Helgarblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 3
Helgar 3 blaðið
Lýst eftir Denna dæmalausa
Hollywood lýsir nú efdr ung-
um óknyttastrák til að taka
að sér hlutverk Denna
dæmalausa í kvikmynd tnn
þessa vinsælu teiknimynda-
söguhetju sem á árum áður
var aðalsmerki Tímans.
Þegar hefur verið ákveðið hver
leika skuli Wilson, skapfula grann-
ann, en það er enginn annar en Walt-
er Matthau.
Það eru Wamer Brothers sem
íramleiða myndina. Þeir vilja fá
óþekktan leikara í hlutverkið en ekki
einhverja súperstjömu, en af þeim er
nóg í Hollywood, einnig á sama reki
og Denni er. Fyrirtækið hefúr nú
auglýst um Bandarikin þver og endi-
löng eftir myndbandaupptökum af
óknyttastrákum, en úr þeim upptök-
um á svo að velja þá sem helst koma
til greina.
Islendingar vita hinsvegar að að-
eins einn maður kemur til greina í
hlutverkið, en því miður er hann
ekki á réttum aldri. Það er hinsvegar
allt í lagi að skjóta þeirri hugmynd
að kvikmyndamógúlunum að gera
kvikmynd um Denna þegar hann er
farinn að reskjast og þá kemur eng-
inn annar til greina en fyrrum forsæt-
isráðherra.
Sorpa flokk-
ar rafhlöður
Það er einungis hluti notaðra raf-
hlaðna sem Sorpa sendir til Dan-
merkur. Einhver hluti þeirra battería
sem fólk notar í ferðaútvörpin sín
og önnur slík tól er nefnilega orðinn
umhverfísvænn og er þá urðaður
hérlendis. Notkun kvikasilfurs og
annarra skaðlegra efna í rafhlöðum
fer minnkandi. Sumar rafhlöður
innihalda þessi efhi í svo litlum
mæli að óhætt er að urða þær með
venjulegu heimilissorpi.
Asmundur Reykdal, stöðvarstjóri
Sorpu, leggur hinsvegar áherslu á að
enn þurfi að skila rafhlöðum sér-
stakfega til Sorpu. Starfsmenn þar
flokka batteríin i skaðleg og óskað-
leg. Þau fyrmefndu fara síðan út og
eru geymd i saltnámu þar sem hin
hættulegu efni ættu ekki að komast
út í jarðveginn. Einnig er hugsanlegt
að endurvinna rafhlöðumar síðar
meir.
Asmundur sagði að spár gæfú til
kynna að innan fimm ára yrðu flest-
ar rafhlöður orðnar umhverfisvænar.
Atvinnu-
sköpun
kvenna á
Islandi
Áhugahópur um atvinnumál
kvenna áNorðurlandi eystra
ætlar að „taka málin í eigin
hendur“ og halda ráðstefnu um
atvinnusköpun kvenna í Al-
þýðuhúsinu á Akureyri, dagana
19. og 20. júní. Ráðstefnan er
sú fyrsta sinnar tegundar á ís-
landi en þar verða flutt erindi,
unnið að steíhumótun í hópum,
haldnar pallborðsumræður, vör-
ur og þjónusta þátttakenda
verður kynnt almenningi á
markaðstorgi og svo verður far-
ið i gróðursetningarferð í
Kvennalund í Kjamaskógi þar
sem ætlunin er að slá á létta
strengi í tilefni 19. júní.
Um það bil hundrað konur
frá öllum landshlutum hittast
og ræða atvinnusköpun kvenna.
Jafnréttisnefnd Akureyrar, Iðn-
þróunarfélag Eyjafjarðar,
Byggðastofnun og Atvinnuþró-
unarfélag Þingeyinga hafa unn-
ið að undirbúningi og sveitarfé-
lög á svæðinu og félagsmála-
ráðuneyti hafa stutt ráðstefn-
una.
Meðal fyrirlesara em Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, sagn-
fræðingur og þingkona, Stefan-
ía Traustadóttir félagsfræðingur
og Lynn Ludlam, fram-
kvæmdastjóri með eigin at-
vinnurekstur í Bandaríkjunum.
Vinnu í smiðjum eða vinnuhóp-
um er þrískipt. Fyrst er tekist á
við mismunandi leiðir kvenna
til áhrifa. Næst er fengist við
leiðir í atvinnusköpun. Loks er
rætt um skipulagningu fyrir
framtíðina.
Ætlunin er að vinnuhópamir
vinni að stefnumótun í hinum
ýmsu þáttum í atvinnusköpun
kvenna. En um ráðstefnuna
segja aðstandendur að hún sé
aðeins einn liður í vakningu
kvenna um allt land í þá átt að
taka atvinnumálin í sínar hend-
ur. Þama koma saman konur
sem vinna að því að skapa
sjálfum sér og öðrum atvinnu
til bæja og sveita til að fjalla
sérstaklega um sín mál, fram-
tíðarhorfúr og áform. Enda hef-
ur ráðstefnan fengið nafnið:
„Að taka málin í eigin hendur“.
Borgaðu rafmagnsreikninginn
áður en þú ferð í fríið!
Þáverður heimkoman ánægjulegri
Það er ómetanlegt að komast í
gott sumarfrí en það er líka notalegt að
koma heim aftur — ef allt er í lagi. Áður
en við förum göngum við tryggilega íf á
öllu. Við greiðum rafmagnsreikninginn
svo að heimilistækin geti sinnt skyldum
sínum í fjarveru okkar og þjónað okkur
strax við heimkomuna.
Dreifikerfi Rafmagnsveitu Reykja-
víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi.
Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og
ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir
hana á eðlilegum tíma. Verði misbrestur
þar á bætast við dráttarvextir — og þá er
líka stutt í hvimleiða lokun.
Rafmagnsreikningar eru sendir út á
tveggja mánaða fresti. Gjalddagi þeirra er 5. dagur
næsta mánaðar eftir útgáfudag. Ef reikningur hefur ekki
verið greiddur á gjalddaga reiknast á hann dagvextir.
Láttu rafmagnsreikninginn hafa
forgang!
X
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUÐURLANDSBRAUT 34
108 REYKJAVÍK SÍMI 60 46 00
Föstudagurinn 19.júní