Nýtt dagblað - 02.11.1941, Blaðsíða 2

Nýtt dagblað - 02.11.1941, Blaðsíða 2
NÝÍf DagblAÖ Sunnudagur 2. nóvemebr 1941. KIRKJAN -- Ritstj. séra JaKob Jónsson -- Blóðvökvínn gehir bjargað lífí manna, er fá faugaáföil í loftárásum. — Það þurfa um 1000 manns að gefa sig fram til að láia iaka sér Móð félagsins verða í vetur sem hér segir: MIÐBÆIARBARNA- SKÓLINN TELPNAFLOKKUR: MiÖvikud. kl. 7 til 7.45. Föstud. kl. 7.30 til 8.15. FIMLEIKAFLOKKUR KVENNA: Þriðjud. og föstud. kl. 8.15 til 9.15. H ANDBOLT A/EFING AR KVENNA: Miðvikudaga kl. 8—9. ÍÞRÓTTALEIKFIMI: Frjáls-íþróttamenn og skíðamenn þriðjudaga og föatudaga kl. 9.15— 10. KNATTSPYRNUMENN (handb.). Meistarafl. og I. fl. Mánudaga og fimmtud. kl. 9—10. ÖLDUNGAR (handb.): Miðvikud. kl.~ 9—10. SUNDÆFINGAR: í Sundhöllinni Mánud. og fimmtud. — Nánari upplýsingar hjá sundkenn- ara félagsins. Fimleikaœjingar kurla byrja um miðja næata vika í fimleikasal Aastarbæjar- barnaskólans um verba þá auglýstar nánar. Æjingar I M iíbæjar-barnaskólanum byrjuSa í gær. — Kennarar félagsins eru þeir sömu og áSur. K. R.-ingar, fjölmenniS á œfingarnarl STJÓRN K. R. Heíf og köfd svid allan dagínn Kaffísalan Hafnarstraeti 16 v. .ví— Kaupíd Nýff dagblað >0ö0000<x>000000<50< Þess hefur verið farið á leit, við öll dagblöð landsins og Tím- aim, að þau létu kirkjumálum ákveðið rúm í té einu sinni í viku hverri. Nýtt dagblað hefur talið rétt að verða við þessum tilmælum, og það því fremur, sem séra Jak- ob Jónsson mun annast ritstjórn þessara þátta. Blaðið tekur að sjálfsögðu enga afstöðu til trúmála almennt, það telur trúarbragðafrelsi meðal sjálfsagðra mannréttinda og vill ljá umræðum, um þessi mál frá fleiri en einni hlið rúm. Avarp Útgáfumálanefnd þjóðkirkjunn- ar hefur farið þess á leit við öll dagblöð höfuðstaðarins og blaðið „Tímann”, að í þessum blöðum væri um liverja helgi sérstök deild, helguð kirkjunni, hugsjón- um hennar og starfi. Islenzka þjóðin er í alvarlegri hættu stödd. Jafnvel þó að ekki sé barizt í landinu, hefur styrj- öldin borizt hingað og mannfall á sjó hefur þegar orðið mikið, miðað við fólksfjölda. En til eru aðrar hættur, sem steðja fremur að þjóðarsálinni en lífi einstakl- inganna. Ef þróunin heldur áfram, eins og hún hefur hafizt, getur svo farið að þjóðin van-t ræki framleiðslu sína, vanrækji skyldur sínar við íslenzk heimili og skoði það sem sitt eðlilega hlutverk að þjóna útlendingum- Mun þá skapast hér undirlægju- háttur sem helzt í hendur við fordild lítihnagnans að líta á út- lendinga sem fínni menn ensjálfa sig. En hvers virði erum vér þá, er vér höfum varpað fyrir borð tungu vorri, þjóðarerfðum og andlegu sjálfstæði? Og ef and- legt sjálfstæði er að engu orðið, hvar er þá siðferðisþrótturinn c® lífsgleðin? Og hvar er þá hinn stælti vilji þeirrar þjóðar, sem er ein heild í lífsbaráttu sinni? Sjálfstæðisbarátta íslendtinga, er og hefur verið barátta fyrir andlegum verðmætum þeirra. En: sú barátta þarfnast manna, sem. þora að horfast í augu við vanda rnál tilverunnar og mynda sérlífs skoðun, í stað þess að reka fyrir straumi og vindi. Og þá er frem- ur en nokrku sinni fyrr, þörf á þeirri stofnun, sem sameinar ; böm þjóðarinnar, án tillits til sér mála stétta og flokka, undir ' merki einanr hugsjónar, sem öll- um er lífsnauðsyn 'að keppa að. . En það er lífshugsjón Jesú Krists Takmark og hlutverk kirkjunn- ar er það að mynda í landinu sterkt samfélag þeirra manna, sem miða líf sitt við Krist, og, ! í hans anda vilja heyja samskon- ar baráttu og hann gegn fátækt, sorg, sjúkdómum og synd. Jak. J. I dag er allra heilagra messa, texti dagsins er: Op. Jóh. 7, 18 —17. — Sjá sálm nr. 463. Fermingar í Reykjavík Um þetta leyti er verið áð ferma böm í flestum söfnuðum. Undirbúningur undir fermingar- daginn fer fram bæði hjá prest- inum og á heimilum bamanna. Flesta foreldra mun langa til að gera fermingardaginn barninu minnisstæðan með einhverskonar tilhaldi á heimilinu. Við því er ekkert nema gott að segja. En gætið þess foreldrar, að á yður hvílir alvarleg skylda. Á þessum degi má hátíð heimilisins sízt af öllu vera í mótsögn við hátíðina í kirkjunni. Stundum hefur það komið fyrir að fermingarveizlan hefur endað með drykkjuskap og svalli. Til eru .þeir foreldrar sem hafa lagt sig fram í að ala for- dildina upp í bami sínu með hóf- lausu pjatti í gjöfum og klæðn- aði, en látið daginn líða svo til kvölds að ekki væri eitt orð sagt við barnið um helgi dagsins eða þá alvöru, sem við hann er tengd. Bezta ráðið, sem ég get gefið foreldrunum er þetta: Hafið til- haldið á heimilinu yö^r látlaust og blátt áfram, en eins hlýlegt yður er unnt. Þó að einhverjum af vinum yðar kynni að langa í áfengi, þá munið, að þér hafið meiri skyldur við barnið yðar en þá. Það getur líka verið vafasamt að viðhafa nokkuð þaé á ferm- ingardaginn, sem bamið sjálfí kynni síðar að blygðast sín fyrir. Sú venja þyrfti að komast á, að fermingargjafir væm svo lát- lausar, að það þyrfti sem minnst að koma fram mismunur á efna- hag fólksins. Mörg böm eiga vini bæði meðal fátæklinga og efn- aðra manna. En það er ekki víst, að þau geti alltaf sett sig inn í það, að litla Ijóðabókin eða smá- hluturinn er gefinn af jafn góð- um hug og reiðhjólið. En meiri þýðingu en allt ann- að hefur þó það, að á heimilinu hafi farið fram í mörg ár undir- búningur undir ferminguna sem andlega hátíð. Sá undirbúningur er fólginn í því, að foreldrar bamsins hafi, meðan það enn var ungt, leitt huga þess til guðs, gengið með því inn í helgidóm bænarinnar, og kennt því að skilja þýðingu kristilegs lífs. Enginn, sem kennir barninu sínu að elska Krist, þarf nokkum tíma að iðrast eftir því, — sú elska felur í sér kærleika til guðs og manna. Þjóðfáninn og kirkjan Biskupinn hefur óskað þess, að þ;jóðfáninn yrði settur upp í 611- um kirkjum landsin, og ennfrem- ■ur, að sálmurinn „Faðir and- anna” verði sunginn í lok hverr- ar guðsþjónustu, meðan á stríð- inu stendur. Gef þú að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess eg beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér; helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. K. P. Blaðamenn voru kallaðir til Bauða Krossins í gær og skýrði Níels Dungal prófessor þeim frá því að á morgun yrði hafist handa um að safna blóðvökva. Er þetta sérstaklega gert með það fyrir augum að eiga forða af þessu dýrmæta efni handa þeim, sem slasast kynnu í loftárásum. Því er svo háttað ,um ýms meiðsli, sem menn verða fyrir, er þeir klemmast undir hrundum /eggjum eða slasast á svipaðan hátt, að sjúklingurinn berst vej Ðf fyrst eftir slysið, en svo AVARP Ekki er auðfundinn sá maður, er staðið hafi síðari tíma kyn- slóðum hjarta nær en Hallgrím- ur Pétursson. I nærfellt þrjár aldir hefur tungutak barnsins verið helgað stefjum hans, barátta starfsár- anna vígð heilræðum hans, hel- stríð háð með bænarorðum hans og sigurorð hans yfir dauðanum hljómað við hverja gröf. Fár eða enginn hefur ávaxta- samara arfi skilað þjóð sinni en hann. Seint verður honum full- þakkað og aldrei ofþakkað. Of lítið hefur enn verið gert til minningar um Hallgrím Pét- ursson, sem samboðið sé þakk- • arskuld þjóðarinnar við hann. Hallgrímskirkja í Reykjavík á að verða tjáning vorrar kynslóð- ar á vitund hennar um það, hvers minning hans er makleg. Hún á að verða list steinsins, svo sem hún getur tignust orðið á landi voru, eins og list Hall- gríms var fullkomin. Hún á að verða vígð og helguð þeim drottni, sem. Hallgrímur vígði líf sitt og starf. Islendingur! Hér átt þú hlut að máli, hver sem þú ert og hvar sem þú ert Þú ert í skuld við Hallgrím Pétursson, þú ert og að þínum hluta ábyrgur fyrir því, að arfur hans verði ávaxtaður í hendur næstu kynslóða. Er sú ábyrgð því meiri sem uggvænlegar horfir um framtíð þjóðarinnar. Hallgrimskirkja í höfuðstað landsins skal reist til lúkningar á þessari skuld, sem á .vorri sam tíð hvílir. Þú vilt hjálpa til þess; það er heitið á þig og þinn skerf. Um jónsmessuleytið á liðnu sumri, var fyrir forgöngu bisk- ups skipuð allsherjarnefnd til þess að hrinda þessu máli í fram kvæmd. Nokkur hluti þeirrar nefndar hefur tekizt á hendur að safna fé innanbæjar og utan meðal alls almennings, þessi undimefnd heit ir „Hin almenna fjársöfnunar- nefnd Hallgrímkirkju í Reykja- vík”. í gær, laugardaginn 1. nóvem- nokkru síðar tekur blóoþrýsting- ur hans að minnka og sjúklingur- inn getur dáið í höndum lækna anna, ef þeir hafa ekki blóðvökva til að sprauta í harua. Stafar þetta af því að blóðvökvinn hef- ur eftir meiðslin sloppið út úr æðunum (en blóðkornin hinsveg- ar orðið eftir) og svo kemur það allt í einu í ljós, að sjúklingurinn, er að deyja sökum þessa áfalls (Schock), sem hann hefur orðið fyrir. Blóðvökvinn er þá eina „með- alið” sem getur bjargað lífi mannsins og það meðal fæst ekkí, nema menn gefi það af fúsum vilja meðan tími og heilsa leyfir. Blóðvökvinn, sem tekinn er úr mönnum, getur geymst allt að tvö ár eftir að sett hafa verið í hann efni, er drepa sýkla og hindra storkun, en blóðkorniil eru síuð frá honum, því ella myndi hann ekki þola svo langa geymslu og sjúklingamir þurfa ekki á þeim að halda. Það, sem Rauði Krossinn hefur sett sér að safna af blóðvökva í þessum tilgangi eru 100 lítrar, en til þess þarf hann að fá um 300 lítra af blóði. En til þess að fá þá þyrftu um 1000 manns að gefa sig fram, til að láta taka sér blóð. Yrðu teknir 1—2 pelar úr hverjum manni og munar eng an um það, því um 5 lítrar blóðs eru í hverjum heilbrigðum manni. Þess skal getið að enginn mað- ur finnur neinn mun á sér við þennan blóðmissi og enginn sárs- auki fylgir þessari blóðtöku. Framh. á 4. síðu. ber þ. á. var hafizt handa með þessa fjársöfnun. Er þess vænst að því gjafafé, sem að berst úti um land, veiti sóknarprestar viðtöku. I hinum stærri kaupstöðum verða trúnað- armenn þeim til aðstoðar og verð ur síðar nánar tilkynnt um hverj ir þeir eru. Reykjavík hefur verið skipt í smáhverfi með 10—15 húsum í hverju og starfar einn trúnaðar- maður að fjársöfnuninni í hverju hverfi. Tekur hann á móti gjöf- um og gjafaloforðum. „Hin almenna fjársöfnunar- nefnd” hefur opna skrifstofu í Bankastræti 11 (annarri hæð), undir umsjón herra Hjartar Hansson, umboðssala, þangað geta allir trúnaðarmenn og aðrir, sem að fjársöfnuninni starfa snú ið sér, ennfremur þeir, sem vilja leggja fram fé, en umboðsmenn imir ná ekki til Verður skrifstofan opin alla virka daga kl. 1—6 e. h. og oft- ar eftir samkomulagi Þá hefur Ríkisútvarpið heitið aðstoð sinni við móttöku gjafa- fjár svo og þessi blöð: Alþýðu- blaðið, Morgunblaðið, Nýtt dag- blað, Tíminn, Vísir og Þjóðólfur, Reykjavík, 1. nóvember 1941. Benedikt G. Waage, kaupm. Friðrik Hallgrímsson, dómprófast ur, Frímann ólafsson, fulltrúi, Guðjón Jónsson, kaupm., Guðni Ámason, deíldarstjóri, Gunnar E. Benediktsson, lögfræðingur, Jón- as Guðmundsson fyi-rverandi al- þingism., Lúðvík Þorgeirss. kaup- maður, Magnús Jónsson, guðfræðí prófessor, ófeigur J. Ofeigsson, J læknir, Pálína Þorfinnsdóttir frú, * Pétur GuðmimdBSon kaupmaður, &ustarbærinn DugKcga krakba og roskíd fólk vanfar fil að bcra blad- íd fíl kaupcnda í Ausfur~ bænutn, Upplýsingar á aftfr, Ausfursfræfí 12. Símí 2lí»4

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.