Helgarblaðið - 29.05.1992, Side 4
Maður og
umhverfi
A 20% jarðarbúa nota 80% af
auðlindum jarðarinnar: Þessu vill
þriðji heimurinn fá breytt á ráð-
stefnunni í Ríó.
▲ Þróunarlöndin líta Persaflóa-
bardagann öðrum augum en Vest-
urlönd: herreksturinn var til að
tryggja áffamhaldandi aðgang
vestrænna ríkja að ódýrri orku.
▲ Lagt er til á ráðstefnunni að
ríkar þjóðir leggi fram 0,07% af
landsframleiðslu til umhverfismála
og þróunaraðstoðar í þriðja heim-
inum.
Oft er þrautarábi& ab sniffa lím
▲ Legði ísland þetta af mörkum
myndi það kosta rikissjóð 2,5 mil-
jarða króna á ári.
▲ Árið 1988 vörðum við 0,05%
af landsframleiðslu til þróunarað-
stoðar sem samsvarar um 175 milj-
ónum króna. Þetta er svipað hlut-
til a& slá á hungurverkina.
fall og undanfarin sjö ár.
▲ Árið 1988 vörðu Norðmenn
1,1% af landsframleiðslu sinni til
þróunaraðstoðar. Danir vörðu
0,89%, Svíar 0,87%, Bandaríkin
0,21%, Bretland 0,32% og Frakk-
land 0,72%.
▲ Árið 1991 töldu 52% íslend-
inga að Island verði hæfilega
miklu til þróunaraðstoðar, 5%
töldu að of miklu væri eytt.
▲ Þess er vænst að á umhverfis-
ráðstefnunni verði samþykkt Rió-
yfirlýsing og Dagskrá 21, sem er
ffamkvæmdaáætlun sem tekur til
allra þátta í umhverfís- og þróunar-
málum. Þetta tvennt á að vísa veg-
inn inn í 21. öldina einkum varð-
andi löggjöf og framkvæmd.
▲ Vonast er til að alþjóðasátt-
málar um vemdun andnimsloflsins
og um vemdun og viðhald fjöl-
breytileika lífs á jörðu verði undir-
ritaðir þannig að þeir verði Iaga-
laga skuldbindandi fyrir aðildarríki
SÞ.
Staðreyndir
um Brasilíu
▲ 42% Brasilíubúa hafa
gengið skemur í skóla en fjögur
ár.
A 40 miljónir búa í fátækra-
hverfúnum (favellas) eða á göt-
unni.
A 60% þeirra sem búa í
norðaustur hémðum Brsilíu lifa
undir fátæktarmörkum.
A 73% af öllu sorpi er hent
beint í sjóinn eða í ár.
A 43% af 35 miljónum heim-
ila hafa ekki aðgang að hreinu
vatni.
A 10 miljónir ibúa Brasilíu
em heimilislausar.
Prjú börn
drepin
daglega
Wellington Barbosa átti
aldrei möguleika á því að
komast undan. Hann var á
göngu með systur sinni og
kærastanum hennar þegar
maður í grænni skyrtu með
lélegar tennur renndi upp
að þeim í bíl og skaut
Wellington með 38 kal-
íbera lögreglubyssu. Systir
hans og vinur hennar forð-
uðu sér í hvarf en maðurinn
ók strax í burtu. Þau voru
þó viss um að hann væri
fyrrum lögreglumaður sem
krakkarnir í Rio de Janeiro
kalla Föstudaginn 13.
Systir Wellingtons var svo reið
að hún staðhæfði að það hefði ver-
ið Föstudagurinn 13. sem skaut
bróður hennar. Dagblað í borginni
birti ásökunina. Nú er hún hrædd
um líf sitt. Hún er 15 ára gömul.
Unglingadómstóll sendi hana á ör-
uggan stað fyrir utan Ríó þar sem
hún fékk róandi lyf og svaf í þrjá
daga samfleytt.
Á síðasta ári voru um 1.000 böm
myrt í Brasilíu og er þó ástandið
mun betra en næstu þrjú ár þar á
undan þegar um 1.500 böm voru
myrt árlega.
Lög um vemd bama og unglinga
eru eigi að síður þau öflugustu sem
finnast hjá nokkm ríki. En það
dugir ekki til hjálpar þegar ekki er
veitl nægilegu íjármagni til að
leysa aðalvandann í Brasílíu, sem
er fátækt. Vegna þrýstings, bæði
innanlands og utan, eru brasilísk
stjómvöld að reyna að stemma
stigu við þessum morðum en það
gengur erfiðlega.
Vega- og pappírslaus
Umhverfisráðstefna Sameinuðu
þjóðanna hefst í Ríó 3. júní og það
er hún sem hefur varpað þessum
bömum í kastljós fjölmiðla um all-
an heim. Ráðstefhan er haldin í
Ríó meðal annars til að vekja fólk
til umræðu um vandann í þriðja
heiminum, vanda fátæktar og
mengunar.
Það er talið að um 200.000 böm
séu vegalaus í Brasilíu. Sum þess-
ara bama eru ekki einu sinni til á
pappírunum hjá stjómvöldum. Þau
geta ekki sótt rétt sinn annað en til
götunnar. Fyrst er reynt að betla en
samkeppnin er hörð, þau minnstu
og mest veikburða verða undir. Þá
reyna sumir að þvo bílrúður á
gatnamótum en það er ótrygg af-
koma. Þá er eftir að reyna vasa-
þjófnað, búðaþjófnað, eða að
brjótast inn í búðir og á heimili.
Þrautaráðið er vopnað rán. Þessi
böm stela til að lifa.
En þegar búðareigandinn hefur
verið rændur fjómm til fimm sinn-
um á jafnmörgum vikum og lög-
reglan getur ekkert gert þá leiðist
hann gjaman út í það að ráða sér
menn til vamar. Hann leitar þá til
hinna sjálfskipuðu lögreglusveita
sem morðingi Wellingtons hefur
eflaust tilheyrt. Mennimir í þess-
um sveitum, „vigilantamir“, em
gjama fyrrum lögreglumenn og
jafnvel starfandi lögreglumenn
líka. Þegar búðareigandi ræður
dauðasveitir er það til að myrða
þjófa en sveitimar gera cngan
greinarmun á aldri þjófanna. Hann
skiptir ekki máli.
Líka fíkniefnasalarnir
Þingnefnd sem kannaði bama-
morðin í Brasilíu komst að því að í
Rio de Janeiro fylki cinu saman
væm starfandi 180 dauðasveitir.
Vissulcga eiga börnin sök á ýmsu
ofbeldi. Ekki alls fyrir löngu var
12 ára drengur staðinn að því að
drepa lækni nokkum ásamt fleiri
bömum. Þau komust inn til hans
með því að segja að flugdrekinn
þeirra hefði fiækst í tré í lokuðum
garði læknisins. Þetta morð í mars
síðastliðnum var eitt af níu á tveim
mánuðum sem framin voru af
bömum. Það er síðan kaldhæðnis-
legt að þau lög sem eiga að vemda
bömin vcrða til þcss að erfitt er að
lögsækja þau nema að þau séu
staðin að verki. Þetta hefur orðið
til þess að margir halda að dauða-
sveitimar séu eina haldreipið í of-
beldiskenndu þjóðfélaginu.
n bömunum fækkar ekki og fá-
tæktinni linnir ekki.
Dauðasveitirnar eiga ekki einar
alla sök í þessu máli þótt þær séu
fyrirferðarmestar í fjölmiðlunum.
Glæpasamtök fikniefnasala em tal-
in eiga sök á um helmingnum af
öllum morðum í Rio de Janeiro.
Bebib eftir tækifæri. Vegalausu barnanna i Rio de Janeiro bíbur engin framtíð. Um 200.000 börn
ráfa um götur borga í Brasilíu og eiga fáa ab.
Bömin em í augum fikniefnasal-
ans tilvalin fómarlömb. Þau em
góð til að sendast með efni, þau
eru ævintýragjöm, hlýðin, það er
erfitt að handtaka þau og lögsækja
og glæpamönnunum er sama þótt
þau láti lífið.
Vinir Wellingtons harðneita því
að hann hafi selt eiturlyf eða tengst
þeim. Hann hafi bara sniffað lím
einsog svo margir krakkar í Rió
gera. Þau sniffa til að slá á hungur-
verkina í maganum.
Fyrir utan sjúkrahúsið þar sem
Wellington liggur hafa nokkrir
vegalausir krakkar safnast saman.
Meðal þeirra er 14 ára gömul vin-
kona Wellingtons sem sýgur sígar-
ettuna af sama hirðuleysi og full-
skotin í höfuðið. Hún flúði úr
hverfinu af því að hún óttaðist að
hún væri næst á listanum.
1.000 börn
- dropi í hafið
Úr millistéttahverfinu sem hún
flúði í var hún hrakin af yfirvöld-
um fyrir nokkmm mánuðum. íbú-
amir vom hinir ánægðustu og
sögðu á eftir að þeir vonuðust til
þess að krakkamir létu heldur ekki
sjá sig eftir umhverfisráðstefnuna.
Rúm 90 prósent íbúanna vildu að
hermennimir, sem ráku bömin úr
hverfinu, yrðu þar til frambúðar.
En margir verða til þess nú að
benda á að þetta ástand sé afleið-
Morgunverkin. Heimili manna eru misjöfn en þab eru ekki margir
sem þurfa a& klæ&a sig á morgnana undir berum himni líkt og
þessi ungi ma&ur i Ríó.
orðin manneskja. Það cr ekki hægt
að sjá á henni að vinur hennar hafi
verið skotinn fyrir stuttu, hún grín-
ast með þetta og skammar annan
fyrir að gráta þurrum támm. Henn-
ar eigin augu em augu gamallar
konu. Stúlka sem er 14 ára og búin
að vera átta ár á götunni er ekkert
bam. Hún fiúði stjúpföður scm
misþyrmdi henni, lamdi hana með
beltinu sínu, priki eða bemm hnef-
unum. Nokkmm ámm seinna vom
sex af hennar bestu vinum pyntuð
og drepin af dauðasveitum. Oll
ing fátæktar og stjómarstefnu sem
leiðir af sér fátækt. Það að byggja
skýli fyrir vegalausu bömin leysir
ekki vandann. Það dóu 150.000
böm í Basilíu í fyrra án þess að ná
eins árs aldri og samkvæmt skýrslu
Bamahjálpar SÞ em um tvær milj-
ónir bama í Brasilíu vannærð. Það
er einkennilegt að hugsa til þess að
1.000 myrt böm em einungis dropi
í hafið.
í Ríó búa um 800.000 manns í
fátækrahverfunum sem kallast „fa-
vellas“. Þar býr fólkið í hreysum
úr tinplötum, spónaplötum eða
plasti.
Staða landsins er ekki góð. Bras-
ilía hefur nú í tíu ár búið við efna-
hagskreppu, í 20 ár var einræði í
landinu, og kynþáttamisréttið á sér
fimm alda sögu. Nú er svo komið
að ekki em til neinir peningar til
að beijast við fátækt fólks þótt rik-
ið uppfýlli samviskusamlega þær
skyldur sínar að borga tæplega 500
miljarða á ári í afborganir og vexti
af 7.000 miljarða króna skuld sinni
við útlönd.
Þess vegna dó tveggja ára gömul
stúlka um daginn á spítalatröppum
- á tröppum þriðja spíalans sem
móðir bamsins var vísað frá.
En það er einhver von. Stjóm-
völd hafa sett upp vinnuskóla fyrir
böm. í Ríó er hægt að hringja í
símanúmer til að koma upp um
meðlimi dauðasveita og nú þegar
hafa 48 menn verið handteknir, þar
af 33 úr lögreglu hersins. Einnig
em um 600 félagasamtök í Rió og
nágrenni sem reyna að hjálpa
krökkunum.
En þótt Iýðræði hafi verið komið
á í Brasílíu er enn fjöldinn allur af
fólki sem hefur ekkert hald í lög-
um og getur átt von á dauða sínum
- byssuskoti frá dauðasveitunum -
hvenær sem er. Það verður erfitt
verk að breyta til en umhverfisráð-
stefnan getur verið skref fram á
við ef hinar ríku þjóðir Vestur-
landa gera sér grein fyrir því að
mengunarvandi tengist líka vanda
fátæktar. Fólk sem ekki á fyrir mat
hugsar ekki út í það hvaða áhrif
það hefur á umhverfið - áhrif sem
ekki koma fram fyrr en mörgum
ámm seinna. Ef málið snýst um að
deyja í dag eða höggva regnskóg
og deyja á morgun, lái þeim þá
hver sem vill. Skuldabagginn sem
þjóðimar bera geta haft úrslitaáhrif
enda hefur það verið krafa þriðja
heimsins fyrir ráðstefnuna að
skuldaafskriftir komi í stað að-
gerða í mengunarmálum heima
fyrir.
G. Pétur Matthíasson byggöi á
Newsweek, Ny Tid og Tomorrow.
Föstudagurinn 29. maí