Alþýðublaðið - 23.04.1969, Síða 7

Alþýðublaðið - 23.04.1969, Síða 7
Alþýðublaðið 23. apríl 1969 19 ‘ 4 .J smmmmm-Mm :■: ••• • •• y:• ■■ ' 's* mSm vi&í4< '&iM ■ : - ■ •' :•• j : -:: :■ • . ■ ■■ i--,- ■ .......■ ■•■•■V....■■■■■ tváiiiaiii&áia: hMAMMA) ÍO VIL SOFA HJá ÞÉR” Næstum allir foreldrar þekkja það, þegar barnið þeirra vill ekki tneð nokkru móti sofa alla nóttina í sínu rúmi. Þetta er svo algengt að það er næstum hægt að kalla það eðlilegt. Flestir taka því með ró, en sum- ir eru áhyggjufullir, vegna þess að þeir halda að þetta næturbrölt, sé merki um einhvern veikleika eða ósjálfstæði hjá barninu. Undir öll- um kringumstæöum raskar þetta nætursvefni móðurinnar. Það getur verið ein sérstök ástæða fyrir þessum reglulegu næturheim- sóknum, en það geta líka verið margar mismunandi ástæður. Sú skýring sem passar fyrir eitt barn, er ekki hægt að heimfæra fyrir ann- að. Heldur ekki þó um systkini sé að ræða. Fyrstu 5—6 æviárin er nætursvefn- inn ekki stöðugur og á eng- um öðrum tíma sólarhringsins er barnið eitt svo langan tíma í senn. I gamla daga þegar stórir systkina- hópar voru algengir, var það sjald- an að einstakt barn fyndi til ein- manakenndar. Yngsta barpið svaf þá oftast hjá móður sinni, þar til það næsta fæddist og fluttist þá í rúmið til einhvers af eldri systkin- um sínum, eða kannski til ömmu. Það var mjög sjaldgæft að það væri til rúm fyrir hvern einstakan, hvað þá sér herbergi. Nú má enginn taka þetta svó'að þ^ð sé rangt að lídð barn sé í sínu eigin herbergi. Þvert á móti getur það verið gagnlegt fyrir alla aðila. En þó barn sé vant því að sofa í sér herbergi, getur það sérstaklega um 2ja ára aldurinn, fengið ómót- stæðilega löngun til að vera í ná- vist móöurinnar, einhverntíma næt- MITT A MILLI DRAUMS OG VERULEIKA. AHa dreymir á næturnar, þó þeir muni það ekki aö morgni. Ef barn- ið vaknar upp frá draumi, getur það átt erfitt með að greina draum- inn frá veruleikanum og þá græt- ur það, eða kallar á mömmu. Sofi hún fast, líður dálítil stund þar til hún heyrir tii barnsins og þá fer það sjálft á stúfana úr sínu rúmi til hennar. Þetta getur verið byrjun- in á næturheimsóknunum. Fæstír foreldrar hafa Ijós í her- bergi sofandi barns. En þó að það sé vant myrkrinu getur það orðið hrætt að vakna í dimmu herbergi. Það heyrir kannski ókennileg hljóð, eða sér að því finnst ógnvekjandi skugga á veggnum. Þessu er hæg- ur vandi að kippa i lag, með því að láta lifa á náttlampa, það skapar mikið öryggi. RUMIÐ A EKKI AÐ NOTA SEM GRÝLU. Það hefur mikið að segja að barnið sé ánægt með rúmið sitt. Það er ekki aðeins spursmál um rétta' dýhu eðá þykkt koddans, held- ur einnig að barninu finnist rúmið góður og skemmtilegur staður að vera í. Þess vegna er mjög óheppi- legt að nota rúmið í hegningarskyni á barnið. Það getur eðlilega ekki skilið það að rúmið sé stundum góður staður og stundum vondur. Breyting frá vöggu tíl rimla-rúms er mikil og oft kemur fyrir að barnið fær innilokunar kennd á bak við rimlana, en með réttri að- ferð er hægt að fyrirbyggja slíkt. Flestar mæður eiga það sameigin- legt að þær taka barnið upp til að hugga það er það grætur á næt- urnar. Vagga því kannski svolítið, eða ganga með það fram og aftur. Betra væri ef barnið væri huggað í rúminu sjálfu, svo það kæmist ekki á þá skoðun að ef það grætur nógu hátt, sé það tekið upp. Þetta krefst að vísu mikillar staðfestu af hálfu móðurinnar, að bera það aftur f sitt rum jafnóðum og það kemur tíl hennar. En takist henni þetta nokkrar nætur í röð og sitji svo hjá barninu þar tíl það er sofnað, eru miklar líkur til að hún vlnni í þessari baráttu. Kuldi og hiti eru snar þáftnr í værum svefni. Það er oft ógjörning- ur að halda sæng ofan á barninu heila nótt, þegar það sparkar henni jafnskjótt ofan af sér. Hlý náttföt eru því nauðsyn í flestum tilfellum. Blaut bleyja veldur smábarni ekki svo miklu ónæði, svo lengi sem hún er hlý. Þaö eru ekki tíl neinar reglur um það hve mikið barnið eigi að vera með móðurinni. Þörfin til þess er breytileg dag frá degi og það fer líka cftir því með hverjum það er hinar ýmsu stundir dagsins. — Einnig á hvern hátt móðir og barn verja tíma sínum, þegar þau eru saman. Mörg börn sjá lítið til mæðia sinna á daginn vegna þess að þær vinna úti og börnin eru þá á dag- heimili. Hafi móðirin getu tíl að eyða dá- litlum tíma með barnina á kvöldin krefst þaö ekki mikils meira af henni. Aftur á móti getur barn sem er allan daginn á hælum önnum kafinnar móður, án þess eiginlega að hafa nokkurt samband við hana — haft meiri þörf fyrir að vera hjá henni á næturnar. Líka—getur barn orðið svo háð móður sinni að því sé lífs ómögu- legt að vera án hennar heila nótt. Framhald á bls. 21. „Spegill spegill herm þú mér" SPEGLAR eru kvenfólkinu trú- fastir og ómissandi förunautar. A snyrtiborðinu, baðinu, í anddyrinu og síðast en ekki sízt í veskinu. Þannig hefur það verið síðan sá fyrsti var fundinn upp. Hver það gerði eða hvenær, er nú löngu fall- ið í gleymsku, en það hefur sjálf- sagt ekki verið löngu eftir að Eva var rekin burt úr Paradís. Þangað til hafði hún nefnilega látið sér nægja að spegla sig í tærum vatns- fleti. Eitt er örugglega víst að án spegils væri okkur lífið leitt. — Speglar eru viðkvæmir og þola alls ekki raka, nái hann tíl silfursins á bakhliðinni koma í ljós mattir blettir á spegilglerinu. Baðherberg- isspegill verður því að vera sérstak- lega vel varinn. Speglar eru sem kunnugt er ákaf- lega mismunandi að stærð. Andlits spegill þarf ekki að vera stærri en 30x60 cm, ef aðeins á að spegla höfuðið. Aftur á mótí ef við vilj- um sjá okkur í fullri líkamsstærð, þarf hann að vera 40x100 cm. og þannig spegill er ómissandi á hverju heimili. I ævintýrunum hefur Ieikið töfra- Ijómi um spegilinn, sem þá var kallaður töfraspegill. Þvi var það töframaðurinn sem spurði lærling sinn, „hvað sérðu?“ um leið og hann benti út um glugga. „Eg sé fólk, blóm og einn hund,“ svaraði strákur. „Rétt,“ sagði töframaðurinn, „en hvað sérðu nú, og hann rétti honurn spegil. „Eg sé sjálfan mig,“ sagði strákurinn. „Alveg rétt, jafnskjótt og þú hefur látið svolítið silfur bak við rúðuglerið, sérðu aðeins sjálfan þig og ekkert nema sjálfan þig.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.