Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Qupperneq 23
DV Sport MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 23 Fyrirliði KefLavíkur, Erla Þorsteinsdóttir, var óstöðvandi gegn KR í úrslitaleik Hópbílabikars kvenna. Erla skoraði 11 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum sem Keflavík vann 23-7 og leikinn því örugglega með 21 stigi, 73-52. ERLA GEGN KR í VETUR Erla Þorsteinsdóttir hefur verið KR afar erfið f þeim tveimur leikjum sem hún hefur spilað gegn Vesturbæjarliðinu ívetur. Tölfraeðl Erlu gegn KR í vetur Leikir: Sigurleikir Mínútur í leik: Meðalskor í leik: Skotnýting: (33/23) Vítanýting: (10/9) Fráköst í leik: Framlag í leik: 23,5 27,5 69,7% 90% 27,0 ooj@dv./s Ánægður fyrirliði Erla Þorsteinsdóttir leiddi sínar stelpur til sigurs í Hópbílabikar kvenna og skoraði 23 stig á 22 mínútum í leiknum. Erla sóst hér með sigurlaunin í ieikslok, farand- bikarinn til hægri og eignarbikarinn til vinstri. Þetta er annað árið í röð sem, Keflavíkurkonur tryggja sér titilinn í Smáranum í Kópavogi. DV-mynd VG Tveir reknir um helgina Tveir bandarískir leikmmenn voru látnir fara frá liðum sínum í Inter- sportdeildinni um helgina en þetta eru þeir Chris Woods hjá KR og Adrian Parks hjá Tindastól. Bæði lið eru á höttunum eftir nýjum leikmönnum en þetta er annar leik- maðurinn sem Stólarnir láta fara í vetur en þrír bandarískir leikmenn leika með Tindastóli í vetur. Á heimasíðum félaganna kemur fram að báðir leikmenn þóttu ekki standa undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar en Woods var með 24,5 stig, 9,9 fráköst og 3,5 stoðsendingar í leik en Parks var með 13,4 stig og 4,7 fráköst að meðaltali. Erla Þorsteinsdóttir, nýstigin upp úr lungnabólgu var óstöðvandi í Smáranum á laugardaginn þegar Keflavíkurkonur urðu fyrstar til að vinna Hópbilabikar kvenna í annað sinn. Keflavík endurtók leikinn frá því árið áður þegar þær unnu KR- konur með 26 stigum í Smáranum nú unnu þær með 21 stigi á sama stað, 73-52, og Erla skoraði 23 stig á þeim 22 mínútum sem hún spilaði í leiknum á laugardaginn. „Erla er þyngdar sinnar virði í gulli fýrir okkur. Það eru ekki margir sem geta stoppað hana einn á einn í deildinni og það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur að hafa hana inni í teig. Við leggjum því mikla áherslu á að hún fái boltann til þess að skora,“ sagði Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkurliðsins um miðherja og fyrirliða, Erlu Þorsteinsdóttur eftir leikinn. Erla sjálf var líka kát í leikslok. „Við vorum seinar í gang og það voru einhverjir byrjunarerfiðleikar í þessu hjá okkur en svo kom þetta í þriðja leikhlutanum. Þetta small síðan allt saman í lokin og við gátum klárað leikinn mjög vel, settum í gírinn og stungum þær af. Ég var ánægðust með það að við náðum að koma til baka og vinna okkur út úr vandræðunum í byrjun. Þetta er eitt skref af mörgum sem við ætlum að taka í vetur og nú er einn kominn í höfn," sagði Erla sem er greinilega búinn að ná sér af veikindunum. Fékk lungnbólgu „Ég fékk lungnabólgu en ég er hress í dag. Það er vissulega erfitt að koma aftur inn en ég er búin að hlaupa alla vikuna til að reyna að vinna það upp. Maður kemst síðan Gréta María Grétarsdóttir, þjálfari KR: Gátu ekki stoppað okkur maður á mann „Síðasti leikhlutinn var slakur hjá okkur og þá gekk ekkert upp. Ég vil ekki segja að við höfum gefist upp en það var eins og það gengi ekkert. Við hefðum þurft að sækja meira að körfunni því það háði sóknarleik okkar að boltinn gekk of hægt. Þær voru í svæðisvörn allan leikinn, það að þær spili slíka vörn en geti ekki stoppað okkur maður á mann sýnir að við erum bara með nokkuð gott lið þó að aðrir telji svo ekki vera,“ sagði Gréta María Grétarsdóttir, hina 23 ára gamli þjálfari KR-liðsins en henni þótti skrítið að Keflavíkur- liðið spilaði ekkert annað en svæðisvöm f leiknum. „Við vorum reyndar að fá galopin skot en skotnýting sýnir hvemig það fór,“ bætti Gréta María við en KR misnotaði 52 af 67 skotum sínum utan af velli og skotnýt- ingin var aðeins 22%. „Við emm með ungt lið og jafnframt breytt lið frá þvf í fyrra. Það að við skulum vera hér í úrslitaleiknum en ekki einhver önnur lið sýnir það allavegna að við höfum trú á því sem við emm að gera sjálfar,“segir Gréta María að lokum, ooj@dv.is Gréta þjálfari KR Varóánægð með hittnisinna stelpna i úrslitaleiknum. alltaf áfram á þrjóskunni," sagði Erla en hún fór reyndar áfram á allt öðru en þrjóskunni þegar önnur hver meistarahreyfmgin skildi KR-stúlkur varnarlausar undir körfunni. Fleiri körfur en KR-liðið Erla skoraði alls 10 tveggja körfur í leiknum, einni fleiri en allt KR-liðið til samans enda þurfti KR-liðið að treysta á langskotin í leiknum á meðan Keflavíkurliðið fékk 43 stig frá þeim Erlu, Önnu Maríu Sveinsdóttur (15) og Maríu Ben Erlingsdóttur (5). „Erla var okkur erfið, við náðum ekkert að stoppa hana og vomm í miklum erfiðleikum með hana þegar hún var inná,“ sagði Gréta María Grétarsdóttir um frammistöðu Erlu en Keflavík vann þær 21 mínútu og 39 sekúndum sem Erla spilaði, 43-23, en aðeins með Keflavík vann þær 21 mínútu og 39 sekúndur sem Erla spilaði, 43-23, en aðeins með einu, 30-29, þær 18 mínútur og 21 sekúndu sem hún sat á bekknum. einu stigi, 30-29, þær 18 mínútur og 21 sekúndu sem hún sat á bekknum. Erla skoraði 23 af þessum 43 stigurn þar af 11 af 19 stigum liðsins á þeim tæpu sjö mínútum sem hún lék í fjórða leikhlutanum. Það fer því ekkert á milli mála að Erla var perla Keflavíkur á laugardaginn. ooj@dv.is KEFLAVÍK-KR 73-52 (33-26) i Dómarar: trSínguf Snær Erlingsíon Gangur leiksins: 2-0, 2-3,4-7,8-7,16-13, (19-15), 11-19,25-21,(33-26), 33-27, 38-30,42-33,44-37, 44-42, 50-42, (50-45), 60-45,60-46, 71-46,71-50,73-52. Í HÆSTU FRAMLÖG | Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 29 HNÉÍÉ k Katie Wolfe, KR 21 k WmBBm tk Anna María Sveinsdóttir, Kef. 20 KEFLAVÍK J| SPT k« Stig skoruð (Fráköít/ Stoðsendingar Stig skoruð ffrákóst) Stoðsendingar Erla Þorsteinsdóttir 23 :9í2 Katie Wolfe 23 (9) 1 Anna María Sveinsdóttir 15 (914 Tinna Björk Sigmundsdóttir 10(4)4 Blrna Valgarðsdóttir 7 . 3 Hildur Sigurðardóttir 8 .6 Bryndls Guðmundsdóttir 6 (5)0 Lilja Oddsdóttir 5 (4)1 Svava Ösk Stefánsdóttir 5 '4)4 Guðrun Arna Sigurðardóttir 4 (11)1 Rannveig Randversdóttir 5(5)2 Hafdls Gunnarsdóttir 2 (2)0 Marín Rós Karlsdóttir 4 !3| 5 Elin Birna Bjarnadóttir 0(0)1 María Ben Erlingsdóttir 4 0 Erla Reynisdóttir 4 '0)2 Halldór Andrésdóttir 0(0)1 Keflavlk KR 50(9) Fríköít (sókn) 39(11) Birna 10, Anna 9, Erla 9 - Guðrún 11 23 Stoðsendingar 14 Marín Rós 5 - Hildur 6 17 Stolnir boltar 17 Anna Maria 5 - Hildur 6 6 Varin skot Anna María 2, Svava Ósk 2 - Wolfe 2 25 Tapaöir boltar 22 13/2(15%) 3Ja stiga skot 31/6(19%) 19/15(79%) Vftanýting 24/16(67%) 17 Villurfengnar 17 34 leikja tap- hrina á enda Lebron James átti ffá- bæra helgi með Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta en hann skoraði 36 stig þegar liðið vann Phila- delphia á föstudagskvöldið og endaði þar með 34 leikja taphrinu sína á útivelli og var síðan með 32 stig og 10 stoðsendingar í öðrum útisigrinum í röð og það frammi fyrir Michael Jordan sem honum hefur oft verið líkt við. ívarvaldi 22 stelpur ívar Ásgrímsson nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta hefur valið sinn fyrsta hóp skip- aðan 22 leikmönnum, mun æfa á mOli jóla og nýárs. Hópinn skipa: Erla Reynisdóttir.Marín Karlsdóttir, Rannveig Rand- versdóttir, Bima Valgarðs- dóttir, Svava Stefánsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Anna María Sveinsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir og María Erlingsdóttir, allar úr Keflavík, Alda Leif Jóns- dóttir, Stella Rún Kristjáns- dóttír, Svandís Sigurðar- dóttirog LovísaGuð- mundsdóttir, allar úr ÍS, Signý Hermansdóttir, Tenerife á Spáni, Sólveig Gunnlaugsdóttir og Petrún- ella Skúladóttír úr Grinda- vfk, Auður Jónsdóttir, og Ingibjörg Vilbergsdóttir úr Njarðvík, Helena Sverris- dóttir og Pálína Gunnlaugs- dóttirúr Haukum Kristrún Siguijónsdóttir, ÍR og Hfldur Sigurðardóttir úr KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.