Nýtt dagblað - 19.02.1942, Side 3
Fimmtudagur 15. febrúar 1542
NÝTT DAGULAÐ
3
Eigandi og útgefandi:
Gunnar Benediktsson.
Kitstjórar:
Sigfús Sigurhjartarson. (áb.V
Einar Olgeirasou
Austurstræti 12, simi 2184.
Víkingsprent h f.
Hvers vegna?
Hvers vegna fór þe-tta svona?
Þannig spyrja þjóðstjórnar-
frömuðirnir hver af öðrum, þeir
meina: Hvernig stendur á því, að
þjóðstjórnin hefur svikið 611 sín
loforð, hvert og eitt einasta, og
að hún hefur nú einskis manns
traust en hvers manns fyrirlitn-
ingu?
Það er von að þeir spyrji. Og
maður getur næstum kennt í
brjósti um þá, þegar maður heyr-
ir eymdartóninn í rödd þeirra.
Það má ekki minna vera en
sýna lit á því að hjálpa þessum
hrjáðu monnum til að svara.
Hverl var fyrsta boðorð þjóð-
stjórnarinnar, þegar hún . var á
laggir sett?
— Það skal eitt yfir alla ganga.
Þetta var fyrsta boðorðið, og
útleggingin á því var þannig:
Allir verða að taka sinn þátt í
þeim erfiðleikum, sem þjóðinni
kunna að mæta á ófriðartíman-
sum.
Hinsvegar var ekkerf á það
minnzt, að allir skyldu njóta
þeirra happa, sem falla kynnu
þjóðinni í skaut á styrjaldartím-
unum.
Og þess vegna braut þjóðstjórn
in fyrsta boðorðið sitt.
Hvers vegna má nú ekki klæð-
skeri sem fékk 90 kr. á viku fyr-
ir stríðið, fá þetta grunnkaup
hækkað upp í 100 kr., núna, þeg-
ar þjóðartekjurnar vaxa, ekki að-
eins um 10—11% heldur um mörg
hundruð %.
Því má ekki eitt yfir alla ganga
hvað auknar tekjur af vinnunni
snertir, hinar auknu þjóðartekjur
eiga þó rætur sínar að rekja til
þess, að meira fæst fyrir vinnu
þjóðarinnar en verið hefur.
Hver vegna þarf að skipa þrjá
bankastjóra og tvo lögfræðinga,
sem hver um sig hefur nokkra —
segjum einhversstaðar milli 5 og
10 tugi þúsunda í árslaun — til
þess að koma í veg fyrir það að
t. d. klæðskeri hækki grunnkaupið
sitt úr 90 kr. í 100 kr. á viku?
Það er ekki vert að vera að
eyða fleirum orðum að þessu,
það er bezt að segja það blátt
áfram: Þetta er af því, að það
má ekki eitt yfir alla ganga í
þessu þjóðfélagi þegar vel geng-
ur með afkomuna, af því það sam
rýmist ekki pólitískum hagsmun-
um Jónasar frá Hriflu og því síð-
ur hagsmunum Ólafs Thors, og
stjórnín og þingið eru ekkert ann
að en Ieppar, sem þessir tveir
hei'rar nota innan í skóna sína.
Þjóðstjórnin hefur allt frá því
að hún sá dagsins ljós sífellt ver-
ið að þvaðra um að hún vildi gera
eitthvað til þess að draga úr dýr
tíðinni. Svo hefur hún annað slag
ið verið að fikta eitthvað við laga
smíð, sagt að það væri gert til
þess að draga úr dýrtíðinni, en
öll hefur þessi lagasmíð verið
þannig úr garði gerð, að jafnvel
Hermann hefur hlotið að skilja
að hún gat á engan hátt orðið
til þess að draga úr dýrtíðinni,
enda var það ekki tilgangur þéirra
sem lögðu ráðin, á tilgangur
þeirra var sá, að nigla fólkið í
Útbrotataugaveikin
Svar frá próf. Níels Dangal og andsvar
Svar próf. Niels
Dungal
Herra ritstjóri!
Út af grein í blaði yðar 12. þ.
m. með yfirskriftinni „Bakteríu-
hernaður Dungals” vildi ég biðja
yður að birta eftirfarandi leið-
réttingu í blaði yðar.
1. Grein mín í Morgunblaðinu
var eingöngu skrifuð með það
fyrir augum að vara við hættunni
af útbrotataugaveiki. Mér gat
ekki komið til hugar að blanda
pólitík inn í það mál. Greinin
mun hafa legið á aðra viku hjá
xitstjórninni vegna prentara-
verkfallsins, og ég efast um að
nokkurum öðrum en hinum nafn-
lausa greinarhöfundi í Nýju dag-
blaði hafi dottið í hug að setja
grein mína í samband við Dags-
brúnarkosningar.
2. Sami höf. telur mjög óvís-
indalegt að gera ráð fyrir að út-
brotataugaveiki sé til í Rúss-
landi nú, þótt hún hafi verið fyr-
ir 20 árum. Þess er ekki að vænta
að hann viti það, að útbrotatauga
veiki geti leynst árum saman í
mönnum, og brotist út á fullorð-
insaldri hjá þeim sem hafa smiit-
ast sem böm. Á árunum 1917—
1923 taldi Tarassewitch, sem
mest og bezt barðist við þennan
sjúkdóm, að í Evrópuhluta Rúss-
lands liafi 30 millj. manna sýkst
af útbrotataugavciki og 3 millj-
dáið. Það er því óhætt að gera
ráð fyrir að margar milljónir
manna séu enn á lífi, sem þá
sýktust og hætta gæti stafað frá,
jafnvel þótt ekkert hafi bætzt
við.
Mjög lítið mun hafa verið birt
af rússneskum læknum og stjóm-
arvöldum um útbreiðslu útbrota-
taugaveiki þar í landi og því erf-
itt að átta sig á ástandinu að
þessu leyti. Eg hitti nýlega ame-
rískan lækni, sem fór í opinber-
um erindum til Moskva, þar sem
lxann gerði sér far um að kynna
áér útbreiðslu útbi'otataugaveik-
innar. Þetta var í sept.—okt.
1941, Hann sagði að ekki hefði
verið möguleigt að afla sérneinna
ríminu og láta það halda, að eitt
hvað væri verið að gera til að
draga úr dýrtíðinni, þegar verið
var að verja hagsmuni fjölskyld-
unnar, sem mestu ræður um
stjórn landsins, næst Jónasi Jóns-
syni.
Það er nú orðið öllum ljóst að
aðeins ein leið var og er fær
til þess að draga úr dýrtíðinni,
hún er sú að taka stríðsgróðann
af stórgróðamönnunum, sumpart
til þess að hann valdi ekki verð-
bólgu og sumpart til þess að nota
hann beint til að halda niðri verði
á innfluttum vörum, því sé það
gert helzt verðlag á innlendri vöru
hóflegt og dýrtíðaruppbót hækkar
ekki úr hófi fram. Þjóðstjómin
hefur beinlínis álitið það hlutverk
sitt að koma í veg fyrir allar
slíkar aðgerðir, þvi að hún er
stjórn stríðsgróðamannanna fyrst
og fremst ölafs Thors, sem
hyggst að mynda algert banda-
lag við Jónas Jónsson, þegar Sjálf
stæðisflokkurinn vill ekki vera
lengur ábyrgur fyrir fjölskyldu-
pólitíkinni.
Láta þingmenn nota sig lengur
sem verkfæri þessarar stjómar,
eða sýna þeir þann manndóm að
reka hana a£ höndlum sér og
mynda stjóm, sem í alvöru vill
vmna fj’rir jpljóðina?
upplýsinga um útbreiðslu útbrota
taugaveikinnar, því að Rússarn-
ir heföu ekki fengizt til aö gefa
neinar ákveðnar upplýsingar.
Hann hélt samt að veikin væri
ekki í rauða hernum, en skildist
að hún hefði magnast mikið í her
teknu héruðunum. En engar upp-
lýsingar sagðist hann hafa getað
tengið um útbreiðslu veikinnar í
Öðrum landshlutum.x
Það er að vonum að veikin
blossi upp í herteknu héruðunum,
þar sem hungur rikir og óþriín-
aöur hefur ágerzt. Undir þeim
kringumstæðum blossar leynd
veiki upp og breiðist úr. Þar á
meðal auövitað til þýzka hersins.
Mér er vel kunnugt um að veik
in hefur komið upp í Póllandi og
að engu minni ástæða er til aö
forðast skipshaínir sem koma
þaðan. En þaðan eru bara engar
skipaferðir, sem stendur, og Rúss
land er því eina landið, sem við
þurfum að varast í þessu efni,
og það án alls tillits til stjórn-
málaskoðana. Eg er ekki meiri
andkommúnisti en svo, að ég er
fús á að taka á móti öllu sem
er gott frá Rússlandi, en lýsnar
vil ég ekki fá hér á land, ef unnt
er að komast hjá því.
Annars þarf engar deilur um
þetta mál’, því að mér er full-
kunnugt um að brezk og amerísk
lxernaðaryfirvöld gæta þess mjög
vandlega að enginn maður a£
rússnesku skipi stigi hér á land.
Þetta kemur nokkuð í bága við
fullyrðingar hins nafnlausa grein
arhöfundar í N. dbl., sem segir
að Ameríkumenn hafi engar sótt-
varair fyrirskipað gagnvart Rúss
landi.
Um kíghóstann getur hann
spurt . heilbrigðisyfirvöldin hér,
sem vita betur hvaðan veikin er
upprunnin heldur en greinarhöf-
undur, sem virðist vera gæddur
óvenjulega lítilli sanngirni og
engri góðgirni og leiðinlegt að
finna engan eiginleika eins áber-
andi í grein hans eins og van-
þekkingu, sem leggur fyrirhyggju
um almexmingsheill út á versta
veg.
Niels Dungal.
S, Athugasemd
Það var vissulega ekki auðvelt
að komast hjá þeirri hugsun við
lestur gi’einar Dungals prófessors
í Morgunblaðinu, að hún væri
ekki skrifuð af fullu hlutleysi og
að þar væri sýnu meira staðhæft
en reynt var að rökstyðja.
Dungal segir í svari sínu:
„Sami höf. telur mjög óvísinda-
legt að gera ráð fyrir, að út-
brotataugaveiki sé til í Rússlandi
nú, þótt hún hafi verið þar fyrir
20 árum”. Þetta er nú útúrsnún-
ingur. 1 greininni hér í blaðinu
var deilt á Dungal fyrir að full-
yrða, að faraldur þessi hlyti að
þessu sinni að vera kominn upp
L s. í.
með Rúrnir.i (........ frá þeim
hlýtur veikin að vera komin
....”), og því var haldið hér
fram, að veikin þyrfti ekki að
vera laiullæg í Rússlandi nú, þó
að hún hefði verið það fyrir 20
árum. Þessu svarar Dungal með
því að segja, að veiki þessi geti
leynzt áratugum saman í mönn-
um, sem smitazt hafa á barns-
aldri, og brotizt út í þeim á full-
orðinsaldri, og verður það naum-
ast skilið öðruvísi en svo, að
liann telji tilveru nokkurra slíkra
manna í Rússlandi fullnægjandi
skilyrði þess, að veikin geti tal-
izt landlæg þar. Það er að vísu
meira en lítið hæpin skilgreining
á þessu hugtaki að telja veiki
landlæga, þó að til sé í landinu
hópur manna, sem gætu verið
smitberar, ef útbreiðsluskilyrði
veikinnar væru fyrir hendi. Þó að
hér á landi væru t. d. nokkur
hundruð mýraköldusjúklingar,
væri ekki liægt að segja að mýra
kalda (malaría) væri hér land-
læg, þar sem útbreiðsluskilyrði
hennar vanta. En hinsvegar er
augljóst, að ef þessi skilgreining
væri látin gilda, þá gæti útbrota-
taugaveiki samkvæmt lienni engu
síður talizt landlæg t. d. í Þýzka-
landi og Rússlandi. Og að
minnsta kosti leiðir það af upp-
lýsingum Dungals prófessors, að
gera verður ráð fyrir, að innan
þýzka hersins sjálfs kunni
vera smitberar, er sýkt geti út
frá sér, jafnskjótt og útbreiðslu-
skilyrðin (lúsin) eru fyrir hendi-
Og vér fullyrðum enn sem áður:
Það er ómótmælanlega þýzki her-
inn, en ekki' Rússar, sem er sek-
ur uni útbreiðslu veikinnar, hvar
sem hún kann að vera upp kom-
in.
Dungal segir í svari sínui:
„Rússland er því eina landið, sem
við þurfum að vai'ast í þessu
efni” (þ. e. að því er snertir út-
brotataugaveikina). En ef hann
trúir því í raun og veru, að kíg-
hóstinn hafi borizt hingað frá
Rússlandi eftir krókaleiðum,
hvemig getur hann þá gengið
fram hjá þeim möguleika, að út-
brotataugaveikin kunni einnig að
geta borizt hingað eftir krók-
leiðum ?
Annars kemur það upp úr kaf
inu „að brezk og amerísk hern-
aryfirvöld gæta þess mjög vand-
lega, að enginn maður af rúss-
nesku skipi stigi hér á land”.
Honum er með öðrum orðum, að
eigin sögn, kunnugt um, að bú-
ið er að framkvæma þær sótt-
varnarráðstafanir, sem hann
stingur upp á í Morgunblaðsgrein
inni og telur fullnægjandi. En ef
svo er, hvaða nauður rak hann
þá til að skrifa grein þessa í
Morgunblaðið ?
AðalKnndnr
llálarasveinafélags Reykjavfkur
verður Kaldinn 25. þ. m. í Baðstofu iðnaðarmanna kl. 8.30 e. K.
DAGSKRÁ:
Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN
SI6LIN8AB
milli Bretlands og íslands halda áfram
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
k
ICullíford & Clark Ltd,
Bradleys Chambers, London Str eet, Fleetwood.
Kosningaskrifstofa C-LISTANS í Lækjai'götu 6A (gengið
inn um undirganginn) tekur á móti framlögum ykkar í kosninga-
sjóð- Gerið ykkar til þess að gera sigur C-listans sem glæsilegast-
an. Skrifstoan er opin kl. 10%—12 f. h., 1—7 og 8%—10 e. h.
s. R. R.
Sundknattleíksmót Reykjavíkur
Orslitaleikurinn milli Ármanns og Ægis fer fram í Sundhöllinni í kvöld
kl. 8.30. Auk þess keppa K. R. og B.-sveit Ármanns um þriðja og fjórða
sæti og síðan verður keppt í I 00 m. bringusundi o.fl. Aðgöngumiðar seld
ir í Sundhöllinni.
Sjáið spennandi keppni! Hvor vinnur? Allir upp í Sundhöll!
_ ■■ ■■■■■ .....................1 - '
•'wr’Twr imr'WEirww" •mmmm