Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Side 4
4 Magasín Fimmtudagur 18. september 2003 Undur veraldar FÍúði tvisvar úr fangelsi Glæpamaður í Brasilíu flúði úr sama fangelsinu tvisvar á innan við 72 klukkustundum. Alisson ]ose de Silvar, sem er 26 ára, reyndi fyrst að flýja eftir að hafa verið lokaður inni minna en sól- arhring. Hann var lokaður inni í Feira de Santana-fangelsinu í Salvador. De Silvar tókst að skríða í gegn- um op sem var þegar búið að grafa á loftinu í fangaklefanum hans. Síðan klifraði hann yfir 20 feta girðingu og flúði. Hann náð- ist þó aðeins nokkrum klukku- tímum seinna á rakarastofu úti í bæ. Hann flúði sfðan aftur tveimur dögum seinna með því að pikka lásinn í klefa sínum með plasti. Tveir aðrir fangar flúðu með honum. Blöð í Brasilíu hafa eftir talsmanni fangelsisins að þessi atburður sé smán og háðung fyr- ir það. Ræningi þykist vera eiginmaður Veskisþjófur var handtekinn í Kína fyrir að reyna að ræna veski af konu með því að þykjast vera eiginmaður hennar. Maðurinn labbaði upp að konunni í versl- unarmiðstöð. Hann gekk að henni, greip veskið og byrjaði að öskra: „Af hverju sagðirðu mér ekki að þú værir að fara að versla hér, kona?“ Konan spurði um leið hver hann væri. „Af hverju læturðu svona, ég er maðurinn þinn," kallaði hann enn hærra. Dagblað hefur eftir lögreglu að fólkið í kring hafi ekki skipt sér af þessu þar sem það taldi að þarna væru á ferðinni hjónadeilur. En hinni einhleypu konu, Wang, og vinkonu hennar, sem var með henni, tókst loksins að sannfæra fólk um að þarna væri ekki eigin- maður hennar á ferð heldur ræn- ingi. öryggisverðir gripu síðan þrf- tugan mann á hlaupum með veski konunnar. Hann var færður í fangageymslur. Hann er ein- hleypur og verður það líklega um skeið. Plataði þjóf og bað um stefnumót Kínverskri konu tókst að plata mann sem hafði stolið farsíman- um hennar með því að fá hann til að koma á stefnumót. Síminn hafði verið í veski konunnar sem var stolið af svölunum í íbúð hennar í Peking. Samkvæmt frásögn í China Daily hringdi konan í símann sinn nokkrum vikum eftir ránið og lét á engu bera þegar fullorð- inn karlmaður svaraði. Eftir að hafa spjallað við hann byrjaði hún að daðra við hann með því að sénda honum sms-skilaboð. Maðurinn féll fyrir daðrinu og samþykkti að hitta hana á stefnu- móti. Konan hringdi því næst í lögregluna sem handtók hann þegar á meðan hann beið eftir henni. Hann sætir nú ákæru fyrir að stela farsímanum, veskinu og þeim peningum sem voru í vesk- inu. Helgarblað DV í lagi að vera lítill Frank Hojbye Christiansen er aðeins 138 sentímetrar á hæð. Hann hefur ekki látið það stöðva sig í neinu starfi eða áhugamáli og hefur leikið dverg í sjónvarpi og auglýsingum. Nú stígur hann á svið Hafnarfjarðarleikhússins í nýju leikriti Kristínar Ómarsdótt- ur, Vinur minn heimsendir. Frank sagði Helgarblaði DV frá æsku sinni og viðhorfi til þess að vera lítill. Vélmennið mjólkar betur en maðurinn Helgarblað DV heimsótti stærsta fjós landsins í Mildaholti þar sem vélmenni mjólkar kýrn- ar og kýrin sem sparkaði í Guðna Ágústsson í sjónvarpinu er til heimilis. Nútíminn og tölvan hafa haldið innreið sína í íslensk- an landbúnað. pÓST’ Með draugum í Viðfirði Helgarblað DV segir frá for- vitnilegum gönguleiðum og frægum draugaslóðum í Vöðla- vík og Viðfirði á Austfjörðum. Allt sem er gott er óhollt Súkkulaði, kynlíf, rauðvín og tóbak. Það mætti halda að allt sem er gott í þessu jarðlífi sé ann- aðhvort dónalegt, óhollt eða ólöglegt. Helgarblað DV rann- sakar málið ítarlega og kemst að því hvað er rétt og satt. Póstdreifing dreifir Magasíni. „Sem stelpa var ég heilluð af geitum og langaði mikið til að eiga slíkar skepnur. Þessi draumur rættist þó ekki fyrr en ég var orðin fullorðin og tekin hér við búskap," segir Jóhanna Þorvaldsdóttir á Háafelli í Borg- arfirði. Það hefur vakið athygli vegfar- enda um Hvítársíðu í vetur að sjá myndarlega geitahjörð í heimatún- um á Háafelli. Um sextíur huðnur, hafrar og kiðlingar eru í hjörðinni. Jóhanna elur með sér þann draum að mögulegt sé að færa út kvíarnar í þessum búskap á næstu árum með mjólkursölu. Blóðblöndun er vandamál Skyldleiki stendur vexti og við- gangi ísienska geitastofnsins fyrir þrifum. Hér er um að ræða íslenska landnámsstofninn sem lifað hefur með þjóðinni í ellefu hundruð ár. I tvígang á síðustu öld fór stofninn niður fyrir hundrað dýr sem hafði mikil áhrif á alla blóðblöndun. „Fyrir fjórum árum tók ég við síð- ustu kollóttu geitunum á Islandi. Þetta var gert til að reyna að byggja þann stofn upp að nýju - og hefur það gengið ágætlega," sagði Jó- hanna þegar DV Magasín leit í heimsólcn um síðastliðna helgi. Hún og Þorbjörn Oddsson, eigin- maður hennar, starfa bæði utan heimilis. Vilja hins vegar vera heima enda með sex börn. Hún segist ala með sér þann draum að geta haft tekjur af geitabúskapnum og slíkt ætti að geta verið mögulegt, það er að segja ef tilskilin leyfi til af- urðasölu fást og nokkrar milljónir til að koma þessum búskap á góðan rekspöl. Hollustudrykkur Geitamjólk þykir hollustudrykk- ur, að sögn Jóhönnu. Ýmsir sem •q 5 1 GEITABÓNDINN: „Höfum við farið í geitarhús að leita ullar og fundið," segir Jó- hanna Þorvaldsdóttir hér í viðtalinu. HYRND HUÐNA: Stofninn á Háafelli samanstendur af hyrndum geitum en einnig hefur veriö unnið að ræktun þeirra kollóttu. hafa óþol fyrir kúamjólk geta yfir- leitt drukkið hinn hvíta safa geit- anna eins og ekkert sé enda er hann auðmeltari; prótíninnihald og fitu- samsetning önnur en í kúamjólk. „Ég er með um þrjátíu huðnur en mjólka ellefu. Hver geit skilar gjarnan einum til tveimur mjólkur- „Gætum auðveldlega komið upp litlu mjólkur- búi en öðruvísi en geril- sneydd má mjólk ekki fara á markað. Þá hefur einnig komið til tals að nota hana í ostagerð." lítrum á dag sem ég hef þá bara til heimilisnota," segir Jóhanna. „Ég mjólka geiturnar í fjósinu hérna en við hættum með kúabú- skap fyrir fáum árum. Hér gætum við auðveldlega komið upp litlu mjólkurbúi en öðruvísi en geril- sneydd má mjólkin ekki fara á markað. Þá hefur einnig komið til tals að nota hana í ostagerð en magnið er enn það lítið að slíkt borgar sig ekld,“ segir Jóhanna. Um mjólkursöluna að öðru leyti segir hún að Heilsuhúsið haf! sýnt því áhuga að selja geitamjólk frá sér - en ekkert hafi orðið af því enn þá. Eins og mýksta kasmírull „Hvernig finnst þér bragðið?" spyr Jóhanna þegar hún sker væna kjötflís handa blaðamanni. Kjötið smakkast afar vel og er raunar mjög líkt lambakjöti. Nú er farið að selja kiðlingakjöt frá Háafelli og hefur neytendum líkað það vel. Jóhanna segist ekki geta svarað því fullkomlega hvers vegna hana hafi unga gripið svo sterk löngun til þess að eignast geitur. „Nema kannski af því mér þótti bókin fræga um Heiðu svo skemmtileg. Sagan af stúlkunni sem ólst upp í Ölpunum og lifði á geitaafurðum," segir hún og brosir. Óhætt er því að segja að áhrifa ævintýra- og barna- bóka gæti lengi í sumum sálum. „Hér höfum við farið í geitarhús að leita ullar og fundið - því að ull af íslensku geitunum líkist mýkstu kasmírull,“ segir Jóhanna Þorvalds- dóttir að síðustu. sigbogi@dv.is GEITAMJÓLK í GLASIÐ: Geitamjólk er auðmeltari en kúamjólk enda er prótíOninnihald og fitusamseming hennar önnur. Líf Og yndi Geitabóndi í Borgarfirði Huðnur, hafrar og Heiðubókin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.