Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Page 27
FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 TILVERA 27
kvikmyndir.is
SAMBiO
lrv"'r
Sjáið
sannteikann
RTMrtmppm: '
'w$J
MÍE %j
R r r-
Ein sk
spennu
' Gd|. G;
AN JOB
★★★
Roger Ebert
BBC
P ★★★
L.A. Tirnes
^★★^
kvíkmyndir.is
Fullkomid rán
Svik
Uppgjör
imtilegasta
lynd ársins
OUÍ. GET EVEN
KRINGLAN
• *M F l PON AIIME JN
lí if 'f «
io Banderas, Johnny Depp
Salma Hayek í mögnudu r
framhaldi af hinni geysivinsælu
ALFABAKKI
\J0NCI
. ... \rv"*r
WSV**
Sjáið
sannleikann
l l’ON A I IME.jN
F¥W H
nio Banderas, Johnny Dep
og Salrna Hayek t mognöfðu
framhaldi af hinní geysivinsælu
mynd Desperato.
Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15. B.i. 16 ára.
Sýnd í Luxus VIP kl.5.45,8og 10.15.
Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5.45,8,9.05 og 10.10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6og 10.10. 1 PIRATES OFTHE Sýnd 5.30,8 og 10.30. ÁSTRÍKUR: Sýndm.ísl.tali kl.4
[AMERICAN PIE3: Sýnd kl. 6,8og 10.15. SINBAD: Sýndm.ísl.tali kl.4.
STÓRMYND GRÍSLA: Sýnd m/ ísl.tali kl.5.30 og 7. TOMB RAIDER2: Sýnd kl.8og 10.15. STÓRM.GRÍSLA:Sýnd m.ísl.tali kl.4og6. ||
KRINGLAN tS 588 0800
ÁLFABAKKI tS 587 8900
Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6 og 10.30. B.i. 10 ára.
NÓI ALBÍNÓI: Sýnd kl. 6. Enskur texti.
Breskir
\ f&r/ Bíódagar
ALL OR NOTHING: Sýnd kl. 10.05.
SWEET SIXTEEN: Sýnd kl.10.15. BLOODY SUNDAY: Sýndkl.8.
PLOTS WITH A VIEW: Sýnd kl.6.
THE MAGDALENE SISTERS:
Sýnd kl. 8.
Bni
HáBhDiaDíó
FJÖLMIÐLAVAKTIN *
Sigurður Bogi Sævarsson
skrífar um fjölmiðla
Jóakim frændi
Hinn frjálslyndi þingmaður
Gunnar örn Örlygsson segir
sögu sína í Fréttablaðinu um
helgina. Þar kveinkar hann sér
undan DV og segir blaðið „linnu-
laust hafa skrifað um mig nei-
kvæðar fréttir," eins og hann
kemst að orði. Þessi piltur á sam-
úð mína alla. Hins vegar ber að
hafa í huga að ekki er auðvelt er
að skrifa „jákvæðar fréttir" um
menn sem sitja í fangelsi og taka
út dóm þótt ævinlega skuli sýna
aðgát í nærveru sálar.
Annar þingmaður er í viðtali í
sama Fréttablaði, Björn Bjarna-
son dómsmálaráðherra. Þar seg-
ir hann að ef menn „bugast út af
gagnrýni sem þeir verða íyrir
vegna starfa sinna að stjórnmál-
um eiga þeir að sinna' einhverju
öðru," eins og orðrétt segir. Þetta
ætti Gunnar örn Örlygsson að
hafa í huga.
Áhugavert væri ef ærlegir fjöl-
miðlamenn tækju sig til og fjölluðu
ítarlega um þann tröllaslag sem nú
er háður um stærstu íyrirtæki
landsins. Valdablokkir eru að riðl-
ast og klæmar em slitnar af Kol-
brabbanum. Baugur og Björgólfar
eignast Island. Sumir virðast hafa
ótæmandi djúpa vasa og eiga svo
mikið af peningum að upp í hug-
ann kemur mynd af Jóakim frænda
í Andrésblöðunum.
En við fáum svo undarlega fátt
að heyra um þennan veruleika.
Eða er einleikið að umfjöllun um
Baug og ævintýri fyrirtækisins í
Bandarfkjunum skuli helst hafa
snúist um snekkjuna á Flórída og
hverjir hafi verið um borð. - Þetta
em asnar, Guðjón.
STJÖRNUGJÖF DV
★ ★★★
AllorNothing ★ ★★★
The Magdalene Sisters ★ ★★<
BloodySunday ★★★<
Sweet Sixteen 'k'k'k'i
Nói albínói kkk'L
28 Days Later ★★★
Pirates of the Caribbean ★ ★★
Terminator 3 ★ ★★
The Live of David Gale ★★i
Sindbað sæfari ★★Á
The Italian Job ★★
Bruce Almight ★★
Leagueof ExtraordinaryCentlemen ★★
Hollywood Homicide ★★
Legally Blonde 2 ★<
Daddy Day Care ★
Lara Croft★
Freddy vs.Jason. ★
Með byssuna í annarri
og gítarinn
KVIKMYNDAGAGNRÝNI
Hilmar Karlsson
hkarl@dv.is
Áður en kynningartexúnn kemur á
hvíta tjaldið hiustum við á frægðar-
sögu um hina goðsagnakenndu per-
sónu E1 Mariachi, manninn sem ber
vopnin í gítartösku. Sagan er um það
hvernig hann sigraðist á heilum her-
flokki með aðstoð hinnar fögm
Carolinu. Sá sem segir söguna tekur
fram að hún sé svo margsögð að
hvað sé nákvæmlega sannleikur og
hvað sé ýkjur sé ekki á hreinu.
Það er hollt að hafa þetta í huga
þegar horft er á það sem á eftir kem-
ur því að frásagnarmátinn í Once
Upon a Time in Mexico er einmitt
eins og í ýkjusögu sem byggist á stað-
reyndum en hetjumar em orðnar að
ofurmennum og þeir vondu að enn
verri mönnum en þeir kannski vom.
Persónan sem skiptir mestu máli er
E1 Mariachi, ósnertanleg klassísk
hetja sem misst hefur það sem henni
stendur næst og leitar hefnda. Það
vill svo til að sú hefnd tengist
valdaráni í Mexíkó og gerist myndin
að mestu á blóði drifnum vígvelli
sem og í huga E1 Mariachi þar sem
hann rifjar upp hina sorglegu atburði
sem urðu til þess að hann missti eig-
inkonu og bam.
E1 Mariachi er hugarfóstur Robert
Rodriguez. Hans fýrsta kvikmynd,
sem hann gerði í Mexíkó, hét E1
Mariachi og þar kynnti hann til leiks
vígamanninn svartklædda. í
Desperado tók Antonio Banderas við
íhinni
hlutverkinu og hann er aftur mætmr
með gftarkassann, leikur meira á gít-
ar í þetta skiptið en notar vopnin
jafnmikið. Helsta og besta viðbótin í
Once Upon a Time in Mexico er
spilltur CLA-njósnari, Sands (sem er
ekki meira en svo að leyna því fyrir
hverja hann vinnur að hann gengur í
bol sem merktur er CIA stómm stöf-
um). Sá ætlar sér að græða milljónir
dollara á valdaráninu og fær til liðs
við sig E1 Mariachi. Johnny Depp fer
einkar vel með hlutverkið og gerir
Sands að eftirminnilegri persónu
Sambíóin
Once Upon a Time in
Mexico
★★★
sem meðal annars á það til að drepa
kokkana á veitingastað þar sem hann
borðar. Þrátt fyrir illskuna gæðir
Depp Sands meira lífí heldur en
Banderas gerir með E1 Mariachi.
Robert Rodriguez hefur sagt að
hann hafi fengið áhuga á kvikmynd-
um eftir að hafa séð vestra Segio Le-
ones þar sem Clint Eastwood lék
„Manninn með ekkert nafn". Once
Upon a Time in Mexico er óður
Rodriguez til Leones, E1 Mariachi er
vígamaður í ætt við þá sem Leone
skapaði. Það sem aðgreinir þá einna
helst er stíllinn. Rodriguez er mikill
stílisti og kannski má segja að stíllinn
ráði ferðinni um of með snöggum
EL MARIACHI: Antonio Banderas leikur
hinn skotglaða gítarleikara.
klippingum og margþættri atburða-
rás en Leone gat látið kvikmyndavél-
ina lfða áfram til að ná sterkum áhrif-
um í einföldum atriðum.
Once Upon a Time in Mexico er
sterk upplifun sem hefur bæði kosti
og galla en kostirnir hafa yfírhönd-
ina. Hún er skref fram á við á ferli
eins frumlegasta leikstjóra Banda-
ríkjanna (við verðum að ætla að Spy
Kids myndimar þrjár séu skemmti-
legt hliðarspor á ferli hans). Takist
Rodriguez að halda sínu striki á hann
einhvem daginn eftir að koma með
kvikmynd sem skiptir máli.
Leikstjórn, handrit, kvikmyndataka og tón-
list: Robert Rodriguez. Aöalleikarar: Antonio
Banderas, Salme Hayekjohnny Depp.Willem
Dafoe, Mickey Rourke, Rubén Blades, Eva
Mendes og Enrique Iglesias.
Lífið .eftir
vinnu
Sinfónían: Sigrún Hjálmtýsdóttir
syngur með Sinfóníuhljómsveit (s-
lands í kvöld á tónleikum sem
hefjast kl. 19.30. Flutt verða nokkur
helstu verk Arons Coplands og Le-
onards Bernsteins.
Safn: Gjörningurverðuríglugga
Safns á Laugavegi 37 í kvöld kl.
20.00. Ásdís Sif Gunnarsdóttir
treður upp og nefnirgjörninginn
„Árstíðirnar". Gestum er bent á
koma tímanlega og klæða sig eftir
veðri þar sem þeir munu standa á
Laugaveginum til að njóta gjörn-
ingsins sem varir í um hálfa
klukkustund.
Gaukurinn: Rímnastríð verður á
Gauknum (kvöld. NBC, Nafnlausir
og lceberg koma fram. Húsið opið
frá kl.21 til 1.18 ára aldurstak-
mark.
Kapital: Söngkonan Nicolette
kemur fram á Kapital í kvöld.
Grand Rokk: Stefnumót Undir-
tóna hetjast að nýju (kvöld á
Grand Rokk. Fram koma Einar Örn
og Worm Is Green.
Hvoð er ísjónvarpinu í kvöld?
Bíórásin í kvöld kl. 20:
Geimskrímsliaföll-
um stærðum
Evolution er gamanmynd frá Ivan
Reitman sem meðal annars gerði
Ghostbusters-kvikmyndirnar á sín-
um tíma. Eins og við er að búast þeg-
ar Reitman er á slóðum geimvera er
hér um að ræða farsakennda gaman-
mynd. Loftsteinn lendir á jörðu og
ringulreið grípur um sig meðal íbúa
jarðar þegar upp kemst að í steinin-
um leynast geimverur.
Allt byrjar þetta í Glen Canyon í
Arizona þar sem ungur maður er að
æfa sig fyrir inntökupróf í slökkvilið-
ið. Hann sér loftstein falla til jarðar.
Þetta verður til þess að lið hæfustu
vísindamanna mætir á svæðið til að
rannsaka loftsteininn. Þegar þeir
taka sýni kemur fleira í ljós en grjót.
Bláleitur vökvi rennur úr loftsteinin-
um. í þessum vökva leynist iífsform
VÍSINDAMENN: David Duhnovy og Juli-
anne Moore.
sem gerir vísindamennina spennta,
svo ekki sé meira sagt. Spennan
hverfur þó fyrir ótta þegar lífsformin
fara að stækka og breiða úr sér með
ótrúlegum hraða. f aðalhlutverkum
em David Duchnovy, Julianne
Moore, Orlando Jones, Seann Willi-
am Scott og Dan Aykroyd sem Reit-
man hefur oftar en einu sinni leitað
tíl.
Græni hatturinn: Tríóið VOX er
með tónleika á Græna hattinum á
Akureyri í kvöld.
Kjarvalsstaöir: Myndlistarkonurn-
ar Sigrún Huld Hrafnsdóttir og
Þórey Rut Jóhannesdóttir opna
sýningu í norðursal Kjarvalsstaða,
nýjum sal í Listasafni Reykjavlkur,
kl. 17 í dag. Sýningin er sú fyrsta í
röð myndlistarsýninga listahátfðar-
innar List án landamæra sem hald-
in er í tilefni Evrópuárs fatlaðra en
alls verða sýningarnar sex talsins.