Helgarblaðið - 24.04.1992, Side 7

Helgarblaðið - 24.04.1992, Side 7
Helgar 6 blaðið Á íslandi er bannað að spila flárhættu- spil. Samt sem áður leggja Islendingar grimmt undir í allskyns spilamennsku þótt mismunandi mikið sé. I Reykjavík eru starfandi fjögur spilavíti þar sem velt- an getur numið miljónum á einu kvöldi. Þannig sagðist einn viðmælenda blaðsins hafa séð Qárhættuspilara tapa mörg hundruð þúsundum króna á kvöldi. Yfir- leitt leggja menn þó minna undir eða um 10 til 15 þúsund á kvöldi. Ætla má að um 150 manns spili í þessum fjórum klúbbum á kvöldi þegar allir klúbbamir eru opnir. Það er því ljóst að miljónir eru lagðar undir í þessum spilavítum. Þar sem rekstur spilavíta er ólöglegur eru tekjur þeirra ekki gefnar upp og ríkissjóður verður þar af leiðandi af verulegum upp- hæðum í formi skattheimtu. Ná- grannalönd okkar eru óðum að leyfa rekstur spilavíta enda er talið að fjárhættuspil laði að efnameiri ferðamenn. Margir innan ferða- þjónustunnar eru famir að renna hým auga til möguleikanna sem spilavítin geta gefið og Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra segir möguleika á að endurskoða lög- gjöfina um fjárhættuspil, fari réttir aðilar fram á að það verði gert. Spilavítin Spilavítin fjögur, sem rekin em í Reykjavík, eiga það sameiginlegt að um einkaklúbba er að ræða. Að- eins útvaldir eiga þess kost að vera með, en til þess að svo geti orðið þurfa menn helst að hafa einhver auraráð. Við Hverfisgötuna er rekinn klúbbur sem í daglegu tali er nefndur Asaklúbburinn. Þar er alla jafna spilað bridge upp á peninga. Einnig er þar spiluð kasina þar sem ákveðin upphæð er lögð undir á hvert stig. Klúbbfélagar em um 40 manns, en fyrir nokkmm ámm vom þeir um 200. Þeir sem hafa hætt að stunda Asaklúbbinn em langt því frá hætt- ir að spila. Þeir atkvæðamestu em búnir að stofna nýjan klúbb, Frí- klúbbinn, sem er við Súðavog. Fé- lagar í þessum klúbbi eru taldir vera á annað hundrað. I Fríklúbbn- um er aðallega spilaður póker, en einnig Biack Jack og bridge. Fínasti spilaklúbburinn er i Skipholtinu. Þessi klúbbur er nýr af nálinni og em klúbbfélagar um 50. Þetta er eini stað- urinn sem býður upp á spilamennsku á ekta rúllettu- og Black Jack-borðum. Fjórði klúbburinn í Reykjavík er svokall- aður Gufubaðsklúbb- ur í Dugguvoginum. Þar er spilað upp á peninga í póker og biljarði. Þessi klúbbur er líklega sá fámennasti í Reykjavík og telur um 30-40 manns. Löggjöfin frá 1926 Yfirvöld geta lítið gert gagnvart þessum spilaklúbbum þar eð um lokaða klúbba er að ræða. „Við sem stundum fjárhættuspil spilum bara upp á plastpeninga í okkar eigin klúbbum. Hvemig við gemm upp eftir á kemur stjómvöldum ekkert við. Það er mitt mál hvort ég vil borga hundraðkall fyrir hvem spilapening eða ekki,“ sagði kunnur fjárhættuspilari sem Helg- arblaðið ræddi við. Aðspurður um hvort menn borg- uðu alltaf ef þeir töpuðu, sagði Spilað um miljónir í Reykjavík þessi sami maður að svo væri. „Þetta em lokaðir klúbbar. Ef maður borgar ekki skuld sína getur maður hirt hatt sinn og staf og yfir- gefið staðinn. Þeir sem lenda í því fá ekki inngöngu í aðra klúbba því að þetta fréttist alltaf." Þeir sem reka spilaklúbbana vom á einum máli um að islensk Aðeins útvaldir eiga þess kost ab vera með, en til þess að svo geti orðiö þurfa menn helst ab hafa einhver auraráð lög um fjárhættuspil væm orðin úrelt. Margeir Margeirsson, eigandi Skipholtsklúbbsins, segist þrisvar sinnum hafa skrifað til dómsmála- ráðuneytisins vegna þessa en engin svör fengið. „Menn hafa bent á gömlu happ- drættislögin frá 1926, cn þar er tekið fram að fjárhættuspil sé bannað. Nágrannalönd okkar eins og Svíþjóð og Danmörk hafa ný- lega breytt sínum lögum um fjár- hættuspil og nú em leyfð spilavíti í þessum löndum. Þetta er t.d. gert til að laða ferðamenn frekar að. Jón Sveinsson, sem rekið hefur spilaklúbbinn við Hverfisgötu í mörg ár, tekur undir þetta sjónar- mið. „Ég er sannfærður um að lög- gjöfin á eftir að breytast og það fyrr en síðar. Nú em spilaklúbbar reknir á bak við tjöldin og stjóm- völd fá engan skatt af þessu. I Iöndunum í kringum okkur em spilavíti rekin af stjómvöldum sem um leið fá ærlegar tekjur af þeim,“ sagði Jón. Valur Sigurðsson, einn af eig- endum Fríklúbbsins, segir starf- semina þar löglega. Þama sé ein- göngu um ákveðinn klúbb að ræða þar sem félagar komi saman til að spila á spil. „Við höfum kannað lagalegu hliðina á því að reka hreint spila- víti. Eins og er gengur það ekki upp, en ég er sannfærður um að þetta á eftir að breytast á næstu ár- um. Núna em leyfðir Rauðakros- skassar í öllum sjoppum þar sem böm spila upp á peninga. Fyrst Rauði krossinn má þetta skil ég ekki rökin fyrir banni við annars konar fjárhættuspili,“ sagði Valur. Spilaviti laða fer&amenn að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagðist ekki vera mikið inni í þessum málum. Aðrir í ráðuneyt- inu gætu sjálfsagt svarað því betur hvemig þessum málum væri hátt- að. „Hins vegar sé ég ekkert því til fyrirstöðu að endurskoða löggjöf- ina um fjárhættuspil ef t.d. ferða- málayfirvöld fæm fram á það. Þetta segi ég hins vegar án nokk- urra fyrirheita um að lögunum yrði endilega breytt,“ sagði Þorsteinn. Magnús Oddsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs, sagði að töluvert hefði verið rætt um möguleikana sem spilavíti gefa innan ferðaþjón- ustunnar. „Þetta hefur hins vegar aldrei verið rætt formlega innan Ferðamálaráðs. Hvers vegna veit ég ekki,“ sagði Magnús. Aðspurður um hvort spilavíti gætu aukið ferðamannastraum til Islands, sagði hann að staðsetning spilavíta skipti ekki máli. Það væri hagnaðarvonin sem réði. „Af forvitni hef ég sjálfur heim- sótt spilavíti erlendis. I Astralíu sá ég t.d. heilu flugvélaf- armana af Japönum sem eingöngu virtust koma til að spila. Danmörk og Svíð- þjóð hafa nýlega leyft opnun spilavíta hjá sér til að auka tekjur af ferðamönnum. Það er því alls ekki ólíklegt að efnuðum ferðamönnum fjölgaði eitthvað ef spilavíti væru starfrækt hérlendis,“ sagði Magnús. Þótt ýmsir sjái fyrir sér kostina við rekstur spilavíta á Islandi eru aðrir sem sjá þar ekkert nema galla. Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, segir að hér á landi sé lítið um vandamál vegna fjár- hættuspils. Einn og einn verði þó alltaf spilafíkninni að bráð. „Ég er hræddur um að vandamál tengd fjárhættuspili myndu aukast talsvert ef spilavíti yrðu leyfð á Is- landi. Þetta er eins og með áfeng- ið; því auðveldara sem það er að nálgast það því fleiri koma til með að þurfa einhveija meðferð, sagði Þórarinn. Aðspurður um hvort komið hefðu upp fiklatilfelli vegna Rauðakrosskassanna, sagði hann það fátítt. „Það hefur samt komið fyrir, bæði hjá unglingum og fullorðn- um. Héma á Vogi er lítið hægt að gera fyrir þessa einstaklinga. Hins vegar hefur Pétur Tyrfingsson ný- verið komið á fót hópi sem ræðir þess mál sín á milli. Þessi hópur á Sumir velja fallhlífarstökk og hætta lífi sínu og limum, aörir velja fjárhættuspil það sammerkt að vera veikur fyrir fjárhættuspili. Sérfræðingur í spilafikn er væntanlegur erlendis frá og verður hann þessum hópi til ráðgjafar," sagði Þórarinn. Sjoppueigandi sem Helgarblaðið ræddi við um Rauðakrosskassana sagðist verða var við að sumt fólk væri sjúkt í spilakassana. „Þetta er aðallega eldra fólk og unglingar sem lítið hafa við tímann að gera. Þegar fólk kemur hingað og skiptir peningum í smámynt, sér maður það á fingrunum á því hvort um spilafikla er að ræða eða Þótt löggjöfin banni f jórhættuspil ó ís- landi eru sta&ir í Reykjavík sem bjóóa upp ó allskyns fjórhættuspil. Mynd: Kristinn Fösludagurinn 24. apríl Helgar 1 blaðið Sveinþór Þórarinsson ekki. Fíklamir em allajafna svartir á fingmnum af því að handleika smámynt allan daginn. Þeir flakka á milli sölutuma svo að minna beri á íikninni,“ sagði sjoppueig- andinn. Tekjulind fyrir ríkissjóö Þegar Helgarblaðið ræddi um fiknina á bak við Qárhættuspilið við þá sem reka spilaklúbbana áð- umefndu, vom þeir sammála um að hún væri á einhvem hátt tengd spilamennskunni. „Þetta er hinsvegar spuming um að fullnægja áhættuþættinum hjá sér. Sumir velja fallhlífarstökk og hætta lífi sínu og limum. Aðrir velja fjárhættuspil til að fullnægja þessum þætti," sagði Valur Sig- urðsson. „Menn hafa mismunandi að- ferðir við fjárhættuspilið. Sumir taka aðeins 10-15 þúsund krónur með sér á staðina og spila fyrir þá upphæð. Ef illa gengur fara þeir bara heim eftir að féð er uppurið,“ sagði kunnur fjárhættuspilari í Reykjavík og bætti við að í klúbb- unum þekktust menn orðið það vel að ef einhver væri orðinn félaus lánuðu aðrir honum ekki peninga, því það væri honum sjálfum fyrir bestu að spila ekki upp á krit. Þeir sem til þekkja búast al- mennt við að spilavíti verði brátt leyfð hér á landi. Bæði sé það hagur stjómvalda að fylgjast með rekstri spilavítanna og hins vegar sé þama möguleg tekjulind fyrir ríkissjóð. Einnig segja sögur að valdamiklir aðilar séu byijaðir að þrýsta á stjómvöld um rýmkun laga, t.d. hafi Eimskip mikinn hug á að reisa Hilton-hótel á Islandi. Það gengur hins vegar ekki meðan núverandi löggjöf er við lýði, því Hilton-hótelkeðjan reisir ekki hót- el nema að spilavíti sé á efstu hæðinni. Ekkert aðgengí fyrir fatlaða í húsakynnum byggingamálaráðherra Helgarblaftift fékk Jóhann Gunnarsson til a& kanna hvernig maiur i hjólastól kæmist leióar sinnar innan róóuneytis skipu- lagsmóla. Þaó fer enginn þar um i hjólastól ón mikilíar aóstoó- ar. Róóherra lofar þó aó vel ver&i tekib ó móti hreyfihömlub- um og þeim hjólpao til ab komast leibar sinnar. Mynd: Kristinn. Umhverfisráðuneytið flutti nýlega úr Sölvhólsgötu 4 í Vonarstræti 4. Nýja hús- næðið er lyftulaust og að því liggja tröppur sem gera hreyfihömluðum nær ómögulegt að komast í ráðuneytið hjálparlaust - hvað þá að starfa þar. Eið- ur Guðnason umhverfis- ráðherra er ráðherra sltipulagsmála. Öryrkja- bandalag Islands hefúr sent honum bréf þar sem óskað er eftir upplýsinginn um á hvem hátt ráðherr- ann hyggist breyta hús- næðinu þannig að það svari þeim kröfúm sem gerðar em til opinbers húsnæðis nú á dögum. Mjög dýrt er að koma lyftu fyr- ir í húsinu og illmögulegt. Reykjavíkurborg á húsið og hefur ráðuneytið gert tíu ára leigusamn- ing við borgina. Menntamálaráðuneytið vildi ekki láta umhverfisráðuneytið fá meira pláss við Sölvhólsgötuna en þar hefur nýlega verið tekin í notkun lyfta. Bæði Eiður og Páll Líndal ráðuneytisstjóri segja að ekki hafi verið yfir því kvartað að hreyfihamlaðir gætu ekki komið í ráðuneytið þegar það var við Sölvhólsgötuna. Astæðan fyrir flutningum er sú að þröngt var orðið um ráðuneytið og lýsti Eið- ur málunum þannig að jafnvel fjórir til fimm starfsmenn þyrftu að deila með sér skrifstofu. Löglegt en siölaust Samkvæmt lögum verður hús- næði sem stofnanir fiytjast í að vera aðgengilegt fýrir fatlaða, sé um nýtt húsnæði að ræða. Hins- vegar er ekki skylt samkvæmt lögum að breyta skrifstofuhús- næði, hafi samskonar starfsemi farið ffam í húsnæðinu áður. I Vonarstrætinu var Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar til húsa en hún flutti fyrir tveimur ár- um. Gunnar Sandholt, yfirmaður fjölskyldudeildar, sagði að það hefði vegið þungt í ákvörðuninni um flutning hversu slæmt að- gengið fyrir hreyfihamlaða hefði verið. Meginástæðan var sú að húsnæðið var orðið of lítið, en hinar slæmu aðstæður vógu mjög þungt. I leit sinni að nýju húsnæði leit- aði ráðuneytið víðar í bænum en það var staðsetningin sem réð úr- slitum. Páll sagði að það hefði komið í ljós að staðsetning ráðu- neyta við til dæmis Hlemmtorg væri óhentug. „Ráðuneyti þurfa að vera í miðbænum,“ sagði Páll. „Má vera að betra skrifstofuhús- næði sé til en þetta húsnæði var laust og hentaði mjög vel,“ sagði Eiður. Mjög dýrt er að breyta húsnæð- inu og myndi ekki kosta undir 15 miljónum króna að setja lyftu í húsið, að sögn Eiðs. Samkvæmt heimildum Helgarblaðsins gæti kostnaðurinn orðið allt að 35 miljónir króna. Liklega yrði að byggja við húsið í bakgarðinum til að koma fyrir lyftu. Þá þyrfti að breyta innri skipan hússins með tilliti til lyftunnar. Þeir ráðu- neytismenn hafa ekki kannað þau mál gaumgæfilega; vita til dæmis ekki hvort húsið er friðað, hver á lóðina bak við húsið sem snýr að Islandsbanka, og þeir vita ekki heldur hvort mögulegt er að útbúa bílastæði fyrir fatlaða á bak við ráðuneytið. Hiö versta mál fyrir Eið Eiður viðurkennir að þetta sé hið versta mál. „Að sjálfsögðu stefnum við að því að bæta úr þessu og ég mun ræða þetta mál við borgarstjóra," sagði ráðherra. Ráðuneytisstjóri hans hafði sagt við Helgarblaðið um klukkustund áður að Reykjavíkurborg væri ekki til umræðu um að leggja út í breytingar. Eiður sagði þó að þetta mál yrði leyst. „Það er fullur vilji til að bæta úr þessu. Ég þori þó ekki að lofa neinu um hvenær það getur orðið,“ sagði hann. Menn hugleiddu það í ráðu- neytinu að sækja um fjárveitingu til að lagfæra húsið en ekki var sótt um vegna þess að það þótti alveg einsýnt að engin fjárveiting fengist, að sögn Páls. Ráðuneyt- inu er skorinn þröngur stakkur er kemur að útgjöldum. Amþór Helgason, formaður Ör- yrkjabandalagsins, sagði að þetta væri hið versta asnaspark af hálfu ráðuneylisins og til skammar að einmitt þetta ráðuneyti ætti í hlut. I bréfinu til ráðherra segir að Ör- yrkjabandalagið telji „að það geti með engu móti samrýmst ábyrgð og skyldum þessa ráðuneytis sem æðsta yfirvalds skipulagsmála á íslandi að taka sér bólfestu í hús- næði sem verður vart aðlagað þörfum þeirra sem eru hreyfi- hamlaðir.“ „Ég er fullkomlega sammála þeim sem segja það fá- ránlegt af byggingamálaráðherra að haga sér svona,“ sagði Amþór. Hann sagði að menn myndu bíða eftir svömm ráðherra en að það gæti farið svo að málið yrði kært til bygginganefndar Reykjavíkur ef ekkert gerðist. „Við bíðum þar til í harðbakkann slær,“ sagði Amþór en samtök fatlaðra hafa ekki góða reynslu af samskiptum við bygginganefndina. Uni menn ekki úrskurði bygginganefndar er hægt að vísa málinu til umhverf- isráðherra, Eiðs Guðnasonar. Skipulagsstjóri ríkisins Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Öryrkjabandaiagið berst fýrir al- mennilegu aðgengi fyrir hreyfi- hamlaða að stofnunum hins opin- bera. Skipulagsstjóri ríkisins tók árið 1987 á leigu nýtt húsnæði á þriðju hæð að Laugavegi 163. Húsið er á nokkmm hæðum en lyftulaust. Þar eð um nýtt húsnæði var að ræða giltu byggingarreglu- gerðir og lög um aðgengi fatlað- ara. Skipulagsstjóri tók hæðina á leigu til tíu ára og eigandinn var ríkið. Leigusalinn sá enga ástæðu til að taka þátt í kostnaði við að setja lyftu í húsið einsog kom þá til greina. A þeim tíma var Alex- ander Stefánsson félagsmálaráð- herra ráðherra skipulagsmála. Fé- lagsmálaráðherra fer einnig með málefni fatlaðra. Enda lýsti ráðu- neytið því strax yfir að skipulags- stjóri ríkisins fengi ekki að nota húsið nema aðgengi væri fyrir fatlaða samkvæmt lögum. Of dýrt var fyrir embættið að fara út i að koma lyftu fyrir í húsinu sem ekki var í þess eigu og niðurstaðan varð sú að skipulagsstjóri rifti leigusamningnum og fór annað. G. Pétur Matthíasson Það var samstarfsnefnd í ferli- málum innan félagsmálaráðuneyt- isins sem kvað upp þann úrskurð að húsnæðið að Laugavegi 163 stæðist ekki lög um aðgengi fatl- aðra. Þessi sama nefnd fjallaði um mál umhverfisráðuneytisins síð- astliðinn þriðjudag. Ferlinefnd kannar málið Guðrún Jónsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði að á fundin- um hefði verið ákveðið að hún færi á fund ráðherra og fengi upp- lýsingar um tímasetningar varð- andi breytingar á húsnæðinu til að bæta aðgengið. Hún á einnig að kanna hvaða breytingar koma til greina en enn sem komið er hefur nefndin ekki gert neinar kröfiir um breytingar. Reyndar á nefndin í nokkrum tilvistarvanda og ekki víst hvaða ráðum hún getur beitt. Nefndin á sér stoð i reglugerð en ekki í lögum. Nefndin ræddi einnig á fundi sínum aðgengi fýrir fatlaða í hinu nýja ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Þar er um nýtt skrifstofuhúsnæði að ræða og ekki hægt að hafa uppi neinar afsakanir. Mál þar munu vera í góðu lagi innanhúss en starfsmaður ferlinefndarinnar, Karl Bland, komst að því að það vantar bílastæði fýrir fatlaða og einnig er ýmsum merkingum ábótavant. Nefndin fól honum að ræða við byggingafulltrúa til að fá þessum málum kippt í lag í ráð- húsinu. Föstudagurinn 24. apríl

x

Helgarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.