Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Side 14
74 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 Fréttir DV Hvað kosta • 0 r m 0 tolin a þinu leimili? Gjafirnar kosta sitt „Það er alla vega víst að þetta kostar allt of mikið. Ef við þyrftum að giska á hvað þetta kostar okkur þá er þetta líklega nálægt 70-80 þúsund krónum. Þar af eru gjaf- irnar líklega dýrastar en maturinn kostar líka sitt þótt hann hafi ekki hækkað eins mikið og hitt frá því í fyrra. Jólasteikin virðist því vera einna ódýrsti þátturinn í jólahaldinu." Allt hefur hækkað „Mér finnst maturinn vera dýrastur af því sem maður þarf að kaupa fyrir jólin og mér finnst hann hafa hækkað mikið frá því í fyrra. Reyndar hef- ur allt hækk- að frekar mikið þannig á árinu þannig að ætli þetta séu ekki svona 80-100 þúsund krónur sem fara í hátíðarhöldin á mínu heimili í ár.“ Hagsýni og sparsemi „Jólin kosta allt of mikið en ég er mjög sparsöm og slepp því líklega betur frá þessu en margir. Maturinn er líklega þyngsti út- gjaldaliður- inn hjá mér en ef maður er hagsýnn og kann að versla á réttu stöðunum þá getur maður sloppið nokkuð vel ifá jólagjafa- kaupunum. Ég myndi halda að þetta kosti mig nálægt 50 þúsund krónum þegar á heildina er litið." Kemur í Ijós í janúar „Það er allt frekar dýrt og mér finnst allt hafa hækkað talsvert frá því í fyrra. Mat- urinn kostar sitt og auðvitað gjafimar en ef ég ætti að giska á hvað jólahaldið kostar heimilið myndi ég giska á svona 200 þúsund krónur. Annars Rannveig kemur það yfirleitt bara í ljós í janúar þegar Visa-reikningurinn kemur inn um lúguna." Sigurlaug Sigurjóna Jólaverslun í hámarki og kaupmenn áætla að hvert mannsbarn á ladinu eyði á bilinu 20 til 30 þúsund krónum til að halda jólin hátíðleg og þá eru kornabörn talin með. Allt að helmingur fer á krítarkort og hátíðinni þá frestað fram á vor. Skattasníkir nær í minnst tveggja milljarða virðisaukskatt vegna hátíðarinnar níu milljarða Hvað kosta jólin? Þarf fólk að eiga djúpa vasa fulla af peningum til þess að geta haldið hátíð og fyllt bæinn af I------------1 þeim ilm og indælu gleði sem hátíðinni I I hæfir. Þessi spurning M er st°r °8 áleitin og -%>|1 verður ekki svarað hætti. Kannski síst anna, þegar undir- Sigurður liggjandi er einnig Jónsson umræða um mis- framkvæmda- skiptingu og órétt- stjóriSVÞ ,æti heimsins Á jól- »' “ .............. framkvæmda- frelsarans spyrjum stjóri Hagkaupa við okkur þessara sömu spurninga. 30 þúsund á mann „Menn hafa verið með ýmsar get- gátur um hvað jólin kosti,“ segir Sig- urður Jónsson framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjón- ustu. „Menn hafa verið að skjóta á að á hvern einstakling sé þetta hrein við- bót inn í hagkerfið upp á 25 til 30 þúsund krónur. Og ef við gefum okk- ur að fjórir séu í heimili þá eru þetta á bilinu 100 til 120 þúsund krónur. Ég held að þetta sé mjög nærri lagi,“ seg- ir Sigurður. Skjóta má á að virðisaukaskattur af þeirri upphæð nemi alls um tveimur mill- jörðum króna og þeirrí upphæð þurfa kaupmenn landsins að standa skil á til rík- issjóðs. Hann segir að ætla megi að skipt- ingu jólainnkaupa milli krítar og det- betkorta vera því sem næsta jafna, en aðrir viðmælendur blaðsins segja um 40% vera keypt út á krít. Þeim út- gjöldum er svo hægt að velta á undan sér alveg fram á vor. Er því ekki ofsög- um sagt að margir íslendingar haldi hátíðahaldi sínu í samræmi við fræg- ar tillögur Castró Kúbuleiðtoga sem á sínum tíma vildi af praktískum ástæðum fresta jólahaldi fram í mars. I það heila talið er umfang jóla- verslunarinnar, að sögn Sigurðar, alls 9 milljarðar króna og í ár stefni í 10% aukningu frá í fyrra. „Þetta virðast ætla að verða mjög góð verslunarjól, svo sem í verslunarmiðstöðvunum hér í Reykjavík og eins ædar Lauga- vegurinn að koma mjög vel út. Öll jólaverslunin er þó undir veðri komin og ef viðrar vel á mánudag og Þor- láksmessu verður þetta alveg frá- bært,“ segir Sigurður. Harðvara í sókn í Hagkaup Finnur Árnason framkvæmda- stjóri Hagkaupa segir að sínar tölur um hvað jólin kosti miðist við 20 til 25 þúsund krónur á hvern einstakling. „Ég er kannski ekki með alveg sömu þætti inn í heildarmyndinni og Sig- urður og þvf getur einhverju ofurlitlu skeikað varðandi tölur okkar. En þetta em svipaðar tölur hjá okkur,“ segir Finnur. 10% aukning hefur verið í jóla- verslun í Hagkaupum í ár, samanbor- ið við hver raunin var í fyrra. Þar nefnir Finnur sérstaklega ýmiskonar harðvöru, sem hann kallar svo, svo sem rafmagnstæki og afþreyingar - og skemmtiefni; eins og geisladiska, DVD og myndbönd. Einnig hafi leik- fangasala verið með besta móti. Hvað geislaplötur varðar tilgreinir Finnur sérstaldega að íslensk tónlist hafi selst vel og 18 af 20 best seldu plötunum séu með íslenskum listamönnum, enda hafi þeim verið gert sérstaklega hátt undir höfði. Skattasníkir er stórtækur Hjá mörgum er þröngt í búi fyrir jólin og þúsundir þurfa að leita á náðir ýmissa hjálparsamtaka til að geta haldið upp á jólin með myndar- legum hætti. Margir gefa af góðum hug, ellegar til að sefa svarta sam- visku sfna, með því að láta af hendi rakna til góðgerðarmála. Setja klink í söfnunarbauka í kirkjum og stórfyrir- Jólainnkaup á fullu Skotiðeráað jóiairmkaupin séu hrein viðbót inn i hagkerf- ið upp á 25 til 30 þúsund krónur. Umtalsverð aukning frá I fyrra. tæki eru mjög gjarnan farin að gefa andvirði jólakortasendinga til líkar- og hjálparsamtaka. Sem auðvitað er ekkert nema gott um að segja. Ofan af fjöllum koma þrettán jólasveinar og stinga gotteríi í skó- inn hjá börnunum. Eitt landsins barna fær þó veglegri sendingar en allir aðrir fyrir þessi jólin. Einsog kemur fram hér að framan er áætlað að þjóðin eyði alls níu milljörðum króna í að halda jólin hátíðleg. Skjóta má á að virðisaukaskattur af þeirri upphæð nemi alls um tveimur milljörðum króna og þeirri upphæð þurfa kaupmenn landsins að standa skil á til ríkissjóðs. Jólasveinninn Skattasníkir er því stórtækur fyrir þessa hátíð og skilar Geir H. Haarde fjármálaráðherra sínu. Það er því ljóst að enginn græðir meira á jólun- um en einmitt hið opinbera, enda þó svo margir fleiri reyni að fitna og græða - með að vísu misgóðum ár- angri. sigbogi@dv.is ★ lk ★ ★ ir ★ ★ ★ Tilboð 1. Rafmagnsgítartilboð. Rafmagnsgítar, magnari, ól og snura. Tilboðsverð 27.900,- stgr. J^ J^ JL, J^ X XT XT XC 1K IK K Opið aila daga til jóla til kl. 22 Gítarinn ehf. Stórhöfða 27 sími 552-2125 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is Tilboð 2. Kassagítar. Tilboðsverð 15.900,- stgr. ^ *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.