Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Síða 32
t Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhrmgmn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í OV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5S05000 • Urgur er í skotveiði- mönnum vegna rjúpuáts Sigmars B. Haukssonar, for- manns Skotveiðifélagsins, með Siv Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra á Óðinsvéum á dögunum. Þar snæddu Sigmar og Siv skoskar heiðarjúpur í „friðarveislu" sem sýna átti að jólin væru ekki ónýt þó engar væru íslensku rjúpurnar. Nú fara skotveiði- menn mikinn á spjallveíjum Netsins og krefj- ast sumir afsagn- ar Sigmars. Hef- ur einn þegar boðað fram- boð sitt í hallarbyltingu gegn Sigmari fyrir það eitt að snæða skoska rjúpu með umhverfisráðherra. Sá heitir Rögnvaldur Hallgrímsson... ORA í Kópavogi Vill reisa 7 metra háan dósaupptakara Stefán geir myndlistarmaður vill reisa sjö metra háan dósaupptakara við höfuðstöðvar niðursuðuverksmiðjunnar ORA í Kópavogi. Hefur listamaðurinn verksmiðjuna fyrir aug- unum alla daga þegar hann lítur út um glug- ga vinnustofu sinnar og þar kviknaði hug- myndin. „Ég er búinn að gera dósaupptakarann og á bara eftir að stækka hann fimmfalt," segir Stefán Geir sem er þekktur fyrir risastórt herðatré og dómaraflautu sem hann smíðaði og komist hafa í heimsmetabók Guinnes. „Ég hef rætt þetta við forstjóra ORA og hann vill fá að fylgjast með framvindunni. Ég er viss um að dósaupptakarinn myndi sóma sér vel þarna í Kópavoginum og verða fyrirtækinu til framdráttar. Ekki veitir af kynningu því ég var fyrst að komast að því um daginn að ORA þýðir gull. Hélt alltaf að það þýddi Osta-og refabú Akureyrar." Stefán Geir segir að hugmyndin að stóra dósaupptakaranum og öðrum stórum verk- um sínum byggi á fortíðarþrá. Svona dó- saupptakara hafi hann verið með fyrir aug- unum alla bamæsku sína og formið hafi greypst í huga: „Ég byrja þó ekkert á þessu verki fýrr en ég fæ grænt lj ós frá forstjóranum. Frekar hef ég hugann við næsta verkefhi sem er að setja topphúfu á Keili. Það verður risastór sjóhattur sem ég set á fjailið og læt vera sumarlangt; í þrjá mánuði eða svo. Ég er búinn að fá leyfi ffá landeigendum sem eru Hitaveita Suðurnesja og Vatnsleysustrand- arhreppur ef ég man rétt,“ segir Stefán geir sem síðast kynnti stórt verk á Ljósahátíð í Reykjanesbæ síðastliðið sumar en þar var um að ræða stærsta kampavínsglas í heimi. Hann segir að Suðumesjamenn séu enn að drekka úr því. Stefán Geir með dósaupptakarann Vill stækka hann fimmfalteffor- stjórinn ORA leyfir - og borgar. Jólatré uppseld „Við pöntuðu mikfu fleiri tré núna en í fyrra en allt kiáraðist á föstudag- inn,“ segir Sigurjón Bjarnason, rekstrarstjóri Krónunnar, um jólatréssölu verslunarinnar. „í fyrra þurftum við að henda trjám eftir jól en ekki núna.“ Krónan bauð öll tré upp í tveggja metra hæð á 1.990 krónur. Þótti það gott verð og var almenningur ekki lengi að kveikja á perunni með þeim af- leiðingum að allt seldist upp. Almennt verð á jólatrjám mun hins vegar vera frá 2.900 krónum og allt upp í 5.000 krónur fyrir tré í sama stærðarflokki og Krónan var að bjóða. „Við áttum fjögur þúsund tré þegar við byrjuðum og þetta hvarf allt," segir Sigurjón í Krón- unni og bætir því við að hann hafi orðið var við að aðrir jóla- tréskaupmenn séu fegnir að Krónan sé búin með trén sín. Hægt hefði verið að selja miklu fleiri tré. Brjálað að gera hjá stefnuvottum Sjaldan hefur meira verið að gera hjá stefnuvottum en einmitt nú. Fyr- ir fáum árum voru stefnuvottar í Reykjavík aðeins tveir talsins og fóru út með stefnur tvisvar í viku að jafnaði. Nú eru stefnu- vottarnir orðnir fjórir og hafa ekki undan. Eru á þönum alla virka daga vik- unnar og sjá vart fram úr verkefnum. Ekki vilja þeir tjá sig um störf sín, enda skuldamál fólks viðkvæm þó af ýms- um toga séu. Greinilega má sjá reglu í röðum þeir- ra sem stefnt er en fyrir- ferðarmestir á síðari tímum er ungt fólk sem einfaldlega hefur skuldsett sig of mikið vegna eigin neyslu. í öðrum flokki eru þeir sem skulda skatta og þeim þriðja hinir sem vís- vitandi hella sér í skuldasúpu án **■ þess að ætía sér nokkru sinni að greiða eitt né neitt. Á árum áður var annar tveggja stefnuvotta í Reykjavík, dægurlaga- söngvarinn góðkunni Haukur Morthens. Þótti hann rækja starf sitt af alúð og varfærni enda vandasamt að birta fólki stefnur á við- kvæmum stundum. Haukur gaf sér alltaf góðan tfma, spjallaði og reyndi að sjá ljós- ið í myrkrinu í samræðum við hinn stefnda. Með fram- komu sinni markaði Haukur stefnu sem aðrir stefnuvottar hafa síðan lagt sig eftir að fýl- gja til farsældar fyrir alla. Haukur heitinn gaf því tóninn í fleiru en söng þó lægra hafi farið. Nú er fólki stefnt fyrir ýmislegt annað en áður tíðkaðist og nægir þar að nefna leikskólagjöld og hundagjald. Ekki var slíkt venja þeg- ar Haukur var og hét og fyrir bragðið er miklu meira að gera hjá spor- göngumönnum hans á þessu sviði. Haukur Morthens Ástsæll söngvari og þótti ekki verri stefnuvottur. NILFIS KRAFTMIKLAR OG ENDINGARGÓÐAR HEIMILISRYKSUGUR Frábær HEPA ryksíun Æ=onix FYRSTflF10KKS RAFTÆKI Opið alia daga til jóla Hátúni 6a ► Sími 552 4420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.