Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 Síðast en ekki síst 0V Söguritari Búnaðarbankans Skelfilegt mál Ha? „Ég er ekki í nútíðinni. Ég er að skrifa sögu bankans fram að sam- einingunni við Kaupþing þannig að þessir atburðir verða ekki með,“ segir Jón Adolf Guð- jónsson, fyrrum bankastjóri Búnað- arbankans, sem unnið hefur að rit- un á sögu bankans eftir að hann lét af störfum fyrir rúmum tveimur árum. Jón Adolf var einn af banka- stjórum Búnaðarbankans frá 1983 til 2001. „Ef ég ætti að taka þessa síðustu atburði inn i söguna myndi það að sjálfsögðu setja strik í reikninginn. Hins vegar hef ég verið að undirbúa viðtöl við starfsmenn og viðskipa- vini bankans og þar geta þess mál haft einhver áhrif. Það sér hver mað- ur,“ segir Jón Adolf og bætir því við að þessi þróun mála hjá bankanum hafi komið sér á á óvart. Og rúmlega það: „Þetta er skelfilegt mál," segir hann. Jón Adolf er langt kominn með að skrifa sögu bankans og hefur fengið sagnfræðinga sér til aðstoðar. Gert er ráð fyrir að saga Búnaðar- Jón Adolf Bankastjóri Búnaðarbankans i 8 ár. Sleginn yfir framvindu mála. bankans líti dagsins ljós í glæsilegri bók innan tveggja ára: „Bæri mér að segja söguna alla fram til dagsins í dag myndi ég hika við framhaldið," segir hann. Hvítur á leik! Skák FIDE-meistarinn Ingvar Ás- mundsson (2321) vann sinn fimmta sigur í röð í 5. umferð Heimsmeist- aramóts öldunga sem stendur yfir í Bad Zwischenahn í Þýsklandi. Lagði, hann þar þriðja stiga- hæsta keppenda móts- ins, rússneska stórmeist- arann Oleg Chernikov (2453). Glæsileg frammistaða hjá Ingvari en jafnir honum að vinningum, eru svissneski FIDE-meistarinn Hans Karl (2265) og Rússinn Heinrich Chepukaitis (2428). I 6. umferð, sem fram fór í gær, mánudag, mætti Ingvar stigahæsta keppenda móts- ins, lettneska stórmeistaranum Jan- is Klovans (2462). Hér sjáum við Ingvar gera endanlega út um skák sína á föstudag. Hvítt: Ingvar Ásmundsson (2321) Svart: Oleg Chernikov (2453) Síðast en ekki síst • í samtali við Rík- isútvarpið gerði Bjöm Bjamason auðsöfnun að um- talsefni. Margur verður af aurum api, sagði ráðherr- ann sem þannig lætur sér nægja lítinn málshátt til að lýsa andúð sinni á íslenskum kapítalistum en fer ekki með heil- an passíusálm eins og forsætisráð- herra. Sumum þykir þetta reyndar óheppilegt hjá Birni þar sem hann sjálfur hafi enn ekki tímt að sjá á bak 250 þúsund krónum sem hann fær fyrir að sitja sem fastast í borg- arfulltrúastólnum þrátt fyrir að vera kominn inn í dómsmálaráðu- neytið. Fyrir vikið er hann hæst launaði stjórnmálamaður landsins með yfir milljón krónur á mánuði í laun... • Fyrrverandi ind- verska prinsessan og núverandi Icy Spicy Leoncie er að slá í gegn með lag- inu um parið sem átti það sameigin- legt að vera úr Kópavogi. Nærvera söngkonunnar í holdinu virðist vera mjög sterk. í spjallþætti Gísla Marteins Baldurs- sonar í ríkissjónvarpinu á laugar- dagskvöld sýndist áhorfendum ekki betur en að hinir málglöðu Hallgrímur Helgason rithöfundur og Hjálmar Hjálmarsson leikari og guðfaðir sjálfs Hauks Haukssonar ekki-fréttamanns, væru algerlega bit og orðlausir frammi fyrir dívun- ni úr Sandgerði... HéfiNA £6 <SA6SmÁ KOIAAUtSl HEtðlHALÞS. NÚ SV/mST IÍKA t AF/AÆLI STRAKSIHS. ICANNSia tú MIMMIST AtseiNS Á HANM f MÆSTU MESSU - Eft PAb fm? ÆérrTAt> lokum' ÁbUk EN FÚ t'ERfc viusaw. /P” TAKTU X, PtTTA Á FASTAMUI . MA6AÍPMÁR X, VIKUR.___/ SLESSAbUS, KAftt-INM HVAÖ SE6IST7, PÍTTA Eft 6E&N HSP. X FLESTIft FÁ SNEftT AF HSP Vtt, KOMUNA m HIMNAftÍKIS PAtS Eft 6EST Afi F0R6AST V PANN LEI6IM0A- > PÚKA. /^OÓál SÆLUX PÚ HEILAGI HERftA! vBAftA AUT SOTT.J ' óóóái ^ SVO SANNAfttee v HÁX HEftftA. > HVA6 ER'ETTA? HEL6I- SLEPJU- lPUKI.1 Dænurlagakeppni Formaðurinn sigraði Formaður undirbúnings- nefndar Dægurlagakeppni Reykdæla sigraði sjálfur í keppninni eftir að hafa att kappi við 20 aðra höfunda í for- keppni og átta í úrslitum: „Ég sat ekki í dómnefndinni, það var salurinn sem kaus,“ segír Ólafur Flosason, formað- ur undirbúningsnefndar og sig- urvegari keppninnar, þegar úr- slit lágu fyrir. „Þetta er lag sem ég samdi á miili þúfna hér í Reykholtsdalnum og tengda- sonur minn, Halli Melló, söng,“ segirólafur. Sigurlag Flosi Ólafsson Samdi text- ann. formannsins heitir Ástar- stemma og höfundur textans er faðir hans, Flosi Ólafsson leik- ari. Þeir feðgar eru báðir búsett- ir í Borgarfirði og eru þar sigur- sælir eins og þarna sannaðist. „Þetta er sannkallaður íjöl- skyldusigur og við erum öll ánægð,“ segir Ólafur sem hlaut tíu tíma í stúdíói í verðlaun. Telur hann lagið vel eiga mögu- leika í Eurovision ef út í það færi þó hann hafi ekki hugsað málið svo langt. Dægurlagakeppni Ung- mennafélags Reykdæla er orð- inn árviss viðburður í sveitinni og nýtur sívaxandi vinsælda Enginn kurr er í heimamönn- um þó svo að formaður undir- búningsnefndar keppninnar hafi sigrað. Það var val við- staddra. Ólafur Flosason Samdi sigurlagið. • Myndlistarkonan Steinunn Mart- einsdóttir er nú kynnt með sýn- ingu á nokkrum verka hennar í þjónustuveri í Kjarnanum í Mos- fellsbæ og bókasafni bæjarins. Margir muna eftir upphlaupi sem varð í bæjarstjórninni þegar Ragn- heiður Rikharðsdóttir bæjarstjóri Sjálfstæðisflokks beitti sér af hörku inni í menningarmálanefnd bæjar- ins til að tryggja Steinunni útnefn- ingu bæjarlistamanns í júní. Full- trúar minni- hlutans sökuðu Ragnheiði um einræðistil- burði með því að virða að vet- tugi reglur um val bæjarlista- manns. Meiri- hlutinn sagði engar samþykktar reglur til um val bæjarlistamanns... • Miklar hreyfingar eru í gangi á atvinnumarkaðinum hjá grafískum hönnuðum og fleirum í þeim geira. Eins og kunnugt er stendur nú yfir undirbúningur á framleiðslu á sjónvarpsþáttunum um Latabæ fýrir Bandaríkja- markað og vegna stærðar þess verkefnis hafa fjölmargir starfsmenn á auglýsingastofum og framleiðslufyrirtækjum söðlað um og gengið til liðs við Magnús Scheving og félaga. Tökur eru ekki enn hafnar en engu að síður hafa margir starfs- menn bæst í hóp Latabæj- arteymisins. Vel mun að þeim búið í höfuðstöðvun- um í Garðabæ og geta menn látið fara vel um sig í sér- stöku hugsunarherbergi, í gufubaði eða við arineldinn, allt til að örva sköpunargáfuna... Lárétt: 1 vísa, 4 mul- dra, 7 hengilmænu, 8 spil, 10 bikkja, 12 eiri, 13 jötunn, 14 kvæði, 15 tæki, 16 úlpu, 18 hlífa, 21 torveld, 22 eldsneyti, 23 áflog. Lóðrétt: 1 trekk, 2 hestur, 3 hroðvirkni, 4 niðurlút, 5 sjór, 6 deila, 9 kúguðu, 11 hamslaus, 16 skrokk, 17 þroskastig, 19 svelg, 20 tré. Lausn á krossgátu ’>|se 02 'ng! 61 '>|3J L l 'W 9 L 'Jnui|o 11 'ngn>|0 6 '66e 9 'jeui s 'jjapipun v 'sjnisneg £ 'ssa z '6ns t :w?Je91 >|sni tz 's>|0>| zz '9!JJS 12 'eiia 81 'njnq 91 joj st 'euijj vi 'sjncj £t jun ^t '6ojp ot 'eso6 8'eue|s l 'e|iun v jsis 1 :»ajeq

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.