Nýtt dagblað - 18.11.1941, Blaðsíða 2

Nýtt dagblað - 18.11.1941, Blaðsíða 2
8 NÝTT DAGBLAÐ Þriðjudagur 18. nóvember 1941. Bœkur FOKKEK FLUGVÉLASMIÐUR Þetta er sagan um Hollending- inn fljúgandi eða f’okker flug- vélasmið. Hersceinn Pálsson blaðamaður hefur þýtt og farizt það vel úr hendi. Bókin lýsir ævi hins mikla brautryðjanda á sviöi fluglistar- innar, Fokkers, frá því að hann var strákur í hópi brúnna Mal- ajastráka austur á Indlandseyj- um og þar til hann varð heims- frægur flugvélasmiður. Hún lýsir skólaárum hans, áhugaleysi hans á náminu, en áhuga hans fyrir l'rístundastörfunum, heima í her- berginu í foðurhúsum, þar sem hann sýslaði um allskonar til- raunir og stal gasi úr leiðslu ná- grannans til þess að geta rekið tilraunastarfsemina. öllu er þessu fjörlega og skemmtilega lýst, og mun öllum þykja gaman að lesa, og þá einkum strákum. En það varð flugvélasmíðin og fluglistin, sem varð starf hins fulltíða Fokkers, og auðvitað var snilligáfa hans á þessu sviði tek- in í þjónustu hemaðarins í síð- ustu heimsstyrjold. Efnið er þess vert að kynnast því, og formið þannig, að það laðar til lestrar. A. Háskóla- hlfómleíkar ARNI KRISTJANSSON og BJÖRN ÓLAFSSON halda 5 hljómleika i vetur í hátíðasal Háskólans. 1. HLJÖMLEIKAR verða föstudaginn 21. nóvem- ber ki. 9 síðdegis. Leikin verða verk eftir Eecles, Bach, Hándel. Lalo óg Schubert. Aðgöngumiðar að ÖLLUM 5 hljómleikunum verða seldir í dag og á morgun í Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar og Hljóðfærahúsinu. — Ef eitt- hvað verður óselt fást að- göngumiðar að einstökum hljómleikum á fimmtudag og föstudag. VrS^Fúm^S^Tiinynmcsk íþaka og Sóley tilkynna: Dregið var í hlutaveltu-happ- iiættinu í gær hjá iögmanni. Þessi númer komu upp: 1. nr. 2344 2. nr. 3285 3. nr. 3744 4. nr. 1559 5. nr. 4584 .nninganna skal ’dtja til Sæ- mundar Sæmundssonar, Kidda- búð, Garðastræti 17. Heíf og hölá svíð aftan daginn Kaffisalan Hafnarsírœti 16 Tímarit Máls og menn- ingar., 2. hefti 1941. Rit- stjóri Kristinn E. Andrés- son. Þetta hefti Tímaritsins á vís- an stao í ísienzKn boKmenma- sogu vegna gremar rcanaors Kiij- an Baxness, er nann necnir „ivraJ íö. NoKkrar athugasemdir”. Grein m er ntuö vegna árasa á sio- ustu rit Halidors, en pær haia einkum beinzt ao máii bókanna. Hann rekur þessa „málhreinsun- arrellu” tii smágreinar, er hann birti í Tímariti Máls og menning ar fyrir nokkru, þar sem hann „vakti athygli á nokkrum al- dönskum orðatiltækjum, sem mjög sækja í penna manna, eink um blaðamanna, og var þess eink ar hógværlega hvetjandi, að menn reyndu að forðast slíkt vangát”. Orðin „einkar hógvær- iega” eiga tæpast við, greinin var öfgakennd í orðfæri og stað hæfingum, rituð af skilningsleysi á þeim þröngu skorðum, er vinnu aðstæður setja starfsmönnum við íslenzk dagblöð. Halldór hall- ast að því, að þeir þrír tugir manna er fást við blaðamennsku á íslandi séu ógreindari, lýttir meiri skapbre3tum og ver upp aldir en almenningur i landinu, „einkennilega menntunarsnauðir” og ráðleggur þeim taugahælis- vist nokkra mánuði árlega. Þetta er kiljönsk hógværð! Þó ástæða væri til svars, hafa blaðamenn látið greininni ósvarað,, mér er næst að halda, að þeir hafi sýnt þann taugastyrk að taka hana ekki íyllilega alvarlega, þó hún liafi eflaust orðið til að torvelda starf þeirra og gefa undir fót aðfinnslusnobbum, sem halda að það sé fínt og vottur um bók- menntun og hámenningu að fara niðrandi orðum um íslenzka blaðamennsku. En greinin varð ýmsum öðr- um tilefni að lúsaleit í ritum Halldórs sjálfs eftir „dönsku- slettum” og þóttust þeir feng- sælir í sögunni um Ljósvíking- inn, en þó hefur aldrei komið annar eins hvalreki á fjörur „mál hreinsunarmanna” og þýðing Halldórs á bók Hemingway’s, „Vopnin kvödd”. Flesta þessara „málhreinsunar manna” afgreiðir Halldór með sárbeittu skopi, en segja má, að þeir hafi ekki til einskis strit- að, því árásimar verða tilefni greinar, þar sem liann gefur ís- lenzkum lesendum hugmynd um, hveraig mál hans haftir orðið til, hvernig hann hefur með íjá- kvaamni fræðimannsins lagt sig í framkróka til að kanriq. js- lenzkt mál, og ritgerðin verður sterk og rökstudd vöru fyrir skynsamlega stafsetningu og þó fyrst og fremst vöra og sókn fyrir lifandi og gróandi íaienzka fungu. Það er hægt að sjá til- sagnarlaust af ritum Halldórs, hvílíka alúð hann hefur lagt við raálið, og þar er stöðlig fram- för, athugulum lesanda er það sönn unun að sjá og fiiana i síð- ustu bókunnm, hvte ísl<enzkan er oi'ðin honuin eftirlát. JBpgu að síður er ómetanlegt að ík bend- ingar hans sjálfs um :málið. Það er ekki tílviljun, að hann minn- iet 4 bækur James Jrftrofe’a. mg skyídi tskki ttótet þty tfýíik&pSti Halldór Kiljan Laxness Halldórs í islenzku máli og með- ferö þess yrói sízt áhraaminni en skáidmál Joyce's á bóKmennt- ir enskumælandi þjóöa, þó ann- ars sé ólíku saman jainaó- 1 smágrein síðar í heítinu, um LaxdæluUtgáfuna, svarar Hall- dór árásum Hriflu-Jónasar og Stefáns Péturssonar, og áfrýjar máli sínu til framtíðarinnar. „Sú öld, sem kernur eftir okkur, mun dæma milli þeirra og mín, milli míns nafns og þeirra nafns. En meðan við lifum allir, munu þeir liafa skapraunina, ég skemmtun- ina”. Honum cr óhætt að leggja málin í dóm cftirkomendanna. Halldór Kiljan Laxness ber nú þegar hátt í bókmenntum íslend- inga, og endist honum aldur til áíramhaldandi starfs, munu hin- ar miklu skáldsögur hans gnæfa upp úr íslcnzkum bókmenntum aldariunar og stórfengleg form þeirra skýrast að sama skapi og truflandi moldviðri samtíðar hans linnir. Ritstjóri „Tímaritsins”, Krist- inn Andrésson, ritar athyglis- verða grein, „Reisum Snorra- höll”, þar sem lagt er til að 700 ára dánardags Snorra Sturluson- ar verði minnzt með stofnun „Menningarfélags”, er sameini alla andans menn, íslenzka, og veldi sér fyrst verkefna byggingu „Snorrahallar” í Reykjavík, „sem verði heimili íslenzkrar listar og jafnframt hagnýt bygging yfir ýms söfn þjóðarinnar, sem nú eru á hrakhólum. Þetta á að verða fegursta og stærsta bygg- ing í Reykjavík. Það má ekkert til hennar spara. Listamcnn verða að fá að ráða henni, og þeir verða að skreyta hana, eins og þeir fegurst geta. Þarna á að vera Snorrasafn með öllum útgáfum á verkum hans, ritum um hann og listaverkum af hon- um. Þarna eiga listasöfn að vera og þama á þjóðminjasafnið heima- Þarna á að vera hljóm- listarsalur, kvikmyndasalur og samkomusalir. Þama á að vera lestrarsalur jmeð nýjustu bókum og tímaritum, innlendum og er- lendum, 1 hverri listgreim Þama eiga skáld og listamenn að eiga samkomustað. „Þessi bygging á pð skapa menningargróðri Is- lands ný skilyrðí. Um leið og hún er reist í minningu Snorra Sturlusonar, er hún reist kom- andi kynslóðum sem tákn um freisis- og menningarþra Islend- ing| á tímum hernámslns”, isegir Kristhra m&ðal aa»ars,. nerlia oreln um oi mép magnaða grein um alþjóðamál, „Samherjar Hitlers”. Sigurður Thorlacius ritar grein um upp- eldisvandamál, er hann nefnir „Æskan í dag er þjóðin á morg- un”. ölafur Jóhann Sigurðsson á þama ágæta grein um áhrif peningastraumsins á æskulýð landsins. Aðalbjörg Sigurðardótt- ir ritar minningargrein um Eirík Magnússon og Yngvi Jóhannes- son ritar um indverska skáidió Tagore. Björn Franzson svarar Nordal enn nokkrum athugíc- semdum. Þaö er vel þess vert að lesa þessa prúðmannlegu rit- deilu alla að nýju, ef menn hafa eldri heftin við hendina. I heft- inui eru þrjú góð kvæði eftir Stein Steinarr, og „Fornt ásta- ljóð enskt” eftir Ben Jonson, fært í fallegan íslenzkan búning af Halldóri Kiljan. Þar er og smá- saga eftir Galsworthy, þýdd af Boga ólafssyni. Loks eru rit- dómar (eða réttara sagt ritgerð- ir) um síðustu bækur Jóhannes- ar úr Kötlum og Tómasar Guð- mundssonar, útgáfu Menningar- sjóðs á kvæðum Jónasar Hall- grímssonar o. m. fl. eftir Krist- inn Andrésson og Halldór Kiljan Laxness Þetta hefti af „Tímariti Máls og menningar” er stórmerk bók, og heldur hátt merki því, er Mál og menning setti sér upphaflega. Og það hefur Tímaritinu (og Kristinn E. Andrésson Rauðum pennum áður) • tekizt bezt. Bókaval félagsstjómar er óþarflega fálmandi. Ef það var nokkuð, sem áreiðanlega var nóg til af á íslandi áður, var það útgáfufélög fyrir „sagnaþætti”. Eg er ekki að lasta þá bók- menntagrein, en finnst svo vel fyrir henni séð, að Mál og menn- ing geti að skaðlausu helgað sig öörum verkefnum, sem meir hafa verið vanrækt af bókaútgefend- um hingað til. Eiils er það, að heildarútgáfa á ritum íslenzkra höfunda hlýtur að taka of mikið rúm í útgáfu félagsins til að vera æskileg. Fyrstu bindi „Arfs íslendinga” eru væntanleg að ári, og hlýtur það verk að taka meginhlutann af útgáfugetu félagsins næstu ár-. in. En við það verður jafnvel enn meiri þörf á að aðrar bækur félagsins verði valdar svo, að sem mest tilbreytni verði í út- gáfumii, og félagsmönnum veru- legur fengur i þeini líka. S. G. <>0000000000000000 Útbreiðfð Nýtt dagblað v><>o<><>c<><><><><>c>^^ llanchester Guardian snýr baki við finnsku afturhaldstjórninni I Bretlandi og Bandaríkjunum eru hinar mótsagnakenndu yfir- lýsingar finnskra stjórnmála- manna taldar lítilsvirði, og muni ekki verða tekið mark á öðru en aðgerðum Finna. Enska biaoiö „Manchester Gu- ardian”, sem hefur ætíð verið mjög hlynnt Finnum og talið þeim margt til afsökunar emnig eftir að núverandi styrjöld hófst, réðist nýl. harðlega á finnsku stjórnina fyrir svar hennar til Bandaríkjastjórnar. Blaðið spyr: „Er það í þágu öryggis Finn- lands að Leningrad verði um- kringd af fasistaherjum? Er það til að tryggja sjálfstæði Finn- lands að reyna að hjálpa Þjóð- verjum til að eyðileggja sam- gönguæðarnar norður til Múr- mansk og og Arkangelsk? Sú staðreynd, að brezkar heraaðar- flugvélar hafi bækistöðvar í Múr mansk, ætti að sýna Finnum að Bretum er mikið í mun að þess- ar leiðir verði varðar og að sjálfsögðu telja Bretar sér fyllsta hag v því að Sovétríkin sigri. Eftir þessum staðreyndum verði farið þegar Bretar ákveði afstöðuna til Finna, og þeim ein- um- Gudbrandur Jónssou, prófcssor ríhíssíjórnar- ínnar og dokfor nazísfa heldur fyrírlesfur Það gerðist undarlegur við- burður í Keflavík nýlega. Guð- brandur Jónsson flutti þar fyrir lestur á vegum Ungmennafélags Keflavíkur. Fyrirlesturinn átti að vera um styrjaldir og áhrif þeirra. Svo einkennilegur var þessi fyrirlestur, að ekki er gott að segja, hvort frekar beri að reiðast slíkum nazistaáróðri, sem þar var íluttur, eða hlægja að þeim vitleysum, sem þar voru boraar á borð. Samúðin með nazistum var auðheyrð á öllum fyrirlestrinum. Guðbrandur kvað Breta vera búna að eyða öllum þjóðarauð sjnum' í stríðinu, svo það væri nokkuð sama hvort þeir ynnu stríðið eða töpuðu því, þeir myndu ekki hafa fé til að borga Bandaríkjunum (!!) Þá fræddi „doktorinn” Keflvík inga á því, að Rússar hefðu ráð- ist á Þjóðverja (!!) Því næst kom hann með þá undarlegu upplýsingu, að það væri Kristjáni konungi að þakka að íslenzku skipunum hefði verið þyrmt. Hefði Kristján samið um þetta við þýzku ríkisstjórnina. — En ekki skýrði fyrirlesarinn frá því, hvers vegna Reykjaborg, Pót ursey og Jarlinum hefði verið sökkt 1 og mennirnir myrtir og skotið á Fróða. Það hefur víst kki átt að miiraa á grimmdai- verk nazistanna þarna, meðan verið var að lofsyngja þá. En fyrirlesarinn hofur haldið Kefl- víkinga grunnfæráari en þeir eru. Fivunh. á 3. síðu

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.