Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 Keppni um rafrænt samfélag VERKEFNI: Tvö verkefni hafa verið valin til þátttöku (þróun- arverkefni um rafrænt samfélag sem standa mun í þrjú ár. Þetta eru sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus undir vinnuheitinu „Sunnan 3" og hins vegar Aðaldælahreppur, Húsavíkurbær og Þingeyjasveit undir vinnuheitinu „Virkjum alla." Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti verkefn- in í gær. Framlag ríkisins til verkefnanna nemur 120 millj- ónum króna, framlag sveitarfé- laganna er nokkru hærra eða um 300 milljónir á tímabilinu. Markmið verkefnisins er að treysta stöðu upplýsingasamfé- lagsins á landsbyggðinni svo íbúar geti nýtt sér kosti upplýs- ingatækninnarsem best. Gengi deCODE vex hratt HÆKKUN: Gengi bréfa í deCODE Genetics hækkuðu í gær um rúm 12,2% á markaði í Bandaríkjunum eftir um 14% hækkun daginn áður. Virðist þessi hækkun hafa komið beint í kjölfar þess er íslensk erfðagreining kynnti að vís- indamenn fyrirtækisins hafi fundið gen sem tengist orsök- um heilablóðfalls. Gengi deCODE við lokun mark- aða í gær var 5,33 dollarar á hlut í viðskiptum með tæplega 2 milljónir hluta sem er óvenju mikil viðskipti. Gengið hefur verið að stíga ört frá því eftir miðjan ágúst ólíkt því sem var í fyrra þegar gengið fór niður í 1,6dollará hlut. Breytingin til batnaðar á einu ári er því tæp- lega 196,9%. Fjarri lagi að ráða fólk til starfa vegna útlits Upplýsingar um það í launa- könnun Verslunarmannafélags Reykjavíkur að útlit gæti skipt máli varðandi launakjör og að ófríðir karlmenn fái t.d. allt að 9% lægri laun en þeir sem telj- ast laglegir hafa vakið athygli. Guðjón Karl Reynisson, fram- kvæmdastjóri verslunarkeðjunnar 10-11, segist hafa haft mikið gaman af þessum upplýsingum sem þarna komi fram og ljóst að Gunnar Páll Pálsson, framkvæmdastjóri VR, sé snillingur í að vekja athygli á launa- könnuninni með þessum hætti. „Ég tók ekki meira mark á þessum upplýsingum en það að þetta væri al- veg stórkostleg mark- aðssetning. Ég veitþví ekki í hve mikilli alvöru ég á að vera að tala um þetta. Ég er hins vegar viss um að fegurð og snyrtimennska hefur einhver áhrif." „Ég tók ekki meira mark á þess- um upplýsingum en það að þetta væri alveg stórkostleg markaðs- setning. Ég veit því ekki í hve mikilli alvöru ég á að vera að tala um þetta. Ég er hins vegar viss um að fegurð og snyrtimennska hefur ein- hver áhrif en allt of oft erum við stjórnendur að ráða starfsmenn sem líkjast okkur, jafnvel bæði hvað varðar atgervi og eiginleika. Að því leyti er eitthvað til f þessu. En hérna á 10-11 hefur útlit og at- gervi engin áhrif á starfsmanna- ráðningar. Auðvitað skiptir máli að starfsmaður hér sé snyrtilegur til fara. Við gerum kröfu um það, eins og væntanlega flestöll fyrirtæki í þjónustu. Hér er starfsfólk í ein- kennisfatnaði frá toppi til táar og við erum með ákveðna staðla um það hvernig starfsfólkið eigi að klæðast og það er allt með nafn- spjald í barminum og má ekki vera með nein höfuðföt. En tíðarandinn breytist hratt og við þurfum að sýna sveigjanleika gagnvart alls konar skartgripum sem ungt fólk hengir nú í andlit sitt. Við höfum ekki gert kröfu um það að þessir skartgripir séu Ijarlægðir en þeir mega heldur ekld fara út í neinar öfgar. En það er bara gaman að það sé töluverð „flóra" í útliti fólks, starfs- menn séu ekki „staðlaðir. Við leit- um ekki eftir einni týpu,“ segir Guðjón Karl Reynisson. Gegnum Ráðningarstofu Hagvangs er árlega ráðinn fjöldi manns til íjöl- breytilegra starfa. Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri segir það íjarri lagi að gegnum fyrirtækið sé ráðið fólk vegna útlits þess og líkamsatgervis. En útgeislun fólks kunni hins vegar að ráða einhveiju þegar fyrirtæki séu að ráða starfsmenn en það hafi alls ekki áhrif á það hvort viðkomandi fái hærri eða lægri laun hvort hann sé fh'ður eða ófh'ður. „Það ráða aðrir þættir ráðningu fólks, Guð hjálpi þér hamingjan. Ég vil ekki trúa því að ráðning fólks til þjónustustarfa ákvarðist af útliti þess. En einstaklingur sem á erfitt með samskipti á erfiðara með að fá atvinnu, þá skiptir engu þótt hann sé fagur. Fegurðardrottning fslands á í raun ekkert meiri möguleika en hver annar að fá hærri laun, svo einfalt er þetta í raun,“ segir Katrín S. Óladóttir. gg@dv.is Nýmæli rætt íjafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar: Ekkert vændi fyrir dagpeningana Jafnréttisnefnd Reykjavíkur- borgar hefur falið jafnréttis- ráðgjafa að kanna hvort leggja eigi bann við því að dagpen- ingar séu notaðir til kaupa á kynlffsþjónustu. A fundi jafnréttisnefndar á dög- unum kom Stefán Jóhann Stefáns- son, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, því á framfæri hvort innan Reykjavíkurborgar ætti að leggja bann við því að dagpening- um væri varið til kaupa á kynlífs- þjónustu, en fordæmi munu vera fyrir því annars staðar á Norður- löndunum. Samþykkt var á fund- inum að fela jafnréttisráðgjafa að „undirbúa ákvarðanatöku í mál- inu“. „Nefndinni fannst sjálfsagt að kanna hvernig þessu væri háttað annars staðar,“ segir Marsibil Sæ- mundsdóttir, formaður nefndar- T1L SÖLU: Vændiskona i miðborg Stokk- hólms. innar. Sjálf segist hún hins vegar hafa miklar efasemdir um rétt- mæti banns af þessu tagi. „Ef ég á að vera alveg hreinskil- in sé ég ekki beint ástæðu til þess. Ég veit að þessir dagpeningar sem fólk fær eru ósköp litlir og ég held að fólk sem fer á vegum Reykjavík- urborgar kaupi sér ékki kynlífs- þjónustu á ferðalögum. Sum verkalýðsfélög á Norðurlöndun- um hafa sett þessa reglu og sagt það vera „prinsipp-máT, án þess að þau segist gruna félagsmenn sína um þetta, en þetta hefur ver- ið umdeilt," segir Marsibil og bæt- ir við að ómögulegt væri að hafa eftirlit með banninu þar sem fólk skili ekki ítarlegum reikningum um hvernig dagpeningum er var- ið. Spyrja má hvort líta bæri svo á að leyfilegt væri að kaupa allt ann- að fyrir dagpeningana en það sem sérstaklega væri bannað. Marsibil tekur undir það sjónarmið en seg- ir að sjálfsagt sé að kanna hvernig þessu sé háttað annars staðar. olafur@dv.is í öndunarvél í morgun eftir bílslys á Þrengslavegi: Komið að meðvitund- arlausum ökumanni Alvarlegt slys varð í Þrengslunum um miðnætti í gærkvöld. Þegar bíll hafði farið nokkrar veltur eftir að hafa farið út af vegin- um ofan við Skógarhlíðarbrekku á Þrengslavegi rétt eftir miðnætti í gærkvöld leit illa út með ökumann- inn. Annar vegfarandi kom að þar sem hinn rúmlega fimmtugi öku- maður lá meðvitundarlaus í blóði sínu. Maðurinn hafði slasast og skorist illa á höfði. Þegar lögregla og sjúkralið á Selfossi komu á stað- inn var maðurinn þó að komast til meðvitundar. Mikið blóð var á vett- vangi og gekk erfiðlega að koma hinum slasaða út úr bílnum. Samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild lá maðurinn í önd- unarvél í morgun eftir aðgerðina. Líðan mannsins var að öðru leyti sögð eftir atvikum. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti bílveltan varð og er hálka ekki talin orsökin. ottar@dv.is Ráðherra hittir móðurina Heilbrigðisráðherra mun í dag eiga fund með Sesselju Garð- arsdóttur, móður geðsjúku stúlkunnar, sem fjallað var um í DV í gær. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- . herra sagði við DV í morgun að hann hefði boðað móður stúlkunn- ar á fund sinn í dag. Hann kvaðst myndu fara yfir stöðu málsins með henni og leita lausnar á þessum mikla vanda. Jafnframt sagðist ráð- herra myndu kynna sér hvemig þær stofnanir hefðu brugðist við sem ættu að veita þjónustu í slíkum tilvikum. Eins og fram kom í DV í gær er unga stúlkan, sem er sextán ára, illa haldin af þunglyndi og geðhvarfa- sýki 2. Hún er jafnframt í neyslu. Hún hefur hvað eftir annað gert til- raunir til sjálfsvígs enda sér hún engan tilgang með lífi sínu eins og það er. Þær mæðgurnar hafa geng- ið milli staða f leit að hjálp og enn virðast þeim allar dyr lokaðar, eftir að stúlkunni var vísað frá þegar hún vildi leggjast inn á geðdeild á LSH í síðustu viku. -jss |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.