Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2003, Blaðsíða 24
4
-+
24 TILVERA FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003
íslendingar
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Afmæli
85 ára
Sextíu ára
Sigríður Ragna Sigurðardóttir
dagskrárfulltrúi barnaefnis hjá Sjónvarpinu
Sigríður Ragna Sigurðardóttir,
* dagskrárfulltrúi barnaefnis hjá
Sjónvarpinu, Skildinganesi 48,
Reykjavfk, er sextug í dag.
Starfsferill
Sigríður Ragna fæddist í Höfn á
Selfossi og ólst þar upp. Hún lauk
stúdentsprófi frá MR 1964 og kenn-
araprófí frá KÍ 1965.
Sigríður Ragna var kennari við
Alftamýrarskóla 1965-73 og við
Melaskólann 1981-84, var þula við
Sjónvarpið frá upphafi 1966-72 og
hefur verið fulltrúi barnaefnis Sjón-
varpsins frá 1985.
Sigríður Ragna sat fyrir mennta-
málaráðuneytið í samnorrænni
nefnd um barnamenningu á veg-
um norrænu ráðherranefndarinnar
1983-87, sat í stjórn Hvatar og var
varaformaður félagsins um skeið,
sat í stjórn Félags sjálfstæðismanna
í Nes- og Melahverfi, var formaður
þess 1995-2000, hefur setið í kjör-
nefndum á vegum Sjálfstæðis-
flokksins vegna framboðslista í
borgarstjórnar- og alþingiskosn-
ingum, sat í skólasafnanefnd á veg-
um Reykjavíkurborgar 1982-86, sat
í foreldraráði Melaskóla, er for-
maður Þjóðhátíðarsjóðs frá 2001,
situr í skólanefnd FÁ, hefúr setið í
stjórn Alfa-deildar Delta-Kappa-
Gamma, félags kvenna í mennta-
og fræðslustörfum frá 1999 og er
formaður hennar frá 2001, situr í
stjórn Prýðifélagsins Skjaldar,
hverfafélags Skerfirðinga, sunnan
flugvallar, og er varaformaður þess.
Börn Sigríðar Rögnu og Hákonar:
Kristín Martha, f. 27.4. 1973, verk-
fræðingur, MS í hagnýtri stærð-
fræði og vinnur nú að doktorsverk-
efni í straumfræði; Sigurður Óli, f.
2.10. 1975, BS í hagfræði og sjóðs-
stjóri hjá Kaupþingi Búnaðar-
banka, býr með Sveinbjörgu Jóns-
dóttur félagsfræðinema og eru
börn þeirra Sigríður Ragna, f. 9.11.
1996, og Jón Helgi, f. 23.2. 2000;
Hrefna Þorbjörg, f. 21.1.1984, nemi
við MR.
Systur Sigríðar Rögnu: Þorbjörg,
f. 24.3. 1927, húsmóðir á Selfossi,
gift Kolbeini Inga Kristinssyni,
fyrrv. framkvæmdastjóra, og er
sonur þeirra Sigurður Kristinn Kol-
beinsson viðsldptafræðingur;
Ragnheiður, f. 3.5. 1929, d. 22.7.
1929; Sigríður, f. 18.3. 1931, d. 24.7.
1932.
Foreldrar Sigríðar Rögnu voru
Sigurður Óli Ólafsson, f. 7.10. 1896,
d. 15.3. 1992, kaupmaður, fyrsti
oddviti Selfosshrepps, alþm. og
forseti efri deildar, og k.h., Kristín
Guðmundsdóttir, f. 8.2. 1904, d.
9.6. 1992, húsmóðir.
Fjölskylda
Sigríður Ragna giftist 8.2. 1969
Hákoni Ólafssyni, f. 21.9. 1941,
verkfræðingi og forstjóra Rann-
sóknastofnunar byggingariðnaðar-
ins. Hann er sonur Ólafs Þorsteins
Þorsteinssonar, yfirlæknis á Siglu-
firði, og k.h., Kristine, dóttur
Haakons Glatved Prahl, verk-
smiðjueiganda í Alversund í Nor-
egi.
Ætt
Sigurður Óli var sonur Ólafs, b.
og söðlasmiðs í Naustakoti á Eyrar-
bakka Sigurðssonar, snikkara á
Syðri-Steinsmýri Sigurðssonar, b. á
Eintúnahálsi Jónssonar, b. á Fossi á
Síðu, bróður Nikulásar, langafa
Sveins íVölundi, afa Haralds, fyrrv.
framkvæmdastjóra Morgunblaðs-
ins. Móðir Ólafs söðlasmiðs var
Gyðríður Ólafsdóttir, b. á Syðri-
Steinsmýri Ólafssonar.
Móðir Sigurðar Óla var Þorbjörg,
systir Svanhildar, móður Sigurgeirs
biskups, föður Péturs biskups. Þor-
björg var dóttir Sigurðar, formanns
í Naustakoti Teitssonar. Móðir Sig-
urðar var Guðrún, systir Ólafar,
langömmu Jóns, föður Hannesar
Jónssonar sendiherra. Guðrún var
dóttir Sigurðar, b. á Hrauni í Ölfusi
Þorgrímssonar, b. í Holti í Stokks-
eyrarhreppi Bergssonar, ættföður
Bergsættar Sturlaugssonar. Móðir
Guðrúnar var Ólöf Jónsdóttir, hálf-
systir Þorkels, langafa Salome Þor-
kelsdóttur, fyrrv. alþingisforseta.
Kristín var systir Lárusar Blöndal
bóksala, föður Kjartans, fyrrv. for-
stjóra Ferðaskrifstofu íslands.
Kristín var dóttir Guðmundar,
kaupfélagsstjóra á Eyrarbakka,
bróður Sigurðar kaupmanns, afa
Þorsteins Pálssonar sendiherra.
Guðmundur var sonur Guðmund-
ar, bóksala á Eyrarbakka Guð-
mundssonar, bókbindara á Minna-
Hofi Péturssonar. Móðir Guð-
mundar bóksala var Ingigerður
Ólafsdóttir, b. í Þjóðólfshaga Lofts-
sonar, og Guðrúnar Jónsdóttur,
hreppstjóra á Stóru-Mörk Guð-
mundssonar.
Móðir Kristínar var Ragnheiður
Blöndal, systir Jósefínu, móður
Lárusar Jóhannessonar, alþm. og
hæstaréttardómara, og ömmu
Matthíasar Johannessens skálds.
Bróðir Ragnheiðar var Haraldur
Blöndal ljósmyndari, afi Halldórs
Blöndal alþingisforseta. Ragnheið-
ur var dóttir Lárusar Blöndal sýslu-
manns Björnssonar, sýslumanns í
Hvammi og ættföður Blöndalsætt-
ar Auðunssonar. Móðir Ragnheiðar
var Kristín Ásgeirsdóttir, bókbind-
ara á Lambastöðum, bróður Jak-
obs, pr. í Steinnesi, langafa Vigdísar
forseta. Móðir Kristínar var Sigríð-
ur, systir Þuríðar, langömmu Vig-
dísar forseta. Sigríður var dóttir
Þorvalds, pr. og skálds í Holti Böðv-
arssonar, pr. í Holtaþingum
Högnasonar, prestaföður á Breiða-
bólstað Sigurðssonar.
Sigríður og Hákon taka á móti
gestum að heimili sínu, Útnesi,
Skildinganesi 48, laugardaginn
27.9. frá kl. 17.00.
Fjörutíu ára
Guðni Örn Hauksson
sparisjóðsstjóri
Guðni Örn Hauksson,
sparisjóðsstjóri, Fjarðarvegi 5,
Þórshöfn, er fertugur í dag.
Starfsferill
Guðni fæddist í Reykjavík, bjó
fyrstu fjögur árin á Hólmavík en fór
þaðan til Reykjavfkur.
Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum við Sund 1983,
útgerðartæknir frá Tækniskóla
íslands 1986 og rekstrarfræðingur
frá Samvinnuháskólanum á Bifröst
1990.
Guðni stundaði sjómennsku á
togurum á milli skóla. Árið 1990 fór
hann til Þórshafnar og starfaði hjá
Hraðfrystistöð Þórshafnar við ýmis
skrifstofustörf til 1988. Þá tók hann
við sem sparisjóðsstjóri hjá
Sparisjóði Þórshafnar og
nágrennis.
Fjölskylda
Guðni hóf sambúð með
Hrafnhildi L. Þorleifsdóttur frá
Fjallalækjarseli f Þistilfirði árið 1990
en 1999 giftu þau sig.
Dóttir þeirra Guðna og
Hrafnhildar er Eva Guðný, f. 24.5.
2000.
Alsystir Guðna er Hugrún Rós, f.
3.1.1967, matráðskona í Reykjavík,
sambýlismaður hennar er Ásgeir
Gunnarsson líffræðingur. Hálf-
systur Guðna, samfeðra eru
Bryndís, f. 18.5. 1957, á Hólmavík
og Agnes Ýr, f. 12.4. 1979, í
Reykjavík.
Foreldrar Guðna eru Ólöf
Oddsdóttir, f. 4.10. 1944, matráðs-
kona í Reykjavík og Haukur
Sigurðsson, f. 30.12. 1936, fyrr-
verandi verkamaður, Hólmavík.
Opið hús verður heima hjá
Guðna og konu hans, Hrafnhildi
Þorleifsdóttur á laugardaginn 27.9.
Foreldrar hennar eru Þorleifur
Gunnarsson, fyrrverandi bóndi í
Fjallalækjarseli og VOborg
Þóroddsdóttir húsmóðir.
Sjötugur
Ólafur Árni Bene-
diktsson,
fyrrverandi bóndi
Stóra-Vatnshorni,
Búðardal.
I tilefni dagsins verða hann og
eiginkona hans, Guðrún
Ágústsdóttir, með opið hús í
Árbliki, félagsheimili Suðurdala, frá
kl. 20 iaugardaginn 27.9.
Sjötugur
Pálmi Sæmundsson,
Laugarholti, Stað,
fyrrverandi
sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs
Hrútfirðinga, Borðeyri,
Hann tekur á móti gestum
laugardaginn 27.9. kl. 20 í
grunnskólanum á Borðeyri.
Andlát
Jónfna Margrét Jónasdóttir,
Suðurgötu 51, Siglufirði, andaðist á
Sjúkrahúsi Siglufjarðar 18.9. .
Jónas M. Lárusson,
Sóltúni 2, Reykjavík lést 23.9.
Þorsteinn Axelsson,
Teigaseli 3, Reykjavík, lést 21.9.
Gróa Þorvarðardóttir,
frá Bakka á Kjalarnesi, Esjugrund
55, Reykjavík, lést 14.9.
Jarðarfarir
Andri Snær Óðinsson
verður jarðsunginn frá Landakirkju
27.9. kl. 11.
Kristfn Sigurbjörnsdóttir, Ásgarði,
Húsavík, verður jarðsungin frá
Húsavíkurkirkju 27.9. kl. 14.
Edith Gerhardt Ásmundsson,
Reynimel 76, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Grafarvogskirkju
26.9. kl. 13.30.
Petrfna Jónsdóttir,
Hólsvegi 13, Bolungarvík.
80ára
Jónas Þórðarson,
Öldugranda 1, Reykjavík. Hann
tekur á móti ættingjum og vinum
í sal Félagsþjónustunnar, Hvassa-
ieiti 56-58, Reykjavík, á afmælis-
daginn, 25.9. kl. 18.00-20.00.
Egill Guðmundsson,
Guðrúnargötu 6, Reykjavík.
75 ára
Finnbogi Ólafsson,
Áshamri 23, Vestmannaeyjum.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Húnabraut 30, Blönduósi.
Marfa Rósinkarsdóttir,
Melseli 8, Reykjavík.
Þorbjörg Þorsteinsdóttir,
Einibergi 17, Hafnarfirði.
70 ára
Hulda Þorláksdóttir,
Fellsmúla 22, Reykjavík.
Katrín Gunnarsdóttir,
Hafnarstræti 3, Þingeyri.
Lillian Kristin Andrésson,
Bakkatjörn 3, Selfossi.
Pacifico Sacala Magno,
Hlíðartúni 15, Höfn.
60 ára
Anton S. Gunnlaugsson,
Mímisvegi 30, Dalvík.
Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir,
Heiðmörk 74, Hveragerði.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Villingadal, Akureyri.
Kristjana Ingvarsdóttir,
Breiðvangi 35, Hafnarfirði.
Sigurbjörg Kristfn Magnúsdóttir,
Aðalgötu 8, Blönduósi.
50 ára
Guðlaugur J. Gunnlaugsson,
Hofgerði 3, Vogum.
Guðrún Helga Andrésdóttir,
Borgarvík 7, Borgarnesi.
Hjalti K. Kristófersson,
Vesturgötu 113, Akranesi.
Hrefna S. Ingibergsdóttir,
Valþúfu, Búðardal.
Hreggviður B. Sigvaldason,
Blikabraut 6, Keflavík.
Jo Anna Hearn,
Álfhólsvegi 19, Kópavogi.
Jón Erlendsson,
Hrauntungu 48, Kópavogi.
Karl Árnason,
Garðavegi 3, Hafnarfirði.
Pálmi Helgason,
Kríuási 45, Hafnarfirði.
Pétur Jóhannesson,
Rauðalæk 47, Reykjavík.
PéturJónsson,
Fiskakvísl 30, Reykjavík.
Stefán Sigurbjörnsson,
Strandaseli 4, Reykjavík.
Valgerður Jana Jensdóttir,
Seiðakvísl 16, Reykjavík.
Þórður Jónsson,
Austurströnd 12, Seltjarnarnesi.
40 ára
Einar Björn Hjelm,
Breiðvangi 14, Hafnarfirði.
Guömundur K. Sigurbjörnsson,
Vallholti 15, Akranesi.
HolgeirJónsson,
Kelduhvammi 5, Hafnarfirði.
Jónfna Kristfn Kjartansdóttir,
Álfaskeiði 89, Hafnarfirði.
Leifúr Geirsson,
Sunnuhlíð, Höfn í Hornafirði.
Oddur Ingi Ingason,
Marargrund 7, Garðabæ.
Ólafur Týr Guðjónsson,
Túngötu 18, Vestmannaeyjum.
Sigurbjörn Gfsli Aðalsteinsson,
Fornastekk 1, Reykjavík.
Snæbjöm Magnússon,
Melasíðu 2d, Akureyri.
4