Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Qupperneq 31
DV Fókus LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 31 gamla góða poppkornið á í harðri samkeppni við natsjós með ostasósu. Þetta gúmmelaði hefur verið að ryðja sér til rúms í kvik- myndahúsum hér á landi á síðustu árum. Með því að gera stutta við- horfskönnun meðal gesta í Sambíó- unura er niðurstaðan sú að natsjó- sið getur verið ágætis tilbreyting frá hefðbundnu poppi. En bara svona við og við. Sömu sögu er að segja í Smárabíói. Þar skipar natsjósið svipaðan sess. Reyndar er Smára- bíó líka sérstakt fýrir þær sakir að þar er bar og geta bíógestir fengið sér einn stífan ef þeir eru til' dæmis að fara að sjá myndir eftir Lars Von Trier eða þennan sem gerði mynd- ina um strákinn sem sér bara dautt fólk. Ég stakk þeirri hugmynd að starfsfólkinu þar að hafa barinn op- inn í hádeginu fyrir helgarpabba á barnasýningum en hún féll ekki í góðan jarðveg. En ég gefst ekki upp. Hér gæti verið möguleiki á ágætis kombakki fyrir bíóþrennuna. Natsjósið veitir poppinu harða samkeppni. Stelpurnar í Háskólabíói • Irski söngvar- inn Van Morrison á að baki ótal merkisplötur. Þekktust þeirra er sennilega Astral Weeks sem oft er nefnd þegar bestu plötur sögunnar eru valdar. Nýlega kom út ný plata með „Van the Man“ eins og hann er stundum kallað- ur. Hún heitir What’s Wrong With This Picture? Og er hans fyrsta plata fyrir það margfræga djassmerki Blue Note sem virðist vera að færa aðeins út kvíarnar í kjölfar gríðarlegra vin- sælda Grammy-verðlaunasöng- konunnar Noruh Jones. Á nýju plötunni heldur Van áfram að vinna með þá tónlist sem hefur mótað hann allan ferilinn, blús, djass og soul. Laga- smíðarnar eru í klassískum stíl þessa virðulega tónlist- armanns - feitir hamm- ondorgelhljómar, djassgít- arleikur og textar sem fjalla um hlutskipti mann- skepnunnar. What’s Wrong With This Picture? hefur víðast hvar fengið ágætis dóma þó að það sé ólíklegt að eitthvað af lög- unum á henni nái sömu vinsældum og lög á borð við Brown Eyed Girl, Gloria eða Cr- azy Love. • Barði Jóhannsson er að gera það gott í Frakklandi. Bang Gang var á meðal þeirra sem spiluðu á tónlist- arhátíð franska tímaritsins Les In- rockuptibles dagana 6.-10. nóvem- ber í París. Bang Gang var aðal- númerið fyrsta kvöldið, en meðal annarra sem spiluðu á hátíðinni voru The Coral, The Warlocks, Hot Hot Heat, The Raveonettes og The Kills... Les Inrockuptibles er aðal tónlistarblað Frakka. í dómnum um nýju Bang Gang plötuna Something Wrong í blaðinu segir Christophe nokkur Conte: „Barði Jóhannsson sýnir á nýju plötunni ósvikna hæfileika til þess að búa til popptónlist. Hann notar öll þau meðul sem duga til þess að full- nægja sköpunarþörf sinni. Þessi Phil Spector hinna miklu kulda býr til hljóðmúr (tilvísum í Wall Of Sound Phil Spector) úr hljóðheimi hrauns og jökla. Hæfileiki þessa hrokafulla og perverska strengja- brúðustjórnanda liggur fyrst og fremst í því að laða fram hæfileika samstarfsmanna sinna. Hér kallar hann til fínt samansafn af mis- þekktum kvenröddum, -Esther Taliu Casey, Nicolette og Karen Ann, sem Ijá lagasmíðum hans ferskan andblæ.” ÝOg Christophe dásamar útgáfu Barða af Supremes laginu Stop In The Name Of Love. Gleðilega gæðasölu um iólin! förum við öll í þjónustu- og sölugírinn þú getur valið að koma 1. Þú vilt ná hámarksárangri á þessum sölutíma. Þú vilt fá ánægða viðskiptavini sem tala jákvætt um fyrirtæki þitt og þjónustu þína. Þú vilt ná fram hámarksárangri hjá starfsfólki. Þú vilt sjá aukna sölu sem skilar auknum arði hjá fyrirtæki þínu. kl. 09:00 til 12:30 eða kl. 19:30 til 23:00 Fyrirlesturinn er haidinn á Grand Hótel og er opinn öllum þeim sem starfa við þjónustu og sölu. Fyrirlesturinn er sambæriiegur við námskeiðið Gæðasala 1+1=3 sem auglýst er á www.sga.is. 2. Þú þarft að vera vel undirbúin(n) fyrir jólatörnina, þá þarf sjálfstraust og þjónustumeðvitund að vera í lagi eins og um úrslitaleik væri að ræða. 3. Þú nýtir þér þekkingu á marga vegu, eins og t.d. með því að greina þarfir viðskiptavinarins, lesa betur f kaupmerkin hjá viðskiptavininum og bregðast við þeim, Ijúka sölunni á markvissari hátt, efla liðsheildina hjá fyrirtækinu, bregðast betur við kvörtunum og gagnrýni frá viðskiptavinum. 4. Verð er 6.900.- staðgreitt á mann, á þennan (árlega) jóla- gæðasölufyrirlestur. Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og kaffi. Fyrirlesturinn mun skila sér margfalt aftur í kassann með aukinni sölu vel þjálfaðs starfsfólks. Fyrirlesari er Gunnar Andri Þórisson Gunnar Andri Þórisson er einn fremsti fyrirlesari (slands í þjónustu og sölu. Hann hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir stærri sem smærri fyrirtæki með góðum árangri alltfrá árinu 1997. Sé bókað og greitt fyrir 20. nóvember bjóðum við fyrirlesturinn á 4.900,- á mann. Skráning og upplýsingar eru í síma 534-6868 og á netinu, skraning@sga.is Athugið takmarkaður sætafjöldi. é. www.sga.is Sími 534 6868 - Ráðgjöf í síma 908 6868 - sga@sga.ís SÖLUSKOLI GUNNARS ANDRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.