Nýtt dagblað - 17.08.1941, Qupperneq 4
Tíl mínnís
Næturlæknir: í nótt Bjami
Jónsson, Ásvallagötu 9, sími
2272; aðra nótt Halldór Stef-
ánsson, Ránargötu 12, sími
2234. Helgidagslæknir í dag
Halldór Stefánsson, Ránar-
götu 12, sími 2234.
Næturvöröur er í Reykjavik
urapóteki og Lyfjabúðinni Ið-
unn.
ÚtvarpiÖ í dag:
11,00 Messa í dómkirkjunni
(séra Friðrik Hallgrímsson)
12,10—13,00 Hádegisútvarp
15.30— 16,30 Miðdegisútvarp
(plötur). Ýms tónverk.
19.30 Hljómplötur: Conserti
grossi, eftir Vivaldi og Hán-
del.
19.50 Auglýsingar.
20,00 Fréttir.
20.20 Hljómplötur: Píanólög
eftir Brahms.
20.30 Erindi: Ásbyrgi og Detti
foss (Árni Óla, blaöamaður)
20,55 Útvegshljömsveitin:
Rússnesk þjóðlög.
Einsöngur (Sigurður Jen-
sen): a) Árni Toors. Vor-
gyöjan. b) Sigv. Kaldalóns:
Þú eina hjartans yndið mitt
2. Sofðu, sofðu góði. c) Þór-
arinn Jónsson: Fjólan. d)
Eyþór Stefánson: Lindin.
21,40 Hljómplötur: Ungversk
fantasía fyrir flautu, eftir
Doppler.
21.50 Fréttir.
22,00 Danslög.
23,00 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
12.00—13.00 Hádegisútvarp.
15.30— 16.00 Miðdegisútvarp
19.30 Hljómplötur: íslenzkir
söngvarar.
20.30 Um daginn og veginn
(Kristinn Stefánsson cand.
theol.)
20.50 Hljómplötur: Lög leikin
á gítar.
21,00 Upplestur: Úr kvæðum
Herdísar og Ólínu (Soffía
Guðlaugsdóttir leikkona).
21.20 Hljómplötur: Tilbrigði
eftir Saint-Saéns við tema
eftir Beethoven.
21,35 Útvarpshljómsveitin: a)
Urbach: Per aspera ad astra
b) O. Strauss: síðasti vals-
inn. c) Grieg: 1. Ég elska
þig. 2. Erótík.
Hólmavrkurpósfurínn
Flfcmhald laf 3. síðu.
þvi að á honum em margir
stimplar.
Sé svo, er hér um vítaverða
vanrækslu póstafgreiðslunnar
að ræða og verður að fyrir-
byggja að póstafgreiðslumar
geri sig sekai’ um slíkt skeyt-
ingarleysi.
Ausfurvitfsfödvarnar
Framh. af 1. síðu.
engan hátt sé dregið úr að-
gerðum til hjálpar Sovétríkj-
unum, meðan undirbúin er
ráðstefna með hemaðarsér-
fræðingum Bandaríkjanna,
Breta og Sovétríkjanna.
Finnar segja í tilkynning-
um sínum, að þeir hafi tekið
Sortavala, en ekki hefur feng-
ist staðfesting á því annars-
staðar frá.
Bandaríkfamenti felja örlög na^
fsmans ráðín
rv'
Roosevelt
Bandar ík j af orset i.
Roosevelt Bandaríkjaforseti
kom til lands í Bandaríkjun-
um kl. 8 í gærkvöldi.. Forset-
inn sagði í viðtali við blaða
menn, að hann teldi ekki
Bandarikin nær styrjöld en
áður, og kvaðst sannfærður
um það, að Sovétríkin verðust
í vetur. Beaverbrook og Hali-
fax lávarður ræddu við Cor-
del Hull utanríkismálaráð-
herra í gær.
Blað eitt í Bandaríkjunum
komst svo aö orði í gær, að
eftir að Bretar og Sovétríkin
hefðu gert með sér hernaöar-
bandalag og Bandaríkin, Bret-
ar og Sovétríkin tékið upp
samninga um bardagaaöferðir
þá væm þetta orðin svo öflug
;i
Efefeí Frakklandí
heldur Pefaín
í Lundúnum var skýrt frá
því í gærkvöldi að í gær hefði
komið til framkvæmda fyrir
mælin um það að nú skuli
embættismenn ríkisins sverja
Petain trúnaðareiða en ekki
Frakklandi eins og áðiæ hefur
tíðkast.
Blöð í Frakklandi skora nú
á Petain að biðja Þjóðverja
um vemd Þýzkalands Dakar
til handa.
Gerizt áskrif-
endur að
Nýju dagblaði
>000-0000000000000
samtök, að örlög nazismans
í Þýzkalandi mættu teljast
ráðin.
Bæíarfréttfir
Hjónaband. í gær vom gef-
in saman í hjónaband af séra
Árna Sigurðssyni ungfrú Þór-
unn Guðmundsdóttir og Har-
aldur Gíslason gjaldkeri
í Víkingsprent. Heimili þeírra
er í Garðastræti 17.
Kennsla í bamaskólum
Reykjavíkur hefst ekki fyrr en
í byrjun októbermánaðar. Er
Austurbæjarskólinn notaður
til þess að hýsa í honum hús-
næðislaust fólk, en Miðbæjar-
skólami hafa Bretar að ein-
hverju leyti.
Bruggun. Lögreglan tók í
fyrradag mann einn fyrh;
bruggun. Fundust hjá honum
um 300 lítrar af bruggi í gerj-
un, bruggunartæki og nokkrir
lítrar af ágætum sprritus. Mað
urinn heitir Guðni Bærings-
son, og á hann heima á Bjarg
arstíg 5. Bruggunin fór fram
í kjallara hússins undir íbúð
hans. Eitthvað hefur Guðni
verið riðinn við landabrugg
áður.
Námskeið . í siglingafræði
verða haldin á komandi vetri
á ísafirði og Norðfiröi ef for-
föll banna ekki. Námskeið
þessi veröa á vegum Stýri-
mannaskólans.
S^lBíft ásbrifendom
wwwwvwwwwwwvwv*
Tvennskonar viðhorf 22
Edward vísaði honum inn í herbergi, þar sem stóðu tvö
uppbúin rúm, og fleygði hann sér upp í annað þeirra. Að
tíu mínútum liðnum heyrði Batemann, á rólegum andar-
drætti hans, að hann var steinsofnaður, áhyggjulaus eins
og barn.
En Batemann lá andvaka fram imdir dögun. Sofnaði loks
er föl dagskíman varpaði bjarma á himininn og mildur and-
vari hins komandi dags fyllti loftið, þrunginn ilmi og angan
hinnar höfgu nætur.
Batemann hafði lokið við að segja Isabel þessa löngu sögu
sína. Hann hafði ekki leynt hana ööru en því, sem aðeins
myndi hafa sært hana, og því, sem geröi hann sjálfan hlægi-
legan. Hann sagði henni ekki frá því, að hann hafði verið
neyddur til að sitja að kvöldverði með blómsveig á höfðinu,
og ekki heldur því, að Edward ætlaði sér að giftast kyn-
blendingi frænda hennar, strax og hún sliti trúlofuninni.
En ef til vill, hafði hún skarpari skilning en hann gerði
ráð fyrir, því eftir því, sem leið á sögirna, urðu augu hennar
kuldalegri og hún beit saman vörunum. Hefði hann ekki
verið svo niðursokinn í frásögunni, hefði hann hlotið að
taka eftir og undrast útlit hennar.
— Hvernig leit þessi stúlka út, þessi dóttir Amold’s, —
sagöi hún er hann hafði lokið frásögninni. Virtist þér, að
við værum nokkuð líkar? —
— Batemann var hissa á spumingunni.
— Þaö datt mér aldrei í hug. Þú veizt að ég hef aldrei
tekið eftir neinni aniíari konu en þér, og ég get ekki fundið,
að nokkur kona líkist þér. Hver gæti líka verið eins og þú?
— Var hún lagleg? — spurði hún um léið og hún brosti
að orðum haris.
— Það held ég. Ég þori að ábyrgjast, að sumir mundu
álíta hana fagra. —
— Jæja, það hefur enga þýðingu. Ég held, að við þurfum
ekki aö hugsa meira um hana. —
— Hvað ætlarðu að gera Isabel? spuröi Batemann.
Isabel horfði á trúlofunarhring sinn, sem hún bar enn þá.
— Ég vildi ekki láta Edward slíta trúlofuninni vegna þess,
að ég hélt, að hún myndi verða honum til hjálpar. Ég vildi
verða honum hvatning. Ég hélt, að ef nokkuð gæti aukið
vilja hans og kraft til að koma sér áfram, þá væri það um-
hugsunin um það, að ég elskaöi hann. Ég hef gert það, sem
ég gat. Það er alveg vonlaust. Það væri aðeins þrekleysi hjá
mér á að viðurkenna staðreyndir. Veslings Edward. Hann er
sjálfum sér verstur. Hann var skemmtilegur og góður fé-
lagi, en það var eitthvaö, sem vantaöi í hann. Sennilega
viljafestu. Ég vona, að hann veröi hamingjusamur. —
Hún tók hringinn af sér og lagði hann á borð'ið.
Batemann starði á hana. Hjarta hans hamaöist sva, að
hann kom varla upp nokkru oröi.
-— Þú ert aödáanleg, Isabel. Já, aðdáanleg. —
Hún brosti og stóð upp og rétti honum hendina.
— Ég fæ aldrei þakkað þér til fulls, fyrir það, sem þú
hefur gert fyrir mig. Þú hefur gert mér mikinn greiða. Ég
vissi, að mér var óhætt að treysta þér. —
Hann tók í hönd henni og hélt henni stutta stund. Hún
var fegri nú, en nokkru sinni áður.
— Ó, ísabel. Þú veizt, að það eina, sem ég óska, er aö
mega elska þig og vera þér til hjálpar.
— Þú ert svo sterkur Batemann, andvarpaði hún. Styrkur
þinn gerir mig eitthvað svo örugga.
— Isabel. Eg tilbið þig!
Hann vissi varla, hvemig stóð á því, en allt í einu greip
hann hana í faðm sinn og hún hallaðist upp að honum,
sýndi enga andúð. Hún brosti til hans.
— Isabel. Þú veizt, aö ég hef elskað þig frá því fyrsta að
við kynntumst og alltaf þráð að mega segja þér það, sagöi
hann í ástríðuþrungnum róm.
— En því í ósköpunum baðstu mín ekki? sagði hún.
Hún elskaði hann. Hann gat varla trúað því, að þetta
væri veruleiki.
Hún endurgalt koss hans. Á meöan hann teygaði kossinn,
sá hann í huganum hvernig verksmiðjur þein’a feðga myndu
stækka og eflast unz hús þeirra næðu yfir ekrur hundruð-
um saman og allar þær milljónir vagna, sem þeir myndu
framleiða.
Hann sá í huganum hinn stói’a myndasal, sem hann ætl-
aði að vanda svo til, að hann færi fram úr öllu, sem þeir
hefð uí New Yoi’k.
Svo myndi harm ganga með homspangargleraugu.
Og hún, með arma hans hlýja og sterka um herðar sínar
og brennandi koss hans á vörum sér. Hún titraði af ham-
ingju og gleði þegar hún hugsaði um það, í hve skrautlegu
húsi þau myndu búa. Öll húsgögnin áttu að vera í fomum
stíl. Og hljómleikarnir sem hún myndi halda. Sá í hugan-
um „Thés dansants" og veizlumar þar sem aöeins væri
boðið hámenntuðustu mönnum borgarinnar.
Batemann átti að ganga með horspangargleraugu.
Hún andvarpaði.
— Vesalings Edwai’d.