Helgarblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 7
Helgar ~1 blaðið
takast á við ný verkefni og frum-
kvæðið og ábyrgðin hvílir á at-
vinnulífinu. Ég held að reynslan
sýni að því meir sem stjómmála-
menn ætla að hafa vit fýrir atvinnu-
lífinu því meiri líkur em á að það
mistakist. Ekki vegna þess að
stjómmálamenn séu almennt verri
menn, heldur vegna þess að þeirra
hlutverk er annað.
Varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins sagði í sjónvarpinu fyrir
skemmstu að nú yrði að draga úr
einkavæðingaráformum ríkis-
stjórnarinnar og nota alit hand-
bært fjármagn til uppbyggingar í
atvinnulífinu í stað þess að setja
það í ríkissjóð með kaupum á rík-
isfyrirtækjum. Hvert er þitt sjón-
armið í þessu efni?
Ég hef lengi verið þeirrar skoðun-
ar að það væri eðlilegt og hollt fýrir
atvinnulífið, t.a.m. hvað bankana
varðar, að draga úr rikisrekstri á því
sviði. Memi hljóta hins vegar alltaf
að meta það á hverjum tíma hvenær
skynsamlegast er að selja hluti og
þegar afturkippur verður í atvinnu-
lífinu eins og nú blasir við þá er
markaðurinn veikari fýrir sölu á
hlutabréfum. Það sem ríkisstjómin
hefur verið að ræða í þessu efni er
fýrst að breyta bönkunum í hlutafé-
lög og taka síðan ákvörðun um hve-
nær og hvemig þeir hlutir yrðu seld-
ir.
Þannig að sala ríkisbankanna
er ekki alveg á döfínni?
Ég held að hún verði að ráðast af
markaðsaðstæðum á hverjum tíma.
Ég geri ráð fýrir því að menn leitist
við að setja þau á markað þegar lík-
ur em á að ríkissjóður fái sem mest
fýrir þau. Það verður einfaldlega að
metast þegar þar að kemur.
Nú er gert ráð fyrir þvi í fjár-
lögum að það komi inn einar þús-
und miljónir í ríkissjóð vegna
sölu ríkisfyrirtækja.
Því miður varð ekki samkomulag
á síðasta þingi að ganga svo hratt
fram í þessu að af því gæti orðið.
Þannig að þær forsendur eru
brostnar?
Já, þar skipuðust mál á annan veg
en menn höfðu ætlað vegna þess að
það náðist ekki samkomulag milli
stjómarflokkanna um hvemig að
því máli skyldi staðið eins og
mönnum er kunnugt um.
Er gengisfelling eða skatta-
hækkanir á næsta leyti?
Nei, menn hafa ekki verið að
ræða um þau efni. Vitaskuld verður
þetta verulegt áfall og hlýtur að
koma niður á þjóðarbúinu öllu og
alveg ljóst að einstaka byggðir geta
ekki borið alla þá byrði ef til þess
kemur að niðurskurðurinn verður
jafn mikill og tillögumar gera ráð
fýrir en fýrsta skrefið er að meta
þessar tillögur og taka ákvörðun um
uppbyggingu þorskstofnsins og
næsta skref að ákveða hvort og þá
hvaða hliðarráðstafanir verður að
gera af þeim sökum. Það er ekki
komið að því að taka neinar slíkar
ákvarðanir.
Yfir í aðra sálma Þorstcinn.
Dómsmálin eru líka á þinni
könnu í ríkisstjórninni. í Hclgar-
blaðinu í byrjun maí var sögð
saga konu sem hefur orðið fyrir
síendurteknu ofbeldi af hálfu
fyrrum eiginmanns, hún kom í
Kvennaathvarfið með mikla
áverka, kinnbeinsbrotin og hand-
leggsbrotin og hafði vcrið nauðg-
að. I þrjá mánuði dvaldi konan í
Kvennaathvarfinu. Fácinum dög-
um eftir að konan fór úr athvarf-
inu var bfll hcnnar gjöreyðilagður
og var fjöldi vitna að því atviki.
Nú eru liðin tvö ár og enn hefur
ekkert komið út úr kærum kon-
unnar á hendur ofbeldismannin-
um.
Þetta er fremur ófogur lýsing
Þorsteinn, hvernig hyggst dóms-
málaráðherra bregðast við þess-
um málum?
Við höfurn verið að vinna í þessu
máli. Það komu til mín síðastliðinn
vetur fulltrúar kvenna sem eiga
langa sögu og bitra að segja vegna
atvika eins og þessara og þessir að-
ilar höfðu unnið tillögur um breyt-
ingar á hegningarlögum. Þær tillög-
ur hafa verið til skoðunar hjá sér-
ffæðingum í refsirétti og ætlunin er
núna á næstunni að vinna ffekar úr
þeim í samráði við þessa aðila og
önnur þau yfirvöld sem þessi mál
heyra undir. Ég er þeirrar skoðunar
að hér sé um alvarleg mál að tefla
og fýllsta ástæða til að kanna hvem-
ig hægt er að bregðast við. Það er
ekkert alveg einfalt og þarf þess-
vegna mjög nákvæmrar athugunar
við hvaða ráð eru líklegust til að
duga og koma að haldi en ég hef
tekið málaleitan þessara aðila mjög
alvarlega og það er verið að vinna í
þeim málum.
Þegar ríkisstjórnin var mynduð
í Viðey töluðu formenn stjórnar-
flokkanna mikið um heiðurs-
mannasamkomulag en minna var
talað um stefnumál. Nú hefur
gengið á ýmsu í stjórnarsamstarf-
inu og ágreiningur augljós i
mörgum mikilvægum málum,
ekki síst sjávarútvegsmálum. Og
flokksþing kratanna var ckki
beinlínis á þínum nótum í sjávar-
útvegsmálum. Hvernig metur þú
lifslíkur ríkisstjórnarinnar eftir
rúmlega eins árs valdaferil?
Góðar, mjög góðar. Að því er
sjávarútvegsmálin varðar þá er það
alveg ljóst að það hafa verið mjög
mismunandi sjónarmið uppi á milli
þessara flokka og það hefur verið
unnið að því í endurskoðunamefnd-
inni að finna leiðir sem gætu orðið
til þess að menn yrðu sáttir um
þessa ffamkvæmd. Fyrir ekki mörg-
um vikum kom það fram að í
grundvallaratriðum voru menn sáttir
við þá skipan mála sem við byggj-
um á, það var enn ágreiningur þá á
milli flokkanna hvort leggja ætti
nýja skatta á atvinnugreinina eða
ekki en ágreiningur var ekki um
grundvallaratriðin. Ég sé það haft
eftir Þresti Ólafssyni eftir flokks-
þingið að niðurstaða þess sé ekki sú
að hans mati að þar hafi verið telft
ffam einhverjum nýjum kosti sem
hindri það að menn leiti samkomu-
lags í þeim farvegi sem hefur verið
að myndast. Ég sé ekki annað fýrir
mér en að áffamhaldandi vinna geti
leitt til skynsamlegrar niðurstöðu.
Það verður löngum svo að það
verða mismunandi sjónarmið uppi í
öllum flokkum í þessu efhi ekki síst
þegar harðnar á dalnum. Þá vilja
menn gjaman kenna stjómunarkerf-
inu um að það er minni fiskur í
sjónum. Því miður fjölgar þorskin-
um ekkert þótt skipt verði um fisk-
veiðistjómunarkerfi.
En er það ekki staðreynd að
a.m.k. stór hluti Sjálfstæðis-
flokksins á meiri samlcið mcð
stjórnarandstöðunni en Alþýðu-
flokknum í mörgum vcigamiklum
málum?
Það er nú svo að pólitíkin hefur
verið að breytast mikið. Eftir að
sósíalisminn hmndi og er ekki leng-
ur til sem kostur í stjómmálum þá er
ekki sama hugmyndafræðilega bar-
átta í pólitík og áður var. Stjómmál
hafa á undanfomum áratugum verið
að þróast í þá vem að menn em
meira og meira að verða sáttir við
að reka atvinnulífið á grandvelli
lögmála markaðsbúskapar en
tryggja á hinn bóginn velferð með
sameiginlegri ábyrgð, hvort heldur
við emm að horfa á menntamál cða
heilbrigðismál. Þetta er þróun sem
er að eiga sér stað í pólitík og ekkcrt
óeðlilegt við að í sumum efhum eigi
flokkar samleið um mikilvæg mál-
efni þvert á línur stjómar og stjóm-
arandstöðu hvetju sinni. Ég hygg að
þetta megi segja um margar rikis-
stjómir undanfarinna ára.
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins í mars í fyrra var ckki beinlín-
is friðarfundur cf svo má að orði
komast. Má búast við svipuðum
átökum á landsfundinum að ári?
Ekki get ég sagt neitt fýrir um
það.
Eru dcilur ykkar Davíðs Odds-
sonar um fiskveiðasjóð ckki bara
toppurinn af fjölmörgum ágrein-
ingsmálum ykkar?
Sjálfstæðisflokkurinn er nú breið-
ur flokkur og það hefur verið aðals-
merki hans í gegnum áratugi að þar
rúmast menn með ýmis sjónarmið
sem þó hafa verið byggð á sömu
grandvallarhugmyndum. Fyrst og
fremst hefur þessi breidd gert flokk-
inn stóran og sterkan. Ég held að
það sé ekkert óeðlilegt að menn geti
haft mismunandi skoðanir í máli
eins og þessu.
Kcmur til álita að þú bjóðir þig
fram til formennsku í flokknum
að nýju?
Nei.
Árni Þór Sigurðsson
Ráðstefna um
& EES-samninginn
Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um EES-samn-
inginn á Hótel Sögu laugardaginn 27. júní kl. 10:00 -
17:00. Ráðstefnan er opin öllu Alþýðubandalagsfólki
og stuðningsmönnum flokksins.
DAGSKRÁ:
1. Kynning á helstu atriðum EES-samningsins á vegum
þingflokks Alþýðubandalagsins.
2. Fyrirspumir og svör.
3. Þróun Evrópumála og afstaðan til EES-samningsins.
4. Kynning á álitsgerðum og gögnum frá flokksfélögum
og einstaklingum.
5. Umræður.
Alþýðubandalagið
Miðstjórnarfimdur
Alþýðubandalagsins
28. júní
EES til umfjöllunar
Alþýðubandalagið boðar til miðstjórnar-
fundar sunnudaginn 28. júní kl. 10:00 -
17:00 á Hótel Sögu.
DAGSKRÁ:
1. ÞRÓUN EVRÓPUMÁLA OG AFSTAÐAN
TIL SAMNINGSINS UM EVRÓPSKT EFNA-
HAGSSVÆÐI.
2. ÖNNUR MÁL.
Föstudagurinn 19. júni