Helgarblaðið - 24.04.1992, Síða 12

Helgarblaðið - 24.04.1992, Síða 12
/I ■f Helgar 1 2 bla blaðið Helgar 13 blaðið Halldór Laxness nírœður dreginn uppí odd á mefistófeliska vísu, hvast nef, ydd eyru, oddboga- dregnar augabrúnir, napóleon- stoppur, með frœðisetníngarnar einsog nokkurskonar viðauka við nagtennur, þannig kom hann mér fyrir sjónir. (Bls. 79). Víst er gaman að persónulýsing- um á borð við þessar, en það breytir ekki hinu að þessi minnisblöð Hall- dórs eru umfram allt átakanleg lesn- ing, vel til þess fallin að minna okk- ur á nýliðna skelfingartíma í Evr- ópu. Sem dæmi má nefna að andstæð- ingar Stalíns voru bomir þeim sök- um við réttarhöldin að hafa skipu- lagt spellvirki, „sérstaklega í kollek- tífbúskapnum tii að vekja óánægju bændanna, svo þeir gengju aftur úr koll. [=samyrkjubúunum]“. Það átti að „organisera“ matarleysi, t.d. að- eins búa til dýrar tegundir og gera þær sem verstar. Setja giermulning í smjörið og nagla. Falskt mál og vog innleiddi hann [=SelinskiJ. Moskva var haldið eggjalausri tímum saman. 1936 voru 50 vagnar af eggjum eyðilagð- ir. (... ) Til hvers gert? Til að kalla fram óánœgju fólksins. Vetr- arvörur seldar á sumrin, sumarvör- ur á vetrin. - Þetta system helst enn! (4B). Menn geta velt fyrir sér hvort þessi síðustu orð eru huglciðing Halldórs sjálfs, byggð á vöruskort- inum sem hann sá í Rússlandi og lýsti í Gerska æflntýrinu eða hvort þetta er tilvitnun í einhverja persónu við réttarhöldin. Hér má rifja upp að menn hafa talið mynd hans af ástandinu í Sov- étríkjunum villandi, og sjálfsagt var hún það á margan hátt. En ekki má gleyma því að Halldór talar víða tæpitungulaust um skort á „smávör- um“ eða aimennum neysluvörum í Sovétríkjunum. Hann neitaði stað- fastlega að hungursneyð ríkti í land- inu, en með sínum hætti - með því að tala hvað eftir annað um skort á hvers kyns smávamingi - sagði hann þó það sem segja þurfti um málið. Stalínslof hjá Grúsum I Gerska æfintýrinu segir Hall- dór frá því er hann tók Moskva-Tífl- is hraðlestina og var sex dægur á leiðinni; það var um jólaleytið árið 1937. Suður i Grúsíu, sem áður hét Georgía og heitir það nú aflur, var hann gestur á rithöfundaþingi sem haldið var í minningu þarlends mið- aldaskálds. I Grúsíu voru sagðar fegurstu konur heimsins; Halldór segir: Það gefur íslendíngum eftilvill nokkra hugmynd um grúsa að þeir minna á laxa- mýrarœttina og gœti verið komin héðan. Þeir hafa einn- ig sama gaungulag og hinir ótrú- lega léttfœttu laxmýríngar, það er einsog þeir komi ekki við jörðina. (2. úlg., bls. 110). Kvæði eru seint fullort í tilefhi níræðisafmælis Halldórs Laxness á sumardaginn fyrsta, 23. apríl, hefúr Vaka-Helgafell endurútgefið Kvæðakver skáldsins. í kverið hefúr verið aukið við kvæðum úr skáldsögum og leikritum Halldórs sem ekki voru í fyrri útgáfú. Kvæðakverið kom fyrst út 1930 og vakti mikla athygli enda fór skáldið ót- roðnar slóðir í kvæðum sínum einsog í öðmm ritstörfúm. Kvæðakverið var endurútgefið 1949 og var þá fjölda ljóða aukið við. I útgáfúnni núna er eft- irmáli eftir Halldór Laxness þar sem hann fjallar um kverið og einstök kvæði þess. Lauk hann við að semja eftirmál- ann í upphafi þessa árs. Við skulum grípa niður í upphaf eft- irmálans: „Kvæðakver það sem hér kemur fyrir augu lesara er um mart ólíkt þeirri syrpu smákvæða sem fór í prentverkið 1930. Kverið var þá ffemur magurt en hefur gildnað gegnum tíðina. Ósagt skal látið hvort frekari gæði hafi fylgt auknu umfángi. Árið 1949 var saftiið endurskoðað og aukið. Enn á ný hafa glöggir menn dregið saman kvæði sem ýmist höfðu ekki ratað i kverið fýr á ár- um eða komið til sögu á þeim flórum áratugum sem liðnir eru ffá síðari sam- antekt þess. Er nú svo komið að bókin er farin að teygja sig nær öðru hundraði að síðutali og fer upphaflegt heiti sem átti við smábók að verða eins konar öf- ugmæli. En því verður ekki varpað fyrir róða. Lángur vegur er milli kvæðanna hvemig sem mælt er og það elsta orðið liðlega sjötugt. Glöggt sést að höfundur hefur verið víður og breiður í skáld- skapnum enda ekki aðeins ort fyrir sjálfs sín hönd heldur í orðastað ólík- ustu persóna á ýmsum öldum, kvenna og karla.“ í lok effirmálans segir Halldór: „Á það hef ég áður bent að kvæði eru seint fúllort. Ein samstafa í ljóði, eitt lestrarmerki getur verið skáldi vanda- mál ævilángt. Þetta hefúr ekki síst átt við um ýmis þeirra kvæða sem i þessu kveri er að finna. Nokkur hafa reyndar staðið óhreyfð ffá því þau vora fyrst sett á blað. Önnur vora rúman aldarfjórðúng í smíðum og sum hef ég krotað í allt ffam á síðustu misseri. Einhver kvæðanna sem fyrst vora prentuð í Kvæðakveri 1930 era því of- urlítið fjær þvi að vera uppkast nú en þá. Á öðram hafa verið gerðar breytíng- ar sem venjulegur lesandi mun varla taka eftir, þó þær skifti máli frá sjónar- miði höfúndar. En nú hefúr hann lagt pennann á hilluna fyrir fullt og fast og því ólíklegt að hreyft verði ffekar við kvæðunum en orðið er.“ í túninu heima A þessu nesi iþessu túni stóð bœr. Brúnklukka í mýri? Nei, ekki meir. En altœr lind og ilmur af reyr. Og þegar þú deyr þá lifir reyr á þessu nesi við þessa lind íþessu túni þar sem stóð bœr: Lind Reyr - Halldór Laxness skólar vift Peter Hallberg og Kristinu eiginkonu hans á heimili þeirra hjóna þegar fréttir um úthlutun Nóbelsins bárust árió 1955. Hjá þessari þjóð léttfeta sótti Halldór fundi með rithöfundum, skoðaði listasöfn og fomminjar og athugaði þjóðlífið. „Með kvöldi hófst skemtilífið“, bætir hann svo við. I einni veislunni hefur skáldið haldið ræðu og era drög hennar til á Landsbókasafninu. Lesendur Gerska æfmtýrsins þurfa ekki að fara í grafgötur um aðdáun höfundar á Jósefi Stalín, og má vera að kurt- eisi við gestgjafa hafi einhverju ráð- ið um inntak ræðunnar. I drögunum segir meðal annars: It is witli afeeling of great re- spect and admiration that I visit the Socialistic Republic oj Grusia (. . .) But Grusia has a particular appeal to all communists whatever nationality we belong to, because it is the country which has given place to the birth of one of the gre- atest fighters of socialism, the great leader Josef Stalin, who in the eyes of all the classconscious proletari- ans, workers, peasants and intellig- entsia has done more for the wor- kers ofthe world and for world socialism than any other man now living. I greet the Socialistic Repu- blic of Grusia! 1 greet tlie Grusian people (. . .) And I greet the Son of Grusia, Comrade Josef, the great leader [?] of the U.S.S.R. and the first socialist in the world to day. [Egfinn til virðingar og aðdáun- ar er ég sœki nú Sósíalistalýðveldið Grúsíu heim (...). En Grúsía hef- ur sérstaka þýðingu fyrir alla kommúnista, hvert sem þjóðerni okkar er, þvi hún er landið sem alið hefur einn mesta baráttumann sósialismans, hinn mikla leiðtoga Jósef Stalín, sem að dómi allra stéttvísra öreiga, verkamanna, smá- bcenda og menntamanna hefur gert meira fyrir verkalýð heimsins og fyrir sósialismann en nokkur annar núlij'andi maður. Ég heilsa sósíal- istalýðveldinu Grúsíu! Eg heilsa grúsísku þjóðinni (...). Og ég heilsa Syni Grúsíu, félaga Jósef Stalin, hinum mikla leiðtoga Ráð- stjórnarlýðveldanna og fremsta sósíalista heimsins um þessar mundir. — Þýðing ASJ Á sama blaði hefur ræðumaðurinn punktað þetta hjá sér á íslensku: „Eg heilsa hinum ágæta bygginganneist- ara Ráðstjómarríkjanna, Jósef Stal- „(...) spisst skegg, spisshaka, spiss eyru, sköllótt og kúpt haus- kúpa": Nikolaj Búkarín, sem Halldór Laxness kallaói systemfifl og likti vió nagdýr. m. Svo margir íslenskir höfundar skrifuðu málsvöm fyrir Sovétríkin á áranum milli stríða að þar má tala um sérstakan fiokk bókmennta, eins og ég rakti reyndar í tímaritsgrein fýrir nokkram árum (Framvegis, 1984). Gerska æfintýrið var þýtt á dönsku árið 1939 og Halldór gerði stuttan útdrátt úr bókinni á þýsku, sjálfsagt með það í huga að fá hana útgefna víðar. Utdrátturinn er til á Landsbókasafni og er forvitnilegur að því leyti að kannski sýnir hann hvað höfundurinn taldi til aðalatriða í bókinni og hvaða efnisþættir hann hugði að gætu vakið athygli er- lendra bókaútgefenda. Þama er meðal annars rætt um „Der úber- menschliche manchmal fast un- menschliche Realitetssinn Stalins" - ofurmannlegt og oft næstum ómann- eskjulegt veruleikaskyn Stalíns - og Stalín er nefndur mikill raunsæis- maður - „grosser Realist“. Þetta hljómar eins og tálbeita fýrir sósíal- íska útgefendur en stingur þó lítt í stúf við anda bókarinnar. Apletíns-þáttur Landsbókasafnið á nokkur bréf sem Halldór Laxness skrifaði rúss- neskum vini sínum, M. Apletín að nafni, eftir að hann yfirgaf Sovétrík- in vorið 1938. Eitt þeirra er skrifað í Kaupmannahöfn á heimleiðinni og þar segir hann Apletín frá skiptum sínum við norræn blöð og fundum með stúdentum og höfúndum í Stokkhólmi. í miðjum apríl tók hann svo bát heim frá Bergen. í einu bréf- inu er minnst á pels nokkum, sem lesendur Skáldatíma (1963) muna líklega eftir. Þannig var mál með vexti að Hall- dór fékk ritlaun greidd í Rússlandi í rúblum sem hann gat ekki flutt úr landi. Brá hann þá á það ráð að kaupa pels fýrir féð og hafði efiaust í huga að selja hann er heim kæmi. Afrit eru á safninu af fieiri en einu bréfi þar sem rætt er um pelsinn og þá erfiðleika sem hann olli skáldinu, og er það allt heldur spaugilegt. Tollyfirvöld kröfðu skáldið um miklar fúlgur fyrir gripinn en eftir nokkurt þvarg sættu þau sig þó við um hundrað króna innfiutningsgjald. Þegar átti svo að selja þetta víðförla fat reyndist það vera úr otraskinni, sem Halldór segir í einu bréfinu að sé almennt notað í tuskur á gólf. Halldór og þáverandi kona hans, Inga, auglýstu pelsinn þvínæst til sölu; nokkrir komu að skoða hann og vora hæst boðnar í hann 75 krón- ur. I Apletíns-bréfunum kemur líka fram að Halldór er að skrifa nýja skáldsögu - trúlega á hann þar við Hús skáldsins, því Höll sumar- landsins haföi hann lokið í Uppsöl- um á heimleiðinni - og að hann hyggist fara á sumarhótel í grennd við Reykjavík að klára sovétbók sína; það mun hafa verið í Reyk- holti. í bréfi, sem dagsett er 28. ág- úst 1938, segir hann Apletín frá efni bókarinnar, sem nú sé rélt í þann mund að fara í prentun, og er þá bú- inn með tvær bækur á 8 mánuðum. Hér kemur enn fram að hann telji stefnu Stalíns raunsæja („I make a point of showing how the policy of Stalin is in first place the policy of realism."). Þá er eftirtektarvert að hann segir að vegna umfjöllunar sinnar um listir og bókmenntir sé bókin vel til þess fallin að gera les- endur ekki aðeins að vinum Sovét- ríkjanna heldur að vinum Rússa: (...) Thus I pay a lot of attenti- on to the „ humaniora “ - art, liter- ature, theater - of Soviet nations, and quite especially to things that might contribute to turning people not only into Soviet friends, but into friends of Russia. Að sönnu má telja auðfundið af Gerska æfmtýrinu, sem staðfest er í Skáldatíma, að Halldóri þótti vænt um ýmsa Rússa sem hann kynntist. A2> lokum - kveðja Hér hefur verið staldrað við papp- íra úr handritasafni Halldórs Lax- ness sem varða Sovétríkin og af- stöðu hans til þeirra. Sumir sem hafa skrifað um það efni hafa litið svo á að skáldið hafi verið óheiðar- Drög aZ> Gerska æfintýrinu ó og bréfsefni Hótel National. legt á einhvem máta í skrifúm sín- um. Látið hefur verið í það skína að hann hafi blekkt íslenska lesendur vísvitandi og að hann hafi verið blindaður af trú sinni, sem þá hafi færst frá blindri kaþólsku yfir í blindan stalínisma. Þetta þykja mér ómaklegar ásak- anir. Augljóst mál er að Halldór hélt fram hlut Stalíns og studdi Sovét- menn með ráðum og dáð. En höfuð- skýringin á því var sú að hann skildi betur cn margur annar ógnina sem stafaði af nasismanum; hann kaus Stalín fremur en Hitler- af tvennu illu. Auðvelt ætti að vera að fjalla um skrif Halldórs um Sovétríkin án þess að saka hann um óheiðarleika og blindni. Nær væri að skýra þau út frá þeim hagsmunum sem hann hafði að leiðarljósi, hagsmunum sem ég hygg að ekki hafi verið ann- arlegir í neinum skilningi. Þeim mönnum sem telja brýnt að áfellast Halldór fýrir skrif hans um Sovét- ríkin ætti að nægja að vitna í þung orð hans sjálfs um það efni í Skáldatíma. Og þá er aðeins eitt ósagt: þessi pistill er saman settur í tilefni af ní- ræðisafmæli Halldórs Laxness, og fer vel á að óska hinu aldna skáldi til hamingju og þakka honum þau óviðjafnanlegu snilldarverk sem hann hefúr auðgað menningu okkar með. Þau verða seint þökkuð sem vert væri. Halldór Laxness höfðar til unga fólksins „Við höfum verið að fara nýja leið tíl að nálgast nýja lesendur," sagði Olafur Ragnarsson hjá bókaútgáf- unni Vöku-Helgafelh, sem undanfarin ár hefur endur- útgefið verk Halldórs Lax- ness. Meðal þeirra nýjunga sem bókaforlagið hefur bryddað upp á er sérstakur Laxness-bókaklúbbur. Mán- aðarlega er ný endurútgáfa kynnt og félögunum gefinn kostur á að eignast hana á lægra verði en ef bókin væri keypt út úr búð. Þá fá þeir sent heim rit mánaðarlega þar sem bók mánaðarins er kynnt og ýmsir fróðleiksmol- ar um nóbelsskáldið eru tí- imdaðir. „Með þessu eram við að reyna að viðhalda lestri á bókum Halldórs Laxness og kynna þær fýrir nýjum lesendum. Áður en bókaklúbburinn kom til höfðu bækur hans aðallega selst í farandsölu, þannig að ritsafn- ið var boðið til sölu í heild með af- borgunum. Þá vofði sú hætta yfir að bækur Halldórs yrðu að hillu- skrauti, því pakkinn var svo viða- mikill að það þurfti átak til að ráð- ast í það að byrja lesturinn. Með því að lesendur fá eina bók á mán- uði era meiri líkur á að kaupcndur lesi hverja bók fyrir sig, enda höf- um við fengið viðbrögð frá fólki sem segist einsetja sér að lesa þess- ar bækur jafnóðum og það fær þær í hendur. Þannig hefur margt ungt fólk haft samband við okkur og lát- ið i ljós ánægju með klúbbinn, því bækurnar hafi opnað þeim heim Halldórs Laxness. Þá höfurn við einnig gert kannanir á því meðal ungs fólks hvort áhugi sé á Laxness og niðurstaðan er sú að sá áhugi er mikill, en kynningu á bókum hans fyrir þessa nýju kynslóð hefur vant- að. Við ákváðum því að kynna bæk- umar í beinni samkeppni við sjón- varpið og annað afþreyingar- og menningarefni sem í framboði er. Þegar frítími fólks minnkar stendur það frammi fyrir því að þurfa að velja um hvemig það eigi að verja tímanum; á það að eyða kvöldstund fyrir framan sjónvarpið, fara í leik- hús eða lesa góða bók einsog ís- landsklukkuna? Allir þessiraðilar herja á almenning en bókin er hljóðlát og lætur ekki mikið yfir sér. Sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi þarf því ákveðna hvatningu til að lcita til bókarinnar og við ákváð- um að reyna að kynna bækumar þannig að áhuginn vaknaði. Það virðist hafa tekist því klúbburinn Unga kynslóóin les bækur Halldórs Laxness meb opnum huga og ón allra fordóma, segir Ólafur Ragnarsson útgefandi. Mynd: Kristinn hefur gengið mjög vel og áhugi al- mennings er geysimikill." Ótímabundnar bækur Ólafur sagði að þau viðbrögð sem Laxnessklúbburinn hefði feng- ið sýndu að bækur Halldórs Lax- ness ættu fullt erindi til nýrra kyn- slóða, enda væra þetta ótímabundn- ar bækur i sjálfu sér þótt sögusvið þeirra spanni mestalla islandssög- una. „Það er hinn sammannlegi þáttur bóka Laxness og snilldin sem þegar hefur höfðað til nokkurra kynslóða og ég er ekki í neinum vafa um að bækumar eiga eftir að höfða til fleiri kynslóða. Það sama er í raun að gerast er- lendis. Bækur Laxness era víða að ná til nýrra lesenda og hafa fengið mjög góðar viðtökur. Þetta á við um Þýskaland, Danmörku, Svíþjóð og Frakkland. Það er því ljóst að skáldsögur Halldórs Laxness era komnar á hillur sigildra bók- mennta.“ Kvæðakverið, Jón í Braubhúsum og myndabók Síðan Vaka-Helgafell tók að sér útgáfu á bókum Halldórs Laxness hafa allar bækur skáldsins vcrið endurprentaðar, nú síðast Kvæða- kvcrið sem kemur út í lilefni af- mælisins, aukið ljóðum úr skáld- sögum, leikritum og bókum Lax- ness sem ekki voru í eldri útgáf- unni. Auk þess ritar Halldór Lax- ness eftirmála þar sem hann skýrir frá tilurð ljóðanna. Þá kemur út myndskreytt útgáfa af sögunni Jóni í Brauðhúsum. Það er Snorri Sveinn Friðriksson sem hefur myndskreytt bókina. I þriðja lagi kemur út síðará árinu ljósmyndabók um Halldór Laxness. I bókinni verður mikið af myndum sem ekki hafa birst áður. Olafur segir að þessi bók verði einskonar ævisaga skáldsins í myndum með upplýsingum, sem bæði era fengnar frá skáldinu og frá samferðamönn- um hans. Vaka-Helgafell mun einnig standa að þriggja daga ráðstefnu um Halldór Laxness ásamt Stofnun Sigurðar Nordal í júní, þar sem innlendir og erlendir fyririesarar munu fjalla um verk skáu’sins. Kynningarátak erlendis Vaka-Helgafell sér um alla samn- inga við erlenda útgefendur á verk- um Halldórs Laxness og á undan- fömum áram hefur verið unnið mikið kynningarstarf erlendis á skáldinu og verkunum. Steidl forlagið í Þýskaiandi hefúr á undanfömum árum gefið út marg- ar af helstu skáldsögum Halldórs. Flestar sögumar hafa verið þýddar að nýju en einnig hafa eldri þýðing- ar verið yfirfamar og Vefarinn mikli var þýddur í fyrsta skipti á þýsku í tilefni þessarar útgáfu. Þá er Halldór kominn með nýjan útgefanda í Danmörku, Cicero for- lagið sem gaf út íslandsklukkuna á síðasta ári, og tvær bækur era vænt- anlegar hjá forlaginu í tengslum við níræðisafmæli skáldsins, Vefarinn mikli og Ungfrúin góða og húsið. Alls hafa verk Halldórs Laxness verið gefin út á 42 tungumálum og era erlendu útgáfumar famar að nálgast 500. Fyrstu bækumar vora þýddar árið 1935 . Meðal fjarlægra landa sem bækur Halldórs Laxness hafa verið gefnar út í má nefna Kína, Japan, ísrael, Brasilíu, Argenlínu, Albaníu o.fl., o.fl. „Það sannar að bækur Laxness eiga hljómgrunn meðal ólíkra þjóða og kynslóða. Það að höfundur, sem ritar á tungu sem svo fáir lesa og skilja, skuli hafa náð þetta mikilli útbrciðslu, sýnir okkur að hann snertir sammannlega strengi. Eg efast ekki um að bækur Lax- ness eigi eflir að lifa um ókomna tíð og nýjar kynslóðir muni njóta þeirra. Galdur stílsins og snilldin í þcssum bókum verður til þess að þær munu ekki rykfalla. Það sem er ánægjulegast við þetta er að unga kynslóðin Ies bækur hans og nýtur þeirra til hins ítrasta. Ymis dæmi voru um að eldri kynslóðir læsu bækur hans með lituðum gleraug- um en unga fólkið, sem nú fyrst er að kynnast þessum skáldskap, gerir það án allra fordóma og með opn- um huga,“ sagði Ólafúr Ragnars- Föstudagurinn 24. apríl Föstudagurinn 24. april

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.