Helgarblaðið - 29.05.1992, Qupperneq 9
Helgar 9 blaðið
Búist vid metveiði í laxinum
„Það eru ýmis teikn á lofti
um að veiðin fari batnandi og
verði um 20 til 30 prósent
meiri í ár en í fyrra og því má
búast við að fjöldi laxa sem
veiðast á stöng verði yfir 40
þúsund,“ sagði Guðni Guð-
bergsson, fiskifræðingur hjá
Veiðimálastofnun, í samtali við
Helgarblaðið.
Meðalveiði áranna 1974 til
1991 var um 36 þúsund laxar á
sumri, veiddir á stöng. Undanfar-
in þrjú ár hefur veiðin verið tölu-
vert undir því, eða um 30 þúsund
laxar á sumri. í fyrra veiddust
31.492 laxar á stöng, en auk þess
tæplega 6000 laxar í net og alls
endurheimtust ríflega 133 þús-
und laxar í hafbeit.
Teiknin sem Veiðimálastofnun
spáir í þegar horft er til veiðinnar
í ár eru að sl. vor gekk mikið af
seiðum út og þau gengu tiltölu-
lega snemma. Þá var smálaxinn í
fyrra þyngri en áður.
Guðni sagði að spár Veiði-
málastofnunar hefðu yfirleitt far-
ið nærri því sem reyndin hefði
verið. Aukningin í veiðinni kem-
ur fyrr fram á Suður- og Suð-
vesturlandi en í öðrum landshlut-
um.
Hvað silungsveiðina varðar þá
er erfiðara að spá í hana, en yfir-
leitt hefur haldist i hendur góð
laxveiði og góð silungsveiði.
I fyrra vakti athygli að laxveiði
hefur aukist á Vestfjörðum. Er
talið að þar sé um hafbeitarlax að
ræða. Guðni sagði að um 6 milj-
ónum seiða væri sleppt í hafbeit
og þvi mætti búast við að ein-
hver þúsund þeirra villtust upp í
ámar. Hann sagði að fiskifræð-
ingar hefðu áhyggjur af þessu
þar eð hætta væri á að stofninn í
ánum gæti breyst ef þetta væri í
miklu magni og langvarandi.
Heildarveiðin í fyrra var sú
hæsta frá upphafi þegar endur-
heimtur hafbeitastöðva eru tekn-
ar með.
I fyrra voru skráðir 41.406 sil-
ungar í stangveiði í ám, en Guðni
sagði þær tölur ekki nákvæmar,
því töluvert væri veitt af silungi
án þess að það væri nokkursstað-
ar skráð.
1 fyrra fór laxveiðin hægt af
stað og hamlaði vatnsleysi veiði
fram eftir sumri, einkum í
smærri ánum. Samfara auknum
rigningum síðsumars jókst svo
veiðin.
Rúnar Ingi Magnússon, Guðrún Lilja Hermannsdóttir og Brynleifur Konráó Jóhannsson höfóu smitast
af veiöibakteriunni.
Þaó er enginn fiskur hér, sag&i KK og losaöi flækjuna fyrir Sölva
son sinn en Þórunn Þórarinsdóttir horfir á.
ingja sem eru miklir dellumenn og
hef stundum skroppið í veiðitúra
með þeim. Ég held samt að ég hafi
ekki veitt neinn fisk eftir að ég
flutti heim til Islands."
Þórunn Þórarinsdóttir segir að
hún sé sjálf alveg laus við delluna.
Hún hafi aldrei veitt. Þau hafi bara
ákveðið að skreppa með strákinn
og kunningja hans. Það sé þó vel
þess virði þótt ekki verði þau vör
við fiskinn. Það sé margt sniðugt
að sjá.
„Við fylgdumst með einum sem
var staddur úti í miðju vatninu og
virtist fljóta með straumnum. Eftir
dálitla stund kom hann að landi og
þá sáum við að hann var með ein-
hverskonar björgunarhring um sig
miðjan og sundfitjar á löppum.“
Það er því ljóst að veiðiaðferð-
imar eru jafnmargar og veiði-
mennimir. Hvort froskmaður varð
var er hinsvegar önnur saga.
Beita allt fró
rækju upp í bíómiBa
Við höldum af stað frá þessum
háskóla veiðimannsins. Ökum í
gegnum Heiðmörkina og virðum
fyrir okkur gróðurinn sem er að
vakna til lífsins eflir rnildan vetur.
Ökum sem leið liggur að Flótta-
mannaveginum og upp á Kaldárs-
elsveg. Förinni er heitið að Hval-
eyrarvatni.
Við Hvaleyrarvatn hefur Hafn-
arQarðarbær komið upp útivistar-
svæði fyrir alla ljölskylduna.
Urriða var sleppt í vatnið, bryggja
reist fyrir fatlaða og stórt útigrill
er á staðnum. Krakkar yngri en 12
ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar
þurfa ekkert að greiða fyrir að
veiða í vatninu en aðrir borga 500
krónur fyrir hálfan dag.
Kjartan Guðmundsson veiði-
vörður tekur á móti okkur. Hann
upplýsir okkur um að 2000 urrið-
um hafi verið sleppt í vatnið fyrir
viku og sl. laugardag vom um
200 manns, nemendur og foreldr-
ar úr Setbergsskóla, að veiðum.
Þetta er þriðja sumarið sem fiski
er sleppt í vatnið og hefur það
fengið góðan hljómgmnn meðal
gaflara.
„Þetta er mjög vinsælt hjá unga
fólkinu," segir Kjartan en segist
sjálfúr vera lítill veiðimaður.
Hann hafði aldrei reynt að veiða
fyrr en hann réð sig sem veiði-
vörð í fyrra, en það sumarið tókst
honum að landa þremur.
„Menn virðast veiða á allt hér.
Menn beita öllu frá rækjum og
upp í bíómiða. Það virðist ekki
skipta neinu máli hvað sett er á
öngulinn. Svo em héma menn
með fullkominn veiðibúnað og
em með fluguæfingar. En ég get
ekki séð að þeir séu fisknari en
margir aðrir.“
Ólst upp vió vatnió
Skammt frá veiðikofanum em
feðginin Alfreð Guðmundsson og
Berglind að beija vatnið. Reyndar
enda sum köstin hjá Berglindi
langt uppi á landi en ánægjan er
óblendin.
„Veiðiskapur okkar feðginanna
er ekki beint burðugur,“ segir Al-
freð.
Hann segir að þetta sé í fyrsta
skipti sem hann komi í sumar og
hann geri það mest til gamans
fyrir dóttur sína. Sú stutta gerir
hverja tilraunina á fætur annarri
við að reyna að koma spúninum
út í vatnið en gengur hálf illa.
Pabbi hjálpar henni við kastið og
Berglind dregur spúninn að landi
og hefur upp úr krafsins dálítinn
botngróður.
„Það má eiginlega segja að ég
hafl alist upp við þetta vatn,“ seg-
ir Alfreð. „Við krakkamir vomm
hér daglega á sumrin þegar veður
leyfði og böðuðum okkur í vatn-
inu. Ég er því mjög hrifinn af
þessu framtaki bæjarins að gera
svæðið að útivistarsvæði. Þetta er
yndislegur staður."
Föstudagurinn 29. maí
Alfreð er hinsvegar ekki jafh
hrifmn af atvinnuveiðimönnunum
sem hann segir að moki stundum
upp urriðanum.
„Það á að banna slíkt. Þetta er
fyrst og fremst gert fyrir krakk-
ana. Atvinnumennimir eiga að
vera metnaðarfyllri en það að róta
upp eldisfiski."
Það er farið að kvölda. Kjartan
býður okkur upp á kaffi í veiði-
skúmum. „Ég á reyndar eftir að
mála og teppaleggja,“ segir hann.
„Það verður þó ekkert í líkingu
við teppalagningu móður náttúra.
Áður en langt um líður verður
hlíðin hinum megin við vatnið blá
því þá springur lúpínan út. Það er
stórkostlegt að eyða sumrinu á
svona stað.“
-Sáf
STÓLAR, BORÐ
LEGUBEKKIR,
HJOLABORÐ
OG FLEIRA
Gullfalleg garðhús-
gögn í sumarbú-
staðinn, blómagarð-
inn eða garðstof-
una. Sterk og góð.
Þau eru litekta og
þola að standa úti
allan órsins hring.
Gœðavara ó góðu
verði.
Þriggja óra óbyrgð.
Opið laugardaga kl. 10-16.
Opið sunnudag kl. 11-16.
• FAXAFEN 12 • SÍMI 38000 •