Helgarblaðið - 24.04.1992, Qupperneq 14

Helgarblaðið - 24.04.1992, Qupperneq 14
 Helgar 14 blaöið Saga W miðalda „Það er íyrst þegar svona verki er lokið að maður telur sig hæfan til að byrja á því,“ sagði Hörður Agústsson, list- málari og fræðimaður, um þriðja bindið í hinum viða- mikla bókaflokki um Skál- holt sem kom út núna skömmu fyrir páska. Það er Hið íslenska bók- menntafélag sem geíúr út þessa ritröð sem nefiiist Staðir og kirkjur. Fyrstu þrjú bindin haía öU fjaUað um hið foma biskupssetur Skálholt og eiga þeir Hörðiu- Ágússon og Kristján heitinn Eldjám, forseti Islands, heiðurinn af þessum bókum. Fyrstu tvö bindi flokksins voru Skálholt, fomleifarannsóknir 1954- 1958, og Skálholt, kirkjur, cn fyrir hana hlaut Höröur Islensku bók- menntaverðlaunin 1990. Þriðja bindi bókaflokksins nefnist Skál- holt, skrúði og áhöld, og er hún skrifuð af þeim Herði og Kristjáni Eldjám. Fornleifauppgröftur Hörður sagði að upphafið að þessari ritröð mætti rekja til fom- leifauppgraflar i Skálholti sem Kristján Eldjám stýrði á ámnum 1954-58.1 fyrsla bindi ritraðarinnar, Skálholt, fomleifarannsóknir, er greint frá niðurstöðum uppgrafiar- ins. Kristjáni entist ekki aídur til að sjá niðurstöðumar á prenti en Hörð- ur hafði aðstoðað hann við útgáfuna og gekk endanlega frá henni. Hörður ritaði svo sjálfur bókina um kirkjur í Skálholti, en þar var gerð grein fyrir öllum kirkjubygg- ingum sem vitað er um á þessu foma biskupssetri. Bókin fékk Is- lensku bókmenntaverðlaunin 1990 í flokki fræðirita. Fjórða bindi rilraðarinnar um Skálholt er svo í undirbúningi að sögn Harðar. 1 því verður fjaliað um staðinn, ábúcndur á honum og sagn- ir tengdar honum. Skrúöi og áhöld Viðfangsefni bókarinnar sem kom út fyrir páska er, einsog nafnið bendir til, skrúði og áhöld scm verið hafa í eigu Skálholtskirkju. Annars- vegar er um að ræða gripi sem eru horfnir og hinsvegar það sem varð- veist hefur. Með skrúða og áhöldum er átt við hvers konar lausan búnað kirkna, sem notaður var til guðs- þjónustuhalds. Skráðar heimildir um gripi þessa er að finna í máldögum og úttektum fyrri tíðar manna. Auk þess er í bókinni fjallað um bóka- kost Skálholtskirkna og minningar- mörk í Skálholti. Efhi bókarinnar er skipt í nokkra meginþætti. í fyrsta hluta bókarinn- ar er fjallað almennt um skrúða og áhöld kirkna, lýst gerð þeirra og notkun. Hörður Agústsson ritar þann hluta. Hörður ritar einnig ann- an hluta bókarinnar þar sem kann- aðar eru heimildir um skrúða og áhöld Skálholtskirkna með höfuð- áherslu á þann hluta sen glatast hef- ur. I þriðja hluta bókarinnar ljallar Hökullinn sem lána&ur var á heimssýninguna í Paris árift 1900. Eina biskupsmítrib sem varbveitt er frá Skálholti. Sýning í Bogasal Ritröðin um Skálholt er án efa eitt mesta stórvirki sem unnið hefur ver- ið um íslenska miðaldasögu og ein- stætt verk í íslenskri menningar- sögu. Þjóðminjasafn íslands styrkti út- gáfuna og í tilefni þess að bókin kemur út er opin sýning í Bogasal safnsins þar sem sýndir eru hlutir frá Skálholti sem eru í eigu Þjóð- minjasafnsins. Hör&ur Ágústsson og frú Halldóra Eldjárn vir&a fyrir sér bókina Skálholt, skrúöi og áhöld. Mynd: Kristinn. Kristján Eldjám um skrúða og áhöld sem varðveist hafa. Annarsvegar er um að ræða greinar sem birst hafa áður en hinsvegar greinar skrifaðar sérstaklega fyrir þetta verk. Honum tókst ckki að Ijúka öllum þeim greinum áður en hann lést og fjallar Hörður um það sem á vantar. Auk þess ritar Kristján um tvo horfna gripi sem voru í eigu dómkirkjunnar í Skálholti. Það er Þorláksskrín og öxin Remegía. Þá fjallar Hörður um minningar- mörk í Skálholti og byggir þar á rannsóknum Matthíasar Þórðarson- ar. Matthías vann rannsóknir sínar árið 1916 og kvaðst Hörður mjög oft hafa leitað í smiðju til hans. Nómur Salómons Síðasti hluti bókarinn- ar fjallar um bókakost Skálholts og er skráður af Heröi. Lítið hefur fram til þessa verið vitað um bókasafn Skálholtskirkna en Jakob Benediktsson benti Hcrði á Bókaregist- ur Skálholtskirkju sem Arni Magnússon haíði tekið saman. „Þetta varþvílíkur fjár- sjóður að ég vil kalla þessa skrá Námur Sal- ómons“, sagði Hörður. Hann sagði að sér hefði komið á óvart hversu mikill bókakostur hefði verið á staðnum. Hátt í 200 bækur voru í safni Skálholts sam- kvæmt þcssari skrá Ama. „Það kcmur á óvart hvað þessir klerkar fylgdust vcl mcð því sem var að gerasl á mcginlandinu. Þcir virðast alllaf hafa haft nýjustu og merkustu bækumar á sínum borðum.“ Hörður sagði að Ami hcfði löng- unt sctið í Skálholti og skráð upp þau handrit scm hann keypti. Í skránni Iýsir hann bókunum greini- lega. Sá galli var þó á Ama, að sögn Harðar, að hann hafði engan áhuga á kirkjulegum bókum á latínu. Þannig var gamall enskur saltari til heill í Skálholti, en Ámi tók hann í sundur og notaði til að binda inn ís- lenskar bækur. Elsti hluturinn í bókinni er salt- arabrot, sem cr handritalýsing og gæti verið frá 12. öld. En hvemig stendur á því að þessi skrá er fyrst núna að koma fram í dagsljósið? „Það má líkja því við blinda blett- inn í auganu,“ sagði Hörður. „Skrá- in var allan tímann til staðar í Ama- safhi en það var ekki fyrr en Jakob Benediktsson benti á heimildina að í ljós kom hvílíkur fjársjóður þetta re- gistur var.“ Klæöisefni drottningar Skálholt, skrúði og áhöld, er mjög glæsilegt rit. Bókin er 370 síður, í stóm broti og skrýdd fjölda mynda. Margir hlutanna eiga sér skemmtilega sögu. Þannig er sagan um klæðisefni drottningar, sem varð að altarisklæði í Skálholtskirkju, mjög skemmtileg og jafriframt fróðleg fyrir það hvemig arfsögur varðveitasl í munnlegri geymd. Sú saga fjallar um séra Þórð Jónsson í Reykja- dal og er skráð af Brynj- úlfi Jónssyni frá Minna- núpi: „Einu sinni fór síra Þórður utan og var í Kaupmannahöfh um vetur. Þá gekk hann einn dag til hallarinnar og fór inn í saumasal drottn- ingar. Hún var að sníða sér kjól úr dýrindisvefh- aði. Þá sagði síra Þórð- ur: „Osköp er til þess að vita, að láta þetta utan á syndugan kropp, en fá- tæk Reykjadalskirkja á hvorki hökul né altarisklæði." Þetta sagði hann á máli sem drottningin skildi, því hann var vel að sér í tungumálum. Hún lét þá búa til altarisklæði úr sama dúknum og gaf Reykjadals- kirkju. Á meðan síra Þórður var þar inni snýtti hann sér á gólfið. Hún spurði hann þá hvort hann ætti eng- an vasaklút. Hann sagðist ekki geta keypt sér vasaklút fyrir fátækt. Gaf hún honum þá 24 vasaklúta úr silki. Eptir þetta fór síra Þórður að venja komur sínar til hallarinnar. En Is- lendingum sem voru í Khöfn, þótti skömm að því og öptruðu honum. Hann lét ekki að orðum þeirra. Fóm þeir þá eitt sinn að honum og þrifu til hans. Þá æpti hann: „Par... par... par... don monsjör!“ Þá slepptu þeir honum og hætti hann, að minnsta kosti í það sinn, við hallarferðina. - Skrúðinn sem drottningin gaf Reykjadalskirkju, var svo góður, að Finni biskup þótti hann betur hæfa dómkirkjunni; tók hann því handa Skálholtskirkju, en gaf Reykjadals- kirkju aptur tvennan skrúða við- hafharlítinn. Eptir það kallaði síra Þórður Finn biskup æfinlega „þjóf- inn í Skálholti", þegar hann talaði um hann.“ Þegar arfsögn þessi er skoðuð kemur í ljós að hún stenst að mestu leyti. Það eina sem ekki reynist rétt er að drottningin er í raun prinsessa. Altarisklæði þetta er nú í varðveislu Þjóðminjasafhsins. Kaleikurinn góði Margir hlutanna sem varðveist hafa em mjög fagrir. Það gildir um kaleik og patínu sem Fomgripasafn- ið keypti af Skálholtsdómkirkju 1884. Þessir hlutir em taldir virðu- legustu hlutimir frá mektarárum staðarins. Talið er að þessir hlutir séu frá því um aldamót 13. og 14. aldar. Jafnvel er talið að kaleikurinn góði, einsog kaleikurinn jafnan er kallaður, og patínan hafi verið gefin í nýja veglega kirkju sem reist var á staðnum eftir kirkjubmna árið 1309. Eitt biskupsmítur frá Skálholti er varðveitt og er það í Nationalmuseet í Kaupmannahöfn. Það er talið ffá því um 1500. Nokkrir höklar em til varðveittir en tilkomumestur þeirra er hökull úr rósofnu silkiflaueli rauðu. Þessi hökull var lánaður á heimssýning- una í París árið 1900. Hökullinn er frá biskupstíð Jóns Ámasonar á 18. öld en búnaðurinn á honum ffá því fyrir siðaskipti. Talið er að rósaflau- elið sé ítalskt frá 15. öld. Hökul- krossinn að aftan og á hliðarálmum krossins er enskur útsaumur sem talinn er vera ffá 1360-1390. Vxm'é lumunrauí. . .' nééuiraKumMuuTO ^tui?raqratmiraftr itaratamnoutmt caíteufribradorram cwf.'mimuí Saltarabrot frá 12. öld. Elsti hluturinn i bókinni. Föstudagurinn 24. apríl

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.