Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 8
42 UMFÍ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003
Landsmót UMFÍ 2004
haldið á Sauðárkróki LAIMDSMÓT
Tuttugasta og fjóröa landsmót
UMFÍ verður haldið á Sauðár-
króki 8. til 11. júlí 2004. Lands-
mót UMFÍ eru þekkt fyrir góða
stemningu og fjölbreytni og
þykja endurspegla vel starf
ungmennafélaganna. Ung-
mennasamband Skagafjarðar
er mótshaldari að þessu sinni.
„Við erum búnir að vinna að
undirbúningi mótsins síðan síðla
hausts 2002,“ segir Haraidur Þór
Jóhannsson, formaður UMSS.
„Landsmótsnefnd var skipuð í
febrúar á þessu ári og fram-
kvæmdastjóri landsmóts ráðinn í
maf. Undirbúningur gengur vel og
framkvæmdir við íþróttasvæðið á
Sauðárkróki eru á góðu róli."
ENGUM/tl ii AÐ LEIÐAST: Ómar Bragi Stefánsson,framkvæmdastjóri landsmótsins á Sauðárkróki, segir að það verði mikið lagt upp úr
þv( að setningarhátiðin verði sem glæsilegust.
BÆTIR ALLA AÐSTÖÐU: Haraldur Þór Jóhannsson, formaður UMSS, segir að það hafi verið
ráðist í miklar framkvæmdir á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki í tengslum við landsmótið og
að aðstæður til íþróttaiðkana verða afar glæsilegar að loknum framkvæmdum.
UMFI og
Vest Norden
Dagana 26.-27. september
komu saman á Suðurlandi fimm
ungmenni, frá íslandi, Færeyj-
um og Grænlandi, og unnu
saman að undirbúningi að
menningarlegu samstarfi ungs
fólks í þessum löndum.
Það er UMFI í samstarfi við félög
í Færeyjum og Grænlandi sem
vinnur að þessu verkefni í samstarfi
við Vest Norden ungmennaráðið.
Niðurstaða þessa vinnuhóps var
að á næsta ári yrði haldið leiklistar-
námskeið í Julianeháb á Grænlandi
í lok júlí og auglýst eftir þátttakend-
um frá þessum þremur löndum.
Þema á námskeiðinu er götuleik-
hús, trúðar og látbragðsleikur.
Stefnt er að því að fyrirlesarar á
námskeiðinu verði margir af fær-
ustu leikstjórum og leikurum á
þessu sviði á Norðurlöndum.
Mikilvægt að haida mótið
Á landsmótum UMFI er að jafn-
aði keppt í fjölda íþróttagreina og
keppendur hátt á þriðja þúsund en
gestir á mótunum hafa verið á milli
tíu og fimmtán þúsund. Haraldur
Þór segir að það skipti Skagfirðinga
miklu að halda mótið fyrir norðan.
„Það hefur verið ráðist í miklar
framkvæmdir á íþróttasvæðinu og
aðstæður til íþróttaiðkana verða
afar glæsilegar á Sauðárkróki að
loknum framkvæmdum. Mótið
hleypir einnig miklu lífl í allt starf
hjá UMSS og það koma hundruð
manna til með að vinna að mótinu,
bæði fólk úr Skagafirði og annars
staðar af landinu."
Haraldur segir að stefnt sé að því
að umgjörð mótsins og dagskrá
verði öll hin glæsilegasta. „Við
munum leggja áherslu á að sam-
hliða keppni í íþróttum verði mótið
hátíð fjölskyldunnar og að allir geti
fundið eitthvað við sitt hæfi. Dag-
skráin verður afar fjölbreytt því auk
íþróttaviðburða ætlum við að
bjóða upp á margs konar afþrey-
ingu, eins og tónlist, dans og aðra
skemmtun, þannig að engum ætti
að þurfa að leiðast á Króknum
meðan á landsmótinu stendur."
Glæsileg setningarhátíð og
ýmsar nýjar áherslur
Ómar Bragi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri landsmótsins, segir
TIL í SLAGINN: Ómar Bragi og Gísli Gislason, þjálfari í frjálsum íþróttum á Sauðárkróki, gera sig klára í hundrað metra hlaup á nýlagðri hlaupabraut á íþróttavellinum á Sauðárkróki.
Framkvæmdir á íþróttasvæðinu ganga vel og er svæðið afar glæsilegt á að líta.
að mikil vinna hafi verið lögð í und-
irbúning mótsins. „Það verður mik-
ið lagt upp úr því að setningarhá-
tíðin og mótsslitin verði glæsileg og
eftirminnileg og það ætlum við að
gera með fjölbreyttum skemmti-
atriðum, tónlist og dansi. Setning
mótsins á að vera lífleg og fjörug og
skapa þannig góða stemningu fyrir
það sem á eftir kemur.“
Að sögn Ómars Braga hefjast
skemmtiatriði snemma morguns
og standa fram eftir kvöldi alla
mótsdagana, en mótið stendur í
fjóra daga. „Við höfum átt íviðræð-
um við marga góða skemmtikrafta
og allir verið jákvæðir að vinna með
okkur að landsmótinu. Heima-
menn ætla ekki heldur að liggja á
liði sínu og setja sinn svip á mótið
með ýmsum uppákomum og uppi-
standi á mótssvæðinu. Börn og
unglingar úr skólunum ætla einnig
að taka þátt í dagskránni með
margvíslegum hætti."
Ómar Bragi segir að keppt verði í
á annan tug íþróttagreina og að
íþróttirnar séu að sjálfsögðu há-
punktur mótsins. Gert er ráð fyrir
að margir af bestu íþróttamönnum
landsins taki þátt, auk fjölmargra
minni spámanna sem reyna sig við
hina bestu. „Áherslan á landsmót-
um er alltaf sú sama - vera með og
gera sitt besta, sýna sig og sjá aðra
og taka þátt í stemningunni."