Nýtt dagblað - 14.12.1941, Side 2

Nýtt dagblað - 14.12.1941, Side 2
2 NÝTT DAGBLAÐ Sunmulagur 13. ’dcsember 1941 Á morgun er tækífæríð tíl að kaupa fallegustu jölagreinar r I BLÓM og ÁVEXTIR Skoðið jólaútstilli nguna í dag. Hentugar og smekklegar jólagjafír i &wqló, 0 ð Laugaveg 46 Fundur verður haldinn í 6. deild Sósíalistafélags Reykjavíkur, mánudaginn 15. desember á Grundarstíg 4 kl. 8,30. Mœtið stundvíslega. STJÓRNIN Ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeírssonar Magnús Ásgeirsson: Þýdd Ijóð. Útgefandi Ragnar Jóns- son. Reykjavík 1941. Með þessu bindi hefur Magnús Ásgeirsson gefið íslenzkum les- endum sex bœkur af ljóðaþýðing um, sem vart munu eiga sinn líka í samtíðarbókmenntum, hvar sem litið er. 1 þýðingum Magnúsar er saman kominn ótrúlega mikill auður góðra ljóða, furðulega fjöl breyttra, frá fjarlægum tímum, og nálægum, eftir liöfunda, sem eru syo ólíkir, að þeir eiga varla annað sameiginlegt en það, að þeir yrkja allir ljóð. Með þessum sex bókum hefur Magnús Ás- geirsson unnið íslenzkum bók- menntum stærra land en flestir ef ekki allir jafnaldrar hans. Sjálfsagt er mun minna lesið af Ijóðum á erlendu máli en skáld- skap í óbimdnu máli, enda þarf til þess að njóta ljóða á fram- andi tungu kunnáttu og innlif- un í málið, sem fáir öðiast. Það er því hætta á, að ung ljóðskáld verði síður fyrir snertingu af beztu bókmenntum samtímans í sinni grein, en félagar þeirra sagnaskáldin. Fyrir ung ljóðskáld hlýtur kynning við þýðingar Magnúsar að vera opinberun, vegna fjölbreytni þeirra í efnis- vali og meðferð, hugsun og hátt- um. Með því að þaullesa þessar sex ljóðabækur fæst áhrifamikil snerting við márgt það bezta, er í bundnu máli hefur verið ritað af skáldum samtímans á Norður londum, í hinum enska bókmennta heimi, í Þýzkalandi, Sovétríkjun- um, Frakklandi, — snerting við ljóð, sem eru þrungin af ev- rópskri hámenningu, og mörg þeirra eru meitluð í umróti síð- ustu áratuga og benda fram á við, til þess sem koma skal. Ein initt á.þeásu timabili hafa ljóð ungra höfunda íslenzkra fengið á sig alþjóðlegri blæ í efnisvali og fágaðra form. Áhrif frá snilld erþýðingum Magnúsar Ásgeirs- sonar sjást, beint og óbeint, á mörgum þeirra. I viðtali um ljóðabókina, sem nú er nýkomin, segir Magnús að sér finnist hún hálfgerð „rusla kista”. En líklega hefur engin hinna fyrri bóka sýnt hve fjöl- treytt skáld Magnús Ásgeirsson er. Þarna leggur hann hlið við hlíð hörkulega byltingardrápu eftir rússneska skáldið Al- exander Blokk, hið mannúðarríka og þjáningarheita söguljóð Oscar Wilde um fangann í Reading og trallandi léttar gamanvísur Glaum bæjargrallarans. Ljóðaflokkurinn eftir Hjalmar Gullberg, sem bók in hefst á, er talsvert misjafn, en gefur góða hugmynd um þann menntaða Svía. Þýðingarkafli úr fyrra bindi „Faust” sýnir, að raunar cr „Faust” enn óþýtt á íslenzku. Auk þess sem hér hefur verið drepið á eru í bókinni kvæði frum ort af mörgum beztu ijóðskáld- um Norðurlanda, Verner von Heidenstanu Amulf Överland, Jo- hannes Jörgensen, Oscar Lever- tin, Bandaríkjamanninum Carl Sandburg, Englendingnum Wil- fred Gibson, Þjóðverjanum Erich Kástner. Nöfnin eru talin til þess að gefa hugmynd um fjölbreytn- ina í þessari einu bók, en engin tiiraun skal gerð til þess að lýsa emstökum ljóðum. Þau verða menn að lesa sjálfir og njóta hver eftir sínu skaplýndi og getu. En allir sem hafa yndi af skáld- skap mega treysta því að finna i ijóðasöfnum Magnúsar Ásgeirs sonar vísuorð. vers eða jafnvcl heil kvæði, sem reynast frá fyrstu kynnum trúir vinir og förunaut- ar, og verða hvað eftir annað hrein uppspretta gleði og örf- unar — en betri sönnun fyrir listræni og lífsgildi kvæða er vandfundin. Æskuljód Ingólfur Kristjánsson frá llausthúsum: DAGMAL. Æskuljóð. ísal'oldarprent- smiðja h. í. 1941. Þessi ij^wUooK cr eins og undir titill hen,„a . /Lsnuijóð, bcr með sér. i lest kvæðin munu \era ort inn an við tvílugsuiöur og er fyrsta bók höfundarins og liefur af eðli legum ástæðum á sér einkenni byrjandans, sem enn hefur ekki tyllilega fundið sjálfan sig og köllun sína. Flest eru kvæðin helguð fegurð íandsins og minningum frá æsku stöðvunum, blandin nokkrum trega æsknmannsins og þrá eftir fegurð og friði í skauti nátturunn ar. „Eg flýg nú í anda til fornra æskustöðva og l'inn þar svo margt, sem gefur athvarf blítt. Þar bíða mín fagrar blómum stráðar grundir cg brjóst sem geta frosið hjarta þítt. Þar vildi ég dvelja ævi mína alla, er upprisu sólar í fyrsta sinn ég ieit..... Kynni lians af rykugum stræt- um borgarinnar virðast hafa seitt fram og margfaldað þrá hans eft- ir vori og sól: ......Eg vildi að aldrei væri á vorsins fegurð eridir.” þegar hann „reikar um rykug stræti í rifinni yfirhöfn” virðist heimþráin grípa hann, eins og kvæðið „Glataði sonurinn”, sem er að mörgu leyti bezta kvæði bókarinnar, ber með sér. Þótt flest kvæðin séu; um sól og vor og hina margbreytilegu náttúru landsins, þá hefur hann einnig valið sér viðfangsefni af öðrum vettvangi. Hér er kviæðið „Maurapúkinn” sem dæmi: Hann bjó í gömlu húsi í gríðarstórum hjalli, er gnæfði yfir bæinn. Þetta var hans ríki. Hann auðugur var orðinn af ýmsum glæpabrögðum og allri samtíð birtist í maurapúkalíki. Hann hálfkveið fyrir stundum að mæta dómi drottins, hann deyja hlaut sem aðrir, þótt ætti ’ann digra sjóðu. En það var nægur tími til afturhvarfs, liann áleit, og ekki þurfti Krists við nú sem sakir stóðu. Hann var á leið í bankaxm að leggja inn nokkrar krónur og um leið að gæta þess, hvernig færi um auðinn, þá heyrði hann allt í emu, að á eftir sér var gengið og hann ávarpaður síðan. — Það var dauðinn. Þótt ef til vill sé mikið hæft í niðurlagsorðum bókarinnar: „Enginn skal kynna sinn iimri mann, einlægniu stundum mann baga kann, og allt, sem af hug maður heitast ann er heiminum bezt að leyna”, ) þá má . höfundurinn ekki gleyma því, að enginn - verður skáld, sem lokar sig inni í skel og túlkar ekki fegurstu vonir sínar og hug sjónir, þjáningar mannanna, bar- áttu þeirra, sorg og gleði. Á þeirri túlkun veltur gildi höfund- arins. " Þessi ljóðabók er byrjandaverk og það veltur á næstu bók höf undarins og þeim verkefnum, sem hann þá velur sér, hvort honum verður skipað á æðri bekk með- al ljóðskálda þjóðarinna. J. B. S. G. F. I. Á. Dansleikur í Oddfellowhúsinu í dag (sunnudaginn 14. des. kl. 10. Dansað bæði uppi og niðri. Á dansleiknum skemmtir hinn vinsaeli leikari Alfred Andrésson. Dansaðir bœði gömlu og nýju dansamir. Tryggið yður aðgang og borð í tíma. Aðgöngumiðar seldir í Oddfellowhúsinu frá kl. 8 í dag. Málfundafélag Dagsbrúnarmanna heldur fund mánudagskvöldið 15. des. kl. 8,30 í Baðstofu iðnaðar- manna. Umræðuefni: Verkamannastjórn í Dagsbrún. Stjórnin. WWHH.J'I, ......................—...... ......

x

Nýtt dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.