kona var Kristín Árnadóttir og þau eignuðust fimm börn, Þuríði, Sigríði, Áma, Önnu og Baldur. Foreldrar Tryggva vom Jóhannes Kristófersson, f. 13.10. 1866, d. 1951, bóndi á Fremri-Fitjum, og Þuríður Jóhannesdóttir, f. 29.8. 1863, d. 1942, húsfreyja á Fremri- Fitjum. > Níutíu og fimm ára Þorkell J. Sigurðsson fyrrv. kaupmaður og kaupfélagsstjóri Þorkell Jóhann Sigurðsson, fyrrv. kaupmaður og kaupfélagsstjóri, Hátúni 8, Reykjavík, er níutíu og fimm ára (dag. Starfsferill Þorkell fæddist í Ólafsvík og ólst upp að Brimilsvöllum í Fróðár- hreppi, á Haugabrekku í sömu sveit og að Suður-Bár í Eyrarsveit. Þor- kell var þrettán ára er faðir hans lést og hjálpuðu þau systkinin móður sinni við búskapinn. Þorkell stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1932-34, fór síðan í Samvinnuskólann og út- skrifaðist þaðan 1935. Þorkell og kona hans stunduðu búskap að Suður-Bár, ásamt móð- ur Þorkels, 1936-37, en fluttu að Staðarfelli í Dölum, ásamt Halldóri, bróður Þorkels, 1937. Þorkell og kona hans keyptu síð- an Suður-Bár af móður Þorkels, 1939, og bjuggu þar næstu tvö árin. Þá varð Þorkell útibússtjóri Kaupfé- lags Stykkishólms í Gmndarfirði og fluttu þau hjónin því þangað. Hann var útibússtjóri í Gmndarfirði næstu tfu árin en stofnaði einnig útgerðarsamvinnufélagið Hrönn sem var starfrækt í tíu ár. Þorkell og kona hans fluttu í Kópavoginn 1950 og vom þar bú- sett í nítján ár. Þau starfræktu Kópavogsbúðina í fjögur ár og Þor- kell starfaði hjá Bandarfkjaher á Keflavíkurflugvelli í önnur fjögur ár. Þá starfaði hann í tvö ár hjá Vegagerð ríkisins og í sex ár við Búnaðarbanka íslands. Auk þess festu þau hjónin kaup á flatköku- gerð er þau vom í Kópavoginum og starfræktu hana um langt árabil. Þorkell og kona hans fluttu aftur til Gmndarfjarðar 1967 og var Þor- kell kaupfélagsstjóri Kaupfélags Gmndarfjarðar næstu tíu árin. Eftir það fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Þorkell hefur búið síðan. Fjölskylda Þorkell kvæntist 20.6. 1936 Krist- ínu Guðríði Kristjánsdóttur, f. 11.10. 1908, d. 5.12. 1993, ljósmóð- ur. Hún var dóttir Kristjáns Jóns- sonar, f. 1.11. 1874, d. 16.2. 1967, formanns og útvegsb. í Móabúð í Eyrarsveit, og Guðríðar Gísladótt- ur, f. um 1883, d. í desember 1908, húsfreyju. Börn Þorkels og Kristínar em Ingibjörg, f. 24.6. 1937; Sigurður Eggerts, f. 20.11. 1940; Guðríður Stefanía, f. 13.9. 1946; Þórkatla, f. 21.10. 1949; GísliÆgir, f. 24.3. 1951. Foreldrar Þorkels vom Sigurður Eggertsson frá Hvallátmm, skip- stjóri í Eyrarsveit, og Ingibjörg Pét- ursdóttir frá Brimilsvöllum, hús- freyja. Áttatíu ára ‘Vilborg Eiríksdóttir húsmóðir í Reykjavík Vilborg Eiríksdóttir húsmóðir, Hofsvallagötu 20, Reykjavík, er átt- ræð í dag. Starfsferill Vilborg er fædd í Vestur-Fífl- holtshjáleigu í Vestur-Landeyjum. Hún ólst þar upp og gekk í farskóla 4% sem þá var starfræktur þar í sveitinni. Vilborg hefur búið í Reykjavík eftir að hún flutti frá Selfossi, en áð- ur var hún húsmóðir á Eyrarbakka og nokkur ár að Hlemmiskeiði í Skeiðahreppi. Auk heimilisstarfa á Eyrarbakka vann hún í frystihúsinu, og á Sel- ♦ fossi vann hún í Sjúkrahúsi Suður- lands, sfðar á Reykjalundi og í Há- túni íReykjavík. Fjölskylda Vilborg giftist 18.9. 1942, fyrri manni sínum, Sigurjóni Kristni Jó- hannessyni, f. 22.7. 1908, d. 1969. Foreldrar hans vom Sigríður Sig- urðardóttir og Jóhannes Jónsson. Vilborg giftist 1.5. 1972 seinni manni sínum, Magnúsi Péturssyni, f. 4.8. 1918, d. 1984. Foreldrar hans vom Ingibjörg Guðmundsdóttir og Pétur Magnússon. Vinur og félagi hennar til margra ára eftir lát Magnúsar var Gunnar Ámason, f. 3.12. 1917, d. 1998. Börn Vilborgar og Sigurjóns em Eiríkur Þór, búsettur á Selfossi; Sig- ríður Erna, búsett á Selfossi; Sigur- jón Vilberg, f. 1946, d. 1949; Kol- brún Jenný, er búsett á Sauðár- króki; Sigurhanna Vilbergs, er búsett í Reykjavík; Einar Sigurberg, er búsettur í Reykjavík; Óli Sverrir, er búsettur í Ólafsvík; Sigmundur Guðmar, er búsettur í Reykjavík. Barnaböm Vilborgar em átján og langömmubörnin em tuttugu tals- ins. Bróðir Vilborgar er Sigurður Ei- ríksson, f. 1928, hann býr á Eyrar- bakka. Hálfbróðir Vilborgar, samfeðra, erÁrsæll Eiríksson, f. 1915, búsett- ur í Kópavogi. Hálfbróðir Vilborgar, sam- mæðra, er Markús Hjálmarsson, f. 1918, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Vilborgar vom Eiríkur Björnsson, f. 8.9. 1887, d. 1943, bóndi og k.h., Þómnn Guðmunds- dóttir, f. 28.4. 1888, d. 1972, hús- freyja. Þau bjuggu f Vestur-Fífl- holtshjáleigu í Vestur-Landeyjum allan sinn búskap. Vilborg tekur á móti vinum og vandamönnum í sal Félagsmið- stöðvar eldri borgara í Bólstaðar- hlíð 43 nk. laugardag milli kl. 16.00 og 19.00. Gjafir og blóm afþakkar Vilborg, vinsamlegast, en ef einhverjir vilja gleðja hana í tilefni afmælisins þá óskar hún þess að þeir láti Neist- ann, félag hjartveikra barna, njóta þess. Stórafmæli 85 ára Oddný Þorvaldsdóttir, Hlíðargötu 62, Fáskrúðsfirði. Stefanía J. Ingimarsdóttir, Bakkahlíð 39, Akureyri. 80 ára Svanhvft Ingvarsdóttir, Syðri-Leikskálaá, Húsavík. 75 ára Kristfn Jóhannesdóttir, Hjallavegi 64, Reykjavík. 70ára Anna Marfa Haraldsdóttir, Miðtúni 9, Seyðisfirði. Ólöf Erla Hjaltadóttir, Borgargerði 9, Reykjavík. Sveinbjörn Árnason, Kálfsá, Ólafsfirði. 60 ára Hervör Jónasdóttir, Sendiráði Washington, Reykjavík. Oddgeir Þ. Árnason, Hörgshlíð 24, Reykjavík. Ragnhildur Guðrún Bogadóttir, Reynimel 88, Reykjavík. Unnur Steindórsdóttir, Vatnskoti 2, Hellu. örn J. Jóhannsson, Höfðastíg 8, Bolungarvík. 50 ára Ásdfs Björk Ásmundsdóttir, Ártröð 5, Akureyri. Elfn Þuríður Egilsdóttir, Dofraborgum 42, Reykjavík. Ellen Mooney, Norðurvangi 30, Hafnarfirði. Jakub Kolosowski, Hlíðarvegi 13, Ólafsfirði. Loftur Jónasson, Myrkhoiti, Selfossi. Páll Högnason, Kögurseli 3, Reykjavík. Þóra Bragadóttir, Ægisgötu 40, Vogum. 40 ára Björn Freyr Björnsson, \ iðnrekstrarfræðingur, Klapparbergi 3, __^ Eiginkona hans er Katrín Edda Svansdóttir. Þau eru að heiman þennan dag. Ásgeröur Þórey Gfsladóttir, Laugatúni 11, Sauðárkróki. Egill Steingrímsson, Þórunnarstræti 127, Akureyri. Elfsabet Guðlaug Foss, Pósthússtræti 13, Reykjavík. Friðbjörg Blöndahl Magnúsdóttir, Haukalind 16, Kópavogi. Guðrún Ingólfsdóttir, Hraunbæ 28, Reykjavík. HeimirTryggvason, Hlíðarvegi 31, Isafirði. Hreiðar Eirfksson, Þórunnarstræti 121, Akureyri. Hörður Axel Harðarson, Vesturgili 10, Akureyri. Ingibjörg Jónsdóttir, Nesbala 24, Seltjarnarnesi. Ingibjörg Sverrisdóttir, Arnarheiði 9b, Hveragerði. Jómnn Þóra Sigurðardóttir, Sólbraut 6, Seltjarnarnesi. Kari Ómar Guöbjörnsson, Bollatanga 14, Mosfellsbæ. Katrfn Thuy Ngo, Bollagötu 4, Reykjavík. Ragnheiður E. Ragnarsdóttir, Bárugötu 5, Reykjavík. Sesselfa Áslaug Jóhannsdóttir, Gullteigi 6, Reykjavík. Sigrfður ósk Pálmadóttir, Hólmgarði 42, Reykjavík. Vigdís Sigvarðsdóttir, Lundi, Kópaskeri. Þóra Ingvadóttir, Álakvísl 12, Reykjavík. Jarðarfarir Útför Reynis Halldórs Hilmarsson- ar sjómanns, Rjúpnahæð 8, Garða- bæ, ferfram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtud. 18.9. kl. 13.30. Elfsabet MaackThorsteinsson, Smáraflöt 22, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtud, 18.9. kl. 13.30. Valgarður Pálsson, Dvergabakka 30, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju 18.9. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.