Nýtt dagblað - 27.09.1941, Blaðsíða 2

Nýtt dagblað - 27.09.1941, Blaðsíða 2
2 N ? T T DAGBLAÐ Laugardagur 27. september 1941. Húsmœðraskólinn tek- ur til starfa í vetur Hulda Stefánsdóttir ráðin skólastýra Eins 'Og kunnugt er, er gert ráð fyTir að nýr skóli taki til starfa Gétf i bæ i vetur, og er það hús- inæðraskóli. Hulda Stefánsdóttir, Stefánsson- ar skólameistara, er ráðin skólastýra, en Ólöf Blöndal handavinnukennari. Verið er að breyta liúsinu á Sól- vallagötu 12, sem keypt hefur verið vegna skólans, eftir því sem þarfir hans krefjast, og er gert ráð fyrir að þehn breytingum vorði lokið um áramót, þannig að skólinn gcti þá tekið til starfa. í skólanum á að vera heimavist fyrrir 24 konur, en einnig er ^ert ráð fyrrir að skólinn taki heima- göngu nemendur. hísih m Lifnr Svíd Kíndabjúgu Middetfíspylsar Klðtvezlanir Bjðlta Lí«ssonar. VatnsleðursUór Gámmlskór, Gámmístígvél, Inniskór, Vinnaföt o. fL — VIÐGERÐIR GCMMlSKÓGERÐIN Laugaveg 68. — Sími 5113. OOOOC XX>OOOOOOOOo- Heíf og bðld svíð allan dagínn Kaffisalan Hafnarstrœfi 16 OOOOOOOÓOOOOOOOOO “Gúmmísíabbar og gámmí« ferdajabbar Gúmmfskógerðin VOPNI Aðalstræti 16.. Sími 5830. ooooooooooooooooo Þorsteinn Erlingsson Afstaðð hans til Dana og það sem við getum Isrt af henni um afstoðuna til Breta i. Það var árið 1887. borsteinn Erl- ingsson ©rti m. a. á þvi ári ivö kvæði um Dani og til Dana. Annað var Rask-kvæðið alkunna. 1 þakkirnar til Rasks,. mannsins, sem hann unni og virti, voru ofnar á- kærurnar til kúgaranna: „Þvi fátt er frá Dönum, sem gæfan oss gal, og glöggt er það enn, hvað þeit vlja. l>að lilóð, sem þeir þjóð vorri út sugú af, það orkar ei tíðin að hylja‘‘. o.s.frv. Fyrir þetta iilaut Þorsteinn á- jminningu háskólaráðs og einskon- ar útlegð frá háskólanum. 1 kvæð- isbrotum, sem enn liafa ei verið birt, en ort voru út af áminningu þess- ari, lýsir Þorsteinn vel ]>jóðarstolti sínu, þó fulltrúi smáþjóðar væri, gagnvart hinum dönsku valdhöfum, sem ekki skorti draml>ið, þó minna færi fyrir vitinu. Af öllum öðrum kvæðum I>or- steins er svo kunnugt, hve eldheitur ættjarðarvinur hann var, hvernig hann stóð sífellt þar í fylkingar- brjósti, sem harðast var sótt fram í sjálfstæöisbaráttu Islendinga. Um það, hvernig hann á alla lund vann að því að fylkja íslenzku þjóðinni saman til frelsisstríðs hennar, þarf ekki að fjölyrða. Þjóðin veit það!. Enginn ber á það brigður. Það, sem Þorsteinn og svo marg- ir ágætir menn aðrir unnu að á þvi sviði, hefur enn fullt gildi fyrir oss sem fyrirmynd til áð breyta eftir. En Þorsteinn háði ekki sjálfstæð- isbaráttu lslendinga aðeins sem ís- Ienzkur þjóðfrelsismaður. Hann háði hana líka sem alþjóðlegur frelsis- sinni. Og í dag, þegar þjóð vor á frelsi sitt næstum þvi eins mikið undir lýðræðisöflunum meðalbrezku þjóðarinnar eins og undir samtökum sjálfrar sín, þá er rétt að minnast og baráttu Þorsteins á þessu sviði að nokkru. Um hana fjallar hitt kvæðið, sem ort er sama ár og Rask-kvæðið og flutt 30. júlí 1887 í samsæti lslend- inga fyrir danskan ritstjóra. Það er danski vinstrimaðurinn Korsgaard, ritstjóri að „Morgenbladet“ og síð- ar „Aftenbladet“, sem heiðraður var á þennan hátt. II. Það var harðstjóm Estrups, sem sat að völduipj í Danmörku uin þess ar mundir. Sú stjóm Jfúgaði ekki aðeins Islendinga og neitaði þeim um réttarbætur. Hún imdirokaði einn ig danskan almenninjg í þágu nokk urra stórjarðeigenda og embættis- manna og ofsótti á aila lund jafnt sósíalista sem borgaralega lýðræðis- sinna, sem þá gengu undir nafnlnu „vinstri rnenn". Virti einræðisstjóm þessi þingræðið að vettugi og stýrðl Iandínu með bráðabirgðalögum gegn þjóðarvilja. Það var orðið „heitt“ í Dan- mörku um þessar mundir. Hvað eft Það er afmælisdagur Þorsteins Erlingssonar í dag. Það eru 83 ár síðan hann fæddist. A morguin eru 27 ár síðan hann dó. Þorsteinn lifir ekki aðeins í minningu þjóðarinnar sem eitthvert bezta ljóðskáld hennar, heldur og sem einhver rót- tækasti frelsissinni, sem hán hefur átt. Það var afstaðan til Dana, sem var vandamál dagsins þá. Sterkt var hatrið til læirra, er kágiiðu oss. Það er afstaðan til Breta, sem er vandamál dagslns i dag. Sterkt er enn hatrið til þeirra, er kága oss. En við skulum ná eitt augnablik minnast þess hvernJg Þorstclnn kenndl oss að bata harðstjórana og unn« þcim, „sem hrista sín bönd”, — þó báðir tilheyri sömu þjóó- iivni. „Undír í djúpun~ um logar' ir annað urðu skærur og árekstrar milli frelsissinna og iögreglu aftur haldsins. Það var jafnvel búist við götu- bardögum, jafnvel uppreisn og byli- ingu ]>á og þegar. Og kva-ði Þor- steíns lil Korsgaard gefur einmitt til kynna vilja íslenzku frelsissinn- anna, hinna eldheitu „Danahatara" og ættjarðarvina, iil samfylkingar Þorsteinn Erlíngsson. við lýðræðisöfl dönsku þjóðarinn- ar, sein ‘aí afturhaldinu voru úthróp- uð sem byltingarmenn og Nihilist- ar. Kvæðið til Korsgaard ritstjóra hljóðar svo: „Vor gamla fjarra fósturjörð þig fyrstan kjósa mundi í hópinn sinn, sem heldur vörð í Höfn hjá Eyrarsundi. r Þó lið sé fyrrir fátt og snautt, er fjandmenn ríða að garði, ef þú ert með oss, er ei autt í Islands Laugaskarði. Og ef við yður fregnum frá að fylkja loks þið taki, vor drengjahópur dylst ei þá, og Dönum sizt að l>aki. Við fælumst kannskc fyrsf í stað, flóir blóð á strætmn. En virkjahleðslan hjálpasl aö, það held ég að við gætuni. Hver annan þá sem vfnur ver. Við vikjum fyrrir aungum. Þú fylgir oss. Og fremstir vér í fylking þlnnl gaungum. Við tölum aldrei orð um frið, unz allt við fengið höfum. Við sættumst fúsir fjendur við — en fyrst á þeirra gröfum“. III. Svona róttæk, svona djörf, svona alger’var sú samfylking, sem ætt- jarðarvinurinn íslenzki boðaði að gera skyldi við danska lýðræðissinna Kenningar sösíalismans, sem hann þá var tekinn að aðhyllast, liafa vafalaust vísað honum leið til þess- arar skynsamlegu og róttu afstöðu i þjóðfrelsismálunum. Þorsteinn las á Hafnarárum sínuin sifellt blað hins fátæka danska sósialistaflokks, „Sos ialdemokraten“ og var hugsjónum þeim, sem þar voru boðaðar, trúr til dauðadags. En jafnvel pólitísk liyggindi rót- tæks borgaralcgs ættjarðarvinar hiutu að bencia, i sönm áttina og al- þjóðleg frelsiskenning marxismans. Samvinnan við þau öfl í Danmörki' sem innan frá börðust gegn þetm, sem fsland kúguðu, lilaut að vera sjálfsagt mál fyrir þá, sem utan frá börðust gegn sömu öflum. | Og þó aldrei kæmi til þess að danskir og islenzkir frelsissinnar ] berðust samain í götuvígimum gegn ' liarðstjórn Estrups, þó sýndi það sig þó, að stofnan, sem í kvæðinu iil Korsgaard fólst, var rétt. Vér vituin að það var sigur vinstri ananna i Danmörku 1901, sem reið baggamuninn um að vér islending- ar fengum islenzkan ráðherra 1903. IV. Ættjarðarást og alþjóðahyggja, pólitísk hyggindí og reynsla af for- dæmum brautryðjenda vorra, bjóða oss í dag að berjast fyrir frelsi ættjarðar vorrar og sigri lýðræðis Lns af sama skilningi og Þorsteinn Erlingsson gerði 1887. Vér hötum nú sem þá livern yfirgang, sem oss er sýndur, ■ á hvaða sviði sem gr. Vér hötum það brezka auðvald, sem rænir oss arði vinnunnar. Vér hötum það brezkt hervald, sem sviptir oss frelsi og rænir frá oss rétti, sem við eigum. Við hötum það ekki sízt, af því J>að með slíku framferði sver sig i ætt við fasismann, verstu liarðstjórn- ina sem heimurinn þekkir. Við berjumst á móti því eins og við megnum, og vér mótmælum, þegar gerðir vorar cngin áhrif hafa á of- ureflið. En vér unnum að sama skapi öll um þeim öfluin lýöræðis og frels- is með brezku þjóðinni, semf í dag beyja strið fyrir tilveru og frelsi sirru — og tilveru og frelsi voru um leið. Vér viljum samvinnu við þessi öfl. Þeim fylgja til liiflxiar beztu óskir vorar, — þólt vanmegna séuin sjálifilij í striði því. En sjómenn Sifellt berast fleiri og fleiri frétt ir frá hinum undirokuðu löndunn Evrópu. Þær koma seint. Þær virð- ast stundum smáar. En þær bera vott um ólguna, sem alstaðar er gegn harðstjórninni, og enginn veit um hvert þessara landa við eigum að segja, að „þaT flýgur neistinn að endingu úr, sem Evrópu hleypir i loga“. Búlgaría í ágúst voru teknir fastir 140 meðlimir Sovétvinafélagsins í Skople, sem áður var júgóslavnesk horg, en Búlgarar nú drotfna yfir. Ibúarnir svöruðu þessum handtökuin mcð mótmælagöngum og húpfundum fyr ir framan setuliðsstöðvar Þjóðverja og opinberar byggingar Búlgara. Rétt á eftir var hergagnalest fcprengd i lioft up'p í nágrenninu. Bændurnir hafa reiðst mjög yfir því, að matvælin eru af þeirn tek- in og flutt til Þýzkálan,ds. Hafa þeir byrjað að mynda vamarsveitir gegn yfirgangi Þjóðverja. Belgía Níu þúsund tonna skipi var ný- lega sökk\t í Hagen-skurði við Ghent. 22 þýzkir járnbrautarvagnar voru eyðilagðir á járnbrautarstöð milli Louvain og Liege. 1 Cha^eroi var stórt vörugeymsluhús við stálverk- smi^jurnar sprengt í loft upjp. í þvi voru geymdir lilutar i þýzka kaf- báta. Verkföll eru orðin alltíð. Hung- ur sverfur að mörgum Belgíubúa. i byrjun ágúst gerðu 1200 nánru- verkamenn í Frameries verkfall, tii að knýja það fram að fá meiri mátvæli. 2500 námumenn í Liege- kolanámunum lögðu líka niður vinnu. 1 Lotte, nálægt Brussel, fór kven- fólkið i hói>göngur til ráðhússins, til að heimta l>rauð handa hðrnuoi sinum. Holland Nazistarnir hafa bælt niður frjálsa starfsemi kristilegu verka lýðsfólaganna. Hvarvetna rísa menn upp gegn banni því. Kirkjan bannar alla þátttöku í samtökum nazista og áróður gegn nazistum er lesinn af prédikunarstólnum. vorir fórna þó ekki síður fyrir það en þau. Oss er ljóst að sigur þessara afla, sigun í styrjöldinni við fasism ann og sigur í átökunum við aftur haldið heima, mun riða baggamun- inn um það, að vér náum fullum sigri í lýðræðis- og frelsisbaráttu vorri, ef vér sjálfir ei liggjum á liði voru. Sá timi er ef til vill ckki fjarri nð þeir, som liata hrezka kúgun á íslandi jafn innilega og Þorsteinn liataði danska undirakun, hylli Frajik Owen eða Palme Dutt*) á sa.ma liátt og Þorsteinn hyllti Kors- gaard. Og það er léttara fyrir þjóð vora á slikum reynslutimumi sem nú að þræða rétta braut, er slíkir menn sem Þorsteinn Erlings- son hafa rutt hana og vísa oss veg- inn. E. O. *)Franít Owen er ritstjóri cnska l>Iaðsins „Evening Standard“ og tek- ur mjög frjálshuga afstöðu, Palme Dutt er ritstjóri „Labour Mouthly", einn bezti marxisti Englands.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.