Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Side 27
DV Fókus svið samfélagsins væru mér meira og minna lokuð bók. Hörður hafði tekið því ljúfmannlega og sagt mér að ég fengi skikkanlega umþóttun- artíma á blaðinu áður en mér yrði kastað út í hringiðu „hörðustu" fréttanna, ég þyrfti til dæmis ekki að óttast að vera att út í viðtöl við ráð- herra ríkisstjórnarinnar eða álíka stórkarla allra fyrstu dagana. En mér til undrunar var það svo einmitt það sem Hörður gerði á öðr- um eða þriðja degi mínum í starfi. í þá daga voru Vísir og Dagblað- ið í harðri samkeppni á síðdegis- markaðnum og bæði voru sann- kölluð síðdegisblöð - eða öllu held- ur hádegisblöð, því þau voru komin á götuna nógu tímanlega til að blaðasölufólk gæti otað þeim að vinnandi fólki á leið í mat í hádeg- inu. Bæði forsíða og baksíða stóðu galopnar í morgunsárið þegar blaðamenn hittust á sínum fyrsta fundi klukkan átta og svo kepptust menn um að fylla þær af nýjum fréttum. Lítt áberandi en þó geysi- hörð samkeppni ríkti á hverjum ntorgni milli blaðamanna um að fá að skrifa fréttir sem vænta mátti að kæmust á útsíðurnar tvær og allra fínast var náttúrlega að eiga aðal- fréttina á forsíðu. Sæmundur Guð- vinsson bar þá höfuð og herðar yfir aðra blaðamenn Vísis í fjölda for- síðufrétta, rólyndur maður og góð- legur, en með vfðtæk sambönd og einkum var rómað hversu vel hon- um gekk ævinlega að afla frétta af starfsemi Flugleiða. Þar að auki var hann að mestu með löggufréttirnar á sinni könnu en þær þýddu sjálf- krafa áskrift að nokkrum útsíðu- fréttum á dag, stórum og smáum. Nýliði eins og ég gerði sér ekki einu sinni fátæklegar vonir um að komast nokkru sinni í svipaða stöðu og rómaðir fréttahaukar á borð við Sæmund og reyndar von- aði ég í lengstu lög að Hörður myndi standa við orð sín og ég yrði látinn dútla við eitt auðvelt og létt fyrstu vikurnar. Því rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds þenn- an annan eða þriðja morgun í vinn- unni þegar Elías Snæland Jónsson fréttastjóri var að ljúka að útdeila verkefnum og Hörður stakk upp á að ég yrði settur í að tala við Magn- ús Magnússon félagsmálaráðherra um viðbrögð við ástandinu í flug- mannadeilunni. Flugmannadeilunni? Jú - ég hafði vissulega heyrt af því að flugmannadeila stæði yfxr. Hvort það var komið verkfall man ég ekki lengur. Alla vega var einhver deila í gangi. En þó það hefði átt að hengja mig, þá vissi ég ekki um hvað sú deila snerist eða á hvaða stigi hún væri. Kjaradeilur höfðu bara hreint ekki verið á mínu áhugasviði og þótt ég teldi mig geta orðið blaðamann hafði ég samt ekki lagt á mig að fylgj- ast betur en þetta með fréttum síð- ustu daga og vikna. En það var ekki annað að gera en bíta á jaxlinn svo ég páraði með blá- um penna íblokkina mína: „Magnús Magnússon/viðbrögð í flugmanna- deifunni." Það er til marks um hvað ég man vel þessa erflðu stund að ég skuli hafa á hreinu að penninn var blár; ég sé hann enn fyrir mér þar sem út úr honum hlykkjast þessi strik og lykkjur sem mér fannst nánast eins og dauða- dómur; hlyti að minnsta kosti að enda með einhverjum ósköpum. Ég laumaðist til að líta í kringum mig við borðið, var virkilega enginn annar sem gat tekið þetta að sér. Ég sá að hinn nýliðinn, Páll Magnússon, hafði ekki fengið nein óskö’p af verkefnum og skildi ekki í að Hörður skyldi ekki hafa fengið honum þetta - Páll hafði á þessum fáu dægrum síð- an við tókum til starfa þegar sýnt að hann mundi afls ósmeykur við að hringja í ráðherra og aðra hákarla. Þar að auki virtist hann f raun og sann uppfullur af einlægum áhuga á einkennilegum hlutum - eins og til dæmis kjaradeilum. Af hverju var honum ekki falið að hringja í Magn- ús félagsmálaráðherra? Af hverju ég?! En ástæðan hefði náttúrlega leg- ið í augum uppi - ef ég hefði bara vit- að að Páll var sonur Magnúsar ráð- herra og því vart ædandi til að taka blaðaviðtöl við karl föður sinn. Sem betur fer hafði ég ekki verið algjörlega meðvitundarlaus undan- farið, svo ég vissi að kvöldið áður hafði slitnað upp úr einhverjum við- ræðum flugmanna við sína viðsemj- endur. Það hlutu að vera viðbrögð ráðherrans við þeim viðræðuslitum sem mér var nú ædað að útvega í blaðið! Svo ég settist í básinn minn, horfði langa hríð þungt hugsi á sím- ann og fannst síðan að ég væri að kasta mér fram af hengiflugi þegar ég hringdi í félagsmálaráðuneytið og bað um samband við ráðherrann. Og þegar Magnús kom í símann og ég hafði kynnt mig sem blaðamann á Vísi þá var ekki um að gera en láta vaða: „Mig langar að fá að vita um við- brögð þín við nýjustu tíðindum í flugmannadeilunni..." Hafi Magnús Magnússon veitt því athygli að blaðamaðurinn sem talaði við hann var sjálfur algjörlega úti á þekju í öllu sem snerti flug- mannadeiluna, þá var hann að minnsta kosti - prúðmenni sem hann var - alltof kurteis til að láta á því bera. Hann skeggræddi um þetta stuttlega, lýsti vonbrigðum sínum yfir viðræðuslitunum og kvaðst mundu beita sér frekar fyrir sáttum í deiluaðila. Og ég var þó ekki skyni skroppnari en svo að ég skildi að einmitt það hlaut að vera „fréttapúnkturinn" í máli ráðherr- ans. Svo ég skrifaði stutta frétt þar sem fram kom samanlögð vitneskja mín um flugmannadeiluna og setti á hana fyrirsögnina: „MUNUM LEITA FREKARI SÁTTA." Þetta fannst mér hljóta að vera góð fyrirsögn. Þar sem þetta var fyrir daga tölvubyltingar skrifaði ég þessa fyrstu frétt mína með ritvél á lítið hvítt handritsblað. Svo laumaðist ég með afurðina fram í umbrot eða „lay-out" þar sem Elías Snæland fréttastjóri og ritstjórarnir voru sest- ir að og þegar byrjaðir að taka við handritum frá Sæmundi og öðrum áhyggjulausum fréttahaukum blaðsins. Ef þeir hefðu nú bara vitað með hvílíkum hjartslætti þessi litla frétt um viðbrögð ráðherrans við flugmannadeilunni var afhent þeim! Ég skaust strax út aftur og það hefði ekki komið mér á óvart að heyra fljódega annaðhvort stjórnlaus hlátrasköll eða reiðileg óp úr „lay- outinu". Hvurslags eiginlega sam- setningur og bull væri þessi svokall- aða frétt um félagsmálaráðherra? En hvorugt gerðist. Ég náði óskaddaður inn í básinn minn og sat þar sem fastast meðan ég var að jafna mig á þessari þolraun. Þetta var einmitt það sem Hörður hafði lofað mér að gera ekki! Og fréttin mundi auðvitað aldrei birtast, svo ómerkileg og illa skrifuð og heimskuleg sem hún hlyti að vera! En viti menn - þegar blaðið kom úr prentsmiðjunni undir hádegið, trónaði þá ekki á ágætum stað á bak- síðunni frétt með upphafsstöfunum -IJ. og með bara skikkanlega stórri fyrirsögn: „Munum leita frekari sátta." Og ég get fullyrt að aldrei í sögu íslenskrar blaðamennsku hefur jafn lítil og ómerkileg frétt verið lesið jafn oft og nákvæmlega og þetta stutta samtal við Magnús Magnús- son félagsmálaráðherra. Hver setn- ing var grandskoðuð. Hver komma og púnktur könnuð í þaula. Velt vöngum yfir hverju blæbrigði, hverju smáatriði textans. Ekkert fór framhjá vökulum augum lesand- ans. Því þótt allir aðrir skotruðu bara augunum yfir þessa frétt og gleymdu hennisvo, þá las ég hana sjálfur ég hugsa svona þúsund sinnum. Hvernig flugmannadeilunni lauk man ég ekki. Illugi Jökulsson GEFÐU ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ Saella er að gefa en þiggja og hvert sem tilefnið er þá finnurðu réttu gjöfina hjá okkur á verði sem kemur þér skemmtilega á óvart. DEBENHAMS SMÁRALIND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.