Helgarblaðið - 24.04.1992, Síða 8

Helgarblaðið - 24.04.1992, Síða 8
Helgar 8 blaðið Okeypis hjá ítölskum vændiskonum Það er ókeypis í dag, komið sjáið og sannfærist. Þessi auglýs- ing blasti við ökumönnum sem áttu leið um ítaiska bæinn Biella á dögunum. Og hvað var verið að auglýsa? Fermingargjafir, ost eða vín? Ó, nei. Þessi auglýsing við veginn fékk margan karlinn til þess að snúa sig úr hálsliðn- um, eða því sem næst, því vænd- iskonurnar í bænum buðu nefni- lega blíðu sína ókeypis þennan laugardag. Astæðan fyrir þessu var sú að ítölsku gleðikonumar vom famar að tapa viðskiptum yfir til norður- afriskra vændiskvenna sem buðu blíðu sína á undirverði. „Það var nokkuð erfitt að fá kúnnana til að trúa þessu,“ sagði ein kvennanna við blaðamann La Stampa. „Einn gekk í burtu og hætti við, aðrir vildu borga þrátt fyrir tilboðið en ég neitaði, ég brýt ekki samkomulag okkar,“ bætti hún við. Verkalýðshreyfmgar víða um heim gætu tekið gleðikonumar í bænum sér til fyrirmyndar því þær láta ekki vaða yfir sig. Þær hafa unnið sín verk án melludólga árum saman og fyrir ári komu þær sér saman um verð (það kostar 2500 í bíl, 7000 ef farið er í heimahús), þær ákváðu að klæðnaður þyrfti að vera áberandi en smekklegur og að skylt væri að nota smokk. Þetta gekk mjög vel þar til inn- fiytjendur frá Afríku fóm að undir- bjóða þær ítölsku, en þær bjóða sig á litlar 1000 krónur. Þetta hefur leitt til átaka milli hópanna og eig- inmaður ítalskrar vændiskonu skaut á melludólg einnar afrískrar. Innflytjendumir komu upphafiega til bæjarins vegna þess að þeim höfðu verið boðin verksmiðju- og hjúkmnarstörf en vom svo sviknir um þau. Þetta tilboð vændiskvennanna jók viðskiptin þann daginn en þær hafa ekki efni á að endurtaka leik- inn mjög oft. Ekki em aðrar vænd- iskonur heldur yfir sig hrifnar. Ein sem kallar sig Moana, sagði við blaðamann La Stampa: „Þær hljóta að vera mglaðar, ég myndi ekki einu sinni gera það ókeypis með manninum mínum.“ Vændiskonurnar í Biella bu&u ekki ekki mikib fyrir litift, heldur allt fyrir ekkert. Nauðsyn á varðveislu þjóðleiða „Því má halda fram með réttu að það sé saga við hvert fótmál á þessum r gömlum þjóðleiðum sem víða er að finna hér á Suð- vesturlandi og því afar nauðsynlegt að varðveita þær og halda þeim vel við,“ segir Einar Egilsson hjá Umsóknir um Sumardvöl í Orlofshúsum VR Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum VR sumarið 1992. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu VR, þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi fimmtudaginn 30. apríl 1992. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Húsafelli í Borgarfirði Svignaskarði í Borgarfirði Stykkishólmi Akureyri lllugastöðum í Fnjóskadal Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu Kirkjubæjarklaustri Flúðum, Hrunamannahreppi Miðhúsaskógi í Biskupstungum Ölfusborgum við Hveragerði Húsin eru laus til umsóknar á tímabilinu 29. maí til 18. september. BREYTTAR ÚTHLUTUNARREGLUR. Fram að þessu hefur tölva dregið úr öllum fullgildum umsóknum. Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í VR, að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu VR og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjaldið er Kr. 8.500.- til 9.500.- á viku. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi 30. apríl n.k. Náttúruvemdarfélagi Suð- vesturlands. A nýafstöðnum aðalfundi félags- ins var ákveðið að stuðla að því að í hverju sveitarfélagi á svæðinu yrði stofnaður starfshópur innan félagsins sem hefði það verkefni með höndum að afla allra tiltækra upplýsinga um gamlar þjóðleiðir og aðrar alfaraleiðir og koma því á framfæri á aðgengilegan hátt. Jafn- framt ákvað fúndurinn að þessir starfshópar gerðu tillögur um varð- veislu þeirra og nýtingu í sam- vinnu við þjóðminjavörð. Til að kynna þetta frumkvæði nánar er í ráði að fara í nokkrar vettvangs- ferðir á næstunni og meðal annars mun starfsmaður Þjóðminjasafns verða með í for í byrjun næsta mánaðar. Einar Egilsson segir að það sé ekki seinna vænna að gera eitthvað til að vemda þessar gömlu þjóð- leiðir sem margar hverjar eiga í vök að veijast og meðal annars Mín útivist Helga Guðrún Jónasdóttir forstöðumaður „Mín útivist felst aðallega í göngutúmm en þar fyrir utan er ég mikið íyrir að fara í tjaldferðir á sumrin. Svo finnst mér einnig gaman að labba út í sjoppu á kvöldin,“ segir Helga Guðrún Jón- asdóttir, forstöðumaður upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. Helga Guðrún segist því miður ekki stunda útivist með neinum skipulögðum hætti. Hennar uppá- halds útivistarsvæði er Öskjuhlíðin en þar ólst hún upp. Þar þekkir hún hvem krók og kima frá því hún lék sér þar sem krakki og þangað fer hún oft í gönguferðir. Með tið og tíma verður þó sífellt erfiðara að njóta útivistar í Öskju- hlíðinni á tveimur jafnfijótum sök- um barrtrjáa sem gera göngufólki lífið leitt. Þegar Helga Guðrún er í góðu formi í ferðum sínum um Öskjuhlíðarhálendið á hún það til að klifra upp á hitaveituhúsið. En á unglingsárunum var það liður í manndómsvíglunni að komast upp á þak þess húss. Af öðrum útivist- arsvæðum borgarinnar finnst Helgu Guðrúnu gott að fara í Laugardalinn en þó einkum í Grasagarðinn. „En ef ég vil fara í rómantíska göngu á síðkvöldi, þá fyrir ágangi hestamanna nútímans. „Spumingin snýst ekki aðeins um að varðveita þessar gömlu þjóð- leiðir heldur einnig hvemig við ætlum okkur að umgangast þessar fomminjar sem þjóðleiðimar óneitanlegu em,“ segir Einar Eg- ilsson. Af einstökum svæðum á Suð- vesturlandi em Suðumesin mjög rík af göml- um þjóðleið- um sem vom þjóðvegir þess tíma. Um þessar þjóðleiðir fóm menn til og frá verstöðvum og því oft fjöl- famar. Um þessar götur fóm ungir menn í verið til að taka út mann- dómsvígslu sína og heim á ný að vertíð lokinni með hlutinn sinn á bakinu. Þeir sem áttu meira undir sér höfðu hins vegar hesta, bæði til reiðar og eins til að bera klyfjam- ar. geng ég út í Öskjuhlíð og niður í Nauthólsvík og þar í kring.“ Þessu til viðbótar segist Helga Guðrún ávallt hlaupa upp stigana heima hjá sér upp á fjórðu hæð. Á sumrin toga Búðir á Snæfeflsnesi og næsta nágrenni mikið í Helgu Guðrúnu enda em þar gnótt góðra útivistar- svæða. „Á Snæfellsnesinu er hægt að fá dramatíska útrás; gargandi sjófúglar, þverhníptir klettar, gróð- urbreiður, sandstrendur og stór- grýttar og gamlar leifar af verbúð- um,“ segir Helga Guðrún sem seg- ist lítið vera fyrir tíðindalaust rölt í sinni útivist. b Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi munu liggja fyrir 8. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita númer 678356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Gengiö mót Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, þann 25. apríl. Þeir sem hafa hug á að vera með og rölta um götur bæjarins á nýbytjuðu sumri og í skemmti- sumri legum íélagsskap eiga að mæta upp úr klukkan hálftíu við Fann- borg 4. Þar bíður þeirra nýlagað molakaffi og almælt tíðindi áður en lagt verður í ‘ann. Föstudagurinn 24. apríl

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.