Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Page 30
30 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003
Síðast en ekki síst J3V
Rétta myndin
Hitað upp fyrir jólasteikina viðTryggvagötu.
Barði á toppnum á Ítalíu
Ha?
Barði Jóhannsson er að gera það
gott með hljómsveit sína Bang
Gang úti í heimi. Myndband hans
við lagið Stop in the Name of Love
hefur verið í stanslausri spilun á
MTV á Italíu undanfarnar vikur og
vikuna 21.-27. nóvember
var það mest spilaða
myndbandið á stöðinni.
Alls var myndbandið spilað 53
sinnum þá vikuna.
Með þessu skaut Bang Gang
stórum nöfnun ref fyrir rass. Á list-
anum fyrir neðan Stop in the Name
of Love er meðal annars að finna
myndbönd við lög með hljómsveit-
um á borð við Kings of Leon, The
Strokes, The White Stripes, The
Thrills, Blur, The Darkness, Suede,
Muse, Daft Punk, Red Hot Chili
Peppers og The Mars Volta svo þau
helstu séu nefnd. Plata Bang Gang,
Something Wrong, kom út í Evrópu
fyrir skemmstu og hefur víðast hvar
hlotið góðar viðtökur. Verður
spennandi að fylgjast með næstu
skrefum hjá sveitinni úti í löndum.
Barði í Bang Gang Átti mestspilaða
lagið á itölsku MTV-sjónvarpsstöðinni í lok
nóvember. Skaut fjölmörgum stórum nöfnun
reffyrirrass.
Þýska deilda-
keppnin
Skák
Þýska deildakeppnin hélt áfram
um miðjan mánuðinn og þeir Jó-
hann Hjartarson og Hannes H. Stef-
ánsson tefldu fyrir Bremer SG frá
Bremen. Þeim félögum gekk þokka-
lega, Jóhann gerði þrjú
jafntefli en Hannes gerði
eitt jafntefli, vann eina
skák og tapaði einni. Héðinn Stein-
grímsson sem er við nám í Þýska-
landi tefldi fyrir Stuttgart og gerði
eitt jafntefli í tveimur skákum. Hér
sjáum við meistara Shirov ganga frá
félaga þeirra Jóhanns og Hannesar á
snyrtilegan hátt.
Hvítur á leik!
Hvítt: Alexei Shirov (2737)
Svart: Etienne Bacrot (2664)
Þýska Bundesligan, 14.12.2003
29.BÍ6 Rd6 30.Be7 Hxe7 31.Dxe7
1-0
Síðast en ekki síst
• Síðasti þáttur Djúpu laugarinn-
ar var á dagskrá Skjás eins á föstu-
dagskvöldið. Ákveðið var að taka
þáttinn af dagskrá vegna hrapandi
vinsælda. Bæði mun hafa verið um
áhrif mikilla vinsælda Idols að
ræða sem og að þátturinn var ein-
faldlega orðinn þreyttur eftir að
hafa gengið í hátt í fimm ár á stöð-
inni. Þegar mun farið að vinna í
nýjum þætti sem gæti tekið við af
Djúpu lauginni eftir áramót. Ein
hugmynd sem ku hafa verið rædd
er þáttur þar sem hljómsveit er
fylgt eftir í heila viku, í gegnum æf-
ingar, tónleika og í raun allt sem
bönd taka sér fyrir hendur. Sú
hljómsveit eigi síð-
an að skora á aðra
hljómsveit sem
tekin verði fyrir
vikuna á eftir. Tvö
nöfn munu vera á
teikniborðinu fyrir
stjórnendur þátt-
arins, þeir Arthur
Karlsson sem
stjórnaði Djúpu lauginni síðast, og
Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður á
Rás 2...
• Ávefsíðuni www.logs.is kemur
fram að tökur hafa staðið yflr á
myndinni Allir litir hafsins eru kald-
ir, eftir handriti og í leikstjórn önnu
Rögnvaldsdóttur. Um er að ræða
sakamálasögu úr
Reykjavík samtí-
mans. Með helstu
hlutverk fara
Hilmir Snær
Guðnason, Þórunn
Lárusdóttir og Ey-
vindur öm Barða-
son...
FLUGA7-H ET
BÍLL? - NEI
JÓL? - NEI
ÖABBI? - NEI,
HANN SÉR ALVES
SJÁLFUR UM
GRÍNIÐ ÞESSA
DASANA.
FLUGVÉL? - NEI...
FJA NDAKORNID!
ÞAB BARA FÆ&IST
AAAAllll
EG GETEKKIUNNIÐ
UNÖIR SVONA ÁLAGIH
HÆTTIÐ At) HORFA Á MIGH
FLETTIQ Á NÆSTU SÍW!
FLETTIM!
Krossgátan
Veðrið
Hugljúf heimsendasaga Lykla-Pátur en
leikinn ai Chuck Norris og
Hugh Grant er Jesú
Guð er aðalpersónan nýjustu
skáldsögu Hallgríms Helgasonar:
„Bókin er skrifuð eins og hún
væri bandarísk stórmynd og sögu-
þráðurinn er því hreinræktaður
Hollywood-söguþráður með helgi-
spjallaívafl," segir Haligrímur um
bókina sem hefur fengið góðar und-
irtektir og dóma.
Bókin fjallar í stuttu máli um það
þegar Guð ákveður að útrýma
mannkyninu á Jörðinni vegna þess
að manninum hefur tekist að klóna
sjálfan sig:
„Þetta vekur að sjálfsögðu litla
hrifningu meðal þeirra fyrrverandi
Jarðarbúa sem búsettir eru í himna-
ríki. Þeir deila sín á milli um hvað
gera skuli en að lokum tekur foringi
þeirra, hinn margendurfæddi
Napóleon Nixon, til sinna ráða og
ákveður að fara niður til helvítis og
reyna að fá Djöfulinn sér til hjálpar,"
segir Hallgrímur og hann heldur
áfram.
Lárétt: 1 þjáning, 4
hrella, 7 strekkingsvind-
ur, 8 gras, 10 bjálfi, 12
sekt, 13 leikföng, 14
ganga, 15 svifdýr, 16 höf-
uðfat, 18 brún, 21 við-
kvæmir, 22 skordýr, 23
pár.
Lóðrétt: 1 hrúga, 2
smáarða, 3 gjálífur, 4
ósigur, 5 hækkun, 6 spíri,
9 svelginn, 11 sparsöm,
16 rökkur, 17 fataefni, 19
skjóti, 20 gyðja.
Lausn á krossgátu
•sjp 07 'UQ 6 L 'nej z l 'tung g l 'upXu l i 'eungi 6 '!l? 9 'su
S 'juepiejij v 'jnje|sne| £ 'u6o z 'so>| i ujsjqo'j -ssu £z 'jneuj ZZ 'Jiæne L7 'puoj 81
'jjeq 9l 'eje s L 'ejsj Vl J|n6 £ i 'jjgs z L Juse o L 'nujs 8'|JJe6 l'?N Þ'IQA>| l :)jaje*|
„í þessa miklu herferð hefur
hann með sér gamlan rómverskan
skylmingaþræl, Elíban að nafni, og
saman lenda þessir gjörólíku menn í
ýmsum hrakningum og ævintýrum
á götum Vítis. Þetta er því hið klass-
íska kvikynda-minni: Einn maður
reynir að bjarga mannkyninu. Það er
Anthony Hopkins sem leikur Napól-
eon Nixon en Elíban er leikinn af
Mike Tyson."
Aðspurður segir Hallgrímur að
bókin sé spennutryllir skrifaður í
grallarastíl með trúarlegu ívafi.
„Hugljúf heimsendasaga fýrir alla
fjölskylduna," eins og hann kemst
að orði.
Sögupersónur í Herra alheimi
eru yfir þrjú hundruð talsins og nán-
ast allar framliðnar því sagan gerist
að mestu í himnaríki. í þeirra hópi
eru því margir þekktir karakterar úr
mannkynssögunni.
„Þar sem bókin er skrifuð eins og
Hollywood-mynd er kastað í hvert
Hallgrímur „Hugljúf
heimsendasaga fyrir
alla fjölskylduna," segir
Hallgrimur Helgason
rithöfundur hér i viðtal-
inu. DV mynd Hari
Gola
hlutverk sögunnar. Lykla-Pétur er til
dæmis leikinn af Chuck Norris,
Dustin Hoffman leikur Móður Ter-
esu, tónlistarmaðurinn Moby leikur
Lee Harvey Oswald, Christina
Aguilera leikur Maríu Mey og Hugh
Grant er Jesús Kristur. Friedrich
Nietzsche er að sjálfsögðu leikinn af
Friðriki Þór Friðrikssyni," segir Hali-
grímur.
Hann segir þessa bók sína ekki
vera neinn vísindaskáldskap, né
heldur skáldsögu. „Þetta er hrein-
ræktuð Hóllywood-stórmynd, ekta
big-budget spennutryllir, full af
tæknibreilum og áhættuatriðum. Og
sennilega ein dýrasta mynd sögunn-
ar, því hún var öll tekin í Miðju Al-
heimsins, fyrir utan nokkur stutt at-
riði sem voru tekin á jörðinni."
sigbogi@dv.is