Nýtt dagblað - 02.11.1941, Blaðsíða 4

Nýtt dagblað - 02.11.1941, Blaðsíða 4
Næturlæknir er í nótt Björgvin Finnsson, Laufásveg 11, sími 2415. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki og Ingólfsapóteki. Helgidagslæknir: Daníel Féld- sted, Laugaveg 79, sími 3272. Næturlæknir á mánudag: Dan- íel Féldsted, Laugaveg 79, sími 3272. ÚTVARPIÐ I' DAG: 10.00 Morguntónleikar (plötur) : a) Fiðlusónata nr. 1 í g-moll eftir Bach. b) Píanósónata r B-clúr eftir Mozart. c) Cellósónata í C-dúr og píanósón- ata , Op. 49, nr. 2, eftir Beethoven. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). — Sálmar: 26, 463, 573, 154,. 574. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. TilbrigÖaþættir. 18.30 Barnatími (Sig. Thorlacius skóla- stjóri). 19.25 Hljómplötur: „Þyrnirósa", ballett eftir Tchaikowsky. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Hljómplötur: Hyliingarganga úr „Sigurði Jórsalafara", eftir Grieg. 20.30 Upplestur: „Konungsbrúður”, saga eftir Helga Hjörvar; síðari hluti Höf. flytur). 21.10 Orgelleikur í Dómkirkjunni (Páll Isólfsson) : Tónverk eftir Buxtehude. 21.35 Hljómplötur: Casals Ieikur á cello. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00- Dagskrárlok. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Vilhj. Þ. Gíslaspn). 20.50 Hljómplötur: íslenzkir söngvarar. 21.00 Ávarp: Um ungbarnaeftirlit og líknarstöðvar (Katrín Thoroddsen læknir). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Þýzk þjóðlög. Einsöngur (séra Garðar Þorsteinsson): Lög eftir Grieg o. fl. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Hafið þið seinkað klukkuimi? Þegar klukkan var 2 í nótt var henni seinkað um eina klukku- stund þannig, að hún var þá 1. Leikfélag Keykjavíkur sýnir leikritið Á flótta í kvöld, og hefst sala aðgöngumiða kl. 1 í dag. Operettan Nitouclie verður sýnd kl. 2i/2 í dag. Sala aðgöngumiða hefst klukkan 1 í dag. Ameríska herstjórnin á Islandi tiikynnir: Skotæfingar fara fram dagana 3„ 5., 6. og 12. nóvem- ber, á svæðinu norðan Sandskeið- is og sunnan Geitháls—Þingvalla- vegar. Veginum verður lokað. Helgi Hjörvar flytur síðari hluta sögu sinnar: „Konungsbrúð ur” í útvarpinu í dag kl. 20,30. Katrín Thoroddsen talar í út- varpinu á mánudaginn kl. 21 „Um ungbarnaeftirlit og líknar- st.öðvar”. Frú dr. Irmgard Croner flytur fj rirlestur fyrir ahnenning í 1. kennslustofu Háskólans, mánu- daginn 3. nóv. kl. 8 e. h, stund- víslega. Efni: Bilder aus Goethes Leben. Skátar opna athyglisverða sýn- ingu í Miðbæjarbamaskólanum ki- 2y2 í dag á ýmiskonar frí- stundavinnu. Aðgangur verður ókeypis og mun sýningin verða opin aðeins í dag. Skákkeppni milli Austurbæjar og Vesturbæjar verður í Good- templarahúsinu kl. 1 í dag. Sósialisfar Sósíalistar! Munið að koma á skrifstofu -félagsins, sem er opin dag hvern lil. 4—7 eða afgreiðsíu Nýs dagblaðs, sem er opin á hverju kvöldi og í dag kl. 4^2—6. Það er mjög áríðandi að gera grein fyrir listum, sem ýmsir félagar hafa. STJÓRN SóSlALISTAFÉ- LAGS REYKJAVlKUR. Slys Seint í fyrrakvöld varð maður fyrir brezkum bíl á Hatnarfjarð- arveginum. Meiddist hann nokkuð á höfði og var fluttur á Land- spítalann. Heitir hann Kristján ólafsson, til heimilis á Sjafnar- götu 6. Verkalýðurinn mótmælir Fundur í Félagi Bliliksmiða í Reykjavík, haldinn 1. nóv., sam- þykkti í einu hljóði eftirfarandi mótmæli: „Fundurinn mótmælir mjög ákveðið frumvarpi því, er fraro er komið á Alþingi og gengur í þá átt, að koma lögfestingu á kaup launþega í landinu. Ennfremur mótmælir fundur- inn hverskonar tilraun, sem mið- ar að því að skerða núverandi athafna- og ákvörðunarfrelsi stéttarfélaganna. 44 menn.bjairgasí Framh. af 1. síðu. Fregn frá Washington hermir, að tundurspillirinn hali sökkt tveimur kafbátum þýzkum áður en honuux var sjálfum sökkt með tundurskeyti. Bandaríkjablöð eru mjög hörð í dómum sínum um árásina. Knox, f lotamálaráðherra Banda ríkjanna, lét svo um mælt í gær, að Bandaríkjamenn væru þegar orðnir þátttakendur í bardðgun- um, og muni berjast þar til yfir líkur. Mackenzie King, forsætisráð- herra Kanada, er kominn til Washington til viðræðna við Roosevelt Bandaríkjaforseta. Tveggja barna mððir hverf ur að heiman. — Finnst hjá setullðsmanni Á fimmtudagskvöldið var leit- aði maður nokkur aðstoðar til þess að finna konu sína, sem hafði ekki komið heim til sín í sólarhring. Lögreglan fann kon- una í skúr, sem Hestamannafélag ið Fákur á inni við Elliðaár. Hafði hún dvalið þar með brezk- um setuliðsmanni. Þessi kona er, tveggja bama móðir og virðist það nokkuð langt gengið, þegar íslenzk móðir hverfur frá böm- um sínum og leggst út með er- lendum hermanni. Rauðí krossinn Framh. af 2. síðu. Er nú heitið á þegnskap fólks jg fyrirhyggju fyrir sjálfum sér og öðrum að gefa sig fram til þessara „blóðfóma”. Auðvitað á aðeins heilbrigt og hraust fólk að gera það, á aldrinum 16—50 ára, jafnt karlar sem konur. Er heitið á menn að gefa sig fram við Rauða Klrossinn með því að hringja á skrifstofu hans milli kl. 10—12 og 2—4. Fær það svó síðar bréflega tilkynningu um hvenær það skuli koma til blóð- gjafarinnar, en hún fer fram dag lega milli kl. 9—1 i hjálparstöð Rauða Krossins í Austurbæjar- bamaskólanum. Blóðtakan tekur um 15 mínút- ur og verður því svo fyrir komið að menn þurfa ekki að bíða til að komast að. Þess er vænst, að atvinnurekendum verði ljúft að gefa starfsfólki sínu frí til þess- arar líknarstarfsemi. Þess er rétt að geta, að þó vér Islendingar yrðum svo heppnir að verða ekki fyrir loftárásuim, þá kemur blóðvökvinn, sem feng- ist á þennan hátt, einnig að gagni við ýms slys, svo sem bíl- slys eða þegar menn verða und- ir einhverju, sem ofan á þá hryn ur og menn fá taugaáföll. Það er því langt frá því að blóði manna væri til einskis fómað, þó loftárásir yrðti ekki. En því miður er ekki rétt að gera ráð fyrir því að vér Is- lendingar sleppum við þann voða. Og blóðsöfnun Rauða Krossins er eitt af þeim undirbúningsverk- um, sem þarf að fara fram til þess að reyna að draga sem mest úr hörmungum þeirra. Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur. „Nltouche11 SÝNING KL. 2,30 { DAG ASgöngumi&ar aeldir eftir kl- I ' dag. Leikfélag Reykjavíkur. „Á Sýning í kvöld klukkan 8 Aégöngumlbar etUdtr irUU.it dafi. 49 MANNSKAÐAVEðRIÐ eftir PHYLLIS BOTTOHE ei er veturinni svo haröur, aö voriö sigrist ekki á hon- um aö lokum. Sjálf laut hún engu lénsskipulagi og bóndabærinn á Wetterstein var engum háöur. Freyju hafði langaö til þess aö verja þessum leyfis- dögum þar, ásamt Hans, en Hans sagöi: Bíddu svolítiö lengur, þangaö til snjóa hefur leyst og blómin fara aö sýna sig. Þegar beitilandið er gróiö og allar skepnur komnar út, þá mun þér finnast fallegt þarna uppi, og mig langar til þess aö líti sem bezt út, þegar þú kemur þangað í fyrsta sinni. Freyja gat vel skihö þaö, aö Hans kveiö dálítiö fyrir því aö hún hitti fjölskylduna. Honum þótti fjarska vænt um móöur sína og bræöur, bæöi Karl, eldra bróö- urinn og Mikjál, þann yngra, sem var fáviti, en mjög góöur viö allar skepnur. Hans vissi, aö þau voru harla ólík fjölskyldu Freyju. Þar var einnig frænka Hans, sem hvorki var læs né skrifandi. Hún bjó hjá þeim og hjálpaöi móöur hans viö voru á aö hún mundi ekki giftast. Reyndar haföi hún, heimilisstörfin. Hún hafði skarö í vör og allar likur þvi miöur, mætti ef til vill segja, eignazt dreng meö fjárgæzlumanni nokkrum. Öllum þótti vænt um Franz litla, sem nú var sex ára aö aldri, og þaö tók enginn til þess, aö faöirinn haföi hlaupizt á brott, án þess aö geta um hvert hann færi. Hægindastöll var enginn til á bænum. Mataræöi var eins, dag frá degi, þegar fólkiö rabbaöi saman, var um- ræöuefniö ætíö hiö sama, en þaö var til útvarpstæki og á þáö var hlustaö á kvöldin. Hans hafði skýrt henni frá því, aö hann kynni vel viö sig á Wetterstein, enda væri hann þar borinn og barnfæddur og heföi vanizt því lífi, sem þar er lifaö, en hami bjóst viö áö henni mimdi þykja þaö nokkuö erfitt, einkum á vetrum. Freyja sneri sér viö á klettinum sem hún stóö á og leit beint niöur í garöinn umhverfis Mabergshöllina. Mismunurinn er alls ekki svo mjög mikiil, sagöi hún viö sjálfa sig. Vinnan og viöfangsefnin eru næsta lík á bóndabænum og í höllinni. Á bænum þarftu aö vinna öll verk sem fyrir koma; í höllinni þarftu áö sjá um, aö verkin veröi unnin. Þú átt kýr — en. mjólkar þær ekki sjálf. Þú hefur dúfur — og lætur einhvern annan hreinsa dúfna- húsiö. Þú átt akra og skóga, en einhver annar plægir akrana og heggur viöinn. Eigi að síöur er meira en nóg að gera í Mabergshöllinni. Þaö var Freyju ljóst. Allan veturinn mundi hún þurfa aö líta eftir því, aö dúfimum yröi ekki kalt og sjá um, að þær fengju nóg aö éta, svo áö þær gætu notiö lífsins í gömlu dúfnahúsunum. Á hverjum morgni, þegar Freyja vaknaöi, mundi hún sjá þær laga á sér fjaörirnar og spígspora fram og aftur í snjónum á svölimum og glettast hver við áöra. — Á hverju hausti mundi Freyja hafa umsjón meö viöarhögginu og hleöslu hárra kasta af brenni. Hún og Fritz mundu hvetja hvort annáö meö sífelldri árvekni og umhyggju viö gripahirðingu, akrana, hey- annir, skógarhögg, framræslu og afurðasölu; þess á milli gætu þau iökaö íþróttir, eftir því sem viö ætti á hverjum tíma árs. Jafnvel sérþekking Freyju mundi koma að liði, en ekki falla í gleymsku, þó aö hún gæfi sig ekki einvöröungu að læknisstörfum. Þaö var eng inn læknir nær en í þorpunum niðri í dalnum og þang- aö var illfært á veturna. Hjúin á Maberg uröu sjaldan veik, en slysfarir gat alltaf áö höndum boriö, einnig fæöingar, ellilasleika og dauösföll. Freyja mundi einnig eignast börn, glöö og hamingju- söm, ókvíöin framtíðinni, — ekki börn sem frá upphafi vega yröu ofsótt og niöurlægö, sakir þess aö þau ættu móöur af Gyöingaættum og kommúnista aö fööur. Því fór fjarri, aö Freyju þætti ekki vænt um Fritz. Henni þótti mjög vænt um hann. Hann var æskuvinur hennar og fyrsti karlmaöur, er dáði hana sem konu og gerði henni ljóst, að hún væri. fögur og glæsileg. Henni var óljúft aö laumast frá honum, eins og hún hafði gert áöan. Hún ásakaöi sjálfa sig fyrir að bregö- ast honum þannig,, en henni fannst hún vera tilneydd. Hun vajtfj að vera ein með Hano — það mátti enginn >^<*<>Cw300OOC!OOOOOOOOOOOOOO'OOOOO0,OOO,OOO

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.