Helgarblaðið - 29.05.1992, Síða 20
Helgar 20 blaðið
Karl Þorsteins vann 39. helgarmótið
Jóhann Þórir Jónsson, rit-
stjóri tímaritsins Skákar,
hefur afrekað að halda 39
helgarmót víðsvegar um
landið. J»að fyrsta var í
Keflavík 1980 og á nokkr-
um mánuðum hafði hann
staðið fyrir sjö mótum. Síð-
an hafa þau verið haldin
með reglulegu millibili en
óvenjulangt hlé hafði verið
gert fram að mótinu sem
Flateyringar héldu um síð-
ustu helgi. Flateyringar geta
státað af því að hafa haldið
tvö geysisterk helgarmót; í
ágúst 1989 mættu fjórir
stórmeistarar til leiks; núna
voru þeir þrír og einnig
tveir alþjóðlegir meistarar
auk frambærilegustu full-
trúa ungu kynslóðarinnar,
Héðins Steingrímssonar og
Helga Ass Grétarssonar.
Alls voru þátttakendur 42
talsins.
Þessi áttunda hrina helgarmót-
anna hófst á Djúpavogi og fjórða
mótið í hrinunni var jafnframt það
fyrsta sem undirritaður vann ekki,
svo maður grípi nú til sinnar al-
kunnu hógværðar. Karl Þorsteins
kom, sá og sigraði. Fyrir síðustu
umferð stóðum við jafnir með 5
1/2 vinning en Karl vann lokaupp-
gjörið; greinarhöfúndur féll í
þekkta gildru strax i byijuninni.
Lokaniðurstaðan:
1. Karl Þorsteins 6 1/2 v. 2.-5.
Helgi Olafsson, Héðinn Stein-
grímsson, Jón L. Ámason og Guð-
mundur Halldórsson 5 1/2 v. 6.-7.
Jóhann Hjartarson og Sævar
Bjamason 5 v. 8.-16. Andri Áss
Grétarsson, Björgvin Jónsspn,
Ámi Á. Ámason, Magnús Olafs
son, Helgi Áss Grétarsson,
Þröstur Þórhallsson, Ásgeir Þ.
Ámason, Sverrir Gestsson, Magn-
ús P. Ömólfsson, allir með 4 1/2 v.
Eins og sjá má á þessari upptaln-
ingu var mótið vel skipað enda var
hart barist. Af dreifbýlismönnum
vöktu sérstaka athygli Sverrir
Gestsson, einn sterkasti skák-
maður Austurlands, og Sigurður
Ólafsson, skipstjóri frá Suðureyri.
Guðmundur Halldórsson, sem er
búsettur í Noregi, stóð sig frábær-
lega vel en klaufaskapur kom í veg
fyrir að hann sigraði Héðin Stein-
grímsson í síðustu umferð. Héðinn
hafði ekki teflt síðan á haustmóti
TR og virtist hálf ryðgaður.
Öldungaverðlaun hlaut Sturla
Ólafsson
Pétursson en um þau háði hann að
venju harða baráttu við Óla Valdi-
marsson. Nú vantaði Benóný heit-
inn Benediktsson en Ásgeir Þ.
Ámason, sem teflt hefur á 36 helg-
armótum, minntist kempunnar í
lokahófinu.
Þeir fjórir meðlimir ólympíu-
sveitarinnar sem mættu til leiks
litu á mótið sem lokaæfmgu fyrir
slaginn í Manila og er óhætt að
segja að þeir hafi haft að leiðar-
Ijósi þá gullnu reglu okkar bestu
spjótkastara að vera ekki á toppn-
um of snemma.
Skák mótsins var tvímælalaust
eftirfarandi viðureign sem ég tel
mína bestu skák í langan tíma:
6. umferð:
Helgi Ólafsson-Jóhann Hjartar-
son
Nimzo-indversk vöm
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4.
Dc2
(Afbrigði Capablanca komst í
tísku upp úr 1988 og nýtur enn
vinsælda þótt menn kunni betur að
bregðast við því.)
4... 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3
d6
(Langalgengast er að leika 6. ..
b6. Jóhann velur svipaða uppbygg-
ingu og hann gerði gegn Kasparov
á heimsbikarmótinu 1988.)
7. D Rbd7 8. e4 b6 9. Rh3 c5
10. d5 exd5 11. cxd5 He8 12. Be2
a6(?)
(Vafasamur leikur. Sú Ieikjaröð
sem Jóhann velur hefur þann kost
að biskupinn getur beðið með að
„ákveða sig“. En það sama má
segja um kollega hans á cl. Best
var sennilega 12... De7 sem hótar
13. .. Rxd5.)
13. 0-0 b5
(Til greina kom 13... Rxd5 14.
Dd2! ásamt 15.
dxd6 og hvítur á
betri stöðu.)
14. Hel c4 15.
Be3 Rb6 16.
Rf4!
(15. leikur hvíts
krafðist nokkurra
útreikninga því
svartur hótaði 16.
.. Bxh3 og 16.
Rbxd5.Ef 16...
g5 þá kemur 17.
Bd4! Ra4 18.
Bxf6 Rxc3 19.
Bxd8 Rxe2 20.
Rxe2 Hxd8 21.
Rd4 og svarta staðan morar í veik-
leikum.)
16.. . Ra4 17. Dd2 Rd7 18. Bdl
Rdc5 19. Hbl Bd7 20. Bxa4
Rxa4 21. Bd4!
(Mislitir biskupar hjálpa hvítum
ef eitthvað er.)
21.. . Dg5 22. g3 Hac8 23. Kg2
Rc5 24. h4 De7 25. Bc3
(Hindrar 25. uppskipti með -
Rb3. 19. Hbl var að þessu leyti
fyrirbyggjandi leikur.)
25.. . Rb3 f6 26. g4! Hf8
(Peðamassi hvíts á kóngsvængn-
um er ekki árennilegur og svartur
hyggst treysta vamir sínar með
þessum eðlilega leik.)
27. h5
(Nú er ekki hægt að leika 27...
h6 vegna 28. Rg6.)
27.. . Rb3 28. De3 a5 29. Hhl
(Hvítur hefúr í frammi allskyns
hótanir á kóngsvængnum, riddara-
fóm g6 gæti verið hugmynd.
Hrókurinn rýmir einnig reit fyrir
drottningunni - Del hindrar mót-
spil svarts með b5-b4.)
29.. . Hb8 30. h6! g5
(Hér var tímamörkum náð (11/2
klst. á hvom keppanda og síðan
1/2 klst. til að ljúka skákinni).
Meira viðnám veitti 30. .. g6
með hugmyndinni 31. g5 b4
(þvingað 31... fxg5 strandar á 32.
Rxg6! hxg6 33. h7+ o.s.ffv.)
32. axb4 axb4 33. Bxf6 Hxf6 34.
gxf6 Dxf6 og svartur getur barist
skiptamun undir. Hvítur getur
einnig leikið 31. Del! sem hindrar
-b4 og viðheldur hótuninni -g5.)
31. Rh5 Hbe8
(Nú er of seint að leika 31. .. b4
vegna 32. Rxf6+! Hxf6 33. Dxg5+
og vinnur. Svartur vill hafa drottn-
inguna valdaða í þessu afbrigði.)
32. Rxf6+! Hxf6 33. Dxg5+
Hg6 34. Dxg6+! hxg6 35. h7+
Kf7
(Eða 35. .. Dxh7 36. Hxh7 Kxh7
37. Hhl+ Kg8 38. Hh8+ Kf7 39.
Hh7+ Kf8 40. Hxd7 Hb8 41. Hxd6
b4 42. axb4 axb4 43. Be5 og vinn-
ur.)
36. h8(D) Hxh8 37. Hxh8
- og svartur gafst upp. Hann tap-
ar drottningunni eða verður mát,
t.d. 37. .. Dg5 38. Hbhl með hót-
uninni 39. Hlh7 mát.
Margir byrjendur í Sumarbridge
Góð þátttaka hefur verið í
Sumarbridge í Reykjavík, það
sem af er. Síðasta mánudag
mættu 42 pör til leiks en laugar-
daginn á undan mættu 20 pör til
leiks.
Samtals hafa 58 spilarar hlotið
stig þau 5 spilakvöld sem lokið er í
Sumarbridge, þar af 12 kvenmenn.
Efstir em Þröstur Ingimarsson og
Þórður Bjömsson 106 stig, en
næstu spilarar em; Bjöm Theo-
dórsson og Gísli Hafliðason 64
stig, Láms Hermannsson og Guð-
laugur Sveinsson 51 stig og Guð-
rún Jóhannesdóttir 49 stig.
Ekki verður spilað í Sumar-
bridge á morgun (laugardag)
vegna afmælismóts Bridgefélags
Reykjavíkur í Perlunni í dag og á
morgun.
Næsta mánudag hefst spila-
mennska kl. 19 í Sumarbridge, á
þriðjudag hefst spilamennska kl.
17 til 19 (spilað í riðlum og hefst
síðasti riðill kl. 19), á fímmtudag
er sama fyrirkomulag og á þriðju-
degi og á laugardaginn hefst
þriggja umferða barometer, með
skráningu para fyrirfram. Spila-
fjöldi milli para ræðst af þátttöku,
en stefnt er að 30 para þátttöku hið
minnsta. Skráð verður í Sumar-
bridge og hjá Ólafi Lámssyni í s:
16538.
Þegar útsendingar Sjónvarps af
Evrópuleikjunum í knattspymu
heíjast, verður Sumarbridge hnik-
að lítillcga til, innan þess tíma-
ramma sem gefst miðað við út-
sendingar Sjónvarpsins. Nánar
auglýst síðar.
Afmælismót Bridgefélags
Reykjavíkur hófst á miðvikudag-
inn, með firmasveitakeppni yrir 30
sveita. Til leiks eru mætt þrjú af
sterkustu landsliðum heims; Bret-
ar, Svíar og Pólverjar. Sveita-
keppninni lauk í gærkvöldi. I dag
verða sýningarlandsieikir 6 liða í
Holiday Inn hótelinu við Sigtún.
Liðin sem spila em landsliðin þrjú,
HM-Iiðið okkar, liðið sem tekur
þátt í NM ‘92 í Opnum flokki og
sveit Tryggingamiðstöðvarinnar,
með þá Val Sigurðsson og Sigurð
Sverrisson innanborðs. Valið á
þeirri sveit orkar tvímælis, svo
ekki sé meira sagt. Eðlilegra heíði
verið að velja félagsmeistara BR,
sveit sem sigraði aðalsveitakeppni
félagsins (með þá Val Sigurðsson,
Guðmund Sveinsson, Júlíus Sigur-
jónsson, Jónas P. Erlingsson og
Rúnar Magnússon innanborðs)
frekar en sveit T.M. (þrátt fyrir
Sigurð Sverrisson).
Á morgun og sunnudaginn verð-
ur svo tvimenningsmót í Perlunni
og hefst spilamennska kl. 10 báða
dagana. Um 50 pör taka þált í mót-
inu.
í dag lýkur skráningu í VISA-
bikarkeppni Bridgesambands ís-
lands (sem spiluð verður í sumar,
með breyttu sniði). Er þetta er
skrifað eru yfir 20 sveitir skráðar
til leiks. Betur má ef duga skal.
Skráð er á skrifstofu BSl, sem
jafnframt veitir allar nánari uppl.
um fyrirkomulag.
Bjöm Eysteinsson og Þorlákur
Jónsson höfnuðu í 3. sæti í mjög
sterku alþjóðlegu móti sem spilað
var á ltalíu um síðustu helgi. Sig-
t
urvegarar urðu heimamennimir
fittala (fymim HM-meistari) og
Mortarotti (sem staðið hefur sig
með ágætum í Evróputvímcnn-
ingsmótum síðustu árin). Þeir
Bjöm og Þorlákur tóku einnig þátt
í sveitakeppni mótsins og höfnuðu
þar í 11. sæti af 38 sveitum. Félag-
ar þeirra vom góðvinir okkar frá
Bridgehátíðum, Markland Molson
og George Mittelmann, báðir frá
Kanada. Sigurvegarar í þeirri
keppni urðu Forrester og Robson
og gamla kempan Forquet á móti
Masucci.
Það hefur vakið athygli margra í
Sumarbridge, sú Qölgun sem er á
„nýjurn" spilurum, gjaman nefndir
byrjendur. Nú er það svo, að allir
hafa einhvern tímann verið byrj-
endur í einhverju og er bridge-
spilamennska þar engin undan-
Lárusson
tekning. í sumar verður ekkert sér-
stakt byrjendakvöld, enda eiga
svokallaðir bytjendur sem kunna
orðið „mannganginn" í leiknum,
ekkert erindi í þann félagsskap.
Eftir þá örðugleika, að hella sér út
í keppnisbridge í byrjun, er ekkert
hollara en að spila við sér reyndara
spilafólk og læra af því. I þeim
efnum er Sumarbridge tilvalið
tækifæri; hvert kvöld er sjálfstæð
keppni og alltaf má reyna nýja
spilafélaga. Sumarbridge hefur þá
sérstöðu hér á landi að þar gefst
eina tækifærið til að mæta meistar-
anum, meðaljóninum og byijand-
anum, öllum á einu bretti og hafa
gaman af. Það er jú þetta áhugamál
sem tengir þessa hópa saman; sjálf
bridgeíþróttin.
Flestir bridgespilarar hafa gam-
an af að spreyta sig á „erfiðum“
úrspilsþrautum. Hér er ein sem
kom fyrir hjá Breiðfirðingum um
árið. Það náði víst enginn að leysa
þrautina á þeim bænum
♦ Áxx
'v’ Kxx
O xx
4• ÁlOxxx
♦ XX 4 DGlOxx
0 G109x 08
OKDGlOxxx O x
4»- 4* KDGxxx
4 Kxx
vÁDxxx
OÁxx
4* 9x
Lokasamningurinn er4 hjörtu í
Suður. Útspilið er tígulkóngur.
Hvemig fær Suður alltaf 10 slagi?
í „praksís“ tapast þetta spil sjálf-
sagt á flestum borðum. En sett upp
sem úrspilsþraut, má leika sér á
ýmsan hátt. Ein aðferðin gæti ver-
ið;
Við tökum slaginn á tígulás,
spilum hjarta upp á kóng og tígli
úrborði, Austur hendir laufi og
Vestur er inni. Vestur spilar að
sjálfsögðu hjarta, sem við tökum
heima á drottingu og trompum tíg-
ul í borði, Austur hendir meira
laufi (hafði hent spaða í hjartað).
Þá tökum við spaðaás og spaða
upp á kóng, hjartaás (Austur hend-
ir spaða) og meira hjarta og Vestur
á slaginn (Austur hendir laufi).
Vestur á ekkert nema tígul að spila
og nú getur félagi hans í Austur
valið hvort hann hendir síðasta
spaðanum eða laufadömunni. Suð-
ur rýnir aðeins í afköstin hjá Aust-
ur og 10. slagurinn kemur í þeirri
lokastöðu sem lýst hefúr verið.
Snyrtilegt.
Og ein létt fyrir svefninn í
kvöld;
474 0532 OÁ2 4- —
4 1065 42
0 76 OD8
OG O D
4* Á 4K3 OKG O — 4* 1094 4* G82
Suður á út í tígulsamning og á
að fá 6 slagi. Góða nótt...
Föstudagurinn 29. maí