Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Side 24
24 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 25
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Úrslit:
Blackburn-Aston Villa 0-2
0-1 Stefan Moore (62.), 0-2 Juan
Pablo Angel (75.).
Bolton-Arsenal 1-1
0-1 Robert Pires (57.), 1-1 Henrik
Pederson (83.).
Everton-Leicester 3-2
1-0 Steve Howey, sjm (33.), 1-1 Les
Ferdinand (45.), 1-2 Jamie
Scowcroft (58.), 2-2 Wayne Rooney
(71.), 3-2Tomasz Radzinski (78.).
Fulham-Chelsea 0-1
0-1 Hernan Crespo (62.).
Charlton-Newcastle 0-0
Southampton-Portsmouth 3-0
1-0 Jason Dodd (34.), 2-0 Marian
Pahars (67.), 3-0 James Beattie
(90.).
Tottenham-Man. Utd 1-2
0-1 John O'Shea (15.), 0-2 Ruud
Van Nistelrooy (26.), 1-2 Gustavo
Poyet (63.).
Wolves-Liverpool Frestað
Birmimgham-Middlesb. Frestað
Staðan:
ManUtd 17 13 1 3 34-11 40
Arsenal 17 11 6 0 31-12 39
Chelsea 17 12 3 2 31-12 39
Soton 17 7 5 5 18-12 26
Fulham 17 7 4 6 28-23 25
Newcast. 17 6 7 4 25-20 25
Charlton 17 6 6 5 22-20 24
Birming. 16 6 5 5 14-18 23
Liverp. 16 6 4 6 23-18 22
Bolton 17 5 7 5 17-23 22
Everton 17 5 5 7 20-22 20
M'Boro 16 5 5 6 12-15 20
A. Villa 17 5 5 7 16-23 20
Man City 16 5 4 7 23-22 19
Tonenh. 17 5 3 9 19-26 18
Blackb. 17 5 2 10 23-27 17
Leicester 17 4 4 9 25-28 16
Portsm. 17 4 4 9 18-25 16
Leeds 16 4 3 9 16-36 15
Wolves 16 2 5 9 13-35 11
Markahæstu menn:
Alan Shearer, Newcastle 15
Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd 13
Thierry Henry, Arsenal 10
Louis Saha, Fulham 10
Nicolas Anelka, Man. City 8
Michael Owen, Liverpool 8
James Beattie, Southampton 8
Freddie Kanoute, Tottenham 7
Mikael Forssell, Birmingham 7
Hernan Crespo, Chelsea 7
Juan Pablo Angel, Aston Villa 7
Jimmy Floyd Hasselbaink, Chels. 6
Teddy Sheringham, Portsmouth 6
Næstu leikir:
Mánudagur 22. desember
Manchester City-Leeds |||
Föstudagur 26. desember
Arsenal-Wolves
Fulham-Southampton
Charlton-Chelsea
Portsmouth-Tottenham
Birmingham-Man. City
Blackburn-Middlesbrough
Leeds-Aston Villa
Leicester-Newcastle
Liverpool-Bolton
Man. Utd-Everton
Sunnudagur 28. desember
Chelsea-Portsmouth
Newcastle-Blackburn „
Allt á floti Þær voru ekki boðlegar
aðstæðurnar á Molineux, heimavelli Wolves
um helgina. Fresta varð leiknum par sem
völlurinn var gjörsamlega á floti. Hér sjáum
við einn starfsmanna vallarins reyna að gera
völlinn leikhæfan en hann hafði ekki erindi
sem erfiði.
I I
Sport DV
DV Sport
ÚRVALSDE
HETJAN...
Henrik Pedersen, Bolton
Henrik Pedersen er hetja
helgarinnar. Þessi mjög svo
seigi Dani kom af bekknum á
75. mínútu fyrir Kevin Nolan og
aðeins átta mínútum síðar var
hann búinn að skora glæsilegt
jöfnunarmark gegn
bikarmeisturum Arsenal.
Pedersen hefur ekki alltaf átt
fast sæti í liði Bolton en hefur
reynst liðinu ákaflega vel
síðustu ár og hann sannaði enn
og aftur um helgina hversu
mikilvægur leikmaður hann er
þegar hann tryggði Bolton eitt
stig en þeir áttu skilin þrjú.
ÚRVALSDEILD
...SKÚRKURINN
„Mér er alveg sama
og ég ætla ekki einu
sinni að éta
jólasteikina í ár. Ég á
eftir að vera
þunglyndasti maður
sem sést hefur fyrr og
síðar á jólum. Ég sver
við Guð að jólin í ár
eru vart þess virði að
halda upp á."
nákvæmlega það sem við áttum
skilið,“ sagði Souness sem er ekki
vanur að skafa utan af hlutunum.
Kollegi Souness hjá Aston Villa,
David O'Leary, var ívið hressari
enda var Villa að vinna sinn fyrsta
útileik undir hans stjórn og reyndar
sinn fyrsta frá 28. janúar.
„Þetta var yndislegt og
fullkomlega verðskuldað. Ég var
reyndar pínu hræddur í hálfleik þar
sem okkur hafði ekki tekist að skora
þrátt fyrir mikla yfirburði. Nú
þurfum við að byggja á þessum sigri
og halda áfram.“
Klaufaskapur Charlton
Leikmenn Charlton voru klaufar
að taka ekki öll stigin semíboðivoru
þegar Newcastle kom í heimsókn.
Þeir sköpuðu sér fjölda færa en tókst
ekki að nýta eitt einasta og leikurinn
endaði með markalausu jafntefli.
„Við fengum svo sannarlega
færin til að klára leikinn og ég væri
að ljúga ef ég segðist ekki vera
vonsvikinn," sagði Alan Curbishley,
stjóri Charlton, en hann sagði engin
vandamál vera á milli sín og Paolo
Di Canio sem virtist vera hundfúll
með að vera tekinn af velli sjö
mínútum fyrir leikslok.
„Paolo var ekki ánægður með að
koma af velli. Hann vildi ólmur ná
sigri í leiknum og því var hann ekki
ánægður með það hvernig
leikurinn spilaðist. Hann hvatti
samt félaga sína áfram af bekknum.
Hann veit að allar ákvarðanir eru
teknar af heiðarleika. Ef ég tel rétt
að taka mann af velli þá geri ég
það.“
Sir Bobby Robson, stjóri
Newcastle, sagði að úrslitin hefðu
verið sanngjörn þótt verulega hefði
legið á hans mönnum í leiknum.
„Við byrjuðum leikinn
frábærlega og Charlton þurfti að
bjarga á línu. Ef sá bolti hefði farið í
netið hefði leikurinn hugsanlega
spilast öðruvísi. Charlton mætti
aftur á móti grimmt til leiks og
ætlaði sér greinilega að ná sigri. Það
er sterkt að ná sigri á útivelli og ég er
svona þokkalega sáttur við það,"
sagði Robson en hann hrósaði
Jonathan Fortune, varnarmanni
Charlton, í leikslok en hann hélt
Alan Shearer algjörlega niðri í
leiknum.
Redknapp reiður
Harry Redknapp, stjóri
Portsmouth, var ekki í miklu
jólaskapi eftir að hans menn höfðu
gert hressilega í buxurnar gegn
Southampton á St. Mary's.
Heimamenn voru miklu sterkari
aðilinn allan tímann og vann
Graeme Souness, Blackburn
Henry hundfúll Það var ekki hátt risið á franska snillingnum Thierry Henry í Bolton um
helgina. Hann komst hvorki lönd né strönd / leiknum og áttl sinn slakasti leik i búningi Arsenal
í langan tima. Reuters
Graeme Souness
knattspyrnustjóri Blackburn er
verðskuldaður skúrkur
helgarinnar enda tapaði lið
hans enn einum leiknum um
helgina og að þessu sinni gegn
hinu slaka liði Aston Villa.
Souness hefur eytt fúlgum fjár í
Qölda sterkra leikmanna en það
virðist engu skipta - liðið gerir
sífellt í buxurnar. Souness
hefur fyrir löngu sýnt það og
sannað að hann er arfaslakur
framkvæmdastjóri og breytir
litlu hvað hann er með í
höndunum - aldrei nær hann
árangri. Vonandi sér hann
ljósið um jólin og segir af sér.
Það var mikið fjör í enska boltanum um helgina og veðrið
spilaði stóra rullu en tveim leikjum var frestað á laugardag þar
sem vellirnir voru á floti. Arsenal gaf eilítið eftir þegar þeir voru
heppnir að ná jafntefli gegn Bolton á Reebok-vellinum.
Chelsea nýtti sér tækifærið og vann loks leik þegar þeir lögðu
Fulham á Loftus Road, 1-0, með marki frá Hernan Crespo.
Manchester United mætti síðan Tottenham í gær og vann
góðan sigur. Þeir komust um leið í toppsæti deUdarinnar og
þeir geta því étið jólasteikina í ár með bros á vör.
Ekkert varð af leik Wolves og
Liverpool á Molineux sem og leik
Birmingham og Middlesbrough þar
sem vellirnir voru líkari sundlaug en
knattspymuvelli.
Man. Utd skaut sér á toppinn í
gær með sigri á Spurs á White Hart
Lane, 2-1. John O'Shea skoraði fyrst
og Van Nistelrooy bætti öðru við
áður en Gus Poyet klóraði í bakkann
fyrir Spurs.
Það er því þungu fargi létt af
United sem staðið hefur í ströngu
utan vallar síðustu vikur. Rio
Ferdinand lék með United þrátt fyrir
að hafa verið dæmdur í átta mánaða
keppnisbann fyrir helgi. Hann lét
það ekki hafa áhrif á sig og átti
afbragsgóðan leik.
Aðstæður voru ekkert sérstakar á
Reebok-vellinum þar sem Bolton og
Arsenal gerðu jafntefli. Robert Pires
náði forystunni óverðskuldað fyrir
Arsenal en Henrik Pedersen jafnaði
fyrir Bolton sjö mínútum fyrir leikslok.
Bolton fékk nokkur ágæt færi til að
klára leikinn en allt kom fyrir ekki.
Sam Allardyce, stjóri Bolton var
ánægður með sína menn í leikslok.
Allardyce sáttur
„Ég er virkilega ánægður. Það eru
ekki mörg lið sem koma til baka eftir
að hafa lent undir gegn Arsenal.
Þetta sýnir karakter liðsins og
hversu mikið sjálfstraust rnínir
leikmenn hafa þessa dagana."
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
var nokkuð sáttur við sína menn.
„Það var svekkjandi að leggja ekki
Leicester þar sem þeir sköpuðu
ekkert en við vissum að Bolton yrðu
erfiðir. Þeir vom það vissulega en ég
er pínu svekktur þar sem við
komumst yfir og fengum tækifæri til
þess að klára leikinn. Bolton átti
engu að síður skilið að minnsta kosti
stig þar sem þeir léku vel.“
Duff úr axlarlið
Chelsea mun verða án Damiens
Duff um jólin en hann fór úr axlarlið
í leiknum gegn Fulham sem Chelsea
vann, 1-0.
„Þetta er mikið áfall þar sem Duff
hefur verið lykilmaður hjá okkur en
hann kemur til baka eftir 2-3 vikur
og við verðum bara að standa okkur
án hans. Annars var ég ánægðastur
með hugarfar minna manna eftir tvö
slæm töp og það var mjög mikilvægt
að ná sigri í þessum leik,“ sagði
Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, en
hann var ánægður með
Argentínumanninn Hernan Crespo
og sagði að hann væri bara rétt að
komast í gang.
„Crespo getur betur og er að
bæta sig. Hann er aðeins að sýna
okkur 60-70% af því sem hann getur
en restin kemur mjög fljótlega."
Chris Coleman, stjóri Fulham,
var ekki nógu sáttur við sfna menn
sem þó eru enn í toppbaráttu
deildarinnar.
„Það voru lítil gæði í okkar leik og
við fengum slæmt mark á okkur.
Leikur okkar í heild var dapur og við
spörkuðum boltanum of mikið langt
fram í stað þess að spila honum.
Engu að síður erum við enn í fjórða
sæti og við eigum það skilið þar sem
við erum gott lið sem getur meira en
það sýndi í þessum leik.“
Rooney reddaði Everton
Það var mikið fjör í viðureign
kjallaraliðanna Everton og Leicester
á Goodison Park. Leicester var í
ákjósanlegri stöðu um miðjan síðari
hálfleikinn en þá tók Wayne Rooney
til sinna ráða, en hann koma af
bekknum, og hann var maðurinn á
bak við 3-2 sigur Everton.
„Það hefur tekið álagið af honum
að vera á bekknum í undanförnum
leikjum," sagði David Moyes, stjóri
Everton, um Rooney. „Hann er núna
byrjaður að gera það sem hann gerði
svo vel í fyrra og fyrir vikið erum við
byrjaðir að sigra á ný. Ég held að það
sé augljóst að hann nýtur sín mun
meira núna en hann gerði fyrr í vetur."
Alan Cork, aðstoðarþjálfari
Leicester, svaraði spurningum
blaðamanna þar sem stjórinn,
Micky Adams, var eitthvað slappur í
hálsinum.
„Þegar lið skorar tvö mörk á
útivelli í þessari deild þá býst maður
við sigri. Því eru það mikil vonbrigði
að fara heim á leið með tómar
hendur. En staðreyndin er sú að
aðeins þrír leikmenn hjá okkur léku
almennilega og það er ekki vænlegt
til árangurs," sagði Cork og hann gat
ekki neitað því að Rooney hefði
klárað leikinn.
„Strákurinn skoraði frábært mark
og fékk áhorfendur með liðinu.
Hann gerði svo sannarlega
gæfumuninn."
Souness foxillur
Það gengur hvorki né rekur hjá
Blackburn þessa dagana og enn eitt
tapið leit dagsins ljós á laugardag
þegar þeir biðu lægri hlut á
heimavelli gegn Aston Villa. Graeme
Souness, stjóri liðsins, var alveg
foxillur í leikslok.
„Þetta var lélegasta frammistaða
liðsins þau rúmu þrjú ár sem ég hef
verið við stjórnvölinn. Ef ég hefði
greitt mig inn á völlinn þá hefði mér
liðið eins og ég hefði verið rændur í
leikslok. Þarna var á ferðinni
andlaust lið sem hafði engan veginn
áhuga á því að berjast fyrir stigunum
og það er hlutur sem ég sætti mig
mjög illa við. Við fengum
írinn fagnar Irski
landsliðsmaðurinn John
O 'Shea fagnar hér fyrsta
márki leiksins gegn
Tottenham ásamt Rio
Ferdinand sem var í
byrjunarliði United þrátt fyrir
ad hafa verid dæmdur í 8
mánaða keppnisbann á
sanngjarnan 3-0 sigur. Leikmenn
Southampton geta því farið glaðir
inn í jólahátíðina en Portsmouth
verður að taka vel á því yfir jólin því
þeir eru komnir í botnbaráttuna.
„Mér er alveg sama um jólin í ár,“
sagði Redknapp í ritskoðuðu viðtali
eftir leikinn. „Mér er bara alveg
sama og ég ætla ekki einu sinni að
éta jólasteikina í ár. Ég á eftir að vera
þunglyndasti maður sem sést hefur
fyrr og síðar á jólum. Ég sver við Guð
að jólin í ár eru vart þess virði að
halda upp á. Við munum æfa alla
daga yfir jólin og mér er alveg sama
hvað dagurinn heitir."
Redknapp lét ekki þar við sitja
heldur réðst næst á Boris Zivkovic
sem var hálsofandi þegar Pahars
gerði annað mark leiksins.
„Ég sagði við hann. Horfðirðu á
fyrri hálfleikinn eða varstu
upptekinn við eitthvað annað?
Hann hlýtur að hafa verið sofandi.
Það fyrsta sem hann gerði var að
leyfa Pahars að skora. Þetta er alveg
ótrúlegt."
Þessi lið eru grannar og því var
sigurinn sérstaklega sætur fyrir
Dýrlingana.
„Svona leikir skipta miklu máli og
ég skil vel af hverju
stuðningsmennirnir eru svona
kátir," sagði Gordon Strachan, stjóri
Southampton. „Við höfum núna
nælt í níu stig í síðustu þrem leikjum
sem er alveg frábært."
henry@dv.is
Bestu ummæli hetgarinnar
„Þegar ég set Duff ekki í liðið
þá segir mamma mín, sem er
84 ára, hvar er Damien? Hún
lætur mig heyra það og það er
engin lygi/'sagði Claudio
Ranieri, þjálfari Chelsea, en
mamma hans heldur mikið
upp á Damien Duff.
Lið helgarinnar 20.-21. desember 2003
nPabloAngel(
Wayne Rooney
Aston Villa
Everton
Jay Jay Okocha Ryan Giggs (2)
ScottParker Bolton ManUtd
Charlton • •
Jas