Nýtt dagblað - 31.03.1942, Side 3
Þriðjudagur 31. marz 1942
NÝTT DAGBLAÐ
3
Eigaudi og útgeiandi:
Gunnar Benediktsson.
Ritstjórar:
Einar Olgeirsson (áb,)
Sigfús Sigurhjartarson.
Kitstjórn:
Hverfisgötu 4, sími 2270-
Afgreiðsia:
Austurstr. 12, sími 2184.
Víkingsprent h. f.
Marftröð Morgun-
bladsíns
Morgunblaðið þjáist af martröð
þessa dagana. Það sér í hilling-
um Sósíalistaflokkinn sitja í ríkis
stjórn með Thorsunmum sínum
— og skelfist og hrópar í svefn-
rofunum að gömlum vanda:
Moskva, Moskva!
Vér skulum leysa Morgunblað-
ið úr martröð sinnar eigin heimsku
og skilningsleysis. Sósíalistaflokk
urinn mun vissulega ekki táka
þátt í ríkisstjöm milljónamæring
anna á Islandi.
Það getur ekkert blað nema
JMorgunblaðið verið svo heimskt
rð láta sér detfa í hug að flokk-
ur, sem er í raun og sannleika
flokkur alþýðunnar og sósíalism-
ans fari að gerast meðábyrgur
um stjórn þeirrar braskarastétt-
ar, sem síðustu áratugina hefur
ráðið þesaui landi með aðstoð
J ónasarvaldsins, sýnt stjómvizku
sina í því að leiða atvinnuleysi og
hörmungar yfir fólkið og byggja
lúxusvillur yfir sjálfa sig, sýnt
heiðarleik sinn í því að svikja
tugi milljóna út úr þjóðbankan-
um og múta svo nægilega stórum
hóp vesalinga til að gera sig skatt
írjálsa, sýnt þjóðhollustu sína í
því að svíkja þjóðina. í hendur
hverju því erlendu auðvaldi, sem
hefur viljað líta við að reyna að
arðræna Islendinga, hvort heldur
það hafa verið spánskir vínkaup-
menn og agentar, ítalskir fisk-
braskarar, enskir bankadrottnar
cða þýzkir auðhringar, — og sýna
nú dugnað sinn og framtakssemi
i því að hrúga saman hundruð
milljóna króna auð á þeim hörm-
ungum styrjaldarinnar, sem
kosta hundruð íslenzkra sjómanna
lífið.
Það gæti ekkert blað nema
Morgunblaðið verið svo heimskt
að halda að Sósíalistaflokkurinn,
eini flokkurinn, sem ávinnur sér
traust þjóðarinnar meðan allir
aðrir flokkar tapa því, fari að
flekka sinn hreina skjöld með því
að styðja á einhvern hátt þá
gerspilltu valdhafaklíku, sem
eitrað hefur svo út frá sér, að
hver einasti flokkur, sem gengið
hefur í þjónustu hennar, hefur
hlotið fordæmingu alþjóðar fyrir:
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fyigi
um land allt, Framsókn hefur
verið þurrkuð út; úr bæjarstjórn
Reykjavíkur og Alþýðuflokkurinn
þakkað fyrir að standa í stað,
með því að rífa sig undan álaga-
fargi þessa seigdrepandi valds í
svipinn.
Það gengur enginn að því grufl
andi lengur, að hin spillta vald-
hafaklíka milljónamæringanna. og
Jónasar getur ekki haldið sér
við völd lengur, án þess að koma
á einræði. Þessvegna mænir hún
nú þegar vonaraugum til Hitlers
— en þó á laun — en skelfur á
beinunum við hvem sigur rauða
i.ersins og dregur enga dul á,
að þar sé aðalhættan fyrir Island
sitt, það ísland, sem stríðsgróða-
hýenumar eru að reyna að kaupa
Sbaftftaírttmvarp ihaldsflobfeanna;
Sakmt nuí tii siFlDsBFðflamEnnipnfr afl Halfla
meir en helminflna at nrðða slnum!
En svo á að ftclja alþýðunni ftrú um að vcríð sé að ftaba allft af þeím,
meðan tiún sjálft cr licfft i fjöftra mcð gcrðardómslögunum
inn
Orðabók
til notkunar oið lestur síiasta bréjs guð-
spjaUamannsins Magnúsar til
Reykvíkinga:
,,Frjálst athafnalíj" — þ. e. athafnalíf,
þar sem enginn má gera neitt nema með
leyfi nefndar, sem Thorsararnir eiga einn
mann í.
,,Þeir, sem sjóinn seekja" — þ. e. þeir,
sem sitja í landi og þritugfalda auðmagn
sitt i skipahlutafélögunum, en setja gerð-
ardómslög gegn þeim, sem sjóinn sækja
til að banna þeim að hækka kaup sitt.
,,£n þeir menn, sem helga líf sitt hin-
um andlegu störjum, og á þann hátt
vinna aS ómetanlegum verSmœtum í þágu
alþjóSar, oerða líka a8 skilja, að það er
þeirra líf og þeirra hagur, að jrjáls og
heilbrigð efnahagsstarjsemi fái að njóta
sín í landinu" — það þýðir: Halldór
Kiljan má ekki gefa niðrandi lýsingar á
spákaupmönnum eða bröskurum i skáld-
sögum sínum, þá skal hann sveltur í hel.
— En meðal annarra orða: er ekki sam-
kvæmt þessari yfirlýsingu guðspjalla-
mannsins tími til kominn að endurskrifa
guðspjöllin, sem hann kennir í háskólan-
um, það kvað vera þar lofsverð frásögn
um mann nokkurn, sem þóttist vinna að
,,ómetanlegum verðmætum í þágu alþjóð-
ar", en hafði ekki meiri virðingu fyrir
,, 1 rjálsri og heilbrigðri efnahagsstarfsemi"
en svo að hann rak braskarana með svipu
út úr musterinu, tilkynnti þeim ríku að
það yrði erfiðara fyrir þá að komast inn í
guðsríki en úlfaldann gegnum nálarauaga,
og boðaði sameign og þessháttar komm-
únisma, — vafalaust eftir fyrirskipunum
frá Moskva. Nú — hann var náttúrlega
krossfestur, — en það vantar þá bara að
Magnús guðspjallamður bæti því inn í
guðspjöllin, að það hafi verið rétt mátu-
legt á hann fyrir að æsa upp lýðinn, um-
gangast ..lágskrílinn" og vera ..áróðurs-
maður Rússa".
, ,Lágskrill‘', hlýSnir Jlugumenn Moskva
valdsins", ,,viljalaus Verkjœri rauða ein-
rœÖisins", þ. e. fjórði hver Reykvíkingur,
stjórnendur og meðlimir þorrans af verk-
lýðsfélögum Reykjavíkur, Halldór Kiijan
Laxness, Þorbergur Þórðarson, Jóhannes
úr Kötlum, Sigurður Nordal, Ragnar Ol-
afsson, Sigurður Thorlacius, Þorvaldur
Skúlason, Jón Þorleifsson, Jóhann Briem,
og svo líklega Vilmundur landlæknir,
Arni frá Múla, Magnús Gíslason, (sbr.
hið óljúgfróða vitni J. J., forsetaefni guð-
spjallamanns — og svo tekin sé dæmin
um ..lágskríl" meðal framliðinna og
framandi: Stephan G. Stephansson, Þor-
steinn Erlingsson, Maxim Gorki, Anatóle
upp: allt laust og fast — og sál
og sannfæringu fólksins líka.
Sósíalistaflokkurinn — ákveðn-
asti og róttækasti flokkur lýðræð
isins í landinu — afhjúpar vægðar
laust allt þetta einræðisbrölt og
fylkir þjóðinni til baráttu gegn
þvi. Og það sýnir sig nú þegar
að sterk öfl innan þjóðstjómar-
tlokkanna risa upp gegn einræðinu
og spillingunni-
I Alþýðuflokknum hafa þessi
öfl þegar orðið nógu sterk til að
knýja það fram að flokkurinn
tæki afstöðu gegn þjóðstjórninni.
I Framsókn vex reiði sveitaal-
þýðunnar og hugsjónamannanna
í flokknum yfir þjónustunni við
hið nýja auðvald bæjanna, sem í
vaxandi mæli eyðileggur mögu-
leika sveitaalþýðunnar til sjálf-
stæðrar framleiðslu og umráða-
réttar yfir jörðunum, sem hún
vinnur á.
Og í Sjálfstæðisflokknum vex
uppreisnin gegn Thorsaravaldinu,
sem orðið er óaðskiljanlegt frá
spillingarkerfi Hrifluvaldsins, svo
ört, að Morgunblaðið sundlar við.
— Því þetta veslings blað, sem
frá upphafi hefur haft það lítið
veglega hlutskipti að verja hvert
hneyksli, sem auðmenn landsins
og þjónar þeirra hafa gert sig
seka í, og fegra hvert fantastrik,
sem erlendir verkalýðsböðlar
hafa framkvæmt eða bandamenn
þeirra hjálpað þeim með, —
þetta veslings blað getur auðvit-
að ekki hugsað sér Sjálfstæðis-
fiokkinn sem annað en skóþuirrku
spilltasta valdsins í landinu, hinna
fyrrverandi gjaldþrota braskara
á stjórnmála- og fjármálasviðinu.
— Að það séu til þúsundir af
fylgjendum Sjálfstæðisflokksins,
sem hata og fyrirlíta Thorsara-
og Hrifluvaldið, — það hvarflar
ekki að veslings Morgunblaðinu.
Þessvegna mun það halda áfram
að hrópa i angist sinni ,,Moskva.
JVioskva” og halda dauðahaldi í
Jónas sinn og Thorsara, meðan
kjósendurnir streyma í hundraða
—- jafnvel þúsunda t:ði beint frá
Sjálfstæðisflokknum, sem Morg-
unblaðið í nafni Thorsaranna er
að eyðileggja, og yfir til Sósíal-
istaflokksins. — Og daginn eftir
hverjar kosningar mun Morgun-
blaðið hrópa að þetta sé ,,ískyggi
legt” — og halda svo áfram þjón
ustounni við spillingarvaldið.
En hitt er augljóst mál, að
jafn gersamlega andvígur sem
Sósíalistaflokkurinn er því að hafa
nokkra samvinnu við Thorsara- og
Hrifluvaldið í þessu landi, —
jafn reiðubúinn er liann til sam-
vinnu við þau öfl í öðrum flokk-
um, sem rísa upp gegn valdi
þessu.
Hirt margumtöluðu skattafrumvörp stjórnarflokkanna sáu loks
dagsljósið í gœr. Var þeim útbýtt í þinginu. Er það sem Vœnta
mátti mikill lagabálkur og að sama skapi flókinn. Enda er leikur-
inn til þess gerður að alþýða manna geti ekki óttað sig á frum-
vörpunum og því, sem þau fela í sér.
Frumvörpin eru tvö, annað um breytingu á lögum um tekju-
og eignaskatt, hitt um stríðsgróðaskatt.
Ekki skal að þessu sinni rakið
höfuðinnihald þeirra, það verður
að bíða betra rúms og tíma, —
en hjá hinu verður ekki komizt að
benda strax á hvað skattatillög-
ur þessar þýða fyrir stríðsgróða-
mennina. Skal tekið það dæmi,
France, Martin Anderson Nexö, Nordal
Grieg o. s. frv.
„Fyrirskipanir,
scm Brynjóljur Bjarnason jœr austan frá
Kubizef"
— þ. e. tillögur um að byggja 100 íbúðir
á ári yfir Reykvíkinga, meðan atvinnu-
leyai var mikið en húsnæðisskortur til-
finnanlegur, — barátta gegn skattfrelsi
togaraeigendanna, gegn þrælalögum
Thorsaranna, — barátta fyrir öryggi sjó-
mannanna gegn radio-lausu fúaduggun-
um, sem guðspjallamaðurinn vill koma
á, — krafan um leikvelli og æskulýðs-
beimili í Reykjavík, um skólahús og
menningarstofnanir, o. s. frv. — En hvað-
an skyldu svo þeÍT menn fá fyrirskipanir,
sem heimta þrælalög gegn meirihluta
þjóðarinnar, úrelt skip og öryggislaus
handa sjómönnunum, skattfrelsi handa
stríðsgróðamönnunum, krónulækkun
i handa togaraeigendunum og atvinnuleysi
yfir verkamenn, svo hægt sé að kúga þá?
•— Þó ekki frá Liibeck? — já, hvaðan
pöntuðu þeir sprengjuregnið- yfir Reykja-
vík, ef þeir mistu völdin?
Verkamenn, menntamenn og
millistéttarmenn, sem Sósíalista-
flokknum fylgja til sjávar og
sveita eru reiðubúnir til sam-
vinnu við verkalýð og sanna ein-
ræðisandstæðinga Alþýðiuflokks-
ins, — við sveitaalþýðuna, sem
fylgt hefur Framsókn, — við
millistéttirnar, sem kosið hafa
Sjálfstæðisflokkinn fram að þessu
— reiðubúinn til samvinnu um
hin sameiginlegu hagsmunamál
þessara stétta gegn einræði og yf
irdrottnun milljónamæringanna í
Reykjavík og pólitískra þjóna
þeirra, samvinnu um að koma á
fullkomnu lýðræði í landi þessu,
i stað þess einræðis þeirra ný-
| ríku, semí nú er verið að skapa,
— samstarf um að bjarga landi
og þjóð út úr þeim hættum, sem
yfir vofa, en striðsgróðamennirn-
ir ekkert skeyta tutm,
Og máske það sé þetta sam-
starf, sem Morgunblaðið óttast
mest, þegar öllu er á botninn
hvolft, — máske það sé slík hugs
anleg þjóðfylking frelsis lýðræð-
is og almennrar velmegunar, sem
veldur Morgunblaðinu þeirri mar-
tröð, sem skrif þess og sífelldur
ótti við ,,vald kommúnismans”
bera vott um.
Og við þá martröð hvorki get-
um vér né viljum losa það.
sem flutningsmenn sjálfir taka í
greinargerðinni.
Útgerðarfélag með 200 þús. kr.
innborguðu hlutafé, sem hafði
1940 í hreinar tekjur 600 þús. kr.
og dró þá frá tekjunum 5% af
hlutafénu eða 10 þús. kr. (sem er
skattfrjálst), lagði afganginn, 590
þús. kr., í varasjóð, og var þá
helmingur þeirrar upphæðar und-
anþeginn skatti, — eða 295 þús.
kr. — Af hinum helmingnum
varð að greiða í skatta og útsvör
á árinu 1941 alls 272 þús. kr. —
eða 23 þús. kr. voru afgangs auk
295 þúsundanna.
Sama félag hefur svo aftur 600
þús. kr. gróða 1941. Þá á það
eftir þessu nýframkomna frum-
varpi stjórnarflokkanna alls að
borga 255 þús. kr. í skatt, eða
42,5% af gróðanum. Er skattur
þessi til kominn þannig að það
fær að draga gróðans frá til að
leggja hann í varasjóð, áður en
skattar eru á lagðir og skattarnir
koma svo á afganginn! — Þetta
félag fengi m. ö o. að leggja 200
þús. kr. til hliðar í varasjóð og
svo 145 þús. kr., sem afgangs
verður, ef skattarnir (255 þús.
kr.) eru dregnir frá þeim 400 þús.
sem þá eru eftir.
Þetta þýðir, að auðfélag með
200 þús. kr. auðmagni borgar í
fyrsta lagi engan skatt árið 1940,
— fær að halda 328 þús. kr. af
gróða sínum á árinu 1940 og 345
þús. kr. af gróða sínum 1941, —
eða fær sama sem gefið frá þjóð-
arbúinu 673 þús. kr. auk þess,
sem það máske sér sér fært að
koma undan skatti!
Auðmennirnir mega þannig
þre—ferfalda gróða sinn á sama
tíma, sem verkalýðnum er með
lögum bannað að bæta kjör sín.
Hvað þetta þýðir fyrir þjóðar-
búið, — sem heild, sést bezt, ef
sett er upp dæmið um heildar-
gróða milljónamæringanna nýju.
Segjum að þeir græði alls á stríð-
inu 150 milljónir króna. Þar af
ættu þeir þá að fá að halda yfir
80 milljónum! Það er látið heita
svo, að þetta eigi að vera vara-
sjóður, en þeir mega raunveru-
lega nota hann eins og þeim
þóknast. En jafnvel þó þeir noti
hann sem ,,bezt‘‘, — sem sé til
þess að kaupa ný framleiðslu-
tæki, þá þýðir það að þessir fáu
auðdrottnar eiga svo að segja öll
atvinnutæki íslendinga eftir stríð-
ið og hafa líf þjóðarinnar í hendi
sér sakir þessa mikla auðmagns,
Framh. á 4. síðu,