Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Side 11
10 Magasín + Magasín 11 Fimmtudagur 18. september 2003 Fimmtudagur 18. september 2003 Opnuviðtalið Listmálarinn Tolli Morthens haslar sér völl erlendis en hefur ísland að yrkisefni: USTAMAÐURINN: „Landið sjálft alltaf verið ein af gunneigindunum í minni tilveru og hreinlega lífið sjálft. Mér hefur tekist að vera Tolli sjálfur," segir meðal annars hér í viðtalinu. Landið er mér upp- spretta og næring „íslensk menning hefur aldrei þróast einskipa, heldur hefur hér alltaf verið jójó milli íslands og meginlands Evrópu. I dag er menn- ingin ágætlega tengd alþjóðlegum stefnum og straumum og þetta mun aukast mikið í framtíðinni. Með þeim þroskast íslensk menn- ing best og varðveitist," segir Tolli. Symból og sögur af landi Allmörg ár eru liðin síðan Tolli sneri sér að íslensku landslagi sem myndefni. „Mér finnst gaman að glíma við fjöllin og þessar nafn- lausu heiðar. Islensk symból og sögur af landi. Veiðimannasamfé- lög. Ég hef stundum sagt að líklega veiti ekkert af heilli ævi til þess að verða góður listmálari,“ segir Tolli. Hann segir að fyrir sig sem lista- mann sé mikilsvert að hafa tekist að skapa sér starfsvettvang erlend- is, hvort heldur er að hafa vinnuað- stöðu þar eða sýna verk við ýmis tækifæri. „En vandi fylgir vegsemd hverri og þessu fylgir ýmislegt veraldlegt vafstur sem mér finnst gott að vera laus við,“ segir Tolli. Hann hefur á sínum vegum meðal annars um- boðsmenn sem annast ýmis atriði sem fyrst og fremst eru ergjandi fyrir skapandi listamann. „Fyrir mig skiptir mestu að geta málað." Algjör suðupottur A síðustu árum hefur Berlín mjög vaxið ásmegin sem alþjóðlegri lista- og menningarborg. Hið sama gildir einnig um Kaupmannahöfn, hina fornu höfuðborg fslendinga suður við Eyrarsund. Þangað hyggst Tolli flytja vinnustofu sína næsta vor. „Borgin liggur afskaplega vel við öllum samgöngum og það er ekki dýrt að ferðast þangað og þaðan. í menningunni er Kaupmannahöfn algjör suðupottur strauma víða að úr heiminum og stórkostleg borg að því leyti. Síðan skiptir auðvitað ekki litlu máli að ég hef aldrei náð þýskunni svo vel sé, en dönskuna tala ég alveg reiprennandi enda danskur í móðurætt. Því held ég að ekki geti verið nema gott sem fylgi því að flytja vinnustofuna til Kaup- mannahafnar," segir Tolli sem í vikunni flaug utan til að kanna hús- næði fyrir vinnustofu sem honum stendur til boða. Undir verndarvæng Mörg verkefni eru fram undan hjá Tolla á næstunni. Eftir um það bil mánuð verður opnuð sýning í Lundúnum á verkum hans - en samstarfsaðilar hans í því verkefni „íslensk menning hefur aldrei þróast einskipa heldur hefur hér alltaf verið jójó milli íslands og meginlands Evrópu. í dag er menningin ágæt- lega tengd gagnvart al- þjóðlegum stefnum og straumum og þetta mun aukast mikið í framtíð- inni.“ eru Kaupþing, Bakkavör og Baugur Group. Samstarf listamannsins og fyrir- tækja er ekki nýmæli. Má þar með- al annars nefna fyrrnefnda sýningu í Mónakó sem Kaupþing í Lúxem- borg styrkti. Það fyrirtæki keypti einnig fyrir skömmu 1.500 eintök af listaverkabókinni YZT sem Tolli gaf út fyrir skemmstu. Hyggst Kaup- þing senda bókina til viðskiptavina sinna víða um heim. „Sem listamanni flnnst mér gjör- samlega frábært að vera í svona samstarfi," segir' Tolli spurður hvemig honum líki vist undir verndarvæng stórfyrirtækja sem starfa á heimsvísu og velta fjár- munum sem em hverjum meðal- manni á íslandi afskaplega fram- andi tölur. Svar Tolla er án nokkurs hiks. Ómögulegt er að greina efa í rödd þessa manns sem áður skipaði sér í raðir vinstrimanna sem börðust fyrir málstað öreiga allra landa sem skyldu sameinast. Samskipti og skurðarpunktur Að mati Tolla þarf ekki að fara í neinar grafgötur um að listir og við- skipti eiga ótalmargt sameiginlegt. „í báðum tilvikum em samskipti við fólk kjami málsins. Þá getur ekki annað verið en leiðir liggi ein- hvers staðar saman. Hins vegar þurfa menn stundum að leggja svolitla vinnu í að finna hvar þessi skurðarpunktur er. Það tekst hafi báðir aðilar sæmilega skilgreind markmið. Hagurinn þarf að vera beggja. Þetta getur ekki einvörð- ungu byggst á því að listamennirn- ir sæki til fyrirtækja af því að þau eigi nóg af peningum og geti ausið af nægtabmnni sfnum," segir Tolli. Samviskuspursmál Hann telur fráleitt að listamenn Vinnustofan er rúmgóð; há til lofts og víð til veggja. Máluð ljósum litum og útsýnið er firnagott. Sept- embersólin skín svo allur Skerja- fjörðurinn merlar. í fjarska sjáum við Reykjanesfjallgarðinn þar sem Keilir er sem kóngur í ríkinu. Þor- lákur Morthens, Tolli, hefur aldrei málað þá tignarlegu strýtu. Eða að minnsta kosti em engar myndir af fjallinu sjáanlegar þegar listamað- urinn leiðir mig um vinnustofuna og sýnir mér verkin sín. Myndirnar koma hver af sínu landshorninu. Hér er ísland í hnotskurn. Fínir grasrótarvíbrar Það var snemma á þessu ári sem Tolli Morthens flutti vinnustofu sína ofan úr Álafosskvos í Mosfells- bæ í gamla frystihús fsbjarnarins vestur á Granda. „Ég vann að vísu aldrei hér í fiski en það gerðu hins vegar bræður mínir tveir, Arthúr og seinna Bubbi, sem söng að hann ætlaði aldrei aft- ur að vinna í ísbirninum. Gerði þannig þetta hús ódauðlegt, jafnvel þó að nú sé komið á stefnuskrána að rífa það á næsta ári. Ég er hins vegar tryggur með vinnupláss hér þangað til. Ætli ég reyni ekki þá að komast vestur á Granda," segir Tolli og býður mér til sætis. „Ég á því miður ekkert kaffi handa þér. Er það í lagi?“ spyr Tolli. Ég jánka því. „Allt í lagi,“ segir lista- maðurinn og klórar hundinum sín- um á bak við eyrun. „f þessu húsi hefur alþýðan unnið og því em hér þessir fínu grasrótarvíbrar. Og fisk- lyktin liggur enn í loftinu." í formi í Berlín Nýlokið er suður í Mónakó sýn- ingu á verkum Tolla sem féll í góð- an jarðveg þeirra gesta sem hana sóttu. íslenskt landslag var við- fangsefnið í myndunum - og nú sem aldrei fyrr nýtur íslensk nátt- úra vinsælda sem yrkisefni þeirra listamanna sem á striga kveða ljóð sín í litum. Af þeim sem hafa helg- að sig slíkri myndgerð á síðustu ámm er Tolli nokkur brautryðj- andi. „Ég fór suður til Monte Carlo í Mónakó þegar þessi sýning var opn- uð í byrjun ágúst. Síðan var ég næsta mánuðinn eftir það í Berlín, á vinnu- stofu minni þar - eða þar til sýning- unni lauk. Fannst ekki taka því að fara heim í millitíðinni heldur var ytra og málaði. Ég er búinn að vera í fínu formi undanfarið og hefur tekist að afkasta miklu," segirTolli. „Hagurinn þarf að vera beggja. Þetta getur ekki einvðrðungu byggst á því að listamennirnir sæki til fyrirtækja af því að þau eigi nóg af pen- ingum og geti ausið af nægtabrunni sínum." Greifar í Monte Carlo Tvö ár em liðin síðan fyrst var farið að bollaleggja sýningu í Mónakó, en algengur meðgöngu- tími listviðburða af þessum toga er gjarnan slíkur. „Þetta kom þannig til að í London var haldin kynning á verk- um mínum og þar var einmitt staddur maður sem hafði tengsl inn í greifafjölskylduna í Mónakó. Sá fór að vinna í málum og fram- haldið er að ákveðið var að efna til sýningar á verkum mínum í menn- ingarmiðstöð Suður-Ameríkuríkja í Monte Carlo. Þetta hljómar auðvit- að eins og algjör tilviljun, sem vissulega er raunin. En svona ger- ast nú hlutirnir gjarnan. Eitthvað fer að þróast þegar menn taka tal saman á förnum vegi." Útþráin ólgaði Allt síðan árið 1999 hefur Tolli starfað jöfnum höndum hér heima og erlendis og hefur þá haft vinnu- stofu í höfuðborg Þýskalands, Berlín. „Á sínum tíma fann ég útþrána ólga í mér og þess vegna var mér nauðsynlegt að fara og búa og starfa í öðru landi. Kynnast nýjum stefnum og straumum. Rétt eins og svo margir listamenn íslenskir hafa gert í gegnum tíðina til að öðlast olnbogarými. Aðalsteinn Ingólfs- son hvatti mig mjög til þess að fara utan - og sjálfur hafði ég á eigin skinni vissulega fundið þessa þörf." Þróast ekki einskipa Fyrr á öldum fóru íslensk skáld gjarnan utan til Noregs og kváðu Noregskonungi drápur. Og á öllum tímum hafa íslenskir listamenn far- ið utan til að læra og efla andgift sína. f myndlistinni er nærtækt að nefna frumherjana Ásgrím Jóns- son, Jóhannes S. Kjarval og Svavar Guðnasonar. Margir hafa síðan orðið sporgöngumenn þeirra. BESTIVINUR MANNSINS: Tolli og hundurinn Alex sem hefur fylgt honum víða - og heldur honum selskap á vinnustofunni í fsbjarnarhúsinu. + í RAKARASTÓL: „Ég hef stundum sagt að líklega veiti ekkert af heilli ævi til þess að verða góður listmálari," segir Tolli. fómi frelsi sínu í svona samstarfi. „Þetta er samviskuspursmál fyrir listamenn," segir Tolli. „Er hættan nokkuð meiri í svona starfi en þeg- ar opinber söfn eiga í hlut. Stund- um fara menn að þóknast sýning- arstjómm úl að fá inni í sölum þeirra." Um aldir og áratugi var alsiða að líta svo á að listir og viðskipti væm „Ég hef aldrei náð þýsk- unni svo vel sé, en dðnskuna tala ég alveg reiprennandi enda danskur í móðurætt. Held að ekki geti verið nema gott sem fylgi því að flytja vinnustofuna til Kaupmannahafnar." andstæður. „Á allt viðskiptalíf var settur einhver siðferðilegur merki- miði um að það væri af hinu illa. Listamenn kepptust við að sverja af sér öll tengsl við viðskipti og tóku afstöðu með baráttu öreiganna. Ég held að þessi afstaða sé liðin undir lok. Heimurinn er ekki svona ein- faldur eða svart-hvítur og hug- myndir manna um hlutverk ríkis- valdsins eru orðnar allt aðrar en áður var.“ Á tíndum Skarðsheiðar Við stöndum upp frá borðinu og göngum um vinnustofuna. Við stórt borð em litir listamannsins og penslar. Flóra litanna er fjölbreytt og stórkostlegt þegar drátthagur maður með næmt auga notar hana sem efnivið í málverk. Fyrirmynd- irnar skipta auðvitað ekki minnstu máli. „Ég hef blessunarlega mikið komist út á land í sumar. Við Ari Trausti fómm snemma á árinu á hæstu tinda Skarðheiðar og síðan inn á jökla, fyrir svo utan að hafa gengið upp á ýmsa lægri fjallakolla hér f nágrenni borgarinnar. Sfðan er ég í tvígang búinn að fara norður á Strandir og hélt einmitt sýningu á Djúpavík. Mér er það mikil upp- spretta og næring. Enda dásamlegt að komast eitthvað á flakk þegar veðrið er jafn indælt og er núna,“ segir Tolli. Hann sýnir blaðamanni myndir af Ströndum, Langjökli, Mýrdals- sandi og eina mynd af Þórisjökli. sem fer með mér á sýninguna í London í haust. Megnið af myndun- um kemur þó frá vinnustofunni minni í Berlín. Þar á ég fjölda mynda í handraðanum," segir Tolli. Beygði ekki af leið Fyrir ekki svo ýkja mörgum ámm þótti það heldur ófínt að mála landslagsverk. Tolli segir að þegar hann var fyrir tuttugu árum eða svo að hasla sér völl sem listmálari hafi tískan verið sú að mála verk sem höfðu skfrskotun í heimspeki eða listasögu. Síðan komu ný sjónar- mið. Leiða má að því getum að hér heima geti viðhorfsbreytingin tengst því að íslendingar em nú orðnir betur meðvitaðir um eigið land. Em ófeimnir við að láta til- finningar sínar þar í ljósi eins og glögglega hefur til dæmis fundist í þeim ólíku sjónarmiðum sem hafa verið uppi í virkjunarmálum á und- anförnu ámm. „Bragi Ásgeirsson sagði í grein í Mogganum um daginn að svo hræðilega hefði verið litið niður á þá myndlistarmenn sem glímdu við landslag að þeir hefðu hrein- lega lent í hinu andlega gúlagi. Ver- * ið hlegnir í hel. Ég hef alltaf reynt að halda mínu striki og beygði ekki af leið. Enda hefur landið sjálft alltaf verið ein af gunneigindunum í minni tilveru og hreinlega lífið sjálft. Mér hefur tekist að vera Tolli sjálfúr - og drekk í mig landið og mála það á striga." sigbogi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.