Helgarblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 17
Helgar 1 ~7 blaðið
Wonderful,
wonderful
Copenhagen
,_____________________________________________________
Ekkert er rotið í ríki Dana, skrifar Rudolf Augstein, útgef-
andi þýska tímaritsins Der Spiegel, í tilefhi þess að Danir
höfnuðu Maastricht-sáttmála. Boðskapur Augsteins um
það er eitthvað á þessa leið: Danir gerðu okkur ekld óleik,
þvert á móti gerðu þeir okkur greiða með því að minna
okkur á að því fer víðs fjarri að brautin til Bandaríkja Evr-
ópu hafi verið rudd. I því stendur ekki einungis á Dönum.
Það væri synd að segja að Danir
fari varhluta af heimsathyglinni
þessa dagana. Augstein er ekki sá
eini sem vitnar í Hamlet, frægasta
Dana heimsbókmenntanna, af tilefni
þess að danskur almenningur hafði
að engu vilja flestra stjómmála-
manna, fjánnálamanna og atvinnu-
rekenda þarlendis („kerfisins" mætti
segja) í EB- málum. Ljóst virðist að
sigur dönsku nei-fylkingarinnar gefi
EB- andstöðunni í hinum Norður-
landaríkjunum byr undir vængi.
Carl Bildt, forsætisráðherra Svía og
oddviti þarlendra EB-sinna, lét í ljós
næstum örvæntingarkenndan ugg
þeirra er hann sagði eftir úrslitin í
dönsku þjóðaratkvæðagreiðslunni:
Spumingin um að ganga i EB eður
ei er „að vera eða ekki“.
Andi Freyju
Og Hamlet er ekki sá eini sem
særður er ffam af þessu tilefni af
EB-sinnum og EB- og Maastricht-
andstæðingum. I dönskum blöðum
hefur siðustu daga eitthvað birst af
myndum af Holgeiri danska, sagna-
kappa sem spáð var um að risa
myndi upp þjóð sinni til fulltingis er
henni væri mest þörf á liðsinni.
Andstaðan við Maastricht-sáttmála
mun vera meiri meðal danskra
gerði gagnárásir inn í ríki hans.
Enda minntu bresk blöð út frá
þessu á víkingsskap Dana fyrr á tíð.
A& hafa einhverju að
tapa
Á bak við umrædd úrslit í Dan-
mörku liggur að fólk þar er ófúst til
þess að leggja dtjúgan hluta full-
veldis síns í hendur yfirþjóðlegum
stofnunum, sem almenningur í
smærri EB-ríkjum fær trúlega held-
ur litlu ráðið um hvað ákveða.
Einnig eru Danir, sem og Norður-
landamenn yfirleitt, tvíbentir gagn-
vart EB og auknum samruna aðild-
arríkja þess vegna þess að þeir óttast
að þeir kunni að tapa meiru á því í
lífskjörum en þeir græði. Velferðar-
kerfúm rikja þessara, sem bera af
öðrum slíkum kerfum, muni hnigna,
og ríkin muni þar að auki sæta há-
um útgjöldum til reksturs EB-
báknsins.
Athyglisvert er að Suður- Evr-
ópuríki, sem fá miklar fúlgur efna-
hag sínum til styrktar úr sameigin-
legum EB-sjóðum, eru tiltölulega
EB-sinnuð. Augstein skrifar með
það í huga af nokkrum kulda að
engin furða sé að Portúgalar séu
miklir EB-sinnar; þeir hafi svo sem
engu að tapa á EB-aðild og meiri
Helmut Kohl, sambandskanslari Þýskalands, og Francois Mitterr-
and Frakklandsforseti. A yfirborbinu standa þeir saman eins og
brædur um þab að sameina Evrópu, en i þvi fyrirhugaóa risaveldi
ætla bæbi Frakkar og Þjóbverjar sér forustu.
kvenna en karla, og með hliðsjón af
þvi túlkuðu einhveijir Danir úrslitin
svo að enn væri andi Freyju lífs í
dönsku kvenþjóðinni. Með þvi mun
átt við að konur hafi yfirleitt mátt
sín meira á Norðurlöndum en ann-
arsstaðar í álfúnni og með fyrirhug-
uðum samruna Evrópuríkja sé þeim
norræna arfi ógnað af kaþólskri
karlrembu sunnan að.
Á þennan lista úr bókmenntum,
sögnum og goðafræði væri kannski
ekki úr vegi að bæta eins og einni
persónu úr sögunni, Goðfreði Dana-
konungi (um 800), sem lét lappa
upp á Danavirki til vamar gegn evr-
ópusinnanum Karlamagnúsi og
sammna þar, en á hinn bóginn
nokkuð að vinna.
Enn meiri andsta&a í
Þýskalandi?
Einnig má ætla að viðhorf al-
mennings í Þýskalandi hafi valdið
nokkm um dönsku úrslitin, þótt ein-
hveijum kunni stórundarlegt að
þykja. Af öllu skrafmu um að Evr-
ópusambandið eða Bandaríki Evr-
ópu í framhaldi af Maastricht-sátt-
mála verði „fjórða þýska ríkið"
skyldi maður ætla að Þjóðveijar
væm öllum öðrum meiri EB-sinnar.
SAY NO
En nú benda niðurstöður skoðana-
kannana í Þýskalandi til þess að
andstaðan við Maastricht- sáttmája
sé enn meiri þar en í Danmörku. I
einni þýsku könnuninni kvaðst 81 af
hundraði aðspurðra vera á móti
meiri Evrópusammna.
Ástæður m.a.: Áhyggjur út af
auknum álögum á almenning til að
mæta vaxandi kostnaði við rekstur
bandalagsins sem auknum samruna
kann að fylgja. Mörgum Þjóðveij-
um finnst að þýsk stjómvöld eigi að
líta sér nær og hugsa fyrst um að
koma þýsku austurfylkjunum á rétt-
an kjöl í eínahags- og kjaramálum.
Þar að auki var fyrir löngu vitað
að margir Þjóðverjar eru uggandi út
af EB-myntinni sameiginlegu sem á
að leysa gjaldmiðla EB-ríkja af
hólmi í aldarlokin. Þeir óttast að þar
með muni draga úr áhrifúm þýsku
bankanna og að aðilar, ekki eins
ábyrgir og Þjóðveijar í gjaldeyris-
málum (les: Suður- Evrópuríkin),
fái aukin itök í fjármálum EB sem
heildar og þar með Þýskalands.
Valdatafl Frakka og
Þjóöverja
Þeir sem svo hugsa hafa áreiðan-
lega magnast við dönsku úrslitin. 1
Frakklandi urðu þau og mál dagsins.
Það riki og Þýskaland hafa verið
þau af stóru EB- ríkjunum, sem
mesta áherslu hafa lagt á aukinn
samruna og þau stóðu öðrum fremur
á bak við Maastricht- sáttmála.
En sú eindrægni nær ekki djúpt
og samfara henni er hörð samkeppni
er nærist á þjóðemishyggju og þjóð-
arstolti. Andstaðan við Maastricht-
sáttmála með Frökkum byggist
hvað helst á ótta þeirra og gremju út
af horfum á að Þjóðveijar verði
mestu ráðandi í Evrópusambandi, í
krafti yfirburða í fjár- og efnahags-
málum. Það vill Mitterrand forseti,
evrópusinni mikill, ekki fremur en
aðrir Frakkar. En hann hyggst láta
krók koma móti bragði með sem
mestum samruna í stjóm- og örygg-
ismálum hið allra fyrsta. í því síðar-
nefnda vonast hann til að Frakkland
verði leiðandi innan bandalagsins, í
krafti öflugri hers en Þýskaland hef-
ur og kjamavopna sem Þýskaland
hefur ekki. Hann gerir sér og vonir
um að EB-ríki yfirleitt séu það
hrædd við þýskt ofurveldi að þau
muni styðja Frakkland til fomstu í
stjómmálum Evrópubandalags/Evr-
ópusambands. Muni pólitísk fomsta
Frakka, ásamt með fomstu þeirra í
öryggismálum, þannig vega upp á
móti fomstu Þýskalands í efhahags-
málum.
Áhrif dönsku úrslitanna á Frakka
má marka af því að MitterTand hefúr
ákveðið þjóðaratkvæðagreiðslu um
Maastricht-sáttmála, þótt stjómar-
skráin skyldi hann ekki til þess.
Það lafir þangaó til ég
kemst á eftirlaun
Skrekkur sá sem hlaupið hefúr í
stjómmálamenn víða í Evrópu vest-
anverðri út af þessu stafar ásamt
með öðm af því, að danska neiið er
enn einn votturinn um breikkandi
gjá milli stjómmálamanna og al-
mennings í löndum þessum, um að
almenningur beri minna og minna
traust til stjómmálamanna. Al-
mannarómurinn um vesturevrópska
stjómmálamenn virðist undanfarið
hafa verið mjög á þá leið að þeir
hafi sama kjörorðið og Lúðvík 15.
Frakkakonungur (með smávegis
breytingu): Það lafir þangað til ég
kemst á eftirlaun. Oft heyrist nú sagt
að stjómmálamenn hugsi ekki um
annað en eigin „karrier" og að
auðga sjálfa sig, en sópi óþægileg-
um vandamálum undir teppið.
Þesskonar viðhorf sýndu sig ekki
alls fyrir löngu í kosningum í
Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu,
þar sem gamalgrónir og „virðulegir"
flokkar, jafnt til hægri og vinstri,
fóru hrakfarir en sigurvegarar urðu
Þorleifsson skrifar
flokkar sem þeir gömlu og virðu-
legu telja ekki í húsum hæfa.
Danskir vinstrimenn,
Thatcher, kommar, Le
Pen...
Ýmislegt bendir til að gamli
hægri-vinstriskalinn í stjómmálum
sé að ganga úr sér, eins og fleira
þegar kalda stríðið er ekki lengur.
Út frá þeim skala séð eru þannig
bæði EB-sinnar og þeir sem em EB-
andstæðingar að meira eða minna
leyti sundurleitar fylkingar.
Þannig vom þeir sem sögðu nei i
Danmörku líklega einkum vinstri-
sinnar, en þar í liði var einnig Pia
Kjærsgaard, leiðtogi hins hægrisinn-
aða Framfaraflokks, sem Glistmp
stofnaði eins og menn muna. Þegar
fréttin af úrslitunum barst inn i neðri
málstofú breska þingsins kættust
ailmargir íhaldsþingmenn eins og
kálfar á vordegi og sungu Wonderf-
ul, wonderfúl Copenhagen. Og
Margaret Thatcher óskaði vinstri-
sinnuðum baráttubræðrum sínum og
-systmm í Danmörku til hamingju
með þann mikla árangur, sem þau
hefðu náð „í viðureign lýðræðisins
við skrifræðisbáknið“.
í Frakklandi standa sameinaðir í
bijóstfylkingu andstöðunnar við
Maastricht-sáttmála Kommúnista-
flokkur Frakklands og Þjóðfylking-
in undir fomstu Jean- Marie Le Pen,
sem þarlendir vinstristjómmála- og
menntamenn skilgreindu nýlega
sem „hið illa sjálft".
Ver&ur Dönum sýnt í
tvo heimana?
Fréttaskýrendur sem teljast kunn-
ugir í EB-höfúðborgum taka undir
það með öðmm að Maastricht- sinn-
aðir stjómmálamenn hafi orðið
gripnir einskonar ofboði er fréttist
um úrslitin frá þeirri undursamlegu
Kaupmannahöfn. Ekki það að þau
hefðu þurft að koma á óvart; niður-
stöður skoðanakannana vom fyrir
löngu búnar að leiða í ljós að mjótt
var á mununum. Eigi að síður er svo
að sjá að embættismenn í Brússel og
helstu ráðamenn EB-ríkja, þar á
meðal Datunerkur sjálfrar, hafi vart
trúað sínum eigin skilningarvitum,
er úrslitin vom kunngerð. Þetta má
efalaust skilgreina sem enn eitt
dæmið um sjálfbirgingsskap vald-
hafa, sem ástæðulaust er að ætla að
séu yfirleitt greindari eða forsjálnari
en fólk upp og ofan. Ekki síður er
þetta enn eitt dæmið af þó nokkmm,
sem fram hafa komið upp á síðkast-
ið, um það hve sambandslitlir ráða-
menn Vesturlanda em orðnir við
sínar eigin þjóðir.
Ofboðið sem greip EB-ráðamenn
af umræddu tilefhi kemur og fram í
því að í svipinn a.m.k. hefúr orðið
ofan á hjá þeim að láta Dani ekki
komast upp með þetta, sýna þeim í
tvo heimana. Þeim skuli bent á hve
mjög háðir þeir séu viðskiptum við
önnur EB-riki, sem og að þeir verði
innan skamms, eftir að Svíþjóð og
Noregur verði komin í bandalagið,
umkringdir af EB. Dugi það ekki til
að tala Dani til, er haft eftir sam-
starfsmanni Klausar Kinkel, hins
nýja utanríkisráðherra Þýskalands,
verði þeir að horfast í augu við þann
möguleika að þeir verði reknir úr
EB.
Ljóst er að gangur EB-mála í öðr-
um Norðurlandaríkjum kemur til
með að valda miklu um, hvemig fer
í þessari viðureign pólitískra afkom-
enda Goðfreðs og Karlamagnúsar.
Föstudagurinn 19. júni