Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 14

Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 14
Helgar 14 blaðið Sólargeisli frá Það er sjaldgæf hátið að sjá heimslistina í listasölum Reykjavíkur. Um þessa helgi opnar listasafh borgarinnar viðamikla yfirlitssýningu á verkum spænska myndlistar- mannsins Juans Mirós í tengsl- um við Listahátíð. Sýningin takmarkast við verk sem eru unnin eftir stríð, einkum frá 6. áratugnum, eftir að Miró hafði sest að á eyjunni Majorku, sem mörgum íslendingum er að góðu kunn. Fáir ferðalangar munu þó hafa vitað að þessi slungni listamaður átti hús sitt uppi í hæðunum yfir Calamaj- or-víkinni, þar sem sólþyrstir norðurálfubúar hafa löngum sótt í sól og bláar öldur Mið- jarðarhafsins. En Miró var búsettur á Majorku frá stríðslokum til dauðadags, 1983. Jafnframt er á þessari sýningu lögð megináhersla á bronsskúlptúra Mi- rós, sem sýnir okkur nokkuð aðra mynd af listamanninum en þá sem við þekkjum af litrikum málverkum hans. Þessar afmarkanir á viðfangsefn- inu, sem trúlega ráðast að einhveiju leyti af valmöguleikum úr safni Ma- Yfirlitssýning á verkum Juans Mirós opnuð að Kjarvalsstöðum eght- stofhunarinnar í Frakklandi, sem hefúr lagt til verkin, gera það jafhframt að verkum að við fáum ekki þá heildarmynd af listamannin- um Miró, sem kannski væri æskileg- ust. Engu að síður er hér um mikla veislu fyrir augað að ræða, og sann- arlega flytur Miró með sér sól og birtu Miðjarðarhafsins í ríkari mæli en flest annað sem við getum fundið úr myndlist 20. aldarinnar. Miró var fæddur 1893 í námunda við Barcelona á Spáni, sonur gull- smiðs og mótaðist í æsku af impress- jónisma og fauvisma, en varð eftir komuna til Parísar 1919 fyrir áhrifum frá dadaistum og gerðist þar einn af frumkvöðlum súrrealistahreyfingar- innar upp úr 1924. Myndlist hans var þó ffábrugðin verkum flestra súrrealista að því leyti að hún einkennist af bamslegu sak- leysi og sjálfsprottinni frásagnargleði frekar en þeim þunglyndislegu og rómantísku sviðsetningum á martrað- arkenndum draumsýntim, sem annars vom áberandi meðal súrrealista. Miró tengdist aldrei abstrakt- mál- verkinu og þótt myndefni hans hafi verið sótt í það svið vitundarinnar þar sem draumur og vemleikaskyn mæt- ast, þá leitaði hann til hlutveruleikans og sér í lagi til náttúrunnar í efnis- föngum sínum, eins og sýningin á Kjarvalsstöðum ber reyndar glöggan vott um. í samtalsbók Walters Erben við Miró frá 1959 segir Miró: „Sérhvert form, sérhver litur sem fyriríinnst í myndum mínum, á rætur sínar í hlut- veruleikanum. Hugtök eins og „hreint form“ og „hreinn litur“ hafa enga merkingu fyrir mér“. Vitnisburðir um Miró Hreyfingarleysið verkar sérstaklega sterkt á mig. Þessi flaska, þetta glas, ával- ur fjörusteinn á auðri strönd, þetta em hreyfingarlausir hlutir sem geta komið huga mínum á hreyfingu og hrært við vitund minni. Það vekur tilfinningu sem ég get ekki fundið gagnvart mannveru sem er á stöðugri sinnulausri hreyfingu. Fólkið sem baðar sig og er á hreyfingu á ströndinni verkar minna á mig en hreyfingarleysi steinsins. Hreyfmgarleysið fær mig til þess að hugsa um rúmvíddir sem bera í sér ei- lífa hreyfingu. Það er, eins og Kant orðaði það, hið skyndilega rof óendanleik- ans í endanlegum heimi. Völusteinninn sem er endan- legur og hreyfingarlaus hlut- ur, vekur ekki bara með mér hreyfingu, heldur óendan- lega hreyfingu, sem um- breytist í myndum mínum í form er líkjast neistum og springa út úr léreftinu eins og um eldgos væri að ræða. Ef áhorfandinn fyndi ekki til þessarar hreyfingar í myndum mínum, þá væri hann eins og leikari að lesa ljóð sem væri honum merk- ingarlaust. En hann gæti líka farið á mis við þessa hreyfingu, því hann er í sömu aðstöðu gagnvart myndum mínum og ég gagnvart völusteinin- um: hreyfingin er einungis gefin í skyn. Það sem ég er í raun og veru að leita eftir er hreyfingarlaus hreyfing, eitt- hvað sem jafngildir því sem hefur verið kallað mælska þagnarinnar eða því sem heilagur Jóhannes af kross- inum kallaði „þögla tónlist". Juan Miró: Ég vinn eins og garðyrkjumaður, 1981 Mynd þarf að búa yfir þeim eiginleika að maður uppgötvi eitthvað nýtt í hvert skipti sem horft er á hana. En það er líka hægt að horfa á mynd í heila viku og gleyma henni svo. það er líka hægt að sjá mynd í eina sekúndu og muna hana allt lífið. Mynd verður að vera fyrir mér eins og neistaflug. Hún þarf að vera sláandi eins og fögur kona eða fag- urt Ijóð. Hún verður að skjóta neistum eins og stein- amir sem sauðahirðarnir í Píreneafjöllunum nota til að kveikja í pípum sínum. Það er ckki myndin í sjálfri sér sem skiptir máli, heldur það sem hún leysir úr læðingi og breiðir út. Það skiptir ekki máli þótt mál- verkið sé eyðilagt. Listin getur dáið, það sem skiptir máli er að hún hafi sáð fræj- um í jörðina. Ég laðaðist að súrrealismanum vegna þess að súrrealistamir litu ekki á málverkið sem takmark í sjálfu sér. Það sem skiptir máli er því ckki að máverkið varðveitist óbreytt, heldur að það skilji eftir sig spírur og sái út frá sér fræjum er geti af sér aðra hluti. Jitan Miró: Ég vinn eins og garðyrkjumaður, 1981. Þegar áhorfandinn finnur sjálfan sig í persónum mín- um, þá finnur hann ekki það sem aðgreinir hann frá öðr- um mönnum, heldur það sem hann á sameiginlegt með öllum mönnum, hvort sem þeir eru hvítir eða svart- ir, suðrænir eða norrænir, hörundsdökkir eða kínversk- ir. Til er spakmæli eftir Konfúsíus sem ég met mik- ils: „Allir menn eru jafnir, það em bara siðimir sem greina þá að.“ Allt þetta tal um þjóðemi er bara spuming um skrif- ræði. Það mikilvæga er að vera maður en ekki búr- ókrati. Það að verða sannur maður felur í sér að geta nálgast alla menn, svarta, kínverska, norræna og suð- ræna. Til þess að verða raun- verulegur maður þarf maður að losa sig við sitt falska ég. í mínu tilfelli þarf ég að hætta að vera Miró, það er að segja spánskur málari er tilheyrir samfélagi sem af- markast af ákveðnum landa- mærum og heilu kerfi af skrifræðislegum og félags- legum hefðuin. Með öðrum orðum þá þarf að stefna að nafnleysinu. Hinn nafnlausi maður hef- ur ávallt ríkt á mikilvægum augnablikum sögunnar og þörfin fyrir hann verður stöðugt meira knýjandi. En á sama tíma verður knýjandi þörf fyrir hinn full- komlega einstaklingsbundna verknað, hinn fullkomlega stjómlausa verknað frá fé- lagslegu sjónarmiði. Hvers vegna? Vegna þess að verknaður sem er fullkomlega einstak- lingsbundinn er nafnlaus, og sem slíkur til þess fallinn að öðlast altæka merkingu. Ég er fullviss um að því stað- bundnari sem hluturinn er, þeim mun altækara sé gildi hans. Þar af leiðir mikilvægi al- þýðulistarinnar... Tilfmningin fyrir nafn- leysinu leiðir til samvinnu. Þcss vegna hefur samvinnan við Artigas að leirbrennsl- unni heillað mig. Og í graf- íkinni vinn ég með hópi verkamanna og handverks- manna. Þeir veita mér ráð og ég ber fullt traust til þeirra. En séu menn haldnir stjömugrillum er þetta aug- Ijóslega ekki hægt. Þegar ég starfa þannnig í hópi er ég ekki að búa til litla þjóð; sé ég að skapa slíka, þá tekur hún til alls heimsins. Heimurinn stefnir til sam- félagslegrar vem. Það er ekki lengur hægt að ímynda sér einangrað hús... Nafnleysið knýr mig til að afneita sjálfum mér, en með því að afneita sjálfum mér tekst mér að finna mér fast- ari stað. Þannig er þögnin afneilun hávaðans, en þann- ig gerist það að í þögninni verður hið minnsta hljóð að miklum hávaða. Ég leila þess hávaða sem er fólginn í þögninni, hreyf- ingarinnar sem fólgin er í hreyfingarleysinu, lífsins í hinu lífiausa, hins óendan- lega í hinu endanlega, formsins í tóminu og sjálfs mín í nafnleysinu. Þetta er allt sama viðleitnin. Þetta er neikvæði nei- kvæðisins sem Marx talaði um. Með því að neita neit- uninni er staðfestan fundin. Þannig er einnig hægt að líta á myndlist mína sem glaðværa og lyndna, þótt skapgerð mín sé harmræn. Juan Miró: Ég vinn eins og garðyrkjumaður, 1981 Þegar Miró kom fram á sjónarsviðið með miklum látum árið 1924 markaði það mikilvægan áfanga súrrealískrar listsköpunar. Miró hafði þá þegar sýnt myndlist sem ekki var sér- lega þróuð vitsmunalega en hafði að geyma formleg gæði af fyrstu gráðu. A þessum tíma yfirstígur hann í einu stökki síðustu hindr- animar i vegi fyrir algjör- lega sjálfsprottinni sköpun. Frá og með þessari stundu Föstudagurinn 29. mai

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.