Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Blaðsíða 14
74 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Hver á 1 skallann ■ ■ Hugleikur Dagsson á einhverja mest seldu íslensku teiknimyndasöguna í dag. Um næstu mánaðamót kemur úr önnur myndasögubók hans sem ber heitið Drepið okkur. Hugleikur segir að sögur hans gangi mest út á kaldhæðni og svartan húmor og hann brýtur ýmis tabú í samfélaginu í sögum sínum. • i Náðar- kraftur Höfundur: Guðmundur Andri Thorsson Útgefandi: Mál og menning 2003 börnin þeirra tvö, Sigurlinna og Sunnevu, svo og iieimilisvininn Geira og afann Einar hefst nákvæm lýsing á lffi, draumum og þrám hverrar persónu fyrir sig. Það er fremur raunaleg útlistun því ljóst er að draumar eldri kynslóöarinnar, síðustu sósíalistanna, hafa steytt á skeri fyrir alllöngu síðan. Þrátt fyrir skipbrot lita fjarlægar hugsjónir þeirra samt sem áður athæfi Sig- urlinna og Sunnevu sem fara í felur með væntingar sínar og langanir. Tapar áttum Þetta er uppistaða í hörkusögu en höfundur tapar því miður áttum og nær engan veginn að halda utan um efnið. Hann týnir sér í löngu máli um stjórnmálavafstur og rót- tækar pælingar þeirra Baldurs, Geira og Einars en gleymir að leiða al- mennilega til lykta mun athyglis- verðari málefni eins og til dæmis uppreisn Sigurlinna sem pukrast við að semja lag fyrir Eurovísion. Það mál endar í farsa sem passar engan veginn við angurværan tón sögunn- ar, rétt eins og höfundur hafi ekki al- veg vitað hvert hann stefndi. Reyndar er vafamál hvað systk- inin eru að gera í þessari sögu svona almennnt og yfirleitt. Þau eiga væntanlega að afhjúpa erfið- leika nýrrar kynslóðar andspænis þeirri eldri, sem ómeðvitað kúgar börnin sín með úr sér genginni hugmyndafræði, en sú fyrirætlun gengur ekki eftir. Höfundur gefur persónum sínum ekki nægan gaum, hann nær ekki að halda í þeim lífinu sem hann kveikir í upp- hafskafla bókarinnar. Og náðar- kraftur, það fallega orð, umbreytist í vanmáttuga tilraun höfundar til að leiða allar persónur sögunnar saman og loka henni í sátt. í Náðar- krafti er lagt upp með góðar hug- myndir sem ein af annarri daga uppi og deyja. En sagan er vel skrif- uð, það verður ekki frá henni tekið. Sigríðui Albertsdóttir uoss6ne|uuno ieuj\/ -s uossjeuöey jbuíq 'p uossjeip 11163 •£ uose6|3H Jnuiu6||eH 'Z uossnj6;s •( jnuj|j6u|S)S • i „Mér finnst óþægilegt að sýna eldra fólki sög- urnar," segir Hugleikur Dagsson, sem er að fara að gefa út aðra myndasögubók sína, Drepið okk- ur, nú um mánaðamótin. „Það verður oft hneykslað, eða að minnsta kosti á það erfitt með að átta sig á húmornum. Hugleikur gaf út fyrri bók sína, Elskið okkur, fyrir síðustu jól, og stóð meira og minna einn að útgáfu hennar. Hann fékk þó smá aðstoð: „Vinur minn sem er rafvirki skrifaði inngang sem er eiginlega listaverk í sjálfu sér. Hann lét svo reka sig úr vinnunni rétt áður en að bókin kom út, svo hann gat aðstoðað mig við útgáfu hennar. Hann skrifar einnig inn- ganginn núna, en er kominn í fasta vinnu þannig að hann hefur kannski ekki jafn mikinn tíma í út- gáfustarfsemi." Eru rafvirkjar almennt svona vel ritfærir? “Ja, það er góð spurning. En ég held að þessi sé nú frekar sérstakur," segir Hugleikur sem vinnur á daginn í sérdeild FG. Hann segir að það sé erfitt að lifa af myndasögugerð á íslandi, og hann verði því að fást við hana í hjáverkum. Samt sem áður segja forsvarsmenn teikni- myndasögubúðarinnar Nexus að þetta sé ein mest selda bók þeirra undanfarið ár. Skemmtilegra að blóta á ensku Hugleikur hefur einnig skrifað sögur í hasar- blaðið Blek og bókina Flagð. og fögur skinn, og gef- ið út myndablað á alþjóðlega teiknimyndasögu- deginum, sem var dreift fritt. Hann gaf blaðið út ásamt Ómari Emi Haukssyni og það var á ensku. Hvemig stendur á því? „Það er skemmtilegra að blóta á ensku. Sagan fjallaði um einstakling með Tourette’s heilkenni, og maður þarf að vera ansi hugmyndaríkur ef mað- ur ædar að blóta sannfærandi á íslensku. Gott blót þarf helst að vera kynferðislegt, en helvítis djöfuls- ins andskotans hefur ekki mikinn slagkraft." Einnig á að endurútgefa fyrstu myndasögu Hugleiks á ensku að beiðni Nexus manna. Hug- leikur, sem gengur undir nafninu Hullboy eða Hulli á netinu, segist annars eyða mestum tíma sínum í að lesa teiknimyndasögur og horfa á bíó- myndir. „Poppmenningin endurspeglast síðan í Það færist enn í vðxt að íslenskir karlmenn sýni skallann á sér stoltir. Sumir raka á sér hausinn en aðrir láta duga að snyrta hann. En hversu vel þekkir fólk fræga sköllótta fs- lendinga? því sem að ég geri. I sérstöku uppáhaldi er teikn- arinn og leikstjórinn Terry Gilliam, sem og jap- anskar kvikmyndir." Þjóðfélagið er firrt Stíll Hulla hefur verið kallaður mínímalískur: „Sumt eldra fólk segir að ég sé að misnota hæfi- leikana þar sem ég fæst stundum við mun flókn- ari teikningar, en mér finnst einfaldar myndir henta þessu best." Annars segir hann að sögur hans gangi fyrst og fremst út á kaldhæðni og svartan húmor. „Ég brýt ýmis tabú, fjalla til dæm- is um misþyrmingar á konum og börnum, eitur- lyfjaneyslu og fordóma, en kaldhæðnin er augljós og það ætti ekki að fara á milli mála að ég er að gagnrýna þessa hluti." Hafa sögurnar einhvern sérstakan boðskap? „Sumir vilja lesa út úr þessu þjóðfélagslega ádeilu, en ég get svo sem ekki séð hvaða pólitík ætti að leynast þama. Það sem ég er helst að benda á er bara hvað þjóðfélagið er firrt." Hugmyndir sem deyja Bækur Náðarkraftur! Orðið eitt og sér er hrífandi og fullt dulúðar, kveikir hugrenningatengsl við handanveru og óræð öfl, vekur upp eftirvænt- ingu og jafnvel spennu. Og þegar orðið er notað sem heiti á skáldsögu hljóta væntingar lesenda að vera miklar, einkurn ef höfundur bókar- innar er nafntog- aður rithöfundur, margrómaður fyr- ir fágæta stílgáfu og á aukinheldur til að vera virkilega fyndinn og skemmtilegur. „Guðmundur Andri Thorsson klikkar ekki," hugsar mað- ur vongóður og sest fullur tilhlökk- unar niður við lesturinn. Upphafssenan lofar góðu. í henni em allar aðalpersónur bókar- innar ■samankomnar í fjölskyldu- boði um sumar í húsi í Vogahverf- inu. Þær drekka hvítvfn og syngja saman, eilítið snortnar, við píanó- undirleik fjölskylduföðurins Baldurs og virðast njóta samverunnar út í ystu æsar. Hér er dregin upp mynd af sam- heldinni fjölskyldu en undirtónninn er sár og greinilegt að eitthvað hefur farið úrskeiðis í áranna rás. Eitthvað sem ekki er talað um, nokkuð sem fjölskyldan kýs að þegja í hel, ekki síst á mánudagskvöldi þegar dmkk- ið er og sungið, rifjaðar upp gamlar endurminningar og hlegið. Treginn er það sterkur í upphafi bókar að lesandi býst við heilmiklu drama en það lætur á sér standa. Þegar búið er að kynna aðalpersónurnar til sög- unnar, hjónin Baldur og Katrínu, tNGlw - HF P. NA Hugleikur Dagsson „Ég brýtýmis tabú, fjalla til dæmis um misþyrm- ingar á konum og börn- um, eiturlyfjaneyslu og fordóma, en kaldhæðnin er augljós og það ætti ekki að fara á milli mála að ég er að gagnrýna þessa hluti." J hpyndaiikir et matiir a að blata sanafæraadi a isleaska"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.