Helgarblaðið - 24.04.1992, Page 16

Helgarblaðið - 24.04.1992, Page 16
Helgar 16 blaðið Að éta steik - og skóga... Eg veit ekki hvort Islend- ingar hafa erindi sem erfiði á umhverfisvemdarráð- stefiiu Sameinuðu þjóð- anna í Ríó. En hitt £rétd ég á dögunum, að ef Banda- ríkjamenn (og aðrir þeir sem hafa svipað mataræði) væm ekki jafn gráðugir í nautakjöt og raun ber vitni, þá væri kannski hægt að bjarga regnskógum heims- ins. Þetta hljómar ein- kennilega en samt er þetta dagsatt. Vísar hver á annan Þegar þetta er skrifað hefi ég verið að lesa bölsýnar spár um ráðstefnuna í Ríó. Menn segja að það sé í rauninni búið fyrirfram að þynna svo út allar samþykktir að lítið sem ekkert hald verði í þeim. Eins og lyrri daginn vísar hver á annan, ekki síst þegar að því kemur að borga fyrir það tjón sem er orðið á vatni, jarðvegi, skógum og lofti. Ekki gengur neitt betur að fá menn til að taka á sig beinan og óbeinan kostnað og fyrirhöfn við að hætta að leggja lífríkið í rúst. Þróunarlöndin segja: við höfum ekki efni á umhverfisvemd. Ríku þjóðimar segja: við höfum ekki efni á að borga kostnaðinn fyrir okkur og ykkur líka. Þeir ósvifn- ustu segja sem svo, að nátúm- spjöll séu sjálfskaparvíti og beri hver fjanda sinn. Þau em að sjálfsögðu sjálfskap- arvíti mannfólksins. En ekki bera allir sömu ábyrgð. Þær þjóðir og hópar sem við mestan auð búa, þau sólunda mestu af náttúrunni. Bæði heima hjá sér og annars- staðar. Og þar með erum við komin að nautakjötinu. Sjö gripir í kjaft Bandarísk menning er stundum kennd við kókakóla, gallabuxur eða þá Hollywood-bíómyndir. Þá er ótalinn sá þáttur hennar sem þyngstur er á vogarskálum - í bókstaflegum skilningi - en það er nautakjötsátið. Steikumar miklu sem em tákn karlmennsku, krafts og velsældar. Safaríkar og blæðandi. Af þeim er svo sannarlega mikið étið. Meðalkaninn étur á ævi sinni sjö nautgripi sem hver um sig vegur hálft tonn. ÖIl álfan frá norðri til suðurs er meira eða minna undirlögð nautgriparækt til að sinna þessu mikla áti. Naut- gripir em nú næstum því eins margir og manneskjur í Suður- Ameríku. I Astralíu em nautin fleiri en mannfólkið. Nautakjötið er tákn og ímynd og staðfesting á velsæld. Frægur hagfræðingur hefur sagt að sá erf- iðismaður sem fær nautasteik á sinn disk, hann muni fljótt gleyma öllum freistingum sósíalismans. Hér er semsagt ekki bara um mataræði (og heilsufar) að ræða heldur og siðmenningu og pólit- íska inréttingu samfélagsins. Og nú er nautakjötsátið þar að auki orðið eitt af verstu umhverf- isvandamálum heimsins. Það er nefnilega útbreiðsla nautgriparæktar sem veldur mestu um hraða eyðingu regnskóga heimsins. Síðan um 1960 hefúr meira en fjórðungur allra skóga í Mið-Ameríku verið höggvinn og brenndur til þess að búa til bit- haga fyrir nautgripi. I Suður- Am- eríku hefur nautgriparæktin verið efld með því að höggva 38% af Amazon-skógunum. Bergmann Dýrt spaug Og regnskógamir eru aðeins hluti af gífurlegri sóun sem nauta- kjötsgræðginni fylgir. Opinberar skýrslur herma að um það bil 85% af graslendi í vesturhluta Bandaríkjanna séu að blása upp og eyðileggjast fyrir sakir ofbeit- ar. Um það bil helmingur af öllu vatni sem notað er í Bandaríkjun- um, fer í að brynna nautgripum og rækta ofan í þá fóður. Reyndar er framleiðsla nautakjöts einhver óhagkvæmasta matvælafram- leiðsla sem um getur. Það þarf hvorki meira né minna en 4500 lítra af vatni til að framleiða eina 220 gramma beinlausa nautasteik. Nautakjötsffamleiðslan skerðir mjög aðra framleiðslu á matvæl- um. Meðan um það bil miljarður manna þjáist af vannæringu fer um það bil þriðjungur af öllu komi heimsins í nautgripafóður - til að framleiða kjöt sem aðeins efnaðasti hluti mannkyns hefur efni á að leggja sér til munns. Svona má lengi halda áffarn: allsstaðar eru nautin að stanga okkar umhverfissamvisku. Naut- griparæktin ber m.a. sína ábyrgð á því að loftslag er að hitna á jörð- unni (og þar eftir færast út eyði- merkur á heitustu svæðum jarð- ar). Brennsla skóga leysir miljónir tonna af koltvísýringi út í and- rúmsloftið. Gerðu eitthvaö sjálfur! Nú gætu menn spurt: hvað er til ráða? Getur það verið að það gæti blátt áffam skipt sköpum fyrir framtíð regnskóganna og ráðið mörgum öðrum umhverfisvanda ef Bandaríkjamenn og Astralir og Kanadamenn stilltu sig um að éta nautakjöt? Reyndar þurfa menn ekki að ganga svo langt að heimta að allir gerist grasætur, öðru nær. Setjum svo að þeir sem efhi hafa á þessum mat stilli sig um aðra hveija steik - það eitt mundi kannski nægja til að stöðva eyð- ingu regnskóganna? Það er stundum sagt um um- hverfisvandann að menn eigi að hugsa hnattrænt en breyta rétt heima hjá sér. Og héma er einmitt kominn sá góði möguleiki: ef að meðaljóninn í Amriku segði við sjálfan sig: nú skammta ég mér minna kjöt og bjarga heiminum! Það mundi hafa veruleg áhrif ef úr yrði fjöldahreyfing. Og það væri kannski hægt að búa hana til með rækilegri auglýsingaherferð. Herferðin þyrfti ekki einu sinni að miðast við regnskógana - hún gæti alveg eins miðað á heilsufar- ið: stilltu þig um ofneyslu kjöts og Iifðu lengur! Það má ekki En nú er frá því að segja að slíkt er alls ekki reynt. Og þar kemur að hinni pólitísku ábyrgð. Bandarísk stjómvöld greiða niður nautakjötsátið með því að gefa kúrekunum leyfi til að beita á al- menningum fyrir hlálega lágar greiðslur - um leið flýta þau fyrir eyðingu landsins. Ekki nóg með það. Til stóð að landbúnaðarráðuneytið færi út í áróðursherferð til að fá menn til að skera niður kjötát. Herferðin átti að heita „Éttu rétt“. En við þá herferð var hætt - undir þrýstingi frá fyrirtækjum í kjötiðnaði. Um leið notaði sá sami kjötiðn- aður tækifærið til að leggja út í nýja auglýsingaherferð upp á 45 miljónir dollara - til að fá Amrík- ana til að leggja enn harðar að sér við að háma í sig nautakjöt, steik- ur, bollur, hamborgara og allt það. Var einhver að segja að það væri hægur vandi að stilla saman þarfir umhverfisvemdar (með öðmm orðum: þarfir bama okkar fyrir lífvænlega jörð) og markaðs- lögmálin? Ef svo er: gjöri hann svo vel að gefa sig ffarn.... Passíur Bachs Sigurður Þór Guðjónsson Það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa lof um passíur Jó- hanns Sebastians Bachs. Þær eru báðar einhver mestu snilldarverk tónlistarinnar. Trúarþelið og feg- urðarskynið er náskyldar tilfinn- ingar. Ef ekki bcinlínis sama til- finningin. Því er ekki að furða þótt mestu snillingar, sem jafnframt eru miklir trúmenn, fljúgi hæst þegar þeir lofsyngja guð. Og þeir vantrúuðu geta þá alveg hrifist með eins og þeir trúi öllu eins og nýju neti ef þeir hafa fegurðar- skyn. Aldrei hafa passíur Bachs staðið okkur nær. Á okkar dögum erum við mikið fyrir svona næstum því kvik- myndalega dramatík. Guðstrú okkar er reyndar steindauð. Það er þó bót í máli að við trúum á batnandi „lífs- kjör“ í staðinn. Bach átti tvær konur sem hann elskaði svo heitt að hann átti með þeim 19 böm. Og fékk eng- ar bamabætur. Hann vissi ekkert um lífskjör. Hins vegar þekkti hann leyndardóma lífs og dauða. Og var snjallari trúboði en postulinn Páll. Honum hefúr jafnvel tekist að kristna gagnrýnanda Helgarblaðsins, sem árum saman hefúr eytt föstudeg- inum langa og páskahátíðinni í enda- lausa andakt og hátíðlegheit með Bach, Schutz og Gregorianus. Jóhannesarpassían var flutt mánu- daginn 13. apríl í Hallgrímskirkju af mótettukór hennar undir stjóm Harð- ar Áskelssonar. Spilað var á upp- runaleg hljóðfæri. Óneitanlega var hljómblærinn annar en maður á að venjast, óbóin minntu til dæmis stundum á trompeta. Hljómburður kirkjuskrattans er hins vegar svo fer- legur að mikið af tónlistinni heyrðist blátt áffarn ekki. Að bjóða fólki upp á annað eins fyrir tvöþúsund kall, þótt vitað sé um þessa vankanta, er hreinn og klár þjófnaður sem er kirkjulegri stoftiun ósamboðinn. En úr því vitleysan fór einu sinni af stað ætla menn að forherðast með hana hvað sem tautar og raular. Svo rammíslenskt. Það var Karlheinz Brandt sem söng guðspjallamanninn. Og gerði það vel en ekki frábærlega. Enda er ekki á margra færi að túlka þetta hlutverk sem hefúr ótrúlega margar hliðar. Njal Sparbo var mjög heilag- ur Kristur. Tómas Tómasson söng Pílatus vel en heföi mátt gera hann voldugri. Margrét Bóasdóttir söng sópranar- iumar skilmerkilega. Sverrir Guð- jónsson var mjög góður alt, ekki síst í Es ist vollbracht, einhverri fegurstu ariu sem Bach samdi. Þar lék Olöf Sesselja Óskarsdóttir á gambavíólu og átti stóran hlut í heilagleika flutn- ingsins. Bergþór Pálsson söng bassa. Hann söng oftast nokkuð vel. Að mínum dómi fór hann þó alltof hratt með Mein treuer Heiland. íhugunin og andaktin fór því forgörðum. Var það mjög miður því þessi aría með kómum er einhver hátíðlegasti kafli Jóhannesarpassíunnar. Máski var þetta sök söngstjórans. Gunnar Guðbjömsson var hins vegar frábær og fór einstaklega vel með textann. í aríunni Erwáge, wie sein blutgefarbter Rucken, náði hann mystískri dýpt. Hann bar af íslend- ingunum að mínu mati. Hljómsveitin var ágæt. Og kórinn var alveg þokkalegur. Hörður stjóm- aði af mildum ákafa en skorti innsæi og næmleik og fór stundum of hratt. Rétt valið tempó er lykilatriði í þess- ari tónlist. Á skírdag heyrði gagnrýnandi Helgarblaðsins Mattheusarpassíuna sem kór Langholtskirkju flutti í kirkjunni undir stjóm Jóns Stefáns- sonar. Guðspjallamaðurinn í Mattheusar- passíunni er enn dýpri og hefúr enn fleiri hliðar en sá í Jóhannesi. Micha- el Goldthorpe söng hann alveg meistaralega. Túlkun Kristins Sig- mundssonar á Jesú var óvenjuleg og reyndar djörf. Ég hef aldrei heyrt söngvara gera Krist jafn mannlegan. Það var fallegt. Kristinn söng einnig nokkrar aríur og þá auðvitað allt örðu vísi. Og þar var hann stórkost- legur. Bergþór Pálsson var hins veg- ar frernur óirtnblásinn Pílatus en sæmilegur í einni aríu. Óratóriusöng- ur virðist ekki eiga jafn vel við þenn- an ágæta söngvara og óperan. Sama er að segja um Ólöfú Kolbrúnu Harðardóttur. Þótt hún sé góð söng- kona í ljóðum og ópera finnst mér hún aldrei almennilega njóta sín í passíum Bachs. Björk Jónsdóttir söng laglega en var ffernur tilþrifalít- il. Nokkrir aðrir fóra með smærri hlutverk: Bjami Gunnarsson, Eirikur Hreinn Helgason, Harpa Harðardótt- ir, Jón Rúnar Arason, Stefanía Val- geirsdóttir og loks hljóp kona úr kómum í skarðið fyrir aðra sem for- fallaðist á síðustu stundu. Því miður greindi gagnrýnandinn ekki nafn hennar en hún var kynnt á staðnum. Hljómsveitin var ágæt og kórinn sömuleiðis. Sérstaklega dáðist ég að kóralasöng hans. í heild var flutning- urinn veralega áhrifamikill og hinn djúpi og fjölbreytilcgi skáldskapur verksins kom oft fallega ffam. Tón- listin naut sin einnig miklu betur í þessari hlýlegu og litlu kirkju, þar sem áheyrendur vora nær því sem var að gerast en í gímaldinu kalda, Hallgrímskirkju. Þetta var sannköll- uð helgistund þama á skírdag. En það voru bara tónleikar í Hallgrims- kirkju. Þetta atriði skiptir miklu máli. Það er ekki fjöldinn sem gildir, það er stemmningin. Það þarf ekki að taka það ffam hvílíka lotningu gagnrýnandinn ber fyrir þeim Herði Áskelssyni og Jóni Stefánssyni. En lotning hans yrði bókstaflega takmarkalaus ef þefr flyttu einhvem tima Mattheusarpass- íuna eftir hinn heilaga Heinrich Schutz. Sennilega kæmu þó fáir áheyrendurþví enginn undirleikur er við passíuna. Hún er eins konar ,Jie- avy metal“ í klassíkinni. Þar er ekk- ert skraut. Aðeins djúp mystísk snilld. Makrokosmos í mikroko- smos. En guð myndi hlusta. Sérkennarar Sérkennara eða starfsmann með sambærilega menntun vantar í Hofsstaðaskóla næsta skólaár. Reynsla af starfi með hreyfihömluð eða þroskaheft börn nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 656720 á skólatíma. Föstudagurinn 24. april

x

Helgarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.