Nýtt dagblað - 01.04.1942, Blaðsíða 4
Fímleíkasýnlngar skólanna
„Æskan hrópar fíl ráðamanna ríkís og
baejar um betrí aðbúnað fíl sýnínga"
|| (VíÚM "I »•
*—
Op borglnnl
Nœturlœknir í nótt er Karl Jónasson,
Laufásvegi 55, sími 3925.
Nœturvörður í Laugavegs apóteki.
5œfeið skömmtunarseÖlana. Síðasti af-
hendingardagur í dag, kl. 10—12 og 1—6
í Goodtemplarahúsinu. Hafið stoínana út-
fyllta.
Iðja. jélag verksmiðjufólks heldur árs-
hátíð sína í kvöld kl. 9 að Hótel Borg og
hefst hún með ræðu formanns. Sif Þórs
sýnir dans, Þorsteinn Hannesson syngur
einsöng. Aðgöngumiðar fást á skrifstofu
félagsins kl. 5—7.
Utvarpið i dag:
12.15 Hádegisútvarp.
12.55 Enskukennsla, 3. fl.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 íslenzkukennsla, I. fl.
19.00 Þýzkukennsla, 2. fl.
19.25 Þingfréttir.
20.00 Fréttir.
20.30 Um íþróttir í skólum.
20.45 Dr. Helgi Péturss sjötugur (Jóhann-
es Áskelsson form. Náttúrufræðafélags
Islands).
21.05 Erindi: Oddur lögmaður (dr. Björn
K. Þórólfsson).
21.30 Ur Alþingisrímunum (Vilhj. Þ.
Gíslason).
21.50 Fréttir.
Dagskrárlok.
Afvítinulcysís-
fryggíngar
Framhald af 3. síöu.
unnt er, og að það beri að leggja það í
sjóði til að ráða bót á atvinnuleysi
kreppuáranna. Þarf þá að gefa hvort
tveggja, að hafa nóg fjármagn handbært
til þess að ráðast í víðtækar opinberar
framkvæmdir, þegar einkaframleiðslan er
dregin saman vegna minnkandi gróða-
möguleika, og að tryggja menn með lög-
um gegn afleiðingum atvinnuleysisins.
Sjálfsagt er að gera sér ljóst, að ekki
er hægt að gera sér hugmynd um það, á
þessum tímum fallveltisins og öryggis-
Jeysisins í atvinnumálum og þjóðfélags-
málum, hvers virði slíkir sjóðir verða að
stríðinu loknu. En þrátt fyrir það er jafn
mikils um vert, að tækifærið sé notað til
að fá viðurkennda þá skýlausu réttar-
kröfu verkamanna, að þeir séu tryggðir
gegn atvinnuleysi á kostnað þeirra aðila,
§em bera ábyrgð á því, að þeim er mein-
að að vinna sér fyrir lífsviðurværi.
Ekki eru fyrir hendi nægileg gögn til
þess að gera áætlun um tekjur atvinnu-
leysissjóðanna samkvæmt frumv. þessu.
En á árunum 1942 og 1943 ættu þær, að
öllu óbreyttu, ekki að verða minni en 10
millj. kr. hvort árið, ef þátttakan verður
almenn, sem ekki er að efa, að verða
tnundi, ef frv. yrði að lögum.
Brynjólfur flytur samtímis ann-
að frumvarp um elli- og örorku-
tryggingar og verður frá því skýrt
á morgun.
Þýzku stríðsföngunum
náð
Brezka lögreglan hefur nú náð
fjórum þýzkum herfó'ngum, sem
sluppu úr fangabúðum í Norður-
Englandi fyrir nokkrum dogum.
Skólafimleikamótið var sett á
mánudag að viðstöddum fjölda
boðsgesta. Formaður Fimleika-
kennarafélagsins, Benedikt Jak-
obsson setti mótið. Þakkaði hann
undirtektir skólanna við þessa
viðleitni félagsins- Þá þakkaði
hann Jóni Þorsteinssyni fyrir lán
hans á húsi til sýninganna, en
eins og kunnugt er, þá er hús
hans það eina, sem sýningar geta
farið fram J, sem kallast má.
„Æskan hrópar til forráðamanna
ríkis og bæjar um bættan að-
búnað til sýninga og keppni”,
sagði Benedikt. Undir þetta taka
allir íþróttamenn og íþróttavinir.
Flann lét þess getið að hér ætti
aðeins að sýna hina Uppeldis-
íræðilegu hlið málsins. I salnum
höfðu nokkrir fulltrúar frá hverj
um bekk ásamt kennara tekið
sér stöðu og var íslenzki fáninn
lyrir hverjum þeirra. Kynnti
Benedikt síðan hvern bekk og
kennara hans.
Við sjálfa opnun sýningarinn-
fór fram sérstök hátíðasýning.
Kom þar fyrst fram 13 ára telpna
flokkur iúr Austurbæjarskólanum
undir stjórn Unnar Jónsdóttur.
Mikill hluti þessarar sýningar
var eins og léttur dans, og var
píanóundirleikiur meðan þær
sýndu. Það var eitthvað létt yfir
þessum litlu stúlkum, þar sem
þær hoppuðu áfram eins og ljós-
álfar í laglegu víðu pilsunum sín-
um, furðanlega vel samtaka.
Þá komu diengir 13 ára úr
Austurbæjarskólanum undir stjórn
Hannesar , Þórðarsonar. Virtust
Yfídýsing
Eftirfarandi ýíirlýsing birtist
í Vísi í gær, og þykir Nýju dag-
blaði rétt að birta hana þó að
ekki hafi verið um beðið.
í 14. tbl. Tímans frá II. marz
s. 1. birtist grein með fyrirsögn-
inni ,,Refurinn skott!ausi“.
Grein þessi mun eiga að skýra
frá fundi, sem haldinn var í ,,Fé-
lagi íslenzkra rithöfunda“ föstud.
9. jan. sl. — Fyrir þá, sem ekki
vita það áður, skal það tekið
fram, að félagið er sambandsfé-
lag í ,,Bandalagi íslenzkra lista-
manna“ og á ekkert skylt við
neinn stjórnmálaflokk.
Samkvæmt ósk hr. Kristmanns
Guðmundssonar rithöfundar skal
það hér með vottað, að hann var
alls ekki á þessum fundi — eða
neinum öðrum í félaginu, síðan
það var stofnað sem sérstakt
félag.
Orðaskipti þau, sem greinin
skýrir frá, að átt hafi sér stað
milli þeirra Kristmanns Guð-
mundssonar og Halldórs Kiljan
þeir þéttir á velli og þéttir í lund
þó ekki væru þeir háir í loftinu,
og væntanlega þolgóðir á rauna-
stund, ef þeir halda áfram í lík-
amsrækt sinni. Gerðu þeir margt
vel og eru sumir þeirra komnir
furðu langt > stökkum-
Stúlkurnar úr Menntaskólanum
sem næst komu, undir stjórn
Fríðu Stefánsdóttur, gerðu margt
vel.
Þá komu piltar úr Kennaraskól
anum undir stjórn Aðalsteins
Hallssonar. Með tilliti til þess,
að þarna eru margir utanbæjar-
menn, sem ekki hafa haft góðan
undirbúning, var sýning þeirra
góð.
Síðast komu stúlkur úr Gagn-
fræðaskóla Reykjavíkur undir
stjórn Vignis Andréssonar. Tók-
ust staðæfingarnar vel, voru mjúk
ar og merkilega vel samstilltar.
Þá komu nokkrar stúlkur þarna
lram í jafnvægisæfingum á slá
og tókst með ágætum, gætu sum-
ar þeirra vissulega verið í flokki
svo sem kvennaflokki Ármanns
og öðrum þeim, sem lengst eru
komnir. Var þeim óspart klappað
lof í lófa fyrir frammistöðuna.
(Fólk ætti að athuga að klappa
ekki meðan hinar erfiðu æfingar
standa yfir, það truflar).
Sýningarnar héldu svo áfram
um kvöldið og í gær og lýkur
þeim í dag. Það skal enn tekið
fram að þarna koma bekkimir
fram eins og þeir eru og því
ekki hægt að gera kröfu til
þeirra eins og til langæfðra
flokka.
Asíusfyrjöldín
Framh. af 1. síöu.
greiðfært fjalllendi. Hætta er þó
talin á því að japanskur her brjót'
ist vestúr til Iravadi frá nyrztu
stöðvunum í Sittangdalnum, og
komi að baki Bandamannahemum
við Prome.
S Á Nýju Gíneu hefur sókn Jap-
ana stöðvazt vegna leysinga, og
hafa þeir orðið að hörfa til
slrandar,' um 27 km.
1 Washington hefur verið stofn
að Kyrrahafsráð, með þátttöku
allra ófriðarþjóðanna við Kyrra-
haf. *Er það hliðstætt Kyrrahafs-
láðinu, sem hefur aðsetur í Lon-
don, og mun verða náin sam-
vinnu þeirra á milli,
Laxness eru því algerlega til-
hæfulaus uppspuni.
FriðriTj Ásmundsson Brekhan,
jorm. i „Fél. ísl. rithöj.“
Jóhann Briem.
jorm. Bandalags ísl. listam.
Auglýsíð í Nýju dagblaöí
6ö0d<>0^d^00000000ö00^öö0000<>0öö000ö<
126
MANKSKASAVEðRiÐ
eftir
PHYLLIS BOTTOME
sýn og heldur áfram að táldraga hann. Þetta er mikið starf,
sem verðskuldar góða borgun. Hverjir voru þeim í vegi ?
Kommúnistarnir, sem vinna að byltingu og Gyðingar, sem
eru ætíð alþjóðlegir og friðarsinnar. Þeir hafa því reynt vald
sitt á okkur, við erum tilraunadýr þeirra. Frá þeirra bæjar-
dyrum séð, er það velgerningur að ófsækja báða.
Freyja varpaði djúpt öndinni og hræðslulega.
Pabbi, spurði hún, verðum við að lifa undir járnhæl þeirra
alla ævina ? Halda þeir alltaf áfram að ofsækja okkur og
fyrirlíta ? Þetta er eins og við værum í stríði við bræður
okkar.
Þetta er stríð, svaraði faðir hennar, stóð upp og sló úr píp-
unni. Þetta er styrjöld til þess háð að útrýma bræðraþelinu
úr hjörtum mannanna. En bræðralagshugsjónin mun leng-
ur lifa, því að hún er eilíft lögmál, óháð misþyrmingum og
aftökum. Það sprengiefni er ekki til sem geti eyðilagt hjarta-
lag mannsins og ekkert eiturgas svo öflugt, að það geti
hindrað andardrátt drottins, sem sálina hefur skapað. Oðara
en menn læra að elska hvern annan • og sýna hver öðrum
traust, eignumst við aftur öryggi og frið.
Freyja stóð upp, hægt og þunglamalega. Þú ert þreytt,
barnið mitt, mælti faðir hennar áhyggjufullur. Eg hef aldrei
fyrr séð þig jafnþreytta. Eg er hissa á því, eins og veðrið er
gott og loftið heilnæmt. Bráðum komumst við að raun um,
hvernig þér hefur sótzt námið, en síðan verðurðu að létta þér
dálítið upp. Við Gyðingar höfum hæfileika til þess að vinna
bug á hverskyns andstreymi.
Enn kom hik á Freyju. Leyndarmálið var komið fram á
varir henni, en hún hætti við að segja það. Ég get ekki sagt
honum það, ekki ennþá, sagði hún við sjálfa sig. Hann er
svo þreyttur og hryggur. Hví skyldi ég fara að auka á þær
byrðar, sem hann hefur að bera ? Eg ætla að lofav honum
að hvíla sig fyrst. En fleiri ástæður en þessar lágu til þess
að Freyja þagði yfir leyndarmálinu. Hún var að hliðra sér hjá
að láta föður sinn vita, hversvegna sér væri órótt. Henni var
það ljóst nú, að hún hafði notið ástarinnar og nærri því leit-
að dauðans og verið undir hvorugt búin. Hún hefði breytt
öðruvísi, ef hana hefði grunað hvílíka harðneskju framtíðin
bæri í skauti sínu, ekki aðeins henni til handa, heldur öllum
ættingjum hennar og kynstofni. Henni hefði ekki veitt af allri
orku sinni óskertri í þeirri baráttu, sem hún átti í vændum.
Fólk hennar hefði átt að geta reitt sig á starfskrafta hennar og
æskuþrek. Nú var svo komið, að hún gat ekki boðið föður
sínum annað en vanmátt sinn. Hún gat ekki orðið Rúda
að liði, þegar hún varð fyrst og fremst að hugsa um sitt eigið
barn. Hugur hennar hvarflaði aftur að Wetterstein. Hún
ákvað að fara þangað, án þess að spyrja föður sinn, hvort sér
væri það óhætt. Hún ætlaði ekki að trúa sínu fólki fyrir
leyndarmálinu, fyr en hún hefði sagt frú Breitner það og
Karli.
Þau héldu áfram upp brekkuna og töluðu um daginn og
veginn.
Enginn tók á móti þeim við járngrindurnar, nema hund-
arnir, sem geltu í mesta ákafa. Dúfurnar á þakinu þutu upp
og flögruðu í allar áttir, en sefuðust brátt og settust aftur á
sinn stað, hver á fætur annarri eins og ekkert hefði í skorizt.
Greifinn hafði skroppið að heiman til þess að athuga stíflu
nokkra og var ekki kominn aftur. Greifafrúin var á einka-
stofu sinni við spilamennsku og mátti því ekki gera henni
ónæði. Soffía var hjá saumakonunni.
Þegar Freyja varð þess'vísari, að faðir hennar væri þyrstur,
náði hún í glas og sótti honum vatn úr lindinni, sem var í
garðinum.
Enginn drykkur jafnast á við uppsprettuvafn, sagði faðir
hennar og vottaði fyrir háði í augnaráði hans. Sá kostur fylg-
ir því einnig, að það kostar ekki neitt. Okkur er skylt að sýna
okkar arisku gestgjöfum þakklæti fyrir að fá ennþá að njóta
þess með þeim.
XXIX.
Freyja læddist hljóðlega á fætur og niður stigann. Klukk-
an var fjögur að morgni. Ferðinni var heitið til bæjarins á
Wetterstein.
Y
&
><><><><><><><><XX><>í><X5K><><><><><>OOs‘><><><><><>0000<>00
■oooo