Helgarblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 4
Helgar 4 blaðið
Karlakórinn Hekla með sov-
óska fánann i baksýn. Það er
karlakórinn Fóstbræóur sem
mun heyrast í myndinni þótt
vió tökurnar hafi leikararnir
tekib hraustlega undir.
Myndir: Kristinn.
Akraborgin v<
og kórínn
Tekið var upp atriöi þar sem Ragnhildur í hlutverki Möggu horfbi
í siðasta sinn á ísland. Guðný sagði henni á hæglátan hátt til um
hvernig hún ætti að hreyfa sig.
Það var óþarfi fyrir Halldór
Þorgeirsson framleiðanda
og eiginmann að hafa
áhyggjur af samtali blaða-
manns við leikstjóra kvik-
myndarinnar Karlakórsins
Heklu, Guðnýju Halldórs-
dóttur, því leikstjórinn var
hinn viðkunnanlegasti þrátt
fyrir augljóslega lítinn
áhuga á viðræðum við
blaðamenn. Þau hjónin eru
kvikmyndafélagið Umbi en
karlakórinn Hekla er
fimmta og dýrusta mynd
Umba til þessa.
Helgarblaðið fylgdist með á
dögunum þegar tökur fóru fram
um borð í Akraborginni í einni
fcrð fram og tilbaka. Þar lck Akra-
borgin hlutvcrk Baltiku cn atriðið
sem var tekið upp sýndi hið rúss-
neska skip sigla burt frá íslandi
með karlakórinn og Möggu um
borð. Magga cr aðalkvenpersónan
og leikin af Ragnhildi Gísladóttur.
Nokkur alda var á leiðinni og
þungbúið þannig að varla sást til
fjalla. En Guðný sagði að menn
væru frekar famir að reikna með
rigningu cn hitt. Að minnsta kosti
þýddi ekki að bíða eftir sólskininu
þótt það hcfði verið skemmtilegra
að hafa íjallasýn góða undir söng
karlakórsins á Islandi ögrum skor-
ið. En það er líka ansi oft rigning á
íslandi - ekkert við því að gera.
Skipstjórinn aftengdi
Hinsvegar voru farþegar Akra-
borgarinnar ekki spuröir hvort þeir
vildu aukavclting á lciðinni til
Reykjavíkur cn það fcngu þeir svo
sannarlcga. Skipstjórinn samþykkti
að aftcngja jafnvægisstillinguna
þannig aö Akraborgin valt hraust-
lcga mcðan karlakórinn Hckla
söng ísland ögrum skorið. Og þrált
fyrir þcnnan aukna velting þá ældi
Ragnhildur ckki þótt hún hcfði haft
af því nokkrar áhyggjur á Iciðinni
lil Akranes cn þá var alriöið tckið
söng
þrisvar upp og tvisvar á leiðinni
heim aftur.
K.vikmyndin er unnin í sam-
vinnu Umba og þýskra og sænskra
aðila. Farið vcrður til Svíþjóðar í
tvær vikur og til Þýskalands í þrjár.
AIls fara um 60 nianns, flestir Is-
lendingar en átta Þjóðverjar vinna
við myndina, að mcstu tæknivinnu.
Aldrei hefur eins stór hópur farið
út lil að taka íslenska mynd.
Myndin fjallar um karlakór sem
fer í söngferðalag til útlanda og um
Möggu sem fer með. Halldór sagði
að ferðin ætti sór tilgang þar sem
einn kórfclaginn er af þýsku bergi
brotinn. Það er Wcrncr sem er leik-
inn af Garðari Cortcs. Hann deyr
og kórinn fer til Þýskalands að
syngja fyrir aldraða móður hans. í
Ijós kcmur að Wcrner á tvíbura-
bróður sem tekur við hlutvcrki
hans - líka því sem sncri að
Möggu.
I cðli sínu cr svona ferðalag
fyndið og sagði Guðný að þau
væru að reyna að gcra myndina
skemmtilega. Eðlilega er mikið
sungið í myndinni en Guðný sagði
samt að þetta væri ekki skemmti-
og söngvamynd. En það er viðbúið
að myndin verði fádæma skemmti-
leg að minnsta kosti ef litið er til
þess hverjir leika í kómum. Þar má
nefna Örn Amason, Ladda, Magn-
ús Ólafsson, Egil Ólafssson sem
lcikur kórstjórann. Þá má benda á
Sigurð Sigurjónsson, Randver Þor-
láksson, Gcst Einar Jónasson og
Rúrik Haraldsson. Þá leika einnig
þær Sigrún Hjálmtýsdóttir, Edda
Björgvinsdóttir, Tinna Gunnlaugs-
dóttir og Margrét Helga Jóhanns-
dóltir í myndinni. Og síðast cn
ekki síst þá leikur Kristján Jó-
hannsson stórsöngvara nokkum
eða svo gott sem sjálfan sig.
Guðný sagði að unnið hefði ver-
ið að myndinni í eitt og hálft ár og
að hún yrði líklega tilbúin til sýn-
inga í febrúar á næsta ári. Hinsveg-
ar bjóst hún við að dregið yrði að
fmmsýna myndina einsog kostur
væri. Hún vill frekar sýna myndina
að vori eða sumri til, en á móti
ketnur að það er dýrt að bíða með
frumsýningu.
Sumt þegið
annað ekki
Guðný samdi handritið upphaf-
lega en sagði að ýmsir hefðu að-
stoðað hana við handritsgerðina
bæði í undirbúningnum og einnig í
tökunum. „Það hefur verið boðið
upp á eitt og annað, sumt þigg ég
annað ekki,“ sagði leikstjórinn.
Myndin mun kosta um 124 milj-
ónir króna. Þetta em hclmingi
mciri peningar en fóru í Kristni-
hald undir Jökli, sagði Halldór.
Eina kvöðin er að það þarf að eyða
52 miljónum króna á svæði við
Köln í Þýskalandi. Halldór sagði
að það væri nokkuð snúið, hann
þyrfti jafnvel að kaupa smáhluti
einsog ljósmyndafilmur á svæðinu
og fá kvittun þaðan. Það þarf að
skila endurskoðuðum reikningum
svo ekkert fari á milli mála. Hall-
dór sagði að þannig gerðu Þjóð-
verjamir þetta og styrktu ákveðin
svæði, til dæmis fengi þetta svæði
þrjá miljarða króna í þannig styrki
í ár. Kölnarbúa hefðu áhuga á að
gera svæðið að álíka kvikmynda-
svæði og Berlín, Hamborg eða
Miinchen.
G. Pétur Matthíasson
Ráðstefna um
EES-samninginn
Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um EES-samn-
inginn á Hótel Sögu laugardaginn 27. júní kl. 10:00 -
17:00. Ráðstefnan er opin öllu Alþýðubandalagsfólki
og stuðningsmönnum flokksins.
DAGSKRÁ:
1. Kynning á helstu atriðum EES-samningsins á vegum
þingflokks Alþýðubandalagsins.
2. Fyrirspumir og svör.
3. Þróun Evrópumála og afstaðan til EES-samningsins.
4. Kynning á álitsgerðum og gögnum frá flokksfélögum
og einstaklingum.
5. Umræður.
Alþýðubandalagið
\<T;
f Miðstjórnarfundur
Alþýðubandalagsins
28. júní
EES til umfjöllunar
Alþýðubandalagið boðar til miðstjórnar-
fundar sunnudaginn 28. júní kl. 10:00 -
17:00 á Hótel Sögu.
DAGSKRÁ:
1. ÞRÓUN EVRÓPUMÁLA OG AFSTAÐAN
TIL SAMNINGSINS UM EVRÓPSKT EFNA-
HAGSSVÆÐI.
2. ÖNNUR MÁL.
Föstudagurinn 29. mai