Nýtt dagblað - 30.04.1942, Síða 3

Nýtt dagblað - 30.04.1942, Síða 3
FímmtuHagur■ 30. apríl 1942 NÝTT DAG5LÁÐ 3 Eigandi og átgefandi: Gunnar Benedikt3son. Kitstjórar: Einar Olgeirsson (4b,) Sigfús Sigurhjartarson. Bitstjóm: Hverfisgotu 4, sími 2270- Afgreiðsla: Austurstr. 12, sími 2184. Víkingsprent h. f. Baráttan gegn verðnækk- un á ðttlutningsvðrum Hver mundi hafa trúað því fyr- ir svo sem tveimur árum, að haf- yrði hatröm barátta gegn verð- hapkkun á útflutningsvörum ? Áreiðanlega enginn. Það er meiri fjarstæða en menn gætu látið sér til hugar koma, að berjast gegn því að verðið hækkaði á fiskinum og kjötinu sem út er flutt. Jafnvel neytend- um, sem verða að kaupa þessar vörur dýrari að sama skapi sem þær hækka á erlendum markaði, hefur aldrei komið tii hugar að hefja slíka baráttu. Þeir hafa þvert á móti litið svo á að fagna bæri hverri verðhækkun á útflutn ingsvörum, því að slíkt þýddi batnandi þjóðarhag. En nú hafa þau tíðindi gerzt, að ríkisstjórn og heilir stjórn- málaflokkar hafa hafið hatramma baráttu gegn verðhækkun ís- lenzkrar útflutningsvöru. Nú eruð þið farnir að gera að gamni ykkar segja einhverjir háttvirtir lesendur. En það er nú síður en svo, vér erum aðeins að benda á staðreynd sem allir ættu að gera sér ljósa. Hvað er útflutningsvara ? í víðustu merkingu allt það, sem þjóðarbúið fær greitt með er- lendum gjaldeyri. Tilgangurinn með því að flytja út varning er að afla gjaldeyris, hvort það sem selt er, er kjöt, fiskur eða vinnu- afl skiptir í því sambandi engu máli. Á síðustu tímum er vinnuaflið orðið ein okkar allra stærsta út- flutningsvara. Öll sú vinna, sem unnin er hjá hinum erlendu her- stjórnum, er greidd með erlend- um gjaldeyri á sama hátt eins og fiskurinn og kjötið, sem út er flutt, og það er því ótvíræður þjóðargróði að þessi vara sé sem allra dýrust. Ef fiskafurðiraar hækka í verði á erlendum mark- aði er það gróði fyrir þjóðarbú- ið, og ef tímakaupið í setuliðs- vinnunni hækkar er það gróði fyr ir þjóðarbúið. Gegn þessum gróða þjóðarbús- ins berjast tveir stærstu stjórn- málaflokkar landsins, Framsóknar flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn. Til þess að hindra verð- hækkun á einni þýðingarmestu útflutningsvöru okkar, vmnuafl- inu, voru gerðardómslögin sett. Ástæðan til þess að þessi kyn- lega barátta er hafin er sú að vinnuaflið er, alveg eins og fisk- ur og kjöt, selt bæði á innlendum og erlendum markaði. Þeir, sem kaupa vinnuaflið á innlendum markaði viia ekki fyrir sér að halda verðinu: á því tliðri, þótt það sé beint tjón fyrir þjóðarbú- ið í heild. Tii þess beita þeir samtökum sínum, stjórnmálaflokk Um sínum, Þetta er hliðstætt því, að verkamenn færu að beita sam- tökum sínum gegn því að fiskur og' kjot hækkaðt á erlelldum mark aði til þeSs að koma í veg fyrir Tvö vitni um störf Menntamálaráðs Svo mikið cr nú rætt og ritað um Menntamálaráð, að rétt þykir að gefa lesendum Nýs dagblaðs kost á að hlusta á tvö vitni, sem sannfróð ættu að vera um störf þessa virðulega ráðs. Vitnin eru Guðmundur Finnbogason landsbókavörð- ur og menntamálaráðsmaður, og Jónas Jónsson, formaður Menntamálaráðs. Vitn- isburðirnir fjalla um hið pólitíska hlut- leysi ráðsins. Guðmundur Finnboga- son vitnar í Morgun- blaðinu .... Það licíur vcrið viðurkennd regla Menntainálaráðs, þann tíma, sem ég þekki til, að útiloka engan mann vegna stjórn- málaskoðana hans, heldur reyna að meta hvern mann eftir verkum hans: ritum, málverkum, írammistöðu við nám o. s. frv., og munu gerðir Menntamálaráðs sýna það ljóslega, ef þær eru athugaðar ....“ Jónas Jónsson vitnar í Tímanum Allir rithöfundar og skáld, sem nokkurs voru virði, og eru ekki kommún- istar, eiga Menntamálaráði að þakka margháttaða vegsemd og frama, þar á meða! sjaldfengin heiðursmerki .... Mér liggur við að vona, að þess- ar athugasemdir geti orðið til þess, að gera ýmsum lesendum ljóst, að það staf- ar fullkomin þjóðfólagsleg heetta af hinni öfgafullu undirróðursstarfsemi kommún- ista í bókmenntum og málefnum lista- manna hér á landi. Frá hálfu þjóðfélags- ins hefur verið hafizt handa um varnir, sem síðar verður snúið í sókn á móti hin- um austræna faraldri,..." Hvor segir satt? Hvað er nú sannleikur í þessu máli? Hefur Menntamálaráð haft þá reglu, að útiloka engan „vegna stjórnmálaskoðana hans“, eins og Guðmundur Finnbogason aegir, eða hefur Menntamálaráðið hafizt handa um varnir, sem sfðar á að snúa upp í sókn gegn þeim listamönnum, sem að- hyllast vissar stjórnmálaskoðanir, eins og Jónas Jónsson segir? Það skyldi þó aldrei fara svo, að allt umtalið, sem orðið hefur um Mennta- málaráð og störf þcss, lciði í ljós, að jafn- verðhækkun á þessum vörum á innlendum markaði. Hvað skyldi slík starfsemi vera kölluð í Morg unblaðinu og Tímanum? • Þetta fyrirbæri er í sjálfu sér alls ekki eins undarlegt eins og fljótt á lifið mætti virðast, það er aðeins undirstrikuii á þeirri staðreynd, að eigendur fram- leiðslutækjanna og handhaíar fjár magnsins eiga ekkert föðurland, tema sínar persónulegu gróða- vonir. Annað er það einnig sem þetta fyrirbæri undirstrikar og það er, að Sjálfstæðisflokkurinn og Farm- sóknarflokkurinn eru ekkert ann- að en baráttutæki stóratvinnurek endanna, baráttutæki þeirra manna, sem ekki víla l'yrir sér að berjast gegn verðhækkun á ís- lenzkri útflutningsvöru, af því að þeir telja sér það persónulegan hagnað. vel Jónas Jónsson frá Hriflu gctur sagt satt? v Sýnishorn af skrifum J. J- Urnmæli þau, sem hér eru tilfærð cftir Jónas Jónsson, eru úr grein, sem hann kallar „Það var Sigurður Nordal, sem samdi skjalið". Þessi grein átti að vera svar við hinni prýðilegu grein, er Nordal reit nýlega um Jónas í Morgunblaðið. Hér koma kaflar úr þessari grein Jón- asar; þeir lýsa höfuðatriðunum prýðilega: „Nú byrjaði hér um bil samtímis hvers- konar uppreistarstarfsemi í heimi íslenzkra bókmennta og lista. Annars vegar sátu þeir Kiljan Laxness og Þórbergur Þórð- arson á föstum launum á 16. gr. fjárlag- anna. Þeir urðu æ meiri kommúnistar. Létu þeir og lærisveinar þeirra flest rit- verk sín vera eins konar allsherjar niður- rif á islenzkri þjóðmenningu. 1 einni af þesshattar bókum var tiltekinn Alþýðu- flokksmaður gerður hlægilegur fyrir að hafa verið illa útlítandi í erfiðisvinnu á skólaárum sínum. I annarri bók var sveigt að Mbl.-mönnum, að vísu undir rós. Skipum var sökkt í hagnaðarskyni fyrir eigendur og ekki hirt um mannslíf. Stór- felld fjársvik voru daglegt brauð. Heimil- islíf manna var dregið niður í saurinn. Samt vissi böfundurinn, að öll þessi brigsl- yrði voru visvitandi uppspuni. En þau voru birt í áróðri kommúnÍ6ta, og þess vegna réttlætanleg. Nokkru siðar kom einn af lærisveinum Laxness með heila skáldsögu, einvörðungu með upplognum sakargiftum um nafntogaðan Mbl.mann S Reykjavik. Kommúnistar voru nú byrjaðir að nota fjárlagaskáld sín til að eyða mannfólag- inu. Þeir höfðu hafið stríð gagnvart ís- lenzku þjóðinni úr vígi fjárlaganna. Nú var Alþingismönnum nóg boðið. Þeir vildu ekki hafa dáta kommúnista á lífs- tíðarlaunum. Ríkisstjórnin lagði til, að rit- höfundar og skáld fengju rikisframlag sitt frá menntamálaráði. Þetta var sam- þykkt. Menntamálaráð hefur hin síðustu ár skipt framlögum ríkissjóðs milli marg- háttaðra verkamanna í víngarði ríkisins., Samkvæmt yfirlýstum vilja x þinginu var dregið úr framlögum til þeirra manna, sem voru sórstaklega í vinnu í stjórnar- grjóti Rússa. Þegar Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson þóttust ekki fá nóg, urðu þeir uppvægir og neituðu að taka við því, sem þeir fengu. Kommúnistar tóku mál flokksbræðra sinna að sér, og settu Nordal í forbrjóat um áróður. Allar líkur eru til, að Nordal og boðsg’estir hans befðu varla munað eftir að menntamála- ráð var til, ef Laxness hefði enn setið á góðum launum og með fullri dýrtíðarupp- bót á 18. gr. Moldviðri það, sem Nordal befur þyrlað uþp, á fyrst og fremst að vera til þess að beygja Alþingi til að halda öllum rithöfundum koinmúnistu á örugg- um lífstíðarluunum". ST. MÍNERVA NR. 172. Fundur í kvöld kl. 8,30, Kosn- ing embættismanna og kosning fulltma á umdæmiastúlkuþing. Hagnefndaratriði: Haraldur Norbdahl ? M. /. f Upplestur út Braga. ÆT. lurt Beð gerfliFltnsllili l UD tiilnu leMllus! - Hlflur nn tasisnuii! llll ttlsstrlOl UHSIIS rh Iss- Verkalýðsfélög , Reykjavíkur hafa skorað á alla verkalýðsstétt- ina, að fylkja sér út á götuna I. maí, til að sýna einingu stéttar- innar gegn gerðardómslögum og hverskonar yfirgangi og einræði auðmannastéttarinnar. Það er skylda allrar alþýðu, allra verk- lýðssinna, að verða við þessum tilmælum. Og það mun ekki þurfa að eggja verkamenn Reykja víkur til þess að mæta þúsund- um saman og sýna afturhaldi og auðvaldi mátt hins sameinaða fjölda. Það þarf engra eggjunar- orða við. Hatrið á þrælalögunum, þessum ósvífnu kúgunarráðstöf- unum hinna forríku milljónamær- inga og pólitískra þjóna þeirra, er svo sterkt, svo réttmætt og heitt, að það rekur hvern verkamann, sem metur manngildi sitt, út á götuna 1. maí. En það eru líka enn sterkari hvatir, sem fylla alþýðuna eld- móði þennan dag og fylla götur Reykjavíkur af ósigrandi fjölda fólks. Það er ást alþýðunnar á frelsi sínu, því frelsi, sem auðmenn- irnir eru að ræna hana. Alþýðan veit, að takist að halda gerðar- dómslögunum í gildi, þá verður þrælahaldið fullkomnað með op- inberri vinnumiðlun auðvalds- stjórnarinnar og verkamenn svift- ir frelsinu til að ráða sig sjálfir þar sem þeim líst, m. ö. o. þræla- haldi komið á aftur á íslandi. Verklý<Sssamtö\in eru að berj- ast fyrir frelsi sínu I. maí. Það er ehXi a8eins shylda alls ver\a- lýðs, að taka þátt í þeirri frelsis- baráttu. Allir þeir, sem vilja berj- ast fyrir frelsi og gegn fasisma, eiga að sýna hug sinn til verþa- lýðsins í verki þennan dag með því að taþa þátt í kröfugöngu verklýðsfélaganna. Það er kr°fuganga frelsisins gegn kúgun og fasisma, sem fram fer I. maí. Það má enginn liggja á liði sínu. Það verða allir að vera með. Flokkur Thorsaranna og ann- ara togaraeigenda og stríðsgróða- manna boðar til fundar 1. maí við Varðarhúsið. Það mun ætlazt til Heíf og böld svið allan daglnn Kaffisalati Hafnarsirmtí 16 þess, að þeir, sem vilja gerðar- dómslögin mæti þar. Þeir, sem vilja sýna í verki ást sína á Jón- asi frá Hriflu og Ólafi Thors eiga að mæta þar — og það getur borg að sig, þeir geta fengið bitling fyrir. Þeir, sem vilja að verka- fólki og starfsmönnum verzlana og skrifstofa sé bannað að hækka laun sín, en Thorsurum og kump- ánum þeirra séu gefnar tugir milljóna króna af þjóðarfé, — þeir eiga að mæta þar. Það er útifundur Thorsaranna í tákni þrælslundarinnar, sem þar fer fram. Andlega einkennið á honum verður rófa rakkans, sem sparkað verður í. Þeir, sem ætla að þakka fyrir gerðardómsspark- ið af stígvélahæl milljónamæring- anna, eiga að skríða þangað. En það eru engir verkamenn í Reykjavfk til svo lítilsigldir, að gera slíkt. Látum Thorsarana þakka sjálfum sér við Varðar- húsið I. maí! Verkamenn! Alþýða Reykja- víkur! Frelsissinnar, hvar í flokk< °8 stétt, sem þér standið! Mótmœlið gerðardómslögunum I. maí svo kr°ftuglega, að séð Verði að engin leið er fyrir auð- valdsstjórnina að halda áfram á einrœðisbrautinni til þrœlahalds- ins! Mótmcelið fasismanum á ís- landi sem erlendis með því að gera frelsisgöngu alþýðunnar að langsarrílega voldugustu kr°fu- göngu, sem sést hefur í Reykja- vík.! Sýnið samúð yðar með frelsis- stríði Verkalýðs alls heimsins og sameinuðu þjóðanna, sýnið virð- j ingu yðar fyrir hreysti rauða hers- ins og Sovétþjóðanria, fyrir hetju- skap Norðmanna, fyrir árœði Serba, fyrir eldmóði Frakka> fyr- ir þrautseigju Kínverjanna, og lotningu yðar fyrir öllum þeim, sem nú fórna öllu því bezta, sem þeir eiga til, fyrir það, sem er sjálfu lífi einstaklinganna œðra: tilyeru frélsisins og menningar- innar með þeim mönnum, sem eftir lifa á þessari jörð. Baráltan gegn kúsuninni og fasismanum hefur aldrei verið stórfenglegri, harðari og lietju- legri en nú. Sýnið I. maí, að íslenzka þjóð- in sé með lífi og sál með í barátt- unni gegn kúguninni! Sýnið það með þvi, að gera kröfugöngu verkatýðsjélaganna svo Volduga, að valdhafar auð- valdsitis neyðist til að láta þrœla* lög sín niður falla.

x

Nýtt dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.