Nýtt dagblað - 27.09.1941, Blaðsíða 3

Nýtt dagblað - 27.09.1941, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. september 1941. NÝTT DAGBLAÐ 3 Eigaudi og útgef xBdi: Gunnar Bene Jiktsson. Ititst.jórar: Einar Cigeirsson (ábyrgur) Sigfús Sigurhjartarson. Itlistjórn: Hverfisgötu 4, sími 2270, Afgreiðsla: Austurstræti 12, sími 2184. Víkingsprent h. f. Dagsbrún á tafarlaust afl segja upp samningum Fyrir nokkru síðan var því hreyft hér i blaðinu, hve sjálfsagt það væri að verklýðsfélögin segði upp samningum nú fyrir mánaða- mót, til þess að knýja fram kjara- bætur um nýjár. Enn sem komið er mun aðeins Hið íslenzka prentarafélag hafa sagt upp samningum, en mörg fleiri félög munu hafa það í hyggju og gera það nú næstu. daga. En mest veltur eins og endra- nær á því hvað Dagsbrún gerir. Aldrei hefur Dagsbrún haft aðra eins möguleika og nú. Og ekki þarf að efa, að Dagsbrúnarmenn vilja almennt að samningunum sé sagt upp og knúðar fram þær kjarabætur, sem ekki náðust i fyrra. Og það væri hart, ef nú, þegar Dagsbrúnarmenn bara mcð því að „segja eitt orð”, geta feng- ið fram það, sem þá hefur dreymt um árum saman, að þeir fengju það ekki bara vegna þess, að 1 Dagsbrúnarstjórnin gerði ekki skyldu sína. Það þarf strax að kalla saman Dagsbrúnarfund og taka ákvörð- un um uppsögn samninganna. Það er nauðsynlegt að félagið sjálft kjósi samninganefnd, sem stjórni líaráttunni fyrir bættum kjörum Dagsbrúnarmanna. Dagsbrún cr nú fjölmcnnari — og ríkari en nokkru sinni fyrr. Það munu nú vera um 3000 bæj- armenn í Dagsbrún og auk þess munu yfir 1000 utanbæjarmenn greiða gjöld til hennar. Dagsbrún mun þvi eignast um 60—80 þús- und krónur á þessu ári, svo ekki ætti fjárhagsskortur að tefja nauð synlegar aðgerðir eða hamla bar- áttu félagsins fyrir hag verka- manna. En það þarf að læra af þeirri reynslu, sem fengist hefur í vinnu deilunum undanfarið. Það þarf að hafa samvinnu við önnur verk- lýðsfélög, sem vinna á sömu vinnu stöðvum, svo sem félög faglærðra byggingarmanna, svo þau verði öll samferða í baráttu sinni. Það væri bæði hlægilegt og skaðlegt, ef t. d. múrarar gera verkfall einn daginn og semja svo eftir 2—3 daga, svo stöðva trésmiðimir alla vinnuna í næstu viku, svo stöðva Dagsbrúnarmenn og svo koll af kolli. Samcinaðu'r verður verka- lýðurinn að leggja til atlögunnar og sigra. Ennfremur hafa Dagsbrúnar- rnenn fengið dýrkeypta reynslu fyrir því að sú stjóm, sem nú situr er bráðónýt til baráttu, svo sem við var að búast. Það þarf því með kosningu samninganefnd- ar að tryggja á lýðræðislegan hátt örugga forustu í baráttunni fyrir kjarabótum. En það er nauðsynlegt að Dags brúnarmenn séu á verði, því hugs- anlegt væri að Dagsbrúnarstjórnin DÝR MUNDl JÓNAS ALLUR. Að þessu sinni er það ekki Jón- as gamli, heldur Jónas Guðmunds son, sem er á dagskrá. Það bar við síðastliðinn vetur, að maður að nafni Alfreð Guð- mundsson tók Jónas alvarlega, og stefndi honum fyrir svívirðileg ummæli er Jónas hafði um hann haft í Alþýðublaðinu. Auðvitað vom ummæli Jónasar dæmd dauð og ómerk, og auk þess var honum gert að greiða 300 kr. í sekt og 150 kr. í málskostnað. Þetta kostar þá ein nögl af hinum minnsta skammafingri Jón- asar. Hvað skyldi hann kosta all- ur ? ) P.s. Nú fær Jónas kast og skrif ar langa grein í Alþýðublaðið.. „HALLAÐI HANN MJÖK TIL ENN LÖ VlÐA FRÁ”. Ameriskur blaðamaður, er hér dvaldi, meðan ísland var hemum- ið í annað sinn, segir svo frá hvemig íslenzkir karlmenn bmgð- ust við á einhverjum mestu1 rauna tímum þjóðar vorrar: „Einn bæjarbúa hefur sagt mér, að sumir karlmannana hafi kært vfir því til lögreglunnar, að konur þeirra og kæmstur séu á stefnu- mótum við óbreyttu hermennina og foringjana. „Þeir gráta á lögreglustöðinni”, •sagði hann að lokum, svo sem til að sýna hvemig ástandið væri. Og íslenzku karlmennimir sem hér eiga hlut að máli eru beinir afkomendur víkinganna, sem forð- um réðust til landgöngu á Irlandi og rændu konum þar, — víking- anna, sem allar þjóðir, er við sjó bjuggu, óttuðust”. Njála segir svo frá Gunnari nokkrum Lambasyni, er hann sagði frá Njálsbrennu erlendis: „Sigtryggur konimgur spurði: „Hversu þoldi Skarphéðinn í brennunni?” „Vel fyrst lengi”, sagði Gunnar, „enn þó lauk svo að hann grét”, og um allar sagnir hallaði hann mjög til enn ló víða frá. Kári stóðst þetta eigi. Hljóp hann þá inn með bragðnu sverð- inu og kvað þe^sa vísu”.... „Þá hljóp hann innar eftir höll- inni og hjó á hálsinn Gunnari Lambasyni og svo snart, að höf- uðið fauk upp á borðið fyrir kon- unginn og jarlana”. Skyldi ameriski blaðamaðurinn kæra sig um að Islendingar nú- tímans væru enn líkir víkingum fomaldarinnar? Bæjabúar! Bæjarpósturinn á er- indí til ykkar allra og flytur er- indi frá ykkur öilum, ef þið biðj- ið hann fyrir þau. ÞVl KEMUR ÞJÓÐVILJINN EKKI UT? Margir liafa spurt ritstjóra Nýs Dagblaðs þessarar spumingar, og er vissulega næsta eðlilegt. En því er til að svara, að Þjóðviljinn kemur ekki út af því, að Bretar vildi smokka því fram af sér að segja samningunum upp. Og það má ekki láta henni haldast uppi að svifta Dagsbrúnarmenn mögu- leikunum til kjarabóta nú. halda enn fast við það bann, sem þeir á sinum tíma lögðu við út- komu hans, og það skulu menn liafa til marks, að meðan Þjóð- viljinn kemur ekki út, þá er hann bannfærður af Bretum. MJÓLKURSTÖÐIN ILLNOTHÆF FYRIR 5 ARUM. Morgunblaðið skýrir frá því, að það hafi átt tal við Sigurð Pét- ursson gerlafræðing og spurt hann um hvað valdi því að mjólk- in reynist svo oft súr á seinustu tímum. Svar gerl'áfræðingsins er í 5 liðum og á margan hátt eftir- tektarvert. Fjórði liður svarsins hlýtur að vekja alveg sérstaka athygli. Hann er svohljóðandi: „Mjólkurstöðin í Re^ykjavík var talin illnothæf fyrir 5 áram. Má nærri geta, hvemig hún er nú, þar sem mjög litlar endurbætur hafa átt sér stað á stöðinni. Ak- ureyri hefur fullkomna, nýtísku mjólkurstöð, en Reykjavík, þar sem meira er í húfi, verður að notast við gamla og úrelta stöð”. ILLNOTHEF — ÓNOTHÆF. Menn rekur i rogastans við að heyra annað eins og þetta. Mjólk- in, sem hver einasti bæjarbúi neytti að meira eða minna lejdi, mjólkin, sem sérstaklega er fæða bamanna, er hreinsuð í mjólkur- stöð, sem árið 1936 var talin „ill- nothæf”, síðan hafa engar um- bætur verið gerðar á henni. Orðið Illnothæf hlýtur á þessum árum árum að hafa vikið fyrir orðinu ónothæf. ÞAÐ VAR SLÆMT, EN VARÐ ÓBÆRILEGT. Þegar verið var að koma „mjólkurskipulaginu” á sællar minningar voru það einkum eftir- farandi rök, sem færð voru því til gildis: 1 óeðlileg samkeppni mjólkur- framleiðenda er útilokuð, og þar með sú hætta, að mjólkur- verðið verði óeðlilega lágt. 2. Sanngjamt verð er tryggt bæði fyrir seljendur og kaupendur. 3 Dreifingarkostnaður verður eins lítill og framast er unnt. 4. Neytendum tryggð góð og holl vara. Síðasta atriðið var í augum margra mjög þýðingarmikið, þvi Ijóst var að af mjólk getur stafað mikil sýkingarhætta, ef ekki er rétt með farið, og þessi hætta verður æ þvi meiri sem mjólkin er keypt víðar að og dreift um stærri bæi. 1 framkvæmd virðist þetta hafa orðið svo, að ástand, sem áðui> var slæmt, hafi síðan orðið óbærí- legt. DÍR VARA OG SKEMMD VARA Ekki er hægt að afsaka þetta með getuleysi, því augljóst er, að ekkert var hægara en að koma hér upp fullkominni mjólkur- vinnslustöð strax eftir að Samsal- an var stofnuð. Hér er um hreina og beina van- rækslu að ræða, vanrækslu sem getur kostað borgarbúa heilsytjón og bændur stóx-fellt markaðstjón. Það getur ekki farið hjá þvi, að borgarbúar þreytist á að kaupa vöru1, sem bæði er dýr og skeipmd, og það svo skemmd, að í stað þess að vera hin hollasta neyzlu- vara, má búast við að hún sé 6kaðlcg heilsunni. EN HVAD UM HINA ASTÆÐUNA. Ef við snúum okkur aftur að þeim fjórum meginatriðum, sem talið var að færð hefðu verið fram sem rök fyrir mjólkurskipulaginu á sinum tíma, og sem einkonar lof orð til handa neytendum og fram- leiðendum, þá getur engum bland- ast hugur um að þaut hafa, að undanskildu því fyrsta, verið svik- in eins greinilega og hægt er að svíkja nokkurt loforð. LÓÐIÐ I VOGARSKÁLINNI. Menn geta skemmt sér við að gizka á hvað þessum svikum muni valda, en getgátur ættu að verá ó- þarfar, þvi öllum ætti að vera ljóst. að orsökin er só, að mjólkurmálin voru gerð að pólitísku togstreitu- ínáli, i stað þess að vera rædd og rekin sem hrein hagsinunamálbænda og bæjarbúa, þar sem bændur eiga allir sömu hagsmuna að gæta, hvaða flokki, sem þeir tilheyra, og bæjar- búar liinsvegar eiga allir sömu hags- muna að gæta, hvaða flokki sem þeir til heyra. Á þessum grund- velli er hægt að leysa þessi mál vel og friðsamlega, því báðir aðilar eru sanngjarnir, og vill livor um sig að hinum líði sem bezt. En það er ekki við góðu að bú- ast, þegar mjólkurmálið á að vera lóðið í kosningavogarskálinni i Ár- nes- og Rangárvallasýslu, lóðið sem sker úr um það hvort þingmenn þessara kjördæma eiga að tilheyra framsóknar ihaldinu eða sjálfstæðis ihaldinu. Er ekki tími til kominn að láta pólitíska loddara hætta að verzla með afkomumöguleika fjöldans? EIGA ISLENDINGAR AÐ VOPNA SIG? Herra ritstjóri! Það eru nokkur brögð að því að menn kaupi sér nú hnífa, til þess að hafa þó einhver vamar- tæki, ef á þá er ráðist. Er allmik- ill uggur í mönnum um að myrk- urárásir muni færast í vöxt, er á veturinn líður, þar sem nokkuð ber á þeim nú þegar. Hér er alvara á ferðum. Ekki er gott að til vopnaðra árekstra komi milli Islendinga og þeirra, sem veita eiga oss vemd. Hins- vegar þykir íslendingum hart að geta ekki varizt árásum einstakl- inga, þótt þeir ekki treysti sér til að verjast heilum stórveldum, er á land vort kynnu að ráðast með ógrynni liðs og aragrúa drápsvéla. Eg er svo mikill skipulagninga- maður að mér finnst að eigi Is- lendingar að vopnast til að verj- ast þeim einstökum árásum, sem vart hefur orðið við undanfarioí þá verði að gera það almennara og betur en gert er með einstök- um hnífakaupum. Og eðlilegast væri að yfirvöldin, sem auðsjáan- lega geta ekki veitt borgurum landsins xdðunandi öryggi, hefðu forgöngu um þessa upptöku tak- markaðs vopnaburðar, því auð- vitað þarf að koma í veg fyrir misnotkun slíkra varnarvopna. Friðsamur borgari. ENDURREISA STARFSSTCLK- UR A VEITINGAHCSUM FÉ- LAGSSKAP SINN? Möxmurn er enn i fersku minni hvert afhroð hinn xmgi félagsskápur M ii löFH ðln I ItSlliilUi? Ef samníngurínn er rífadur af húsaleítfu~ nefnd Fjöldi manns hcfur síðustu dag- ana spurst fyrir um það hjá Nýju dagblaði, hvort þeir væru skyldugir að greiða uppbót á húsaleiguna frá 14. maí, samkvæmt húsaleigúvísitöl- unni. Þessum spurningum ber að svara þannig: Ef húsaleigusamningur er stað- festur af liúsaleigunefnd, ber leigu- taka að greiða 9»/o álag á húsaleig una frá 14. maí til 1. okt., ef þess er krafizt, sé samningurinn hinsveg ar ekki áritaður af nefndinni, ber leigutaka engin skylda til að borga álag á húsaleiguna. Frá 1. október og þar til ný húsaleiguvísitala verður reiknuð út er álagið á húsaleiguna llu/o. starfsstúlkna á veitingahúsum galt í vinnudeilunni síðasta vetur, mest- megnis sökuin duglausrar forustu Al- þýðusambandsins. Þær urðju í raun- inni að leysa upp félagsskap sira pg semja hver í sínu lagi. Síðan þetta gerðist hafa öll skil yrði starfsstúlknanna, til að gera fé- lagsskap sinn voldugan og sterkan, ||e*breytst. Nú er slík eftirspurn eftir \innu þeirra, að atvinnurekend ur verða að ganga að þehn skil- jTðum, sem þær setja. Þær kunna að vísu að segja sumar, að þess- vegna þurfi þær ekki félagsskap nú. — en hvemig verður það, ef atvinnu leysið er komið aftur eftir 2—3 ár, verður þá ekki gott að hafa gert félagsskapinn sterkan eimnitt á þoss um tímum? Einmitt nú ríður á að nota tækifærið til að fá félagið við- urkennt, fá ýms réttindi samþykkt, konia á ýmsum venjum, sem ekki verða afnumdar aftur. Nú veit og sérhver maður hvers virði vinnu- aflið er, nú á þessvegna að keiuia mönnum að meta það, bæði atvinnu rekendum og svo þeim hluta vinn andi stéttanna, sem ekki þekkja vald sitt enn. Starfsstúlkur! Hefjist handa um að gera samtök ykkar sterk! Verkafólk á vinnustöðvum! Biðj ið Bæjarpóstinn fyrir bréf ykkar um hagsmunamál ykkar! Hann fljriur þau til stéttarsystkinanna og fylkir fólkinu um þau. HVAÐ A AÐ GERA VIÐ lS- LENZKA KARLMENN, SEM ERU MEÐ AMERISKUM ' HJCKRUNARKONUM? Herra ritstjóri! Ef það á að brennimerkja þær konur, sem sjást með brezkum eða amerískum hermönnum, hvað á þá að gera við þá íslenzka karl- menn, sem sjást með amerískum hjúkrunarkonum ? Verður ekki að brennimerkja þá líka, bæði af því þeir bregðast þjóðeminu (jafnvel þó þeir eigi, aldrei þessu vant, erfitt um að ná sér í kvenfólk), og svo af því þeir taka frá Ame- ríkananum, það sem lxans er, og auka þannig enn áhættuna fyrir íslenzka kvenfólkið? Kvenréttindakona- É

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.