Nýtt dagblað - 02.11.1941, Blaðsíða 1

Nýtt dagblað - 02.11.1941, Blaðsíða 1
Ahtrífamenn út öllum flokkum heímfa hernaðarað" gerðir af Brefa hálfu. — Aðafmáfgagn rauða hersíns fekur undír krðfuna Krafan um hernaðaraðgerðir af hálfu Breta til að létta 6 Sor- étríkjunum verður stöðugt háværari og víStækari í Bretlandi. ÞaS eru ekki lengur Kommúnistaflokkurinn einn og fylgjend- ur ÞjóSfundarhreyfingarinnar, er bera þessa kröfu fram. Mörg helztu blaðanna, þar á meðal hin áhrifamiklu blöð Beaverbrooks lávarðar, Sunday Express og Evening Standard, frjálslyndu blöðin með News Chronicle í fararbroddi og verkamannablöðin, berjast harðvítugri baráttu fyrir myndun vesturvígstöðva. Innan Verka- mannaflokksins vinna þau öfl á, sem heimta stuðning við Sovét- ríkin svo um muni. Og bak við þessa kröfu stendur öll alþýða Bretlands. ÞaS hefur vakið mikla athygli, að pólski hershöfðinginn Si- korski og Kanada-hershöfSinginn Mc Naughton hafa nú einnig gerzt talsmenn innrásar á meginlandið. EINSTAKT TÆKIFÆRI, SEGIR „RAUÐA STJARNAN“ Rússneski herfræðingurinn Vinter Galaktjonoff hefur tekið þessa hugmynd til meSferðar , ,,RauSu stjörnunni“, blaði sovét- hersins. Hann bendir á, hvernig samspil hernaSaraðgerSanna á hinum ýmsu vígstöðvum hafði úrslitaáhrif í styrjöldinni 1914—'18, og á þá staðreynd, að herferð Breta í Líbíu í fyrravetur hafði þau áhrif, að ÞjóSverjar neydust til að flytja talsvert af loftflota sínum frá Vestur-Evrópu til NorSur-Afríku. ,,Nú þegar þýzki herinn er bundinn á austurvígstöðvunum“, segir Galaktjonoff, ,,er einstakt tækifæri til aukinna aðgerða á öðrum vígstöðvum fyrir heri þá, er samfylkt hafa gegn fasism- anum . „ÖLL þJÓÐIN ER ORÐIN ÓRÓLEG", SEGIR EINN KUNNASTI ÞINGMAÐ- UR VERKAMANNAFLOKKSINS Einn áhrifaraesti þingmaður Verka- mannaflokksins, Emanuel Shintíell, er einn af þeim, sem bæði á þingi og utan þings hafa haldið þessari kröfu á lofti. „Öll þjóðin er orðin óróleg, og ekki einu sinni ræðuleikni forsætisráðherrans getur þaggað niður óttann. Ef sovéther- inn verður fyrir frekari áföllum, verður það alvarlegt fyrir Bretland og mun hafa víðtækar afleiðingar", sagði Shinwell ný- lega í ræðu. „Eg efast ekki um, að forsætisráðherr- ann vill veita hinum rússnesku handa- mönnum vorum fyllstu hjálp, en mér virðist að stefna brezku etjórnarinnar byggist á röngum herstjórnarfyrirætlun- um. Ef herforingjaráðið, sem er ráðunaut- ur forsætisráðherrans í þeasum málum, heldur að það sé viturlegra að geyma herinn þangað til að ráðizt verður á Bret- Iand, er það hin argasta villa. Það er hættuleg blekking að halda, að við getum mætt öllum herstyrk óvinanna án þess að lenda í hinum alvarlegasta vanda, ef Þýzkaland sigrar Sovétríkin. Það er auðvitað hægt að segja að við séum ekki verr settir nú en áður en Sov-. étríkin komu í styrjöldina, en við erum nú í engum vafa um hernaðaratyrk Þýzkalands, og við eigum langt í land, þrátt fyrir yfirlýsingar ríkiss tjórnarinnar, til að standa því á sporði. Eg viðurkenni vandkvæðin á þyá að ráðast á meginfendið ag myncfa yigtítðRv- ar í vestri, en það verður að taka á til að létta á Sovétríkjunum með hernaðar- aðgerðum á einum stað eða fleiri í Vest- ur-Evrópu. Eg er sannfærður um, að hjalp sú, sem vér veitum Sovétríkjunum nú, er ónóg, og það verður að gera eitthvað meira, ef takast á að bæta núverandi aðstöðu fyrir bandamenn vora og oss sjálfa. Ef þaS akyldi koma í Ijós, aS tíið höf- um ekki 8ert skyldu okker gagntíart Sotí- étrikjunum, mun tíerkelýður Bretlanda ekki láta það tíiðgangast án hinna áhrifa- ríkustu mótmcela". VERKALÝÐURINN HEIMTAR AÐGERÐIR Frá verkalýðsfélögum og verkamanna- fundum í verksmiðjum streyma sam- þykktir og kröfur til brezku stjórnarinn- ar um „vesturvígstöðvar". Sunday Ex- press segir m. a. frá því að verkamenn í tveimur vélaverksmiðjum í Leeds sendu eftirfarandi símskeyti til Churchills: „Vér undirritaðir iðnaðarverkamenn teljum að brýn nauðsyn sé á myndun vígstöðva f Vestur-Evrópu, og vér krefjumst þéss, að Mr. Churchili sjái um að úr því verði nú á næstunni". Stúdentar í Oxford hafa sent sams- konar kröfur í símskeyti til Chúrchills, Margessons hermálaráðherra og Sir Ern- est Graham Ljttle, þingmanns fyrir há- sfcólann í London. Háskúlafyrirlestrar fyrir almenning Fyrirlestrarstarfsemi Háskól- ans fyrir almenning hefst í dag kl. 2 með því að prófessor Ámi Pálsson flytur erindi um frelsis- baráttu Islendinga í upphafi 14. aldar. Ekki er að efa að fyrir- lestur Árna verður í senn skemmtilegur og fróðlegur. Aðgangur er öllum frjáls, og ættui menn að nota sér þaxm fróð leik, sem^ Háskólinn býður fram með erindaflutningi þessum. ,HiD iriálsi aM‘ i iranM Fímm atvínnurekendur o$ umboðsmenn afvínnu rekenda ákveða að Dagsbrún segí ekki upp satnníngunum Stærsta dagblað íslenzkra at- vinnurekenda, Morgunblaðið, til- kynnti i gær að Dagsbrún hefði ingum við atvinnurekendur. Þetta ingum við atvinurekendur. Þetta er í fullkomnu samræmi við þá yfirlýsingu, sem ólafur Thors gaf á þingi um að hann hefði talað yið stjórn Dagsbrúnar og fengið að vita, að félagið mumli ekki segja samningum upp. Ekkert sýnir betur en þetta hvernig Ölafur Thors og Stefán Jóhann hafa hugsað sér hina frjálsui aðferð til að halda kaup- inu niðri í framkvæmd. Dagsbrúnarstjómin hefur tekið sér fullkomið einræðisvald í mál- inu, hún svíkur þá siðferðislegu skyldu sína að kveðja félagið til fundar svo málið . verði rætt. Það er stóratvinnurekandinn Héð Sovétherinn veitir harðvffugt vifinðm á fillum vígstððvum Pýzkí herínn hefur sótt nohkuð fram víö Túla og á Krím í fregnum frá Moskva segir að Þjóðverjar hafi flutt mikið vara- lið til Moskvavígstöðvanna, og standi yfir harðar orustur við Kalin- in og Túla. ,,Rauða 8tjarnan“ Begir, að á Túlavígstöðvunum hafi þýzki herinn sótt nokkuð fram, þrátt fyrir gífurlegt manntjón, og hörfi rauði herinn skipulega undan. Alstaðar annarsstaðar á Moskvavíg- stöðvunum hefur rauði herinn haldið stöðvrun sínum, þrátt fyrir geysihörð áhlaup. ÞJÓÐVERJAR ENN AÐ REYNA AÐ UMKRINGJA LENINGRAD Um bardagana á norðurvígstöðvunum eru aðeins fregnir frá Þjóðverjum. Segir í þýzkum fregnum að þeim hafi tekizt að komast austur yfir Volkoff-fljótið, og sæki fram til norðausturs á móti finnsk- um herjum, er sæki fram fyrir austan Ladoga. En það eru margar vikur síðan Þjóðverjar tilkynntu að þeir hefðu náð sambandi við Finna og „umkringt” Len- ingrad. Finnar tilkynna 'að her þeirra sæki fram í áttina til Hvítahafs, en engin stað- festing hefur fengizt á þeirri fregn. ORUSTURNAR í UKRAINU OG Á KRÍM Um orusturnar í Okraínu sagði „Rauða stjarnan" í gær, að sovétherinn veitti harðvítugt viðnám á allri víglínunni, en ástandið væri mjög alvarlegt. Námumenn Donetshéraðsins taka mikinn þátt í vörn- inni ásamt sovéthernum. Þjóðverjar tilkynntu r gær að her þeirra hefði komizt yfir Donetsfljótið á stóru svæði. „Rauða stjarnan" telur ástandið á Krím einnig ískyggilegt. Fasistahernum hafi tekizt að breikka fleyg þann, er tókst að reka inn í varnarlínu rauða hersins fyrir þremur dögum síðan, og sækja fram rtoM«a bÉðméft'a, Herstjórnartilkynning rauða hersins á miðnætti í nótt: Orustur héldu áfratn á öllum vígstfíðvuni allan daginn. Fimm þýzkar flugvélar voru skotnar niður í nágrenni Moskva. I gær (31. okt.) eyðilagði sov- étflugherinn á mið- og suðurvíg- stöðvunmn 50 þýzka skriðdreka og herflutningabíla hundruðum saman, kveiktu í skotfærbirgðum og réðust á fótgönguliðs- og ridd araliðseiningar óvinanna með góðum árangri. Aðeins 44 möim~ um býargað af „Reuben James" Aðeins 44 mönnum af áhöfn bandaríska tundurspillisins „Keub en James” hefur evrið bjargað, svo vitað sé, en ekki er kunn- ugt um afdrif hinna 70—80 sem á skipinu voru auk þeirra. Framh. á 4. síðu. inn Valdimarsson og nokkrir auð- sveipir þjónar Ólafs Thors, sem mynda stjóm Dagsbrúnar, og þessi hópur, sem leyfir sér að ákveða í nafni 3000—4000 verka- manna að samningnum við at- vinnurekendur skuli ekki sagt upp. Þetta er hin frjálsa aðferð til þess að halda kaupinu niðri, að koma þjónuni Ölafs Thors og Stefáns Jóhanns, eða blátt áfram atvinnurekendum, í trúnaðarstöð- ur innan verklýðsfélaganna og láta þá síðan fótum troða frelsi og lýðræði innan félaganna og gera ráðstafanir eftir því sem stjórnarherrunum þóknast. Þetta er að svíkja lýðræðið í nafni lýðræðisins. Þetta er að fótumtroða frelsið með frjálsum aðferðum, það er hótinu skárra að koma með hnífinn framan að mönnum, eins og Eysteinn gerir, heldur en læðast með hann að bakinu að hætti þeirra ólafs og Stefáns. Fjárhagsnefnd þríklofin um ^dýrtíðarfrumvarp Eysfeins Fjárhagsnefnd neðri deildar hefur skilað áliti um frumvarp Eysteins um dýrtíðina. Hefur nefndin þríklofnað. Sveinbjörn Högnason og Skúli Guðmundsson leggja til að frv, sá samþykkt. Jón Pálmason og Har. Guð- mundsson leggja til að það sé fellt. En Stefán Stefánsson, Bænda flokksmaður, vill samþykkja frv., ef breytingartillögur hans við það ná fram að ganga. Og í þeim er nú aldeilis ekki verið að skera utan af hlutunum: Leggur hann m. a. til, að bæta svohljóðandi klausu inn í frumvarpið: „Ríkis- stjórninni er heimilt að banna verkföll, verkbann og öunur sam- tök(!!), sem miða að því að stöðva eða leggja niður vinnu”. Lárus Helgason í Klaustri látinn Lárus Helgason bóndi að Klaustri á Síðu andaðist í gær. Lárus var þjóðkunnur maður sökum stjórnmálastarfsemi sinn- ar, forustu í ýmsum framfara- málum Skaftfellinga og síðast en ekki sízt fyrir höfðinglegan bú- skap og frábæra gestrisni. Lárus var fæddur að Fossi á Síðu 8. ágúst 1873. Hann var þingmaður Vestur-Skaftfellinga 1922—23 og 1927—34.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.