Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 12
46 UMFl LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 Göngum um ísland LESTARGANGA: Snæfellsjökull í sjónmáli. Lestarganga á leið á toppinn. Spurning hvort þau fóru alla leið á topp Snæfellsjök- uls eða bara upp á hæðina. Göngum um fsland er landsverk- efni UMFÍ og er unnið í samstarfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. ísland hefur að geyma gnótt gönguleiða og sl. tvö ár hefur ung- mennafélagshreyfingin unnið að því að safna saman stuttum, stik- uðum og aðgengilegum gönguleið- um. Þessi vinna hefur farið fram í samvinnu við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Leiðabók með 240 gönguleiðum um land allt var gefin út í 50.000 eintökum og fékkst gefins á íþrótta- miðstöðvum, sundlaugum, upplýs- ingamiðstöðvum og ESSO-stöðv- um. Fjölskyldan á fjallið er göngu- og útivistarverkefni umhverfissviðs UMFÍ. Síðastliðin tvö sumur hafa verið settir póstkassar með gesta- bókum á rúmlega 20 fjöll víðs vegar um landið en öll þessi íjöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjöl- skyldur í fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjöl- skyldunnar. TLrTTUGU OG 7VÖ FJÖLL Ásdís Helga Bjarnadóttir, formaður umhverfissviðs UMF(, á leið með póstkassa og gestabók á áfangastað á fjalli. Tuttugu og tvö fjöll voru tilnefnd í verk- efnið Fjölskyldan á fjallið og á sjötta þúsund landsmenn skráðu nöfn sín í bækurnar. BISKUPSBREKKA: (gönguferðum þarf oft að takast á við ólíkar ástæður og hér þarf að fikra sig með fram klettum en engum sögum fer af því hvort einhver datt í lækinn. Menning og listir innan UMFÍ: Landsmótið á fjalirnar Margvísleg menning hefur alltaf verið hluti af starfi ungmennafélag- anna. Má þar nefna söng, dans, spila- og skáldakvöld og ekki síst leiklist því að víða hafa ungmenna- félög staðið fyrir leiksýningum í sinni sveit. Eitt þessara félaga er Ungmennafélagið Efling í Þingeyj- arsýslu. Efling er eitt af elstu ung- mennafélögum landsins og leiklist hefur jafnan skipað stóran sess í starfi þess. Félagið hefur meðal annars unnið til leiklistarverðlauna Þjóðleikhússins fyrir uppsetningu sína á Síldin kemur, síldin fer. Síð- astliðinn vetur réðust félagar í Efl- ingu í það verkefni að semja hand- rit að leikriti sem ber nafnið Lands- mótið. Æfingar eru að hefjast um þessar mundir og sýningar á Landsmótinu eiga að hefjast í febr- úar á næsta ári. Arnór Benónýsson er leikstjóri Landsmótsins. Spennandi verkefni „Þetta er ofsalega spennandi verkefni. Á landsmótum ríkir jafn- an einstök stemning og við viljum reyna að fanga og koma til skila þeirri lífsgleði og þrótti sem jafnan einkennir mótin," segir Arnór en hann hefúr verið leikstjóri hjá Efl- ingu síðastliðin sjö ár samhliða starfi sínu sem kennari í Fram- haldsskólanum á Laugum. Þá hefur hann unnið að leikstjórn hjá Leik- félagi Húsavfkur. Arnór segir að leikritið sé sett upp sem gamanleikur og eigi að sýna allan þann fjölbreytileika sem finna megi á landsmótum. „í leik- ritinu verður keppt í hinum ýmsu greinum, meðal annars kúluvarpi, kringlukasti og 800 metra hlaupi. Þá verður gert mikið úr hlutverki starfsíþrótta á landsmótum og sér- stök sena í leikritinu fjallar um íþróttir þar sem keppninni f að leggja á borð verður lýst í líkingu við boxkeppni, án þess að ég sé að útskýra það nánar." Með hár niður á herðar „Það verða á milli 40 og 50 leikar- ar sem taka þátt í leikritinu." Að sögn Arnórs er þetta landsmót sem er haldið fýrir norðan og gerist í kringum 1960. „Það er eins og gengur, gestir að koma á mótið írá öllum landsfjórðungum. Við norð- anmennimir emm enn með gömlu góðu klippinguna og hár niður á herðar en sunnanmenn em komn- ir lengra í tískunni og meðaf annars farnir að nota gel í hárið og drekka kók og nota ýmiss konar smyrsl og aukabúnað til keppninnar. Þetta veldur eðlilega töluverðri spennu á mótinu, samhliða keppni á milli héraðssambanda." Sýningar á Landsmótinu hefjast í febrúar næstkomandi og segir Arn- ór að gera megi ráð fyrir um tutt- ugu sýningum. Þá sé einnig hugs- anlegt að leikritið, eða hluti þess, verði sýnt á landsmótinu á Sauðár- króki næsta sumar og þá sé enn fremur verið að skoða möguleika á Arnór Benónýsson. að leikritið verði sýnt í Reykjavík næsta vor. „Það er allt opið í stöð- unni og miklir möguleikar að vinna með þetta leikrit allt fram að hundrað ára afmæli ungmennafé- lagshreyfingarinnar." fl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.