Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV • Britney Spears talar víst ,-jkki lengur við Colin Farrell eftir að hann sendi henni stuttermabol með áletruninni „Ég svafhjá Colin Farrell og þaö eina sem ég hafði upp úr því var þessi ömur- legi bolur“. írsku fyllibyttunni Farrell fannst þetta víst ansi góður brandari... & Fred Durst hef- ur enn eina ferð- ina sagt frá sam- bandi sínu við söngkonuna knáu, Britney Spears. Hann segir í viðtali við US magazine að hann vorkenni stelpunni. „Ég hélt virkilega að ég myndi vera með manneskju sem væri í sama bransa og ég; manneskju sem skildi líf mitt. Ég hélt í alvöru að þetta væri samband fyrir mig. Ég var opinn fyr- ir þessu því mér fannst ■þetta svo skrýtið. Svo hugsaði ég: Hvað er ég að gera heima hjá Britney Spears? Og þegar við kysst- umst fyrst þá varð allt virkilega skrýtið. Við fór- um nokkrum sinnum út saman og þá hugsaði ég bara að allir ættu eftir að frétta þetta." • Joe Jackson, faðir popp- goðsins, segist aldrei hafa lagt hendur á son sinn , heldur notað belti og fleira til þess að rassskella hann. Samkvæmt viðtali Martins Bashir við Michael Jackson segist hann enn þann dag í dag vera hræddur við pabba sinn vegna með- ferðarinnar sem hann fékk. í viðtali brjálaðist Joe þegar nefnt var við hann að sonur hans væri hommi. Hann svaraði þeirri vangaveltu á mjög einfaldan hátt: „Ég þoli ekki homma." • Heittrúaðir aðdáendur Hringadróttinssögu hafa komið af stað undirskrifta- •iöfnun á Netinu til að mót- mæla því að atriði með Christopher Lee verði klippt út úr síðustu mynd- inni sem væntanleg er um jólin. Lee leikur Saruman og umrætt atriði er loka- bardagi hans og Gandálfs sem Ian McKellan leikur. -Atriðið mun þó víst eiga að vera á DVD-útgáfunni. • Leikkonan Julia Roberts segist ekki geta beðið eftir því að eignast börn með eiginmanni sínum, Danny Moder. í við- tali við Opruh Winfrey í des- emberútgáfu tímarits sem gefið er út í tengslum við þátt hennar, segir stelpan: „Ég get ekki beðið eftir að eignast börn, Oprah. Ég get ekki beðið ‘ðftir að fá að halda á barni." Kasparov Fyrstu skókinni touk með jafntefli en siðan steinló meistarinn eftir að hafa byggt upp góða stöðu ogmenn voru farnir að búast við sigri hans! Aumingja Kasparov! Innlifun Larsens í áskorendaflokki sigruðu Tomas Oral og Henrik Danielsen. Þaðan riðu íslensku skákmennirnir ekki heldur feitum hesti og röðuðu sér í neðstu sætin ásamt Reginu Pokornu sem, öfugt við Nikolic, virðist ekki ganga vel á íslandi. Efstur okkar manna varð Stefán Kristjánsson sem fékk 4,5 vinninga. Gaman var að sjá og hitta Bent Larsen sem skýrði skákir mótsins af mikilli innlifun og þekkingu. Þessi geðþekki og bráðgáfaði Dáni er haf- sjór af fróðieik um skáklistina en hann hefur ekki gengið heill til skóg- ar undanfarinn áratug eða svo. Það fannst mér ég einnig sjá á honum; Kasparov að tefla við tölvu! í New York er „numero uno“ í skákinni, Kasparov, að etja kappi við sterkt skáktölvuforrit, X3D-Fritz, sem sýnir skákborðið í þrívídd. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli en síðan steinlá meistarinn eftir að hafa byggt upp góða stöðu og menn voru farnir að búast við sigri hans! En þá kom ljótur fingurbrjótur og sjö leikj- um seinna mátti Kaspi gefast upp. Hann er farinn að eldest, nýskriðinn yfir fertugt og ekki allt fært. Tölvu- skrattinn þreytist lítið, bara batnar. Viturlegra hefði verið að tefla þarna um daginn þegar rafmagnstruflan- irnar tröllriðu öllu! En lítum á hvernig X3D-Fritz tölvuforritið fór með besta skák- mann heims í annarri skákinni! Og Kaspi sem heldur því fram að 13 sé happatalan sín! Ekki 13. nóvember! Nú eru bara tvær skákir eftir og góð ráð dýr! Hvítt: X3D-Fritz tölvuforritið Svart Gary Kasparov Spænski leikurinn. New York borg (2), 13.11.2003 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 For- ritið sneiðir frá alfaraleiðum en leik- urinn er engu að síður góður og gild- ur! 4. d3 d6 5. c3 g6 6. 0-0 Bg7 7. Rbd2 0-0 8. Hel He8 9. d4 Bd7 10. d5 Re7 11. Bxd7 Rxd7 12. a4 h6 13. a5 a6 14. b4 f5 15. c4 Rf6 16. Bb2 Dd7 17. Hbl Staðan er lokuð en n.njg mæla fróðir menn með að teflt sé „gegn járnaruslinu". Að auki hefur svartur ágæt sóknarfæri en þá kemur „fölsk" öryggiskennd yfir sumar mennskar verur! Kasparov leggur þó réttilega til at- lögu hér. 17. - g5 18. exf5 Dxf5 19. Rfl Dh7 20. R3d2 Rf5 21. Re4 Rxe4 22. Hxe4 h5! Skapar sér aukið rými til sóknar. Hrókurinn á e4 er ekki besta sperran í stöðu hvíts en hann stöðvar allavega athafnafrelsi guðs- mannsins á g7.23. Dd3 Hf8 24. Hbel Hf7 25. Hle2 g4 26. Db3 Haf8 27. c5 Dg6 28. cxd6 cxd6. Svartur hefur hlað- ið hrókum sínum á f- línuna og er til alls lík- legur. Fritz hefur þó ,,vit‘‘ á að reyna að ná mót- spili! 29. b5 axb5 30. Dxb5 Bh6 31. Db6 Kh7. Ekki beinlínis rangur leik- ur en Fritz leggur þó gildru fyrir Kaspa sem hann fellur beint í. Ekki efnilegt miðað við ógnarstyrkleika Kasparovs. Sem reyndar hefur engin sálfræðiáhrif á tölvuforritið. Þess vegna gæti það verið að tefla við Sævar Bjarnason á jámbrautarstöð- inni í Kaupmannahöfn. Bara að finna eina innstungu! 32. Db4 Hg7?? Blessað- ur karlinn hann Kaspi. Búinn að byggja upp yfirburða- stöðu og leikur henni af sér í einum leik! Mun bétra var 32. - „Enda sekkur Larsen eins og götóttur danskur dallur..." Það er ýmislegt, eins og gengur, sem hefur gerst á reitunum 64 síð- an helgarskákþátturinn í DV kom út sfðast! Mjólkurskákmótinu mikla á Selfossi lauk með sigri fé- laganna frá Bosníu-Hersegóvínu, þeirra Predrags Nikolic og Ivans Sokolov. Þar varð í 3. sæti Vladimir Malakov sem er liðiega tvítugur Rússi og þegar á leið í fremstu röð. Stjarna mótsins verður að teljast Nikolic því fáir áttu von á sigri hans á mótinu. Frammistaða hans sam- svaraði 2829 skákstigum en Nikolic hefur oft gengið vel á íslandi. Bæði Sokolov og Malakov stóðu sig vel og fara báðir yfir 2700 skák- stig fyrir frammistöðu sína. íslend- ingunum, þeim Hannesi Hlífari Stefánssyni og Þresti Þórhallssyni gekk illa í þetta skiptið. Það er erfitt að tefla á ofurskákmóti og menn verða að tileinka sér vinnubrögð ofurstórmeistara. Rannsaka byrjan- irnar sínar í öflugum tölvuforritum og síðan að reyna nýjar hugmyndir sínar í tölvuforritunum. Þetta þarf að gera nokkra tíma á dag, helst áður en mótin hefjast, og reyna að draga fram nýjar hugmyndir úr hug- skotunum! hann þreyttist fljótt en var þó athug- uO með afbrigðum og kryddaði skýr- ingar sínar með ýmsum sögum. Ekki ætla ég að hafa neina eftir en þær áttu það tO að byrja einhvern veginn svona: „Ég man eftir svipaðri stöðu sem ég tefldi við Jan Hein Donner (frá Hollandi) 1967 í Wijk aan Zee. Það var miðvikudaginn 23. septem- ber það ár, eða var það fimmtudag- ur, sól skein í heiði og Donner hafði ..." Nei, það er ekki nokkur leið að feta í fótspor Larsens! Einvígi hans við Friðrik Ólafsson stendur enn yfir þegar þetta er skrifað og Friðrik hef- ur náð tveggja v. forskoti þegar 2 skákir eru eftir. Friðrik hefur því ör- ugglega náð jafntefli en ég spái þó Friðrik sigri! Hann eldist betur, en Friðrik og Larsen eru fæddir á sama ári, 1935. Svo má ekki gleyma því mikla þrekvirki sem Skákfélagið Hrókurinn hefur staðið fyrir undan- farnar vikur. Þúsundir skólabarna hafa fengið leiðsögn í skákinni og hundruð þeirra hafa sótt skákskóla Hróksins á hóteli því sem hét Hótel Loftleiðir þegar Bobby Fischer bjó þar 1972. Þeir láta svo sannarlega verkin tala, Hróksmenn! Hg8 með sömu hugmynd um að þrýsta á hvítu kóngsstöðuna. Flestallir mennskir skákmenn hefðu látið í minni pokann gegn Kaspa og flest tölvuforrit líka. Hvernig í ósköpunum gat Kaspi gleymt að 32. -Hg7 sker á að biskupinn valdi hrók- inn á f8 og tölvuforritið, líkt og flestallir mennskir skákmenn, var fljótt að notfæra sér það! 33. Hxe5! dxe5 34. Dxf8 Rd4. Dapurleg nauð- syn en annars fellur e-peðið líka. Endalokin eru skammt undan! 35. Bxd4 exd4 36. He8 Hg8 37. De7+ Hg7. Það er svarta peðið á b7 sem er v a r n a r - laust.38. Dd8 Hg8 39. Dd7+ Ömurleg staða! Ekki gengur39.- Hg7 40. Dc8 Hg8 41. Dxb7+ eða 39. - Dg7 vegna 40. He7 eða 39. - Bg7 40. Hxg8 Kxg8 41. Dxb7 og hvíta peðið rennur upp í borð. Þess vegna gafst Kaspi upp hér! 1-0. Það er n o k k u ð augljóst að m a r g i r hefðu gert það sama og Friðrik hér. Enda sekkur Larsen eins og götóttur danskur dallur. (Fyrirgefðu Bent!) 24. Bxg7 fxg4 25. Dxg4 Kf7 26. d4 cxd4? Erfitt að benda á skárri leOd, eftir skásta leik- inn 26. - He7 er 27. Hd3 erfiður leik- ur að mæta hvar sem er! 27. Hd3 Re5 28. Bxe5! Bxe5 29. Hf3+ Ke7. Ekkert fær stöðvað tímans þunga nið! Friðrik mátar nú hinn danska skákvin okkar. 30. Dxe6+ og mát! Þar lágu Danir í því! 1_0. Friðrik vann Larsen Friðrik vann Larsen glæsilega í 5. einvígisskákinni á Hótel Loftleiðum. Mannsfórn Friðriks var glæsileg og hefur vafalaust tryggt honum sigur í einvíginu! Staðan var 4-2 þegar þetta er skrifað. Og Bent átti ágæta möguleika í 3. og 4. skákinni en Frið- rik sá við honum. Hvítt: Friðrik Ólafsson (2452) Svart: Bent Larsen (2470) Enski leikurinn. Atskákeinvígi Reykjavík (5), 13.11.2003 1. c4 Rf6 2. Rf3 b6 3. g3 Bb7 4. Bg2 e6 5. b3 Be7 6. 0-0 0-0 7. Bb2 d5 8. e3 c5 9. De2 Rbd7 10. Rc3 Re4 11. cxd5 Rxc3 12. Bxc3 Bxd5 Friðrik teflir byrjunina rólega og fer í smiðju til Ulfs Anderssons hins sænska sem hafði og hefur mikið dálæti á þessari uppbyggingu. En nú kemur hin gamla sókndirfska FriðrUcs til skjal- anna. 13. e4 Bb7 14. Hfdl Rf6 15. Re5 Dc7 16. Hacl Hac8 17. Bb2 Db8 18. d3 Hcd8 19. h4 Rd7 20. Rg4 f6 21. Bh3 Hfe8 22. h5 Bd6 23. h6 f5 v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.