Helgarblaðið - 29.05.1992, Qupperneq 8

Helgarblaðið - 29.05.1992, Qupperneq 8
Helgar 8 blaðið Kjartan Gubmundsson, vei&ivör&ur viö Hvaleyrarvatn, viö vei&i- skúrinn sem hann ætlar a& teppaleggja i sumar. íslendingar eru veiðimannaþjóð. Þrátt fyrir hlaðin borð verslana af alls kyns góðgæti eru margir þeirrar skoðunar að engar kræsingar jafnist á við þann feng sem menn hafa sjálfir dregið í búið. Þegar vora tekur kemur fiðringur í dagfarsprúða menn. Þeir taka fram græjumar, skipta um línu og smyrja hjólin. Margir hafa hnýtt sínar eigin flugur yfir veturinn og tilhlökkunin að reyna flugumar verður óbærileg. Svo rennur 1. maí upp og menn sem hafa alist upp við slagorðið „öreigar allra landa sameinist" gleyma því jafinvel að þann dag gengur alþýðan fylktu liði. Þeir hafa meiri áhuga á öðmm göngum. „Ég var mættur klukkan hálfníu brögð hjá gömlu körlunum sem 1. maí, þegar vatnið var opnað fyr- þekkja vatnið út og inn að veiða á ir veiðimönnum," sagði Sigurdór pínulitlar gráar og svartar púpur. Sigurdórsson, aðstoðarfréttastjóri á „Annars er hann óútreiknanlegur DV. Háskóli veiðimannsins Hann var að græja sig til fyrir utan bílinn við Elliðavatn í góð- viðrinu í vikunni, kominn í vöðl- umar og vestið og var að þræða línuna á flugustönginni sinni. Tí- rólahatturinn var kominn á sinn stað og hann tyllti sólgleraugunum á nefið. „Þetta þjónar allt sínum tilgangi. Gleraugun og hatturinn em örygg- istæki. Þau verja veiðimanninn fyrir flugunni sem hann er að kasta. Það er hægt að stórslasa sig með því að fá fluguna í hnakkann eða augun,“ sagði Sigurdór, pírði augun út á vatnið og spurði svo hvort við hefðum séð hann voka. „Elliðavaln er háskóli veiði- mannsins. Sá sem veiðir í Elliða- vatni getur veitt allsstaðar, sagði Stefán heitinn Jónsson fréttamað- ur, en hann var daglegur gestur héma. Og það er mikið til í því hjá honum. Þctta er ótrúlega erfitt vatn, en jafnframt skemmtilegt. Eg fer hingað alltaf ef ég á einhvcm möguleika á því. Mig undrar eigin- lega hve fáir virðast vita af þessari paradís við túnfót Reykvíkinga. Það er ekki bara fiskurinn sem heillar heldur öll náttúran. Fugla- lífið hér er mjög fjölskrúðugt og allt umhverfið yndislegt." Við spyrjum Sigurdór hvemig veiðin hafi gengið í vor. „Eg hef veitt ágætlega í vor. Sú breyting hcfur átt sér stað hér að fiskurinn er mun stærri en hann var. Sennilega hefur vatnið verið grisjað. Sá stærsti sem ég hef feng- ið í vor var fjögurra punda urriði, en svo hef ég drcgið mikið af tveggja til þriggja punda fiski. Þeir hafa verið að fá allt upp í fimm punda urriða í vor.“ Karrígula púpan Sigurdór tekur upp fiuguboxið. Þegar hann opnar það blasir við iitskrúðugt úrval af stómm og smáum fiugum. „Eg kasta bara fiugu og hnýti þær allar sjálfur. Það er helmingur- inn af ánægjunni," segir hann og velur tvær flugur til að hnýta á lín- una. „Þetta er Mikki 5,“ segir hann og heldur uppi litskrúðugri stórri fiugu, „ein frægasta silungaflugan í heiminum. Það er sagt að hún æsi upp urriðann. Við hliðina á henni set ég Peter Ross sem hefur reynst mér vel hér.“ Sigurdór segir að það séu trúar- fiskurinn. Við vomm staddir sam- an hér fyrir nokkrum ámm, Stefán Jónsson, ég og nokkrir aðrir. Það gekk hvorki né rak og enginn varð var, fyrr en Stebbi krækti í einn. Þegar hann hafði landað honum tók hann fram sérstaka skeið og náði i sýni úr maga fisksins. I maganum reyndust vera karrigular púpur. Það var ekki að sökum að spyrja, Stebbi vatt sér inn í bíl og hnýtti nokkrar karrígular flugur handa okkur og á svipstundu lifn- aði veiðin við. Eg dróg upp tíu fiska með þcssari fiugu og ég held að afiinn hjá Stebba og hinum hafi verið svipaður. Eg reyndi auðvitað fluguna næstu daga á eftir en þá leit fiskurinn ekki við henni. Sem betur fer hafði ég skráð niður hvaða dag þetta var, 20. júní, og sama dag ári scinna reyndi ég aftur þá karrígulu. Og það var eins og við manninn mælt; 20. júní vill hann þá karrígulu. Sennilega fær einhver púpa þennan Iit um þetta Ieyti árs.“ Sigurdór lýsir fyrir okkur vatn- inu. Segir að Helluvaðið norðan við brúna sé hið eiginlega Elliða- vatn og þar sé bcst að veiða þegar dregur nær hausti. Vatnið fyrir sunnan brú myndaðist hinsvegar þegar stíflan var reist, enda er djúpur áll í vatninu, gamli árfar- vegurinn, og þar liggur fiskurinn. Hann gerir sig kláran til að vaða út í og fikrar sig í áttina að álnum, sveifiar stönginni og það hvín í bar ve Sigurdór Sigurdórsson kann tökin ó flugustönginni. Myndir: Kristinn. þcgar fiugulínan klýfur Ioflið. Með algera vei&idellu Veiðidellan getur gripið fólk á öllum aldri. Skammt frá Sigurdóri eru þrír krakkar að reyna við hann. Það em þeir Rúnar Ingi Magnús- son, Brynleifur Konráð Jóhanns- son og Guðrún Lilja Hermanns- dóttir. Þeir Rúnar og Brynleifur em báðir úr Grafarvoginum en Guðrún er úr Kópavogi. „Við emm með algera veiði- dellu,“ segja þau, „en þó er þetta í fyrsta skipti sem þau veiða í EIl- iðavatni. Öll hafa þau samt veitt annarsstaðar, í Hafravatni, Kleifar- vatni og Þingvallavatni. Þau hafa verið að allan daginn en afiinn er ekki mikill. Guðrún segist hafa Fe&ginin Alfre& Gu&mundsson og Berglind hjólpast a& vi& a& kasta út spúninum. veitt fjóra titti sem hún hafi sleppt aftur en strákamir hafa ekki landað neinu enn. Sennilega ekki komnir á hákólastigið enn. Þau segjast þó öll hafa veitt vænan silung áður. Rúnar segir að stærsti fiskurinn sem hann hafi veitt hafi verið fjög- urra punda, Brynleifur segist hafa veitt einn sex punda og Guðrún segir að stærsti fiskurinn sem hún hafi veitt hafi verið íjögurra til fimm punda. „Það er skemmtilegast að landa fiskinum," segir Guðrún. „Það er skemmtilegast að veiða hann en leiðinlegast að borða hann,“ segir Rúnar. Þau hin em ekki sammála því að það sé leiðinlegt að borða silung. „Mér finnst hann bestur steiktur á pönnu," segir Guðrún en Brynleif- ur segir hann bestan í plokkfisk. Rúnar er ekki jafn ákveðinn og áður en ítrekar þó að honum finn- ist silungur ekkert sérstakur á bragðið. „Og hann er mjög vondur grillaður.“ Silungsveiðiblús „Það er enginn fiskur hér,“ segir Kristján Kristjánsson blúsari um leið og hann hjálpar Sölva syni sínum sem hefur flækt línuna. „Þetta er í fyrsta skipti sem við komum hingað. Aðalatriðið er að komast burt úr bænum. Sjálfur er ég enginn dellukarl, en ég á kunn- Föstudagurinn 29. maí

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.